Alþýðublaðið - 10.07.1987, Page 3
Föstudagur 10. júl( 1987
3
Börkur Árnason afhendir Smára Guðmundssyni fyrstu SAAB bifreiðina
semGlobusseiuráíslandi. Hjáþeim stendurÁgúst Ragnarsson sölustjóri.
Norræn menningar-
kynning í Japan
Árið 1982 stóðu Norðurlöndin
fimm að mikilli menningarkynn-
ingu í Bandaríkjunum. Þótti sú
kynning takast vel og ákváðu ríkis-
stjórnir Norðurlanda að efna til
svipaðrar kynningar í Japan, og
hefst hún í haust.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, mun um miðjan sept-
ember opna fyrstu sýninguna, sem
verður sýning á nytjalist, „Scandin-
avian Design“. Þá mun forseti ís-
lands halda blaðamannafund og
kynna allt verkefnið, en kynning-
arnar verða um ellefu talsins. Is-
lenskir listamenn taka þátt í sýning-
um á nytjalist, listhönnunarsýning-
um, myndlistasýningum, tónleik-
um, bókmenntakynningum, kvik-
myndahátíð og einnig kynningu á
barna- og unglingabókmenntum.
Af íslands hálfu verða verk eftir
eftirtalda listamenn og hönnuði:
Á nytjalistasýningum: Sigrún
Einarsdóttir, Sören S. Larsen, Kol-
brún Björgólfsdóttir, Sigurlaug Jó-
hannesdóttir, Guðrún Gunnars-
dóttir, Arndís Jóhannsdóttir,
Hulda Jósepsdóttir, Aðalheiður
Skarphéðinsdóttir, Þórdís Zöega,
Pétur B. Lúthersson, Valdimar
Harðarson, Gunnar Magnússon,
Sveinn Kjarval, Markús B. Þor-
geirsson, Pétur Th. Pétursson og
Pétur Tryggvi Hjálmarsson. Auk
þess verk frá fyrirtækjunum Ála-
foss og Glit.
Á listhönnuanrsýningum: Ás-
gerður Búadóttir, Guðný Magnús-
dóttir, Jens Guðjónsson, Jónína
Guðnadóttir, Leifur Breiðfjörð,
Ragna Róbertsdóttir og Steinunn
Þórarinsdóttir.
Á myndlistasýningum: Jóhannes
S. Kjarval, Helgi Þorgils Friðjóns-
son og Gunnar Örn Snorrason.
Á hátíðartónleikum verður flutt
verkið „Choralis“ eftir Jón Nordal.
Á bókmenntakynningum: Svava
Jakobsdóttir. Jafnframt verður
gefið út norrænt smásagnasafn þar
sem verða sögur efti Halldór Lax-
ness, Guðberg Bergsson og Svövu
Jakobsdóttur.
Á kvikmyndahátíð: Kvikmyndin
„Útlaginn“ eftir Ágúst Guðmunds-
son.
Á kynningum á norrænni nú-
tímatónlist verða flutt verk eftir:
Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi
Sveinsson, Karólínu Eiríksdóttur
og Áskel Másson. Einar Jóhannes-
son, klarinettuleikari, verður þátt-
takandi af íslands hálfu.
í tengslum við kynningar og list-
sýningar verða gefnar út veglegar
sýningaskrár og upplýsingabæk-
lingar. Auk samnorrænu verkefn-
anna munu einstök lönd verða með
eigin kynningar og sýningar og á
þessu ári mun Kristín ísleifsdóttir
verða með leirmunasýningu í
Tokyo.
Utanríkisráðuneytið og mennta-
málaráðuneytið hafa í samvinnu
við fulltrúa íslenskra listamanna
staðið að efnisvali og skipulagn-
ingu ásamt samstarfsaðilum í Jap-
Fiskeldi:
Eitraðir þörungar
ollu
— í fyrsta skipti svo vitað sé að'slíkir þörungar valdi tjóni
hér á landi. Fyrirbærið þekkt í Noregi.
— Norðmenn farnir að leita til Islands til að kynna sér
strandeldi.
Eitraðir þörungar ollu miklum
usla og umtalsverðu tjóni hjá fisk-
eldisstöðvum í Hvalfirði á dögun-
um, að því er segir í nýju fréttabréfi
Landssambands fiskeidi- og haf-
beitarstöðva. Meðal annars missti
fiskeldisfélagið Strönd h.f. um 9500
fiska. Vegin meðalþyngd fiskanna
var um 420 grömm.
