Tíminn - 08.09.1967, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 8. sept. 1967.
Ef vel ætti að vera, þá þyrfti
þáttur þessi næstum þvi að
vera dag hvern til að hafa und-
an að kynna þær íslenzku
hljómplötur, sem koma á mark
aðinn eins og í flóðbylgju um
þessar mundir. Það er svo
sannarlega mikil gróska í ís-
lenzkri hljómplötuútgiáifu. Nú
er Svavar Gests ekki lengur
Þetta er Póló og Bjarld
fylktu liði. Hér eru augsýni-
lega snyrtUegir ungir menn,
sem sfearta framan á sinni
fyrstu hljómplötu.
einvaldur í þessari útgerð, eins
og sjá má af því, að í ágúst-
mánuði hafa komið út fimm
plötur, þar af hafa verið tvær
frá S.G. hljómplötum. Síðast
skrifaði ég um „Dumtoó og
Steina“: næstir í röðinni á
eftir þeim eru Póló og Bjarki.
Þetta er ein af þeim hljóm-
sveitum, sem við Sunnlending-
ar þekkjum aðeins af útvarps-
auglýsingum. Hins vegar er
hún vel þekkt á Norðurlandi,
en nú fá landsmenn allir tæki-
fœri til að heyra í Póló og
Bjarka á hljómplötu.
Platan er gefin út á Parlo-
phone odeon merkinu. Hins
vegar er það Tónabúðin, Akur
eyri, sem sér um kostnaðinn
við útgáfuna og að sjálfsögðu
er hennar ágóðinn — vonandi?
Plötuumslagið er unnið á Ákur
eyri og er það einkar snyrti
legt. Á baksíðu þess ritar
hinn kunni hljómsveitarstjóri
Ingimar Eydal m,a.: „Hljóm-
sveitin Póló og söngvarinn
Bjarki Tryggvason, eru Norð-
lendingum að góðu kunnir. Sá
dansstaður fyrirfinnst varla á
Norðurlandi, að Póló hafi ekki
leikið þar fyrir dansi.“
Þetta segir Ingimar og þá er
víst röðin komin að mér að
segja eitthvað frá eigin brjósti
um plötuna.
Fyrsta lagið er jafnframt
það helzta og kemur örugg-
lega til með að „selja plötuna"
en það héitir „Lási skó“. Þetta
er bráðfjörugt lag og útsetn-
ingin tiltölulega nýstárleg, mið
að við það sem maður á að
venjast. Atf hljóðfærunum er
baritónsaxófónn leiðandi í
gegnum allt lagið og gefur
hann því sérstakan blæ. Söngv
ari þeirra Póló-manna er nú
varla samkeppnisfær við þá
söngvara, sem nú síðustu vik-
urnar hafa sent frá sér hljóm-
plötur. Hann á enniþá töluvert
í land með að ná fullkomnu
valdi yfir röddinni, en í þessu
lagi nær hann auð'heyrilega
sínu bezta. En þegar kemur að
rólegu lögunum þyngist róður
inn. Textann við „Lása áikó“
gerði Valgeir Sigurðsson frá
Seyðisfirði og er hann til fyrir
myndar. \
„Release me“ er næst, en
Sjötugur:
Björn Guðnason
Stóra-Sandfelli
B-jiörn er fæddur að Þorvalds-
stöðlum í iSkriðdal 20. ágúist 1897.
Foreldrar hans voru hjónin Vil-
borg Rristjlánsdóttir og Guðni
Björnsson, bæði ættuð af Héraði.
Bjnggu fá ár á Þorvaldsstöðum,
em fluttust síðar að StóræSand-
felli Við þann bæ er lífssaga
þedrra tengd, og barna þeirra til
fullorðins ára. Systkini Bjöms
eru Kristján bóndi í Stóra-Sand-
felli, giftur Sigurborgu Guðnadótt-
ur, ættaðri frá Eskifirði, Benedikt
bóndi í Ásgarði, Vallaihreppi,
kvæntur Þuríði Guðmundsdótt-
ur frá Arnkelsgerði. Haraldur
bóndi Eyjólfsstöðum, ókvænto
og Sigrún gift Nikulási Guðmunds
syni frá Arnkelsgerði. ÖH hafa
þessi systkini erft í rfkum mæli
atarku og dugnað foreldra sinna.
