Alþýðublaðið - 02.09.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1987, Blaðsíða 4
BARÁTTAN GEGN HVÍTA DUFTINU Bólivia er stærsti útflutningsaðili coca-blaða í heiminum. Fyrir fátæka bændur er ræktun coca-blaða spurning um lífsviðurværi. Fyrir kókain-mafíuna er ræktun coca-blaða spurning um aö misnota þessa bændur og græða milljarða. Bandarlkin eru meóal þeirra, sem berjast gegn kókaini. Árið 1986 háðu þeir þessa baráttu i landinu sjálfu. Mvndin er af lyfjagerð sem fannst inni I regnskóginum. Þann dag, sem hætt verður að rækta Coca-blöð, munu aymara- indjánar deyja út. Coca-blöðin eru þeim lífsnauðsyn. Coca er hluti menningar þeirra og mikilvægt næringarefni, þvi blöðin eru rik af vítamínum. Þetta segir þjóðfélagsfræðingur- inn Manuel Delucca um leið og hann ekur eftir holóttum veginum á jeppa með drifi á öllum hjólum. Hann starfar sem sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna við verkefni, sem nefnist „Agro Yungas.“ Hann talar bæði quechua og aymara og þekkir landið og íbúa þess eins vel og „buxnavasa minn,“ segir hann. Héraðið umhverfis Coroico, sem er lítið þorp í Los Yunjas héraðinu, austur af La Paz höfuðborg Bóliviu, er af mörgum talið eitt það fegursta í landinu. Þar eru fjöll, fljót og blómleg ræktun á citrus- trjám, bananapálmum, sykurreyr, kaffi, en fyrst og fremst Cocablöð og aftur coca-blöð. Verkefni Sameinuðu þjóðanna Tuttugu og sex bændasamfélög indjána á landsvæðinu í kringum Coroico, taka þátt í verkefni S.Þ. „Agro Yungas.“ Takmarkið er, að stuðla að því að bændurnir verði ekki eins fjárhagslega háðir coca- ræktun og þeir hafa verið og að draga úr ræktun á coca-blöðum. Eiturlyfið kókain er unnið úr coca- blöðum. Á þessu verkefni var byrj- að árið 1985 og fjárveiting til þessa starfs var 20 milljónir dollara, sem á að duga í fjögur ár. Þessir pening- ar eru framlag frá ríkisstjórn Ítalíu og er veittur úr þeim sjóði Samein- uðu þjóðanna, sem ætlaður er til að nota í baráttunni gegn fíkniefnum. (UNFDAC) „Við viljum sýna fram á, að bændurnir eru ekki glæpamenn. Það eru eiturlyfjabraskarnir sem eru glæpamennirnir í þessu tilfelli. „Agro Yungas" er tilraunaverkefni í þá átt, að sýna umheiminum hinar ýmsu leiðir í baráttunni gegn kókaini. Það er áríðandi að bænd- urnir taki sjálfir þátt í þessu verk- efni, að öðrum kosti heppnast það ekki,“ segir Manuel Delucca. Slœvir hungurtilfinningu Indjánabændur í Los Yungas hafa frá ómunatíð ræktað coca- blöð, þar er það hefð að tyggja þau. í blöðunum eru vítamín, málsölt og hressandi efni sem kallast alkaloid en það er einmitt efnið sem kókain er unnið úr eftir ýmsar efnafræði- legar aðgerðir. Indjánarnir þekkja þann möguleika coca að slæva hungur- og kuldatilfinningu. Fæst- ir bændanna hafa nokkurntíma séð „hvíta duftið," kókaínið, sem hefur gert milljónir manna í Evrópu og Bandaríkjunum að þrælum þess. Verkefni Sameinuðu Þjóðanna hjálpar bændum á ýmsa vegu, með sjúkrahjálp, hreinu drykkjarvatni og endurbótum á vegakerfi. Sér- stök áhersla er þó lögð á að hjálpa þeim til að snúa sér að annarri ræktun, t.d. ræktun fljótvaxinna