Alþýðublaðið - 13.08.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.08.1987, Qupperneq 2
2 MÞMMÐIB Sími: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Danlelsson. Blaðamenn: Ása Björnsdóttir, Ellnborg Kristín Kristjánsdóttir Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guömundsdóttir og Þórdls Þórisdóttir. Auglýsingar: Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Ólöf Heiöur Þorsteinsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Blikur á lofti Alþýðublaðið birti í gær forsíðufrétt þess efnis að þensla væri mikil í efnahagslífinu. Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands sagði í þvi sambandi að launaskrið væri í öll- um greinum atvinnulífsins, vinnuafl á uppboði, rekstr- arkostnaður fyrirtækja væri að aukast og kostnaðn- um velt út í verðlagið. „Það er ekki hjá því komist að við siglum inn í erfiðleika á næsta ári,“ sagði fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. í svipað- an streng tók Björn Björnsson hagfræðingur hjá Al- þýðusambandi íslands. Hann sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær, að verðskyn almennings færi hnign- andi og aðgæsla væri ekki sú sama og eftir kjara- samningana í febrúar. Björn sagðist ekki sjá merki þess að drægi úr þenslunni á næstunni, né auðvelt að segja hvernig ætti að sporna gegn henni. Það alvar- legasta taldi Björn vera hallann á ríkissjóði. Það eru alvarleg tíðindi að helstu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins eru sammála um að blikur séu á lofti í efnahagsmálum og að þjóðin stefni hraðbyri i mikla erfiðleika. Þenslan að undanförnu hefur ekki síst lýst sér í hækkun vaxta. Það er Ijóst að stemma þarf stigu við kostnaðarþróun innanlands, haldavöxt- um í skefjum, og tryggja kaupmætti stöðugleika. Þór- arinn V. Þórarinsson og Björn Björnsson eru sammála um að framhaldið ráðist af aðgerðum stjórnvalda og gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Framundan eru viðræður vegna kjarasamninga. Þær viðræður munu taka mjög mið af stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum. Það er því mikilvægt að stjórnmálamenn og rikisvaldið haldi vel um heildarþróun efnahagsmála. Okkar á milli Samstarfshópur um vímuefnamál í samvinnu við Áfengisvarnaráð, íþróttasamband Islands, Ung- mennafélag íslands og Foreldrasamtökin Vímulaus æska hefur gefið út fræðsluritið Okkar á milli. Ritið er gefið út í 75 þúsund eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili landsins. Fræðsluritið er mjög vandað og ítarlegt og fjallar um neyslu vimuefna, efnin sjálf og áhrif þeirra. Mikil áhersla er lögð á ábyrgð einstakl- ingsins í þessum efnum. Því berað fagna, að jafn stór hópur taki að sér fræðslustarf með myndarlegum hætti um hættur af neyslu fíkniefna, löglegra sem ólöglegra. Vandinn sem hlýst af neyslu fíkniefna er ekki lengur einangraður í umfjöllun um þau fórnar- lömb sem verst eru sett, heldur hefur, með meiri upp- lýsingu og fjölþættara starfi á sviði forvarna og með- ferðar, kastljósinu verið beint víðar um þjóðfélagið. Þannig hefur uppeldi og hlutverk foreldranna verið dregið æ meirainn í umræðuna um fíkniefnavandann. Sýnt er að áhugi foreldra á velferð barna sinna skiptir miklu og getur forðað mörgu barninu og unglingnum frá því að lenda i klóm fíkniefnanna. Stuðningur for- eldra, ráðgjöf og skilningur styrkir sjálfsmynd barns- ins og eykur sjálfstæði þess. Opin og heiðarleg sam- skipti milli barna og foreldra eru mikilvæg. Þetta eru einmitt atriði sem Foreldrasamtökin Vímulaus æska voru stofnuð um og hafa ætíð lagt mikla áherslu á. Forvarnirnar eru mikilvægastar og þær byrja heima. Alþýðublaðið hvetur alla lesendur sína til að lesa fræðsluritið Okkar á milli og kynna sér efni þess vel. Það gæti verið lestur upp á líf og dauða. Þráinn Bertelsson, bráðum fyrrum ritstjóri: Skildi ekkert I innanflokksátökum Alþýðubandalagsins fyrr en ég sneri nafngiftunum „lýðræðisfylking" og „flokkseigendafélag" við. „Menn eiga að vera hreyfanlegir,“ segir Þráinn Berteisson, sem sagt hefur starfi sínu lausu sem ritstjóri Þjóðviljans og hefur sömu skoðun og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, að þeir sem merktir eru af innanflokksátökum eigi aö stíga til hliðar. Þráinn Bertelsson, kvikmynda- gerðarmaður og ritstjóri hefur sagt starfi sínu lausu sem ritstjóri Þjóð- viljans frá og með haustinu. í frétt sem birtist í gær á forsíðu málgagns sósíalisma, þjóðfrelsis og verka- lýðshreyfingar, segir að Þráinn muni snúa sér aftur að kvikmynd- um og að uppstokkunar, endurnýj- unar og víðtækrar samstöðu í hreyfingunni sé að vænta. Alþýðu- blaðið sló á þráðinn til Þráins og spurði hann hvort fréttin væri rétt. „Já, það verður ekki hægt að dæma ritstjórana fyrir ranga frétt á forsíðu Þjóðviljans í gær.