Alþýðublaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. júlí 1987
3
Þeir hjá Veöurstofunni gleöja okkur með því, að nú fari að birta og hlýna, svo væri ekki bara tilvalið að fá sér ís?
Grænmetismarkaður
opnar næsta vor
Hafnarfjördur:
Gistihús og tjaldstæði
— jafnvel náttúruöflin vinna með nýstofn-
aðri ferðamálanefnd
Á almennum félagsfundi í SFG
29. apríl 1986 var lögð fram tillaga
frá stjórn félagsins þar sem segir
m. a.:
„Stefnt skal að því svo fljótt sem
auðið er, og ef hagkvæmt þykir, að
koma upp grænmetismarkaði, þ. e.
móttöku, flokkun afurða og stór-
sölu, sem allir framleiðendurgræn-
metis geti orðið aðilar að, og heild-
salar og aðrir stórkaupendur geti
verslað við.“
Voru fundarmenn á einu máli um
að hraða nauðsynlegum athugun-
um varðandi slíka markaði og er
þeirri athugun nú það langt komið
að stjórn félagsins fannst ástæða til
að kveðja til félagsfundar 18. júlí sl.
þar sem m.a. eftirfarandi var sam-
þykkt:
1. Stofnaður verði innan SGF
„Grænmetismarkaður," þar sem
garðyrkjubændur geta lagt inn af-
urðir sínar og þær seldar eftir upp-
boðskerfi. Kaupendur á þessum
markaði geta orðið allir þeir sem
uppfylla skilyrði markaðarins um
lágmarks kaup hverju sinni og
greiðsluskilmála.
2. SFG mun hætta rekstri heild-
söludeildar sinnar. Jafnframt mun
SFG, ásamt þeim sem áhuga kynnu
að hafa, beita sér fyrir stofnun
hlutafélags um heildsöludreifingu á
grænmeti, ávöxtum og skyldum
afurðum.
3. Skv. 1. gr. þessarar tillögu
nrunu afurðirnar seldar samkv.
uppboðskerfi, sem þýðir að fram-
boð og eftirspurn á hverjum tíma
ræður söluverði. Jafnframt mun þó
verða í gildi lágmarksverð, þar sem
tekið er mið af viðurkenndu fram-
leiðslukostnaðarverði, á svipaðan
hátt og gert er í nágrannalöndum
okkar.
4. „Grænmetismarkaðurinn “
skal taka til starfa vorið 1988.
Félagið notar þetta tækifæri til
að lýsa yfir þakklæti sínu við þann
óvænta stuðning við markaðshug-
myndina af hálfu Kaupmannasam-
taka íslands, Félags ísl. stórkaup-
manna og Verzlunarráðs íslands,
sem fram kemur í ályktun þeirra
varðandi „grænmetismál“ dags. 30.
júní sl. og birtist í flestum fjölmiðl-
um dagana þar á eftir.
Hins vegar harmar félagið að hin
virðulegu samtök kaupmannastétt-
arinnar skuli láta sér sæma að fara
í meginatriðum með fleipur eitt í
ályktun sinni, þar sem hægur vandi
var (og er) að afla réttra upplýsinga,
ekki síst fyrir Verzlunarráð íslands,
en þar er SFG félagsaðili. T.d. eru
það bein ósannindi, eins og segir í
ályktuninni að verið sé að koma á
fót „svonefndum grænmetis-
markaði." Hið rétta er, að á meðan
markaðshugmyndin var enn í
athugun var í byrjun maí sl. ákveðið
að breyta starfsemi SFG með þvi að
aðskiija afurðadeild og söludeild í
þeim tilgangi að veita öðrum græn-
metisheildsölum greiðan aðgang að
framleiðsluvörum félagsmanna
SFG á sama grundvelli og til jafns
við söludeild félagsins.
Eins og fram hefur komið, er hér
aðeins um bráðabirgðalausn að
ræða, sem væntanlega fær farsælan
endi með stofnun „Grænmetis-
markaðar“ á vori komanda, enda
ekki ónýtt að fá óumbeðið og
óvænt fyrirfram stuðning Félags ísl.
stórkaupmanna. Verður honum
þakksamlega haldið til haga þegar
þar að kemur.
ísland og Evrópu-
bandalagið
Öryggismálanefnd hefur gefið út
ritgerð eftir Gunnar Helga Kristins-
son stjórnmálafræðing, og ber hún
heitið ísland og Evrópubandalagið.
í ritgerðinni er fjallað um ýmis at-
riði tengd samskiptum íslands við
Evrópubandalagið. Eftir inngöngu
Portúgala og Spánverja í bandalag-
ið 1986 er Island háðara Evrópu-
bandalaginu um utanríkisviðskipti
sín en nokkurt hinna Norðurland-
anna fyrir utan Noreg, og mun háð-
ara því en það hefur verið nokkrum
einstökum markaði á lýðveldistím-
anum. Þetta felur m.a. í sér að
ákvarðanir sem teknar eru innan
bandalagsins hafa sífellt meiri áhrif
á íslandi.
í ritgerðinni er bæði fjallað um
þróun Evrópubandalagsins al-
mennt, sem og um stefnumótun hér
á landi í gegnum tiðina við þeim
nýju viðhorfum sem bandalags-
myndun á efnahagssviðinu hefur
skapað fyrir íslendinga. Gerð er
grein fyrir þeim meginviðhorfum
sem fram komu í deilum um þessi
efni á sjöunda áratugnum, sem og
forsendum þeirrar samstöðu sem
að lokum tókst um EFTA aðild og
fríverslunarsamning við Evrópu-
bandalagið.
