Alþýðublaðið - 20.08.1987, Blaðsíða 1
MÞY9UBUBIB
Fimmtudagur 20. ágúst 1987
157. tbl. 68. árg.
FLUGSTÖÐVARHN EYKSLIN U ÓSVARAÐ
„Það sem byggingarnefnd og
aðrir forsvarsmenn flugstöðvar-
byggingar þurfa að skýra er, að það
lágu ekki fyrir frá byggingarnefnd-
inni í lok síðasta árs upplýsingar
eða beiðni um fjárþörf varðandi ís-
lenska hlutann upp á alls 1,2 mill-
jarð króna í stað 520 milljóna sem
lánsfjárlög gerðu ráð fyrir,“ sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
Byggingarnefndarmenn héldu
blaðamannafund þar sem fram
kom að þeir telja fullyðringar rang-
ar um að byggingarkostnaður
vegna flugstöðvarinnar hafi farið
einn milljarð fram úr kostnaðar-
áætlun. Fram hefur komið að fjár-
málaráðherra hefur beðið Ríkis-
endurskoðun að fara yfir fjármál
byggingarinnar svo og kanna hver
beri ábyrgðina á þessum mikla
kostnaðarauka. Byggingarnefndar-
menn telja að kostnaðurinn sé í
samræmi við áætlun, en misskiln-
ingurinn byggist á því að horft sé
framhjá gengistapi og verðlagsfor-
sendum. Að mati byggingarnefnd-
arinnar kostar byggingin „bara“
Ríkið vill kaupa
Sambandshúsið
Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag
lagði fjármálaráðherra fram til
kynningar hugmyndir um kaup á
húseignum SÍS á Sölvhólsgötu og
Lindargötu, ásamt eignar og leigu-
lóðum. Heildarfermetrafjöldi er
5500 fermetrar. Að fengnu sam-
þykki ríkisstjórnarinnar lagði fjár-
málaráðherra síðan fram formlegt
kauptilboð.
„Ríkið ver háum fjárhæðum til
þess að leigja undir ráðuneyti og
aðrar stofnanir. I mörgum tilfellum
er um að ræða leigu sem greiðir upp
byggingarkostnað á 7—10 árúm.
Ohagræðið og kostnaður er því
mikill,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra aðspurð-
ur um tilgang kaupanna.
Frá því í apríl þangað til nú hafa borist á borð í
fjármálaráðuneytinu beiðnir um rúmlega 900 milljóna
króna umframfjármagn. — „Svo segja þeir að málið
þarfnist engrar skýringar“, segir fjármálaráðherra.
250 milljónum krónum meira, sem
stafi eingöngu af óhjákvæmilegum
breytingum á fyrri kostnaðaráætl-
un, svo sem fjölgun landgöngu-
brúa, snjóbræðslu og stækkun
kjallara ásamt ákvörðun um list-
skreytingar utanhúss.
í áætlun byggingarnefndar um
fjárþörf á árinu 1987, sem nefndin
lagði fram við gerð lánsfjárlaga, var
fallist á beiðni upp á 520 milljónir
króna og að sögn Jóns Baldvins
fullyrti nefndin að fjármagnið
dygði til að taka flugstöðina í
notkun í aprílmánuði. Þegar staða
ríkisfjármála var síðan endurmetin
í byrjun maí ’87, þá berast þær upp-
lýsingar frá byggingarnefnd að við-
bótarfjárþörf geti numið allt að 700
milljónum króna. Þá var bygging-
arnefndin komin í algjört greiðslu-
þrot, og að hálfu fjármálaráðuneyt-
is, til að leysa málið, var byggingar-
nefndinni veitt heimild til þess að
taka innlent lán að upphæð 480
milljónir króna. Þetta fé þurfti til
að greiða bindandi verksamning
það sem eftir væri ársins. „M.ö.o.
þarfnast það ákveðinnar skýringar
hvers vegna upplýsingar um svona
stóraukna fjárþörf berast fjármála-
ráðuneytinu og fjármála- og hag-
sýslustofnun eftir dúk og disk og
koma þeim gjörsamlega á óvart
miðað við fullyrðingar aðstand-
enda byggingarinnar um að þessi
áætlun væri raunsæ vönduð og
mundi standast," sagði Jón
Baldvin.
Við fjárlagagerð ’88 hafa síðan,
að sögn fjármálaráðherra, verið
lagðar fram beiðnir um viðbótar-
framkvæmdir upp á 250 milljónir.
„Þannig að frá því i apríl þangað til
nú hafa birst á borðum þessa ráðu-
neytis frá þessum aðilum, beiðnir
um aukafjármagn til þessa við-
fangsefnis upp á rúmar 900 miljón-
„Ef þetta var loftræstikerfiö, hvaó
þá um annaö og hver ber ábyrgö-
ina?“ spyr Jón Baldvin Hannibals-
son fjármálaráöherra.
ir króna. Svo segja þessir menn að
það þarfnist engrar skýringar,"
sagði fjármálaráðherra og bætti því
við að hann ætlaði ekki að leggja
fyrirfram mat á þær skýringar sem
byggingarnefnd leggur fram um
orsakir umframkostnaðar upp á
„bara“ 250 nrilljónir króna. Ráð-
herra sagðist eingöngu hafa óskað
eftir því að hlutlaus aðili, Ríkisend-
urskoðun, færi ofan í saumana á
málinu og upplýsti af hverju þessi
umframkostnaður stafar. Um það
sem vekti aðallega spurningar í
málinu sagði Jón Baldvin m.a.:
„Hvers vegna var ekki gerð grein
fyrir viðbótarfjárþörf vegna verð-
lagsbreytinga innanlands og gengis-
þróunar fyrr en allt í einu á tímabil-
inu apríl—júlí. Hvers vegna gerist
þetta þrátt fyrir rökstudda beiðni
um 520 milljónir á lánsfjárlöguni,
sem sagt var að mundi standast?
