Alþýðublaðið - 13.08.1987, Blaðsíða 4
MPYIIUBLMIIII
Miðvikudagur 12 ágúst 1987
VILL VERÐA FORSETI
BANDARÍKJANNA
Patricia Schroeder er 47 ára gömul og
hefur verið þingmaður í 15 ár. Hún
stefnir nú leynt og ijóst að því að
hljóta tilnefningu Demókrataflokks-
ins sem frambjóðandi til embættis
forseta Bandaríkjanna í kosningunum
á næsta ári. Hún hefur mikið fylgi
kvenna. Aðrir segja að hún sé létt-
geggjuð.
Bandaríska þingkonan Patricia
Schroeder bjó til heitið „símafor-
setinn“ yfir Ronald Reagan Banda-
rikjaforseta. Nú er svo komiö að
hún vill sjálf veröa forseti Banda-
ríkjanna og hyggst bjóöa sig fram í
forsetakosningunum á næsta ári.
Patricia Schroeder er demókrati
og tilheyrir þar að auki vinstri væng
flokksins. Hún er eina konan sem
hyggst bjóða sig fram til embættis
forseta Bandaríkjanna. Schroeder
er 47 ára gömul og þar af leiðandi
þremur áratugum yngri en núver-
andi Bandaríkjaforseti. Patricia
Schroeder er þó gömul í hettunni
sem pólitíkus. Hún hefur setið á
Eftirmál Víetnamstríðsins
1700 bandarískra hermanna er enn saknað.
12 ár eru síðan Víetnamstríðinu lauk, en ennþá lifa
bandarískar fjölskyldur í þeirri von að einhverjir þeirra
sem saknað er kunni að vera á lífi. Sérstakur sendimað-
ur hefur verið fenginn til að leita þeirra.
Afleiðingar stríðsins í Víetnam
voru ekki þurrkaðar út á einum
degi og enn hafa íbúarnir ör á lík-
ama og sál eftir ógnir styrjaldarinn-
ar. Landið var sömuleiðis flakandi í
sárum sem verða lengi að gróa, ekki
síst þeim sem hlutust af eiturefna-
hernaði Bandaríkjamanna.
En ógróin sár eru einnig meðal
bandarískra fjölskyldna sem misstu
sína nánustu í stríðinu og þeirra
sem hlutu varanleg örkuml í hern-
aðarátökum sem menn vilja nú
helst gleyma að hafi nokkurn tíma
átt sér stað. Þegar stríðið stóð sem
hæst, var meira en hálf milljón
Bandaríkjamanna í þessu litla
Asíuríki. Af þeim komu 50.000
heim aftur í líkkistum.
Fjölskyldur lifa í voninni
Og enn eru til þær fjölskyldur
sem lifa í þeirri von að einhverjir af
þeim 1700 hermönnum sem ekki
komu til baka lífs eða liðnir, kunni
að leynast einhvers staðar í landinu.
Bandarískur herhöfðingi, John
Vessey, hefur verið sendur til
Hanoi, höfuðborgar Víetnam, til
að grafast fyrir um örlög þeirra.
Hann hefur sérstakt umboð
Reagans Bandaríkjaforseta til að
gera hvers konar samninga við
stjórnina í Hanoi um „mannúðar-
mál.“
Víetnamar vilja sættast
Hingað til hefur verið fullkomin
óvissa um það hvað varð um þá
menn sem saknað er; hvort þeir eru
látnir, hvort þeir sitja enn í fangels-
um eða hvort þeir hafast við ein-
hvers staðar í landinu. Áður hefur
verið samið um afhendingu á jarð-
neskum leifum þeirra sem voru
jarðsettir í Víetnam, en þeir samn-
ingar strönduðu sl. ár á því að Víet-
namar vildu tengja þá samninga við
frekari vináttusamninga milli land-
anna.
Bandaríkjamenn hafa ekki viljað
hafa stjórnmálasamband við Víet-
nam síðan Víetnamar réðust inn í
Kampútseu árið 1978. Einnig hafa
orðið árekstrar vegna kröfu Víet-
nama um stríðsskaðabætur. í svo-
kölluðum Parísarsáttmála féllust
Bandaríkin á að greiða fyrir þann
skaða sem þau höfðu valdið í stríð-
inu, en einnig þeir samningar fuku
út í veður og vind við innrásina í
Kampútseu. Kínverjar stóðu með
Kampútseu í þeim átökum og einn-
ig það stuðlaði að því að Banda-
ríkjamenn tóku svo einarða afstöðu
gegn Víetnam.