kaffitrjáa og fá ýmislega aðstoð frá sérfræðingum Sameinuðu Þjóð- anna. Einu skilyrðin eru, að bænd- urnir færi ekki út þau svæði sem coca-blöðin eru ræktuð á, og að þeir fari eftir ráðleggingum sér- fræðinganna og að allir þorpsbúar taki þátt í þessu starfi, öllum til hagsbóta. Nú þegar hefur jákvæður árang- ur þessa starfs skilað sér. Gróður- settar hafa verið þrjár og hálf mill- jón kaffiplantna í 850 hektara lands. Bændum hefur verið úthlut- að 2,5 milljónir dollara og búið er að lagfæra 200 km. langan veg. Um það bil 30 bændasamfélög hafa nú fengið drykkjarhæft vatn. Auðsœr árangur Um 144 bændasamfélög hafa sótt um að taka þátt í þessu verkefni utan þá 54 sem þegar hafa skrifað undir samninginn við UNFDAC og þykir þetta bera augljós merki um árangur af þessu starfi. Nú eru fimm prósent íbúa í Los Yungas að- ilar að þessu verkefni. Bólivía er eina landið í heiminum þar sem enn er löglegt að rækta coca-blöð. Þingið í Bólivíu mun bráðlega ræða mjög svo umdeilt lagafrumvarp, í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því, að mjög verði dregið úr ræktun á coca. Frumvarp þetta var lagt fram vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum. Hin mikla misnotkun á kókain-afbrigðinu „crack“ í Bandaríkjunum meðal bandarískra unglinga er gífurlegt áhyggjuefni foreldra, stjórnmála- manna og yfirvalda þar í landi. Talið er að nálægt helmingur af kókaíni í heiminum sé frá Bólivíu, sem er fátækasta land í Suður- Ameríku. Reiknað er með að um 70.000 hektarar séu coca-akrar. Uppskeran árið 1985 var rúmlega 170.000 þús. tonn eftir upplýsing- um frá Freddy Rayes ofursta, sem stjórnar þessari baráttu gegn eitur- lyfjum. Árið 1980 var uppskeran „aðeins“ 25.000 þús. tonn. Cocarœktin er lífsframfœri 70.000 þús. manns. Hér eru nokkrar tölur um efna- hagslegt hlutverk kókains í Bólivíu. — Um það bil 70.000 þús. bænda- fjölskyldur Iifa á ræktun coca- blaða. Aðeins tíu til tuttugu prósent uppskerunnar eru notuð á hefð- bundinn hátt, það er að segja, til að tyggja, eða til að laga coca-te. Af- gangurinn er seldur til kókainmafí- unnar. Gróðanum af þeirri sölu sjá bændurnir ekki mikið af. Þeir fá i raun aðeins staðfestingu á því, að hráefnið til kókaingerðar gefur miklu meira af sér en til dæmis ræktun á Citrusávöxtum. Undan- farið hefur verð á citrusávöxtum verið svo lágt, að það svarar varla kostnaði að tína þá af trjánum. Þess vegna fjölgar coca-ökrunum jafnt og þétt. Coca bændum í Bólivíu hefur verið boðið upp á það, að fyrir hvern hektara af coca sem þeir plægja upp fái þeir 2000 þús. dollara. Ekki er búist við að margir taki þessu boði, vegna þess að þeir fá ekki peningana heldur áhöld og ýmislegt til að ýta undir aðra ræktun. Lögin sem eiga að takmarka coca-ræktun, munu leyfa ræktun á coca-blöðum til hefðbundinnar notkunar. Fjárstuðningur Banda- ríkjanna 300 milljónir dollara á þremur árum, er alltof lítill miðað við þörfina að mati stjórnmála- manna í Bólivíu. (Det fri Aktuelt) Ræktun coca-blaða á jöröunum, er lang hæsta tekjulind fátækrá bænda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.