Alþýðublaðið - 04.09.1987, Síða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1987, Síða 3
Föstudagur 4. september 1987 3 Frá sýningunni í Laugardalshöll Stórsýningin Veröldin ’87 sem hófst s.l. fimmtudag hefur gengið mjög vel. Á mánudagskvöld höföu yfir 24.000 manns komiö og skoöað sýninguna. Draumafbúö Hólmfrlðar Karlsdóttur hefur vakið athygli og hafa leysisýn- ingarnar sem haldnar eru oft á dag troöfyllt áhorfendapalla hverju sinni og þurft að bæta 2-5 aukasýningum við daglega. Þá er tvöföld biðröð við SR-2 hermirinn allan sýningartimann og komast því miður færri að en vilja. Sýningin er opin daglega frá 16:00 til 23:00 en sýningunni lýkur á sunnu- dag (6. sept.) og verður opið um helgina frá kl. 13:00 til 23:00. Landssamband Hjálparsveita skáta: Samæfing á Möðrudalsöræfum Öllum björgunarsveitum á landinu boöin þátttaka. Um næstu helgi munu um 250 björgunarsveitamenn víðast hvar að af landinu taka þátt í samæfingu LHS, sem haldin verður á Möðru- dalsöræfum. Samæfingar sem þessi Ný vinnumiðlun Sett hefur verið á stofn í Reykja- vík vinnumiðlun undir nafninu ís- lensk atvinnumiðlun hf. — ICE- JOB. Eins og nafnið bendir til er starfsemi fyrirtækisins fólgin í vinnumiðlun og alhliða ráðninga- þjónustu við stofnanir og fyrirtæki sem eru að leita eftir erlendu starfs- fólki. í byrjun munum við einbeita okkur að norrænum vinnumark- aði, en markmið okkar er að í ná- inni framtíð snúa okkur að vinnu- markaði utan Norðurlandanna. Forstöðumaður íslenskrar at- vinnumiðlunar hf. er Eyjólfur Pét- ur Hafstein, sem hefur að baki starfsreynslu á sviði vinnumiðlunar milli íslands og hinna Norðurland- anna. Eyjólfur Pétur var forstöðu- maður NORDJOBB vinnumiðlun- arinnar á íslandi, en NORDJOBB sér um miðlun sumarstarfa til nor- rænna ungmenna. eru reglulegir viöburðir og skiptast aðildarsveitir Landsambands hjálparsveita skáta (LHS) á um að halda þær. Að þessu sinni er sam- æfingin í höndum Hjálparsveita skáta í Reykjadal, Aðaldal, Fljóts- dalshéraði og á Fjöllum. Öllum björgunarsveitum á land- inu er boðið til æfingarinnar og skiptir þá engu til hvaða björgunar- samtaka þær heyra. Æfingin verður miðuð við landbjörgun og svipar til fyrri æfinga. Kappkostað verður að hafa verkefnin fjölþætt þannig að öll björgunarþjálfun fái notið sín. Eins og á fyrri æfingum verður lögð áhersla á að hafa sem flest verkefni þannig að æfingin reyni á alla þátt- takendur. Björgunarsveitir sem ætla að taka þátt í æfingunni verða að vera mættar í Möðrudal fyrir kl. 5, laug- ardagsmörguninn 5. september. Áætlað er að ljúka æfingunni um miðjan dag á sunnudeginum. Sam- æfingin verður keyrð eins og útkall þannig að þátttakendur verða að vera sjálfum sér nógir. Undantekn- ing frá því er að á laugardagskvöld- inu býður LHS þátttakendum upp á heitan kvöldverð. SVÆÐISSTJÓRN MALEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Lausar stöður Á vegum Svæðisstjórnar málefna fatlaðra í Reykjavík taka bráðlega til starfa vistheimili og sambýli fyrir fatlaða. Okkur vantar því fólk til starfa, einkum þroska- þjálfa eða fólk með sambærilega menntun. Æskilegt erað umsækjendur hafi reynslu af með- ferðarstarfi með fötluðum og þekki fjölþætt markmið þess. Laun skv. kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 15. sept. n.k. til Svæðis- stjórnar. Nánari upplýsingar í sima 62 13 88. