Tíminn - 08.09.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.09.1967, Blaðsíða 14
M TÍMINN FÖSTUDAGUR 8. sept. 1967. CIMPERDARSLYS ítanAald af bls. 16 orfííðKnia var, fyrr en hann er kominn út á Hringbarutina, og Beynir að herða á ferð bílsins en hér var um að ræða dísillbíl og tók hann ekki nógu fljótt við sér. Af ummerkjum á bíln unn má sjá, að framhjól mótor- hjólsins, og lugt hefur skollið á vinstri hlið bílsins, en lög- regluþjónninij hefur kastazt aft ur af hjólinu. Greinileg bremsu för sáust eftir hjólið við gatna mótin, en því mun ekki hafa verið ekið hratt. Við árekstur- inn kom fát á ökumann bílsins, ag stöðvaði hann ekki bílinn fyrr en tæpum þrjátíu metrum frá gatnamótunum. Við skoðun á bílnum kom í ljós, að heml- arnir voru ekki í nógu góðu lagi. Um líkt leyti og slysið varð, var bifreið ekið austur Hring- braut á vinstri akrein en lög reglumaðurinn var á þeirri hægri, sá hann ekki -Austin Gipsy bifreiðina fyrr en hún var komin út á Hringbrautina^ en sá hvað verða vildi og stöðv- aði bifreið sína. Skýringin á þvi. að Austin Gipsy bifreiðin beygði til hægri inn á Njarðargö.tu var sú að ökumaðurinn er ungur utanbæj armaður, sem ratar lítið í Reykjavík, og var hann á leið niður í miðbæ. Áttaði hann sig ekki fyrr en um seinan að venjulega leiðin, er að beygja af Hringbraut og inn á Sóleyjar götu. Ökuskilyrði voru góð er slysið varð, götulýsing í lagi, og lögreglumaðurinn var að sjálfsögðu með öryggishjálm á höfði. Tómas Hjaltason íögreglumað ur, vaf búinn að vera í lögregl unni á fjórða ár, og mestan þann tíma hafði hann verið við löggæzlustörf á mótorbjóli. Hann var virkur félagi í Björg unarsveit Ingólfs í Reykjavík, vel látinn og rólegur maður. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Tómas var fyrst fluttur á Slysavarðstofuna eftir slysið, síðan á Landspitalann. og seinna á Landakot, þar sem hann lézt af höfuðmeiðslum, um klukkan ellefu. Kristmundur Sigurðsson varð stjóri hjá rannsóknarlögregl- unni hefur rannsókn slyssins með höndum, og vill hann mjög gjarnan hafa tal af bif- reiðarstjóranum, er lögreglu- þjónn á mótorhjóli stöðvaði á Hringbrautinni við Tjörnina, um hálf táu í gærkvöldi. Þá vill rannsóknarlögreglan líka hafa tal af leigubílstjóranum sem tilkynnti um slysið, en hann hafði ekið vestur Hring- braut og stanzað vestan við gatnamótin þar sem slysið varð. RÉTTIR í NÁND Framhald af bls. 16 18. september verður rétt að í Kaldárrétt við Kaldár sel, Eyrarrétt í Kjós. Kjal arnesrétt og Þingvalia’-étt. Þriðjudaginn 19. sept. verð ur réttað í Hafrav-amsrétt. Miðvikudaginn 20. sept í Selvogsrétt, sem áður hét Vörðufellsrétt. Fimmtudaginn 21. sept. verða réttir í Hveragerði. Föstudaginn 22. sept. verður réttað í Strandarétt á Vatnsleysuströnd. BÚNAÐARMÁLASTJÓRI Framhald af bls. 16 og því ekki endanlega séð út um heýskap. Getur ástandið breyzt eitthvað, frá því sem var þegar við kynntum okkur málin, verði tíðarfar gott. Nokkur hundr uð bændur hafa tilfinnanlega minna hey en í fyrra, sagði Hall dór Pálsson, og var þó víða hey skapur með minna móti þá. * Endanlega verður ekki gengið frá neinum ráðstöfunum, fyrr en forðagæzlumenn hafa skilað skýrslum sínum, sagði búnaðar- málastjóri að lokum. REISA MÚR Framhald af bls. 1 þvi móti sé hægt að hætta loft- árásufíum á 'N-Vietnam. MacNamara neitaði aftur á móti að segja til um, hvort þessi „múr“ myndi leiða til þess, að dregið yrði úr loftárásum á N-Vietnam, eða þær jafnvel alveg stöðváðar. Hann ságði, að tilgangurinn með gerð „múrsins" væri allur annar en tilgangur loftárásanna — en neitaði að útskýra það nánár. Sagði MacNamara, að banda- ríska stjórnin hafi haft þetta mál ’ athugun í tvö ár. HERINN REYNIR Framhals af bls. 1. um og semja við Breta um fram- tið landsins. Áætlað er, að Suður Arabía verði óháð Bretum 