Nýsköpun
En nú virðist nútíminn hafa hald-
ið innreið sína til Víetnam. Efna-
hagsstjórn landsins hefur tekið á
sig nýjan svip. Útlendingar heim-
sækja landið í stríðum straumum,
verslunar- og viðskiptajöfrar.
Honda-verksmiðjurnar hafa t.d.
gert samning um framleiðslu á
mótorhjólum í Víetnam og á utan-
ríkispólitíska sviðinu hillir einnig
undir breytingar. Utanríkisráðherr-
ann, Nguyen Dy Nien, sagði nýlega
að hinar 140.000 herdeildir i
Kampútseu yrðu kallaðar heim
fyrir 1990 og svo áfjáðir eru Víet-
namar að sættast við Bandaríkja-
menn að sennilega draga þeir til
baka kröfur sínar um stríðsskaða-
bætur.
Víetnam sem enn er fátækt þró-
unarland, virðist hafa mikinn
áhuga á því að fá verslunarsam-
bönd og þróunaraðstoð hjá Banda-
ríkjamönnum. En George Shultz
utanríkisráðherra Bandaríkja-
manna hefur lýst því yfir mjög
ákveðið að ekki verði gerð nein
hrossakaup við Víetnam um skipti
á týndum hermönnum og fjárhags-
aðstoð.
Vletnamar höfðu megna andúð á
Bandarlkjamönnum lengi vel eftir
að striðinu lauk. Nú vilja þeir
bæta samkomulagið og slá striki
yfir það liðna.
Þingkonan Patricia Schroeder mun
tilkynna það opinberlega I næsta
mánuði hvort hún mun reyna að
hljóta tilnefningu Demókrata-
flokksins sem frambjóðandi til
embættis Bandaríkjaforseta.
þingi í 15 ár sem fulltrúi Colorado-
fylkis.
Kosningastjóri Harts
Hún hefur þó ekki íhugað að
bjóða sig fram til forsetaembættis
fyrr en nú. Patricia tók þessa
ákvörðun eftir að flokksbróðir
hennar og vinur, öldungadeildar-
þingmaðurinn Gary Hart sem einn-
ig er þingmaður Colorado-fylkis,
hætti við forsetaframboð eftir að
fjölmiðlar sökuðu hann um að eiga
vingott við ljósmyndafyrirsætu
eins og frægt er orðið. Árið 1984 og
nú í ár var Patricia kosningastjóri
Gary Harts.
Eftir að Hart dró sig í hlé, hefur
verið þrýstingur á Patriciu Schroed-
er að taka upp fánann fyrir öld-
ungadeildarþingmanninn, og hún
hefur nú loksins svarað spurning-
um þessu að lútandi með annarri
spurningu: Af hverju ekki?
Patricia Schroeder hefur undan-
fama tvo mánuði kannað fylgi sitt
sem forsetaframbjóðandi Demó-
krataflokksins meðal þingmanna
og áhangenda flokksins. Ennfrem-
ur hefur hún athugað hverjir vildu
fjármagna kosningabaráttu
hennar.
Patricia Schroeder hefur lýst því
yfir að um miðjan næsta mánuð
muni hún endanlega lýsa því opin-
berlega yfir, hvort hún býður sig
fram eður ei. En áður en hún tekur
endanlega ákvörðun hyggst hún
safna saman að minnsta kosti 10
milljónum dollara (uþb. 400 millj.
ísl.).
Margir fréttaskýrendur draga í
efa að Patriciu takist að safna svo
miklu fé fyrir kosningabaráttuna.
Hinir sömu segja að hún megi telja
sig góða ef hún nái einni milljón
dollara í kosningasjóð sinn (um 40
millj. ísl.).
Góðar undirtektir kvenna
í upphafi ágústmánaðar hafði
Patricia Schroeder aðeins 100 þús-
und dollara í kosningasjóði sínum
(u.þ.b. 4 millj ísl. kr.). Þetta eru
kannski miklir peningar í íslensk-
um augum, en á bandarískan mæli-
kvarða eru þetta smáaurar þegar
kosningabarátta forsetaefna er
framundan.