Þeirri spurningu er varpað fram
hvort breyttar forsendur krefjist
endurskoðunar á þeim tengslum
sem ísland hefur haft við Evrópu-
bandalagið undanfarin fimmtán ár,
og þá hvaða kostir standi íslending-
um til boða. Loks er stuttlega gerð
grein fyrir þeim viðhorfum sem
uppi eru á hinum Norðurlöndunum
varðandi tengslin við EB, einkum
þeim þáttum sem setja svip á um-
ræðuna í Noregi um þessar mundir.
Ritgerðin er í fjölriti og er 125
bls. að stærð. Hún er til sölu í helstu
bókaverslunum en má einnig fá
gegn póstkröfu frá skrifstofu Ör-
yggismálanefndar, Laugavegi 26.
Hafnfirðingar eru þeirrar skoð-
unar, að bærinn þeirra eigi framtíð
fyrir sér senr ferðamannabær. Til
að stuðla að því að svo megi verða
kontu bæjaryfirvöld á laggirnar
fimm manna ferðamálanefnd á síð-
asta ári og vinnur hún nú ötullega
að áætlanagerð.
Fyrir fáeinum dögum var tjald-
stæði tekið í notkun á Víðistaða-
svæðinu þar sem unnið er að miklu
útivistarsvæði samkvæmt nýsarn-
þykktu skipulagi. Við opnun tjald-
stæðisins notaði JC-Hafnarfjörður
tækifærið og afhenti fulltrúum
ferðamálanefnfdar fyrsta kortið af
Hafnarfirði sem prentað er fyrir
ferðamenn. Er það á ensku, en
næsta sumar verður einnig prentuð
íslensk útgáfa af kortinu.
Þá má geta þess, að blómabúðin
Burkni við Linnetstíg hefur tekið
að sér að starfrækja upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn og er það
í fyrsta skipti, sem slík þjónusta er
í Hafnarfirði. Einnig er vert að geta
þess, að nýtt gistihús er að opna í
Hafnarfirði, en gistihús hefur ekki
verið í bænunt í áratugi. Þá liggur
einnig fyrir bæjaryfirvöldum ósk
um leyfi til að reisa mótel við
Reykjanesbraut í tengslum við veit-
ingahús, sem á að fara að reisa þar
innan skamrns.
Og svo má ekki gleyma því, að
náttúruöflin hafa einnig lagt sitt af
mörkum til þeirrar viðleitni Hafn-
firðinga að laða að ferðamenn. Oll-
um að óvörum tók „túristaholan"
eða borhola 14 í Krýsuvík að gjósa
á nýjan leik, en hún hrundi saman
í fyrra og var af flestum talin dauð.
París
París, heitir nýútkomin skáld-
saga 35 ára gamals Reykvíkings,
Árna B. Heglasonar.
París er sögubók í þremur hlut-
um, þar fyrst til að nefna eins konar
forspjall sögunnar, þá ljósvaka-
spjall skriffinna nokkurs — sem er
raunar ævintýri fyrir útvarp en er
hér endursagt nreð all raunsærri
fornrerkjum — og loks lokaspjall
sögunnar.
Að stærstum hluta gerist „þrí-
leikurinn“ á þremur dögum, þegar
einmitt er von á menningarfulltrú-
um til bæjarins — eða borgarinnar,
eins og sumir íbúar sagnaheimsins
kjósa frernur að nefna samfélag sitt
og átthaga þegar liður nær sögu-
lokum. í því ljósi, að sjálfir
„erindrekar menningarinnar"
munu brátt sigla inn á svið sögunn-
ar, fá lestrarhestar séð inn í hug-
myndaheim persónanna, fá að
kýnnast vonum þeirra og þrám, ást
og hatri, gleði, sorg og jafnvel hinni
sárustu sút — og loks því hvert er
hið eiginlega erindi fulltrúanna.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Byggingardeildaróskareftirtilboðum í niðurrif og
brottflutning áellefu húsum og húshlutum áfyrr-
verandi lóð Völundar hf. við Klapparstíg og Skúla-
götu í Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn krónum 5.000 skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
5. ágúst næstkomandi klukkan 15.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik
Feröaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast
farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5 til lOmínútnastanságóðum
staö er lundin létt. Minnumst þess aö reykingar í bilnum geta
m.a. orsakaö bílveiki. mÉUMFEROAR
IPráo
III REYKJKIÍKURBORG IRI
5 22 21 ---- ------ -------- p 25
Aau&vi Stödcci Ml '
Starfsmaður óskast til eldhússtarfa á Droplaugar-
stöðum, vistheimili aldraðra. Um erað ræða 50%
starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður mötuneytis í
síma 25811.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður við
framhaldsskóla:
Við Iðnskólann I Reykjavlk er laus kennarastaða I dönsku.
Við fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi eru lausar kennara-
stöður I stærðfræói, eölisfræði og efnafræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja-
vfk fyrir 1. ágúst.
Menntamálaráðuneytið.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1987,
hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi
27. þ. m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau
eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til
viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. ágúst.
Fjármálaráðuneytid, 20. júlí 1987.
Staða fulltrúa
Framleiðnisjóður landbúnaðarins óskar að ráða
fuiltrúa. Starfið felst m.a. i nánum samskiptum
við bændur, samningagerð og fl.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Jó-
hannes Torfason, Torfalæk í síma 95—4287.