Alþýðublaðið - 04.09.1987, Side 1
Albert um loforð Þorsteins:
STÓÐUST EKKITIL KVÖLDS
„Það er greinilega ekki tunga
sáttfýsi sem hrærist í andliti þessa
drengs,“ segir Albert Guðmunds-
son í viðtali við Alþýðublaðið.
Hann á að sjálfsögðu við Þorstein
Pálsson forsætisráðherra. í viðtali
við tímaritið Mannlíf hefur Þor-
steinn Pálsson m.a. ásakað Albert
Guðmundsson fyrir að hafa gengið
á bak orða sinna. Albert neitar því
harðlega en segir á móti að loforð
Þorsteins i samtölum við sig hafi
ekki staðist frá morgni til kvölds.
Albert Guðmundsson svarar
Þorsteini Pálssyni fullum hálsi, eft-
ir ásakanir Þorsteins sem birtust í
Mannlífsviðtalinu. Albert segir
m.a. að það sé greinilega ekki tunga
sáttfýsi sem hrærist í „andliti þessa
drengs, “ eins og hann kemst að orði
og bætir því við að loforð Þorsteins
gagnvart sér hafi ekki fengið staðist
frá morgni til kvölds.
Albert segir Þorstein ennfremur
gera lítið úr þingflokki sjálfstæðis-
manna, þegar hann haldi því fram
að Albert hafi stillt mönnum upp
við vegg.
Sameining Borgaraflokksins og
Sjálfstæðisflokksins virðist alls
ekki á dagskrá á næstunni ef marka
má orð Alberts. Hann harðneitar
því að Þorsteinn hafi rætt við sig
um sameiningu flokkanna og segist
auk heldur ekki geta fellt sig við ný-
frjálshyggjuna í Sjálfstæðisflokkn-
Nú byrjum við I skólanum. Hjá sumum er frlinu lokið og skólinn byrjaöur eina ferðina enn. Aðrir eru nú að hefja skólagöngu slna, eins og þessi
unga stúlka sem sýndi okkur nýja pennaveskið sitt I gær. Áætla má að þau börn sem nú fara I skóla i fyrsta sinn séu nokkuð á fimmta þúsund.
A-mynd: Róbert.
Jóhann
teflir
fjöltefli
í Lækjar-
götu
Jóhann Hjartarson verðandi
heimsmeistari (?) í skák, teflir í
dag fjöltefli við nokkrar af
skærustu ungstjörnum okkar á
skákhimninum. Þessi skákvið-
burður fer fram við útitaflið í
Lækjargötu í Reykjavík og er
einn þátturinn í mikilli útihátíð
sem útvarpsstöðin Stjarnan og
Tommaborgarar ganga fyrir í
sameiningu.
Meðal andstæðinga Jóhanns
í skákinni í dag má nefna Héðin
Steingrímsson, heimsmeistara
barna, Hannes Hlífar Stefáns-
son, heimsmeistara sveina,
Davíð Ólafsson og Þröst Þór-
hallsson sem báðir eru á leiðinni
að verða alþjóðlegir meistarar
og Guðríði Lilju Grétarsdóttur
sem er íslandsmeistari kvenna.
Ennfremur er skáksveit Selja-
skóla í þessum hópi, en sú sveit
er Norðurlandameistari í skóla-
skák.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
hyggst leggja Jóhanni lið í skák-
inni með því að leika fyrsta
leiknum í fjölteflinu,
Ýmislegt fleira verður um að
vera á Lækjartorgi í dag. M.a.
hyggst Jón Páll gera sér lítið fyr-
ir og lyfta einum Suzuki bíl. Há-
tíðin hefst kl. 13,30 og stendur
til 19.00 í kvöld.
Sjálfstædisflokkurinn:
Konur hyggjast steypa Þorvaldi Garðari
Landssamband Sjálfstæðiskvenna samþykkti ályktun. Vestfjarðakonur sátu hjá.
Eftir veröleikum en ekki kyni segir Þorvaldur Garðar.
Stendur næsti slagur í Sjálfstæð-
isflokknum um embætti forseta
sameinaðs þings? Sú gæti orðið
raunin eftir samhljóða ályktun
Landssambands sjálfstæðiskvenna
á Akureyri um helgina. Þar var þess
krafist að þetta embætti félli konu i
skaut. Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son mun þó ekki hafa í hyggju að
láta stólinn lausan.
Embætti forseta sameinaðs þings
kemur áfram í hlut Sjálfstæðis-
flokksins samkvæmt samkomulagi
stjórnarflokkanna frá því í sumar.
Sjálfstæðismenn lögðu mikið kapp
á að fá embættið í sinn hlut og mun
sú áhersla einkum hafa verið til
komin vegna Þorvaldar Garðars, en
einnig má nefna að Matthías
Bjarnason lét af ráðherraembætti
við stjórnarskiptin og ef forseta-
embættið hefði einnig verið tekið
frá Þorvaldi Garðari, hefði vest-
firskum sjálfstæðismönnum senni-
lega þótt meira en nóg um.
Þórunn Gestsdóttir, formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna
lét hafa eftir sér í viðtali við Morg-
unblaðið að hún teldi sig hafa góða
von um að kona settist í stól forseta
Sameinaðs þings þegar þing kemur
saman í haust.
Þess ber þó að geta að sjálfstæð-
iskonur frá Vestfjörðum, kjördæmi
Þorvaldar Garðars, sátu hjá þegar
ályktunin var samþykkt. Auk þess
eru almennt taldar fremur litlar lík-
ur til þess að þingmenn flokksins
verði almennt fúsir til að víkja Þor-
valdi Garðari til hliðar og bæta
konum innan flokksins þannig það
áfall sem þær urðu fyrir þegar
Ragnhildur Helgadóttir var knúin
til að láta af ráðherraembætti.
Salóme Þorkelsdóttir, alþingis-
maður og forseti efri deildar, sagði
í stuttu samtali við Alþýðublaðið í
gær að þessi samþykkt fundarins,
væri að sínu leyti rökrétt og eðlileg.
Fram að þessu hefðu einungis sjálf-
stæðiskonur gegnt embættum for-
seta og ráðherra og það að engin
kona gegndi nú ráðherraembætti
fyrir flokkinn væri spor afturábak.
Salóme sagði ennfremur að það
væri móðgun við Landssamband
Sjálfstæðiskvenna ef konur í þing-
liðinu skoruðust undan að taka
þetta embætti að sér. Salóme kvað
það hins vegar fyrst og fremst for-
ystunnar í þingliði sjálfstæðis-
flokksins að taka ákvörðun í þessu
máli, þótt hún á hinn bóginn vildi
ekki útiloka að til atkvæðagreiðslu
gæti komið.
Salómé kvaðst vilja leggja
áherslu á að hún liti á samþykkt
fundarins sem rökréttan og eðlileg-
an lið í jafnréttisbaráttu kvenna
innan stjórnmálaflokks en „þetta á
ekkert skylt við persónur“ sagði
hún.
Á Þorvaldi Garðari Kristjánssyni
var ekki að heyra að hann hygðist
gefa forsetastólinn upp á bátinn.
„Menn eiga að vera forsetar af eigin
verðleikum,“ sagði hann „en ekki
af því að þeir eru karl eða kona.“
Þorvaldur Garðar sagðist annars
hafa afar lítið um þetta mál að
segja, en kvaðst þó ekki telja þessu
beint gegn sér persónulega. Hann
kvaðst ekki heldur eiga von á því að
þetta yrði ákveðið neins staðar utan
þingflokksins.