Alþýðublaðið - 01.10.1987, Qupperneq 3
Fimmtudagur 1. október 1987
3
Frá skrifstofu
Alþýðuflokksins
Breytturopnunartími: Fráog meö 1. októberverö-
ur skrifstofan aö Hverfisgötu 8-10 opin alla virka
daga frá kl. 10-12 og 14-17.
Reikningar verða afgreiddir á þriðjudögum frá kl.
10-12.
Framkvæmdastjóri
Alþýðuflokksins.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði
Fundur veröur haldinn í Alþýðuhúsinu Strand-
götu 32 fimmtudaginn 1. október kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Guðmundur Einarsson
framkvæmdatjóri Alþýðuflokksins.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Rokk gegn kjarn-
orku í Dounreay
Fimmtudaginn 1. okt. kl. 16.00
verða tónléikará Lækjartorgi undir
yfirskril'tinni Rokk gegn kjarnorku
í Dounreay. Leika þar hljómsveit-
-nar Rauöir fletir. Blátt áfram og
Sogblettir og er það liður í aðgerð-
um Samtaka græningja á Islandi
gegn fyrirhugaðri stækkun kjarn-
orkuvers í Dounreay, nyrst í Skot-
landi.
í Dounreay er núna starfrækt lít-
ið kjarnorkuver sem, þrátt fyrir
smæð sína, dælir 1,5 milljón litra af
geislavirku vatni í sjóinn á hverri
klukkustund. Nú eru uppi áform
um að 5 ríki í V-Evrópu taki sig
saman um að byggja þar 10—15
sinnum stærra kjarnorkuver og
mun mengunin frá því aukast i sam-
ræmi við það. Fyrir utan Dounreay
eru straumar sem svo bera þetta
geislavirka vatn norður í höf og
m.a. upp að ströndum íslands.
Tónleikunum mun siðan verða
fylgt eftir með undirskriftasöfnun
þar sem skorað er á ríkisstjórn ís-
Íands að mótmæla við ríkisstjórn
Bretlands þessum áformum í
Dounreay og mun hún standa út
októbermánuð.
Þeir scm áhuga hafa á þvi að
leggja þessum aðgerðum lið er bent
á að mæta á skrifstofu Samtaka
græningja að Skólavörðustíg 42
Tilkynning til
sauðfjárframleiðenda
Að gefnu tilefni vekur landbúnaðarráðuneytið
athygli sauðfjárframleiðenda á eftirfarandi
ákvæðum reglugerðar nr. 433 17. september 1987:
1. Framleiðandi á lögbýli sem hefur fullvirðisrétt
geturtekið allt að60 kg af ófrystu kjöti auk sláturs
út úr afurðastöð af eigin framleiðslu fyrir hvern
heimilismann, sem hafði þar lögheimili 1. desem-
ber 1986 skv. þjóðskrá.
2. Framleiðandi utan lögbýlis sem hefurfullvirðis-
rétt getur tekið allt að 60 kg af ófrystu kjöti auk
sláturs af eigin framleiðslu út úr afurðastöð.
3. Taki fr.amleiðandi út meira magn úr afurðastöð
en um getur í 1. og 2. tölulið skerðist fullvirðisrétt-
ur hans um tilsvarandi magn.
4. Heimild til þess ad taka út kjöt án þess aö þaö
skeröi fullvirðisrétt viðkomandi, fellur niöur slátri
framleiðandi utan afurðastöðvar.
5. Brot áákvæðum reglugerðarnr. 433/1987 varðar
refsingu skv. 59. gr. laga nr. 46 27. júní 1985.
Landbúnaðarráðuneytið
29. september 1987
S.Á.Á. tíu ára
Sanitök áhugafólks um áfengis-
vandamálið mun fagna 10 ára af-
mæli sínu nú fyrstu heigina í októ-
ber.
Af því tilefni verður efnt til hátíð-
arsamkomu í Háskólabíó laugar-
daginn 3. október kl. 14.00.
a) Pjétur Þ. Maack formaður
SÁÁ flytur stutt yfirlit um
sögu SÁÁ.
b) Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra flytur
ræðu.
c) Ávarp landlæknis Ólafs
Ólafssonar.
d) Egill Ólafsson og félagar
flytja tónlist.
e) Flosi Ólafsson flytur SÁÁ
kveðju sina.
f) Bjarni Arason þenur látúns-
barkann.
g) Magnús Pétursson flytur
ræðu.
h) Ólöf Kolbrún Haraldsdóttir
syngur við undirleik Jóns
Stefánssonar.
i) Sigurður Guðmundsson, sett-
ur biskup slítur samkomunni.
Stjórnandi og kynnir er Jónas
Jónasson.