Hvað var nýtt t.d. er varðar verð-
lagsþróun og gengisþróun?
Þeir tala einnig um viðbótarverk-
efni sem hafi verið ákveðið af bygg-
ingarnefndinni að gera umfram
áætlanir og nreta það upp á „bara“
250 milljónir. Hvers vegna var þá
ekki jafnframt tryggt fjármagn?
Voru þetta bara smápeningar? Var
þetta bara fjármagnað í gegnum yf-
irdrátt? Hver átti að borga.
Það má einnig spyrja sig hvernig
byggingarnefndin fjármagnaði um-
framfjárþörfina á byggingar-
tímanum.
Ég vil því fá að vita hve mikið af
þessu megi rekja til hröðunar bygg-
ingarinnar umfram getu og hvað
ntegi rekja mikið til hönnunar-
mistaka. Eg nefni dæmi: Ég kom á
fjölmennan vinnustað fyrir kosn-
ingar til fyrirtækis sem hafði hann-
að loftræstikerfið. Mér var sýndur
þar í horni haugur af teikningum
sem var ónýtur. — Ef þetta var loft-
ræstikerfið, hvað þá um annað og
hver er ábyrgur?“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra.
Húsnæðiskaupendur í greiðsluerfiðleikum:
Þurfa 400 - 500 millj.
— samkvæmt könnun Ráðgjafarstöövar Húsnæðisstofnunar.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur kynnt
fjármálaráðherra og ríkisstjórn niðurstöðurnar og lagt til að
ráðstafanir verði gerðar sem allra fyrst.
Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofn-
unar rikisins telur að áætluö heild-
arfjárhæð til þess að leysa vanda
þeirra sem nú eiga í greiðsluerfið-
ieikum vegna húsnæðiskaupa sé
um 400—500 milljónir króna. Fé-
lagsmálaráðherra hefur kynnt nið-
urstöðurnar fyrir fjármálaráðherra
Sambandshúsiö við Sölvhólsgötu. A-mynd/Róbert.
og ríkisstjórn og jafnframt lagt til
að ráðstafanir verði gerðar til að
þessar skuldbreytingar geti sem
fyrst átt sér stað.
Félagsmálaráðherra mun siðan í
samráði við viðskiptaráðherra leita
eftir viðræðum við lánastofnanir
um skuldbreytingu skammtímalána
í samræmi við ákvæði í stjórnar-
sáttmála þar að lútandi. Að sögn
Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra er brýnt að þeir sem
lent hafa í greiðsluerfiðleikum og
rétt eiga til skuldbreytinga fái
vitneskju um það hið allra fyrsta
hvenær ráðstafanir koma til fram-
kvæmda.
Það var að beiðni félagsmálaráð-
herra sem Ráðgjafarstöðin tók
saman yfirlit um þá húsnæðiskaup-
endur sem lent hafa í greiðsluerfið-
leikum. Auk þess hefur stöðin áætl-
að stærð vandans, sem áður segir,
og Iagt mat á leiðir.
í úttektinni var meðal annars
skoðaður sérstaklega vandi „mis-
gengishópsins" svokallaða. Árið
1983 var mikið misgengi lánskjara
og launa og lentu margir íbúða-
kaupendur í vandræðum vegna
þessa. Frá upphafi til loka árs ’83
hækkaði lánskjaravísitala um tæp-
lega 19% umfram laun. Um mitt ár
1986 hafði munurinn lagast nokk-
uð. Lánskjaravísitalan hafði þá
hækkað um 10,5% umfram al-
menna launaþróun. Af umsóknum
sem bárust 1986 vegna greiðsluerf-
iðleika komu samkvæmt úttektinni
um 44% frá misgengishópnum.
Að mati Ráðgjafarstöðvarinnar
stafar vandi misgengishópsins í
flestum tilfellum af misgengi láns-
kjara og kaupgjalds. Þó kemur
fram í athugasemdum stöðvarinnar
að ýmsir úr hópnum hefðu lent í
greiðsluerfiðleikum þó svo að mis-
gengi hefði ekki komið fram.
Til jafnaðar voru skuldir þessara
umsækjenda 2 millj. krónur á nú-
verandi verðlagi. Þar af voru 80%
skuldanna, 1.600.000 langtíma-
skuldir en 20% eða 400.000 krónur
skammtímaskuldir. Langtíma-
skuldir eru talin þau lán sem veitt
eru til 10 ára eða lengri tíma. Sam-
kvæmt þessu er niðurstaða Ráð-
gjafastöðvar Húsnæðisstofnunar
að samanlagðar skuldir misgengis-
hópsins sem aðstoðar þurfi nemi
400 milljónum króna.
Um 47% umsókna sem bárust
1986 vegna greiðsluerfiðleika komu
frá fólki sem keypti eignir sínar
1984 og síðar. Vandi þess hóps staf-
ar ekki af víxlgengi lánskjara og
Iauna. Að mati Ráðgjafarstöðvar
nema samanlagðar skammtíma-
skuldir þeirra sem lentu í greiðslu-
erfiðleikum 1984 og síðar milljón-
um króna.
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar er gert ráð fyrir, að fólki sem
hefur lent í greiðsluerfiðleikum
undanfarin ár verði gefin kostur á
endurfjármögnun slíkra lána með
vaxtakjörum húsnæðislánakerfis-
ins og hluta af ráðstöfunarfé Hús-
næðisstofnunar verði því varið í
þessu skyni.