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Hátúni 10 — 105 Reykjavík. Tollmeistarinn Þann 1. september 1987 taka í gildi ný tollalög sem krefjast strang- ara eftirlits með innflutningi til landsins. Breytingar á reglum um tollaafgreiðslu verða margvíslegar fram að áramótum, þegar áætlað er að skipan tollamála verði komið í endanlegt horf. Á þessurn tíma breytinga og umbóta munu inn- flytjendur standa frammi fyrir miklum vanda. Sem dæmi um ný atriði sem innflytjandi verður að svara samkvæmt nýja kerfinu er: Yfirfærslunúmer banka, Vy lykill, sérstakur skýrslulykill, tegund gjalda, upprunaland o.m.fl. Hannað hefur verið tölvuforrit fyrir P.C. tölvur sem nefnist „TOLLMEISTARINN”. Þetta for- rit er sérstaklega gert til að auðvelda og bæta gerð aðflutningsskýrslu, þannig að forritið spyr spurninga lið fyrir lið, og kemur með athuga- semdir sé ekki rétt svarað. Forritið minnir einnig á þau fylgiskjöl sem krafist er fyrir hinar ýmsu vöruteg- undir. Notkun forritsins mun bæta frágang aðflutningsskýrslu og draga þar með úr töfum á af- greiðslu tollskjala hjá tollyfirvöld- um. Forritið er sagt einfalt í not- kun, jafnvel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor inn í tölvuöld með tölvuvæðingu fyrirtækisins. Forritið er sniðið eftir þörfum inn- flytjenda auk þess sem það stenst kröfur tollembættisins um frágang. Allar breytingar sem hafa verið gerðar á núverandi kerfi eru í þessu forriti, en öll kerfi eru þó þannig að þau þarfnast töluverðrar eftirsölu- þjónustu sem verður að sjálfsögðu veitt. Auglýsingaverð Frá 1. sept. er auglýsinga- verðið kr. 400, pr. dálksenti- metra. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og staða hjúkrunar- fræðings við Heilsugæslustöðina í Fossvogi, Reykjavík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þingeyri. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Selfossi. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 6. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á ísafirði. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Suðurnesja í Keflavík. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Hlíðasvæðis í Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. september 1987. Frá Grunnskólanum Mosfellsbæ Skólasetning Gagnfræðaskólinn 7., 8. og 9. bekkur mánudag- inn 7. september kl. 9.00. Varmárskóli 4., 5. og 6. bekkur mánudaginn 7. sept- ember kl. 9.00 og 1., 2. og 3. bekkur kl. 10.00. Skólastjórar. Fundur um samgöngumál Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, efnir til funda með sveitarstjórnar- mönnum um samgöngumál áþeim stöðum sem nánargreinirí auglýsingu þess- ari. Á fundunum flytur ráðherra framsöguerindi um samgöngur í viðkomandi lands- hluta, en sfðan verða almennar umræður. í för með ráðherra verða fulltrúar stofnana er heyra undir samgönguráðuneytið og munu þeir taka þátt í umræðunum, svara fyrirspurnum og veita upplýsingar eftir þörfum. Fundirnir, þ.ám. fundarstaðurog tími, verða nánar kynntirsíðar í samráði við for- ystumenn landshlutasamtaka sveitarfélaga. Vestfjarðakjördæmi: í Reykjanesi við ísafjarðardjúp í tengslum við ársfund Fjórðungssambands Vestfirðinga, föstudaginn 4. sept., kl. 13.00. Suðurlandskjördæmi: Á Selfossi, fimmtudaginn 24. sept., og í Vestmannaeyjum, föstudaginn 25. sept. Norðurlandskjördæmi eystra: Á Akureyri, þriðjudaginn 29. sept. Norðurlandskjördæmi vestra: Á Sauðárkróki, miðvikudaginn 30. sept. Austurlandskjördæmi: Á Egilsstöðum, þriðjudaginn 6. okt., og á Hornafirði, miðvikudaginn 7. okt. Vesturlandskjördæmi: í Stykkishólmi, föstudaginn 9. okt. Reykjaneskjördæmi: í Keflavík, þriðjudaginn 13. okt., og i Kópavogi, fimmtudaginn 15. okt. Reykjavík: Fundur með borgaryfirvöldum, föstudaginn 16. okt. Samgönguráðuneytið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.