Öllum er heimill ókeypis aðgang-
ur. SÁÁ þætti vænt um að sem
flestir kæmu og fögnuðu með sam-
tökunum merkum áfanga.
Einnig verður kaffisamsæti milli
kl. 14.00 og 16.00 í húsakynnum
SÁÁ að Síðumúla 3—5 11 hæð,
sunnudaginn 4. október. Þangað
eru velkomnir allir vinir og velunn-
arar SÁÁ fyrr og nú.
Stjórn SAÁ telur tilefni til hátíð-
arhalda ærið, þvi mikið hefur
áunnist í meðferdarmálum áfengis-
og fíkniefnaneytenda á þessum 10
árum. Er nú öll meðferð þessara
sjúklinga hér innanlands auk þess
sem hugarfarsbreyting er mikil hjá
þjóðinni allri í garð áfengissjúkl-
inga og annarra vimuefnaneytenda.
Hefur þessi vakning vakið athygli
víða um heim og árlega sækja tugir
útlendinga þekkingu til SÁÁ. Er
skemmst að minnast heimsóknar
sænsku konungshjónanna í júní sl.
Kjarni meðferðar SÁÁ eru 120
sjúkrarúm samtakanna (60 að Vogi,
30 á Sogni Ölfusi og 30 að Staðar-
felli í Dölum). ÖIl þessi rúm hafa
verið skipuð frá fyrsta degi og bið-
listar langir.
Auk þess er rekin umfangsmikil
fræðsiu- og leiðbeiningarstöð í
Síðumúla 3—5, Reykjavík. Þar er
rekin viðtalsþjónusta og fræðslu-
námskeið fyrir alkohólista og að-
standendur þeirra.
Frá og með 1. október er
mánaðaráskrift blaðsins 600
kr.
Listi yfir aukafjárveitingar frá 4. ágúst til 17. september 1987. Ráðuneyti — verkefni þús. kr. Skýring
Menntamálaráðuneyti:
Menntaskólinn v/Hamrahlíð 3.000 Vegna kaupa á færanlegum kennslustofum.
Myndlista- og handíðask. 3.513 Greiðsla á leigugjöldum vegna aukins húsnæðis og nýrra samninga.
Myndlista- og handíðask. 1.237 Vegna innréttinga og lagfæringa á kennsluhúsnæði.
Náms- og fræðimenn, framl. 155 Styrkur v/náms í isl. fræðum fyrir bandaríska stúdenta.
Landsbókasafn íslands 300 Greiðsla á húsaleigu v/aukins húsnæðis.
Þjóðminjasafn íslands 500 Framlag v/fornleifarannsókna á Bessastöðum.
Listasafn íslands, nýbygging 10.000 Ónotuð aukafjárveiting frá 1985.
Lista- og menningarmál, ýmis 300 Framlag v/norr. bókmenntahátíðar.
Lista- og menningarmál, ýmis 2.500 Ferðakostn. v/ferðar Sinfoníuhljómsv. til Grænlands.
Félagsheimilasjóður 2.000 Framlag v/félagsh. að Klifi í Ólafsvík.
Ýmis íþróttamál 140 Framlag v/Norðurlandamóts unglinga í skák.
Ýmis íþróttamál 100 Framlag v/Ólympíuleika í eðlisfræði.
Leikfélag Akureyrar 1.000 24.745 Skv. þríhliða samningi um rekstur L.A.
Utanríkisráðuneyti:
Ymis utanríkismál 1.000 Matvælaaðstoð við Grænhöfðaeyjar.
Dóms- og kirkjumálaráðun.:
Söngmálastjóri Þjóðkirkjunn. 600 Greiðsla v/rekstrarerfiðleika.
Félagsmálaráðuneyti:
Aðalskrifstofa 600 Sérfræðivinna v/húsnæðismála.
Skipulagsstjóri ríkisins 21.189 Uppgjör á mörkuðum tekjum 1985 og 1986.
Málefni fatlaðra í Rvk. Málefni fatlaðra á Noró- 214 Vegna útgáfu handbókar svæðisstjórnar ,,Safns“
urlandi 150 Framlag vegna aukinnar húsaleigu.
Málefni fatlaðra á Suðurlandi 800 22.953 Framlag v/endurbóta á hitaveitu Sólheima.
Heilbrigðisráðuneyti:
Aðalskrifstofa 620 Rannsóknir v/salmonella-sýkingar.
Aðalskrifstofa 4.000 4.620 Vegna rekstrarerfiðleika aðalskrifstofu.
Iðnaðarráðuneyti:
Iðnaðarrannsóknir 5.000 Fjárveiting v/starfshóps um stækkun álvers.
Viðskiptaráðuneyti:
Aðalskrifstofa 509 Greiðsla á auglýsingum v/sölu hlutabréfa í Útvegsbanka.
Samtals 59.427