“ — Og hvaða ástœður liggja að haki ákvörðun þinni? „í fyrsta lagi eru þær persónuleg- ar. Ég hef verið tvö ár frá kvik- myndagerð sem er langur tími í lífi kvikmyndagerðarmanns. Nú von- ast ég eftir að fá hressilegan stuðn- ing úr Kvikmyndasjóði svo ég geti ráðist í mikið og stórt verkefni sem ég er með á prjónunum. í öðru lagi er ljóst að margir velta því fyrir sér hvort uppsögn mín hafi pólitíska þýðingu. Ég vil meina að Alþýðu- bandalagið þurfi á því að halda, að fulltrúar þess og starfsmenn séu hreyfanlegir og opnir fyrir breyting- um, hreyfingunni allri til góðs. Og þetta á nú reyndar við öll störf i þjóðfélaginu í heild.“ — Ertu að beina óijósum skeyt- um að Svavarí Gestssyni formanni; að hann eigi að standa upp úr for- mannsstólnum? „Svavar hefur sjálfur sagt að þeir sem eru merktir af innanflokks- átökum, eigi að stíga til hliðar. Það er hárrétt hjá honum. Ég get ekki svarað þessari spurningu betur.“ — Hvernig leið þér á Þjóðviljan- um? „Mjög vel. Ef þú ert að svipast um eftir nýrri vinnu, mæli ég með þessari. Eini skugginn hefur verið þessi kreppa í Alþýðubandalaginu. Ég vona að menn sjái nú fyrir end- ann á henni og að Alþýðubandalag- ið verði forystuflokkur vinstri manna“ — Þær fréttir hafa borist að Þjóðviljinn eigi í miklum fjárhags- erfiðleikum og að samdráttur í út- gáfunni sé vœntan/egur. „Um samdrátt verður ekki að ræða enn sem komið er. Hins vegar hafa þetta verið erfiðir tímar. Aug- Iýsingar hafa dregist saman. Það þarf að endurskoða rekstur blaðs- ins og stendur til að mæta erfiðleik- unum með einhverju átaki. Ef út- gáfa Þjóðviljans hefur áður verið þörf þá er hún nú nauðsyn." — Er meiri uppstokkunar að vœnta á ritstjórn Þjóðviljans? DV hefur t.a.m. birt miklar fyrirsagnir um að til standi að reka meðrit- stjóra þinn, Össur Skarphéðinsson? „Nú verður þú að spyrja Sigur- dór blaðamann á DV og fyrrum blaðamann Þjóðviljans. Ég hef aldrei heyrt neitt slíkt. Össur situr hér sem fastast og ekkert bendir til þess að hann sé að láta af störfum. Hins vegar er ég mjög móðgaður út í Sigurdór að hann birti fimm dálka fyrirsagnir um að Össur sé að hætta á Þjóðviljanum, trekk í trekk, en þegar loksins kemur yfirlýsing frá mér, að ég sé að hætta sem ritstjóri, fæ ég aðeins tvídálka frétt í DV og það inni í blaðinu“ — Hver verður ráðinn ritstjóri í þinn stað? „Biddu fyrir þér — ég hef ekki grænan grun um það. Eða hvort þriðji ritstjórinn verði ráðinn yfir- leitt. “ — Þú varst ráðinn á sínum tíma afflokknum til að lægja öldurnar á Þjóðviljanum. Fer ekki allt í háa- loft þegar þú hœttir? „Eg get ekki ímyndað mér það. Það fylgir mér hlýr og góður andi og vonandi Iiggur hann eftir í loft- inu þegar ég er farinn. “ — Þurftir þú að lœgja öldurnar milli /ýðrœðiskyns/óðarinnar svo- nefndu og flokkseigendafélagsins? „Nei, alls ekki. Þetta var eigin- Iega allt um garð gengið þegar ég kom inn á ritstjórnina. Það eina sem ég hef lagt áherslu á sem rit- stjóri, er að blaðið standi öllum opið og að alþýðubandalagsfólk njóti þar fullrar sanngirni.“ — Hvað með tengsl flokks og blaðs? „Ég held að þau tengsl séu fyrst og fremst mótuð af mönnum hvers tíma, frekar en einhverri óhaggan- legri formúlu. Þessi tengsl eru eins og systkinatengsl; sambandið fer eftir því hvort andinn er góður eða slæmur milli þeirra, hvort sam- göngurnar eru miklar eða litlar. Það er undir fólkinu sjálfu komið. “ — Geturðu gefið skilgreiningu á flokkadráttum í Alþýðubandalag- inu? „Ég hef nú eiginlega aldrei botn- að neitt í því um hvað deilurnar snú- ast. Ég fékk engan botn í þetta fyrr en ég snefi þessu öllu við og skildi að deilurnar snerust um menn en ekki málefni. Og endanlegan skiln- ing á innanflokksátökunum fékk ég þegar ég sneri nafngiftunum við: lýðræðisfylkingin var flokkseig- endafélagið og flokkseigendafé- lagið lýðræðishreyfingin. Þá varð allt skiljanlegra,“ segir Þráinn Bertelsson ritstjóri og kvikmynda- gerðarmaður. Alþýðublaðið þakk- ar Þráni fyrir samfylgdina í blaða- mennskunni og óskar honum allra heilla á sínum gamla starfsvett- vangi, kvikmyndagerðinni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.