En þrátt fyrir peningaáhyggjur
Patriciu, hefur hún hlotið góðar
undirtektir sem hugsanlegur for-
setaframbjóðandi. Sérstaklega eru
það kvenkynskjósendur og konur í
stjórnmálum sem fagna hugsanlegu
framboði hennar. í síðasta mánuði
hélt Patricia Schroeder fund í sam-
tökunum The National Organizat-
ion for Women i Fíladelfíu og fékk
geysilega góðar undirtektir. Aðeins
hálftíma eftir ræðu hennar höfðu
loforð um fjárframlög í kosninga-
sjóð hennar streymt inn og námu
350 þúsund dollurum (14 millj. ísl
króna). Minna var um reiðufé.
10 milljónum fleiri
Varðandi kosningu Bandaríkja-
forseta á næsta ári, er vert að íhuga
að af samanlögðum fjölda kjós-
enda eru 10 milljónum fleiri konur
en karlar. Það er einmitt hinn mikli
fjöldi kvenkyns kjósenda sem
Patricia og fylgismenn hennar
binda sterkar vonir við.
Á sama tíma minnast stuðnings-
menn Patriciu Schroeder þess að í
forsetakosningum 1984 hlýtur kona
í framboði tilembættis Bandaríkja-
forseta ekki sjálfkrafa atkvæði
kvenna. Þannig var Geraldine
Ferraro frambjóðandi demókrata
til varaforsetaembættisins 1984, en
á sama tíma kusu 56% bandarískra
kvenna Reagan.
Patricia Schroeder er ekki heldur
dæmigerður pólitíkus sem berst
einungis fyrir hagsmunum kvenna.
Hún hefur að vísu barist fyrir ýms-
um réttindum kvenna svo sem fæð-
ingarorlofi, en hefur aðallega helg-
að sig öryggis- og utanríkismálum
svo og viðskiptamálum. Patricia
Schroeder hefur m.a. skapað sér
nafn sem stjórnmálamaður fyrir
það að berjast fyrir því að banda-
menn Bandaríkjanna leggi meira fé
til eigin varnarmála, en Banda-
ríkjamenn minna.
Flippaður
utangarðsmaður
Demókrataflokkurinn hefur enn
ekki sent frá sér neina yfirlýsingu
varðandi hugmyndir Patriciu
Schroeder að bjóða sig fram til
embættis Bandaríkjaforseta. Hins
vegar er það ekkert leyndarmál að
Demókrataflokkurinn óskar ekki
eftir því að upplifa nýtt Ferraro-mál
við komandi forsetakosningar. Eins
og kunnugt er, lenti Ferraro í mikl-
um vandræðum og hremmingum
þegar kastljósi fjölmiðla var beint
að fasteignaviðskiptum eiginmanns
hennar og reyndust þar margir
maðkar í mysunni.
Eiginmaður Patriciu Schroeder
er lögmaður og vinnur fyrir fyrir-
tæki í Washington DC og er sérsvið
hans alþjóðaréttur. Frú Schroeder
hefur hvað eftir annað lýst því yfir
að hún hafi ekkert að fela í einkalífi
sínu og að nýtt Ferraro-mál sé fjarri
öllum veruleika. Patricia hefur þar
að auki birt opinberlega skatta-
framtöl fjölskyldu sinnar árum
saman.
Þótt Patricia Schroeder hafi setið
árum saman í Fulltrúadeild banda-
ríska þingsins, er hún ekki heima-
vön í innsta hring Demókrata-
flokksins. líkt oe Ferraro var. Hún
er líkt og Gary Hart dálítill utan-
garðsmaður. Sumir hafa jafnvel
gengið svo langt að kalla hana rugl-
aða eða „flippaða”. Hún undirritar
opinber skjöl og bréf ekki aðeins
með nafni sínu heldur bætir alltaf
við teikningu eða táknmynd af
brosandi andliti.
Patricia Schroeder er einnig
þekkt fyrir hvassa tungu og fund-
vísi á uppnefni, sérstaklega ef pólit-
ískir andstæðingar hennar eru ann-
ars vegar. Heitið á Reagan, „síma-
forsetinn“, varð til að mynda þjóð-
frægt á einum degi. Þegar Patricia
Schroeder er spurð um möguleik-
ana á því að verða kosin forseti
Bandaríkjanna og um leið fyrsta
konan í það valdamikla embætti,
svarar hún: „Bandaríkin hljóta að
vera það karlmenni að þora að
kjósa konuí1