Sá er þetta ritar var í sveit í
Stóra-iSandfelli 9 sumur og tveim
vetrum betur sem barn og ung-
liingur. Segir þessi langa vera mín
þar meira um það viðmót og
hlýju oig umönnum, sem mér var
sýnd, en ég get lýst með orðum.
Þá höfðu eldri bræðurnir mynd-
að félagsbú, sem nefndist Bræðra-
búið Stóra-iSand'fell. Móðir þeirra
Vilborg, var fyrir búinu ásamt
Sigrúnu' dóttur sinni, þar til hún
giftist. Vilborg var góð og hjarta-
Mý feona, sem reyndist mér sem
góð móðir. Umihyggja hennar var
alltaf söm og jöfn. Þegar kunn-
ingjar hennar komu og heilsuðu
mér, sagði hún oft: „Þetta er nú
yngsti sonur minn“ og klappaði
mér á kollinn. — Jlá, það mátti
segja, þannig var hún við mig
eims og ég væri eitt af hennar
börnum. Guðni, maður henn-
ar var þá farinn að heilsu. Gigtin
hafði leikið hann grátt, en ábu'g-
inn og eljan hiin sama. Mátti
segja um hann, að hann vann
meðan dagur var. En ekkert við-
vik bað hann mig um, svo eigi
fymdi maður hlýju og vinsemd í
röddinni. Þvi sjálfsagt hefur mér
sem öðrum börnum verið mislagð
ar hendur við ýmsa snúninga.
Guðni andaðist árið 1944 en Vil-
borg 1959. Þau hivíla í heimagraf-
reit í StóraiSandfelli. Þaðan er
fögur útsýn yfir Héraðið. Má
líta þaðan tún og bœi, þar sem
börn þeirra og tengdaböm bafa
tekið sér bólfestu.
Minningin um þau er mér nug-
Ijúf. Þótt ég sé ekki nákunnug-
ur störfium Björns utan heimilis,
þá þykist ég vita af nánum kyno-
um við hann, að öH störf muni
hann hafa unnið af trúmennsku,
áhuga og dugnaði, enda hafa
sveitingar hans sýnt honum mik-
ið traust, þar sem hann heíur
setið fjölda ára í flestum trún-
aðarstörfum, sem fyrir koma í
litlu sveitarfélagi, s.s. formaður
Ungmennafél. Skriðdæla, formað-
ur skólanefndar um tugi ára, for-
maður búnaðarfélags sveitarinn-
ar, setið í hreppsnefnd, fulltrúi
á Búnaðarsambandsfu'ndum og
verið fulltrúi á fundum Stéttar-
sambands bænda. Þ/ ' 'g. að
mestu áhugamál 1 erið
ræiktun lands og 1> . ærnd
ir til umbóta á jörðinni hafa ver-
ið miklar frá fyrstu tíð — slétt-
un túns og útfærsla. Ekkert vor
held ég að hafi liðið svo, að eigi
væri ráðizt í umbætur á jörðinni,
svo túnið stækkaði ár frá ári.
Einnig hafði verið byggt nýtt og
myndarlegt íbúðarhús, fjós og
stór og mikil fjárhús ásamt hlöðu
strax fyrir síðari heimsstyrjöld-
ina. Eins og gefur að skilja kost-
aði þetta mikil átök, þar sem
margt af þessum framkvæmdum
fór fram áður en nútímavélvæð-
ing hélt innreið sína í landið. Á
heimilinu var mikiU og góður
bókakostur, og þrátt fyrir mikil
umsvif gaf Björn sér tíma til
lesturs góðra bóka. Man ég það,
að Birni var annt um að leið-
beina mér itm val bóka til lestr-
ar. Sveitungi Björns, Friðrik
Jónsson á Þorvaldsstöðum, hefur
skrifað um hann bœði sextugan
og sjötugan. Hirði ég eigi frekar
að lýsa hans störfum, né endur-
taka neitt um sannorða lýsingu
hans á Sandfellsheimilinu. Þótt
lafmælið sér liðið vill yngsti son-
ur hennar Vilborgar í Sandfeili
færa afmælisbarninu kærar þakkir
fyrir liðna tíð og óska honum
heilla og hamingju, svo og bsim-
ilum systkina hans, þar sem mér
hefur ætíð verið tekið sem bróð-
ur og mági. Megi Skriðdalur æ-
tíð hafa á að skipa sem ílestu
i slíkum dug"-’ og atorkumönn
um sem P'
V V.G.V.