Þetta mun vera í fyrsta skipti svo
vitað sé til að slíkir þörungar valdi
tjóni i fiskeldisstöð á íslandi. Við
greiningu kom í ljós að hér var um
þörunginn, gyrodinium aureolum
að ræða. Þessi þörungur hefur
valdið miklu tjóni í norsku fiskeldi.
Norðmenn hafa lent í umtals-
verðum vandræðum í vetur og það
sem af er þessu ári með strandeldi.
Frá náttúrunnar hendi eru aðstæð-
ur til strandeldis hinar ákjósanleg-
ustu í Noregi, en vandræðin hafa
aðallega verið vegna hitra-veikinn-
ar og eitraðra þörunga. I lok maí-
mánaðar dvaldi hópur Norðmanna
hér á landi í þeim tilgangi að kynna
sér strandeldi.
Til að komast hjá áðurnefndum
vandamálum og tryggja sjó af betri
og jafnari gæðum velta Norðmenn
því fyrir sér að flytja eldið á land
a.m.k. að hluta til. Ætlun Norð-
manna er að dæla sjó frá miklu
dýpi upp í ker á landi. Þar sem ís-
lendingar hafa nokkra reynslu af
strandeldi með Atlantshafslax leit-
uðu þeir hingað og kynntu sér starf-
semi nokkurra starfandi strandeld-
isstöðva á suðvesturhorninu.
Globus
tekur
við SAAB
Globus tók við SAAB-umboðinu
á Islandi þann 16. júní síðastliðinn.
Reksturinn er nú þegar að komast í
fullan gang og er til að byrja með
skipulagður þannig að viðgerðar-
og varahlutaþjónusta er á sama stað
og áður í húsnæði Töggs hf. að
Bíldshöfða 16, en söludeildin er
rekin í Globus að Lágmúla 5.
Mikil eftirspurn er eftir SAAB
bifreiðum og afhenti Globus fyrstu
bifreiðina þann 2. júlí s.l.
an sem komið hafa til Islands til að
velja verk. Samstarfsaðilar í Japan
eru m.a. Seibu-Iistasafnið, ríkis-
sjónvarpið NHK, Japan Foundati-
on, dagblaðið Yomiuri Shimbun og
fleiri.
Flugleiðir hf, SAS og Finnair
hafa sýnt verkefninu sérstakan vel-
vilja og aðstoðað á ýmsa vegu.
Gert er ráð fyrir að auk forseta
íslands muni Karl XVI Gústaf Svía-
konungur, Friðrik krónprins Dana,
Haraldur krónprins Noregs og
Sonja krónprinsessa verða viðstödd
opnun ýmissa þátta ásamt ráðherr
um utanríkis- og menntamála og
sendiherrum.
Vegagerðarmenn:
Samningurinn
samþykktur
í allsherjaratkvæðagreiðslu var
samningur ASÍ og Vegagerðar rík-
isins samþykktur með yfirgnæfandi
meirihluta.
Samningurinn hafði verið undir-
ritaður 24. júní síðast liðinn.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða starfsfólk í tímavinnu.
Vinnutími frá kl. 17.00 til kl. 21.00.
Upplýsingar á skrifstofu póstmeistara
Ármúla 25.
Á mölinni mætumst •
með bros á vör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
J
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða starfsfólk til sumar og
framtíðarstarfa.
Upplýsingar á skrifstofu póstmeistara
Ármúla 25.
Vegna útfarar
Gunnlaugs Péturssonar, fyrrv. borgar-
ritara, verða skrifstofur Reykjavíkurborg-
ar að Austurstræti 16 og Pósthússtræti 9
lokaðar frá kl. 12.00 föstudaginn 10. júlí
1987.
Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓE)S
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1973- 1. fl.A 1974- 1. fl. 1977- 2. fl. 1978- 2. fl. 1979- 2. fl. 15.09.87 15.09.87-15.09.88 10.09.87-10.09.88 10.09.87-10.09.88 15.09.87-15.09.88 kr. 22.062,84 kr. 13.356,08 kr. 4.144,09 kr. 2.647,32 kr. 1.725,93
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁRSGREIÐSLUMIÐA
1973-1. fl.B 15.09.87-15.09.88 10.000 gkr. skírteini 50.000 gkr. skírteini kr. 1.063,45 kr. 5.317.25
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga 1. flokks A1973,
sem er 15. september n.k.
Reykjavík, júlí 1987
SEÐLAB ANKIÍSLANDS