9. jan úar n.k. Fyrir viku siðan hafnaði herinn í landinu tilboði um að Maðurinn minn og sonur okkar Tómas GuSberg Hjaltason, lögregluþjónn, lézt af slysförum, 6. þessa mánaðar. Guðný María Finnsdóttir, Valný Tómasdóttir og Hjalti Gunnlaugsson. Móðursystir okkar Ragnheiður Gísladóttir, frá Ytri-Bakka verður jarðsett að Möðruvöllum í Hörgárdal, mánudaginn 11. september kl. 13,30. Bílferðir verða frá Ferðaskifstofunni Sögu Akureyri og frá Hjalteyri kl. 13. Gfslína Jónsdóttir Steinunn Steinsen. Útför frænku minnar, frú Sólveigar Pálsdóttur, ■/, Kárastíg 12, Reykjavfk, sem lézt f Borgarsjúkrahúsinu, aðfaranótt 3ja þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 13. september. Athöfnin hefst kl. 13,30. Fyrir mína hönd, vina og vandamanna. Páll Sigurðsson. REIKISTJÖRNURNAR Nýjasta bókin í Alfræðisafni AB Nýlega er komin út fjórtánda bókin í Alfræðisafni AB, og nefn ist hún Reikisstjörnurnar. Eru ,ið- alhöfundar hennar þeir Carl Sag- an, prófessor í stjörnufræði og ráöunautur Geimvísindastofnun- ar Bandaríkjanna, og J. N. Noit on, kunnur rithöfundur á vísinda leg efni, en Örn Helgason, ungur eðlisfræðingur og kennari víð Menntaskólann í Reykjavík, sneri bókinni á íslenzku. Ilefur hann þar, að dómi Jóns Eyþórssonar ritstjóra Alfræðisafnsins, „leyst vandasamt verk svo vel af hendi, að mikils megi af honum vænta sem rithöfundi um vísindaleg efni, þegar stundir líða.“ í formála, sem Jón Eyiþórsson skrifar fyrir bókinni, drepur hann á það helzta, sem hér á landi hef ur verið sýslað um stjamfræðileg efni, og minnir á nokkur nöfn, sem þar koma við sögu, allt frá Stjörnu-Odda, sem uppi var um 1100 til Magnúsar landshöfðingia Stephensen, sem hafði miklar mæt ur á stjörnufræði og átti „býsna- góðan stjörnukiki." Allir Reyu- vikingar kannast við „næpuna" á Landshöfðingjabúsinu við Þiug- holtsstræti, en hitt vita færri, að einmitt á þessum stað undi hinn virðulegi valdsmaður oft löng um kvöldstundium við athugun a gangi himintungla, þegar heið- skírt var. Þá getur Jón lauslega nokkurra þeirra rita, sem kom'ð haifa á íslenzku um stjörnufræði leg efni, en „þessi bók, sem hér er boðin íslenzkum lesendum, ber að öllum frágangi af öðrum bókum hérlendis um sama efni,“ segir hann. „Hún fjallar að vísu aðai- lega um tunglið og reikistjörnurn ar, næstu nágranna vora í geimn- um. Þangað stefna nú nugir manna mjög til könnunar og jafn vel landnáms. Mega þeir, sem enn eru ungir, búast við að upphfa hreint og beint æsilega atburði í þessum efnum.“ Við lestur Reikistjarnanna verð ur þessi spádómur ærið nærtænur — og jafnvel hrollvekjandi. Að sönnu tekur bókin til meðfaiðar ýmis jarðfræðileg fyrirbæri, sem í orði kveðnu koma mönnum kunn uglega fyrir, svo''sem jarðskjálfta flóðbylgjur, elda í iðrum jarðar, landflutninga („meginlönd á reiki“) og sitthvað fleira, sem flest birtist þó hér í nýju ljósi. En stórum forvitnilegri eru samt þeir kaflar bókarinnar, sem meira reyna á ímyndunaraflið, en þar til má nefna leitina að upphafi lífs- ins, ásamt tilraumim til myndun ar lifs í rannsóknarstofum, og möguleikann fyrir Mlfi á öðrum hnöttum. Um skeið töldu flest ir vísindamenn óhugsandi, að iíf gæti þrifizt annars staðar í sól- kerfinu, en við nánari rannsókn ir hefur allt annað orðið uppi i teningnum. í okkar vetrarbraut einni saman eru, að áliti vísmda manna, um 100 milljónir reiki stjarna, þar sem líf gæti þróazt og nú er talið, að sá dagur sé ef til vill ekki langt undan, þegar menn standa augliti til auglitis við lifandi verur á öðrum hnött um. Það er jafnvel talið mjög sennilegt, að á ýmsum þetrra sé að finna heil samfélög, marg- falt eldri og þroskaðri en þau, sem við hér á jörðinni höfum a-f að segja. Þannig opna Reikistjönnurnar hverja svimandi sýn af annarri inn í ævintýralega framtíð. Og þó verður mönnum