Valgeir hefur skírt það upp og
nú heitir það „Vonin, sem
brást“. Það er alltaf dálítið
happadrætti að „kópera“ er-
lend lög yfir á íslenzka plötu,
ef þau hafa um all langan
tima verið þrautspiluð í óska
lagaþáttum útvarpsins, en alla
vega er lag-ið fallegt.
„Glókollur" er lag, sem leyn
ir á sér. Maður verður að
kynnast því til hlítar, áður en
maður skynjar, hve það er ein-
sta-klega fiallegt, og ekki er
textinn síðri, en hvoru
tveggja er eftir Birgi Marinós-
son. í laginu ber mest á klari-
nett og á vel við. Einnig má
heyra í rafmagnsorgeli.
Lokalag plötunnar heitir
„Stígðu dans“. Þetta er hratt
og skemmtilegt lag við prýðis
góðan texta eftir Valgeir. Af
hljómsveitarinnar hálfu er
tromman og gítarinn í aðal-
hlutverkinu.
Upptakan fór fram hjá Rik-
ísútvarpinu og með þeim betri,
sem ég hef heyrt. „Pressunin“
var unnin í London og er sér-
staklega vel gerð: stingur ó-
neitanlega í stúf við þær plöt-
ur, er komið hafa út, að und-
anförnu, enda gerð hjá „His
master voice.“
Benedikt Viggósson.
MINNING
Framhald af bls. 7.
trúnaðar^tarfa fyrir sveitarfélag
ið, liajy,. hanq< svo. dæmi séu
nefna, kosinn í hreppsnefnd og
til eftirlits með ásetningi og fóð
urmrgðum í hreppnum, en það
þótti á þeim árum hið þýðingar
mesta trúnaðarstarf.
Bjarni Sveinsson var með þeim
fyrstu, ásamt Páli bróður sínum,
sem tók virkan þátt í starfi þeirra
Grundarfeðga að koma á samtök
um stofnun kaupfélags fyrir
hreppinn og nágrenni, en Páll
varð síðar farsæll formaður kaup-
félagins og var það úr þvi með-
an líf og heilsa entist. Bjarni að
stoðaði hinsvegar strax þann
sem þessar línur ritar, að koma
starfsemi kaupfélagsins á. fót, í
forföllum Þorsteins M. Jónsson
ar, sem' hafði tekið að sér for-
stöðuna, en var þá um stund bund
inn við störf á Áliþingi.
Bjarni var strax kosinn annar
endurskoðandi kaupfélagsins og
var ennfremur falin mörg önnur
störf fyrir það, svo sem almenna
verkstjórn úti við umsjón með
fiskverkun, sem strax varð all-
mikil, löggiltur vigtarmaður varð
hann einnig, sláturhússtjóri og
matsmaður á fisk, kjöt og ull.
Treystu allir Bjarna til góðra
hluta í þessum efnum og átti
hann þannig drjúgan þátt í að
efla traust og vinsældir manna í
garð kaupfélagsins, sem mikil-
vægt var .vegna harðrar sam-
keppni af hálfu mótaðilans, öfl-
ugs verzlunarfélags á staðnum,
sem þá var stjórnað af mikilhæf
um og duglegum manni. Bjarni
var í öllu dagfari skapfestumaður
hið mesta prúðmenni, sem ógjarn
an mundi hafa brugðið við
voveifilega hluti þótt að höndum
hefði borið. Hann var mikill á
velli og vel limaður og hið mesta
karlmenni að burðum en hamp-
aði slíku ógjarnan hversdagslega,
en vinnufélögum hans var kunn
ugt afl hans og þótti gott þess
að njóta ef á reyndi.
1911 kvæntist Bjarni eftirlifandi
konu sinni Ágústu Högnadóttur
af borgfirzkum ættum, og hefur
hún ætíð notið mikils traust og,
álits fyrir mikla mannkosti og
prúðmennsku. Eignuðust þau
þrjú börn og eru tvö á lífi, Sig-
fríð gift í Reyðarfirði og Svein
bónda í Hvannstóði í Borgarfirði
og dvelst Ágústa nú hjá honum.
Mér finnst sjónarsviptir fyrir
Borgfirðinga að Bjarni er nú horf
inn af sviðinu. Þeir eiga ekki leng
ur von á að mæta honum hýrum
og hlýjum í viðmóti á götum
þorpsins og sakna þar vinar í stað.
Ungu mennirnir í Borgarfirði
þekkja af eigin raun þá tíma þeg
ar Bjarni var ungur og starfandi
maður, en allmargir eru enn uppi
meðal eldra fólksins sem lifði og
starfaði með honum, en fæstir
enn ofan foldar af jafnöldrum
hans, sem með honum gengu þá
út í lífið, vongóðir og bjartsýnir.
Sú kynslóð hefir runnið sitt skeið
og skilað með sóma ævistarfinu og
nýrri kynslóð, þrekmikilli og
þrautseigri, sem tekið hefir trú
lega upp merki feðra og mæðra.
Að leiðarlokum vil ég tjá
Bjarna Sveinssyni mína dýpstu
virðingu og þökk fyrir áratuga
trausta samvinnu og samstarf og
flyt honum einnig kæra kveðju
konu minnar, sem ásamt mér á
svo margs góðs að minnast frá
.samveruárunum. Jafnframt minn
umst vife hjónin með þökk og
virðingu hinna mörgu gömlu
og góðu sveitunga, sem lifa með
Bjarna í minningu okkar, en eru
þegar farnir á undan honum vfir
móðuna rmklu. Að lokum send
um við hinni öldruðu eftirHfandi
ekkju ásamt börnum hennar og
Þórhildi eins eftirlifandi systkini
Bjama, okkar innilegustu sam-
úðarkveðju.
í gær var Bjarni Sveinsson bor
inn til grafar í heimabyggð sinni,
Borgarfirði þar sem hann hafði
lifað og starfað alla ævi. Munu
margir eldri og yngri sveitungar
hans þá hafa hugsað til hins látna
og sent að moldum hans hlýjar
hugsanir og kveðjur.
Rvk. 8. 9. 1967
Halldór Ásgrimsson.
ILJA EHRENBURG
Framhaild af bls. 7.
af því og finnst það skemmti-
ægt. Á mínum aldri verður
frægð, orðstír eða hvað sem
maður á að kalla þetta nánast
að byrði, fyrst og fremst þó
vegna þess hve það er mikill
tímaþjófur. Stundum finnst
manni maður nánast hafa orð
ið frægðinni að bráð.
Ilja Ehrenburg hefur ferðazt
um mestan hluta heimsáns, og
pess vegna er eðlilegt að spyrja
hann, hvað hann helzt flytji
með sér heim úr ferðalögun-
um.
— Blómafræ og afleggjara.
Það er mér ástríða að fást
við garðræktina. Við húsið mitt
utan borgarinnar hef ég stóran
garð og yndislegt gróðurhús.
þar sem ég rækta suðrænar
tegundir. Ég á m.a. mörg blóm
og tré frá Suður-Ameríku, þar
á meðal lítið kaffitré.
— Sagt er að eðli yðar sé
margslungið. Hvernig lítið þér
sjálfir á það atriði?
— Ja, hvað er átt við þegar
talað er um margslungið eðli?
Ég er sjálfur þeirrar skoðunar,
að í mér sé beinlínis slæmt
eðli. Þetta slæma eðli hefur
þó ekki komið í veg fyrir að
ég gerði einstök góðverk um
dagana.
— Hvort stendur yður næst
skáldsagnagerð, ljóðagerð eða
ritgerSarsmíð? Til bvaða bók-
menntastefnu viljið þér telja
sjálfan yður?
— Afsakið, að ég svara með
jrðum, sem í endurminningu
minni fá ef til viH á sig hvers-
dagslegan blæ: Ég er einfald-
lega rúaður og ekkert mannlegt
er mér óviðkomandi.