kannskc allra ljósast að loknum lestri bókarinn- ar, hversu margt af því undraverð asta, sem vísindi nútímans mcð allri sinni tækni leiða sííelldlega í ljós, kemur illa til skila í þeim daglega fréttaflutningi, sem allur almenningur verður að láta sér nægja í þeim efnum, af því að hann hefur lengst af ekki átt í önnur hús að venda. Reilkistjörnurnar eru 200 bls. að stærð. Eins og aðrar bækur Alfræðasafnsins hafa þær að geym-a mikinn sæg mynda og þar á meðal litmyndir á um það bil 80 síðum. taka stjórn ríkisins í sínar hendur. Önnur þjóðernissinnasamtök- in, en nafn þeirra er skammstaf- að Flosy og Egyptar hafa stutt þau s-amtök, stóðu í dag fyrir verk falli í Aden. Samtökin efndu til verkfallsins til að sýna fram a, að þau nytu meiri stuðmr.gs fólksins en hin þjóðernissima- samtökin. Talið er, að verkfail- ið ha-fi heppnazt vegna þess, að fólk hafi óttazt afleiðingar þr«^ ef það tæki ekki þátt í þvi. Bretar segjast engan mann hafa misst r Aden i dag, en ara- bísk hjúkrunar-kon-a var drepin, er bifreið hennar lenti óvart í skothríðinni. Brezki landstjórinn, Sir Hump- hrey Revelyan, hefur boðið bjóð- ernissinnum upp á samninga, ■’n þau samtö-kin, sem Egyptar hafa stutt, hafa þegar hafnað því til- boði. Ilin samtökin eru að hugsa málið. SÍÐUSTU FRÉTTIR: 4 arabar létu lífið og 10 aðrir menn særðust, þar af 4 brezkir hermenn, þegar til óeirða kom í Adcn í dag. Brezkir hermenn og arabískir þóðernissinnar skiptust á skotum frameftir deginum í Sheik Othman- og Mansoura- héruðunum í Aden. ALMANNAGJÁ Framhald af bls. 1 an þjóðgarðinn næsta sumar. 5. Þá er lokið úthlutim sumarbústaðalanda til leigu a skipulögðu svæði í Gjábakka- landi, austan friðlýsta þjóð garðssvæðisins og suður * móts við Arnarfell Hefur ver- ið veitt leyfi fyrir 24 lóðum og verður beim ekki fjölgað að sinni. Strangir skilmálar hafa verið settir um byggingar á landsvæði þessu, t.d. verða engar girðingar leyfðar um bu staðina. Staðsetning og frá- gan-gur húsa mun verða bann ig, að lítt ber á þeim og ná- marksstærð þeirra ákveðin J0 fermetrar. FRAMBJÓÐENDUR Framhals af bls. 1. halda blaðamannafundi. Þarf nú að sækja um leyfi til að halda blaðamannafundi með sjö daga fyrirvara. Dzu hefur sagt í tilefni a-f þessu, að ekki sé hægt að banna honum að halda blaða- mannafundi á heimili sínu. Ohung forsætisráðherra í Suð- ur-Kóreu, sem er í heimsókn í Bang-kok í Thailandi, sagði þar í dag, að flugmenn frá Norður- Kóreu berðust við hlið Norður- Vietnamhermanna og væru í bún ingum af söm-u gerð og þeir síð- arnefndu. VERKFÖLL HJÁ FORD í USA NTB - Reuter - Detroit, fimmtudag. Fjórðungur verkamanna í bíla- iðnaðinum í Bandaríkjunum er nú í verkfalU, því að í nott hófst verkfall í bílasmiðjum Fords, sem eru 59 í Bandaríkj- unum. Hafa samningaumleitanir ekki borið árangur, og er talið, að verkfallið geti orðið langt. Formað-ur samtaka verkamanna i bílaiðnaðinum, Walter Reuther, sagði í dag, að verkfallssjóður þeirra þyldi átján vikna verkfall. Ilenry Ford II. sagði hins vegar, að verkfallið væri ónauðsynlegt og óréttlátt, og bætti því við, að Ford fyrirtækið myndi ekki víkja frá grundvallarskoðunum sínum, bara til að ná samkomulagi. Ford-fyrirtækið lítur svo á, að verkfallið verði dýrt, en þó befði óréttlát launahækkun orðið dýr ari þegar ti! lengdar hefði íátið EkKert bendir til þess, að ríkis- stjórnin muni olanda sér i mái- ið í bili. í Þ RÓTTIR Framhald aí bls. 13. ur í bakvarðarstöðu góður, o? ekki má gleyma Helga Dan. í markinu, sem varði oft vel. Ekki er ástæða til að hrósa neinum hjá Þrótti, nema e.t.v. Halldóri Braga syni. «elfur Laugavegi 38. UTSALA Útsölunni lýkur í þessari viku. Ennþá getið þér gert kjarakaup á margskonar fatnaði. Komið sem fyrst, því nú fer að verða hver síðastur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.