Alþýðublaðið - 06.11.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.11.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. nóvember 1987 5 UMRÆÐA Þorsteinn Siglaugsson skrifar EFNISHYG6JA - OFSTÆKl Þaö hefur vart fariö fram- hjá neinum hve miklum vin- sældum ýmiss konar sér- trúar- og vakningarhópar hafa átt að fagna undanfarið. Ungt fólk hefur ( vaxandi mæli leit- að til slíkra söfnuða og af- neitað þeirri hefðbundnu efn- ishyggju sem almennt ríkir f nútimaþjóðfélagi. Þessir hóp- ar eiga það sammerkt að hafa Biblíuna sér til fulltingis þótt oft túlki þeir hana á mis- munandi hátt. Samkvæmt kenningum Kaþólsku kirkj- unnar og hinna stærri kirkju- deilda mótmælenda er Biblf- an byggð upp á dæmisögum. Þannig er sköpunarsagan dæmisaga og túlkun hennar á að breytast með nýjum staðreyndum sem vlsindin uppgötva. Þ.e.a.s., verksvið vfsindanna er að rannsaka efnisheiminn; því betur sem hann er rannsakaður, því bet- ur er hægt að túlka svör ritn- ingarinnar um hinstu rök til- verunnar, það sem vfsindaleg þekking nær ekki yfir. Eins og allir sjá boðar þessi kenning ekki deilur milli trúar og efnishyggju enda var hún sett fram af ein- um gáfaðasta heimsspekingi sögunnar, Tómasi af Aquino. Á tímum Tómasar var vfsinda- hyggja í miklum uppgangi og vildi hann með kenningu sinni sætta kirkju og vfsindi. Slfkar lausnir eiga hins vegar ekki upp á pailborðið hjá ofstækismönnum. Hvorki þeim sem álíta bókstaflega túlkun Biblíunnar hinn eina sannleik, né hjá þeim sem gera sér takmarkaða vfsinda- lega þekkingu að n.k. trúar- brögðum. Mörgum sértrúarmönnum er svo mikið niðri fyrir f bar- áttu sinni gegn vísindahyggj- unni að þeir afneita fjölmörg- um staðreyndum og trúverð- ugum kenningum en vilja hins vegar byggja alla þekk- ingu á Biblíunni einni. Það sem ekki stendur f ritning- unni er lygi. Heimsspekileg undirstaða slfkra kenninga er ákaflega veik og mótsagna- kennd. Ef hægt er að fá rétt- ari niðurstöður með þvl að lesa Biblfuna og skilja hana bókstaflegum skilningi, en með rannsóknum á náttúr- unni, er í reynd veriö að af- neita rökréttri hugsun og jafnvel f sumum tilfellum efn- isheiminum sem slfkum. Hefðbundinn kristindómur gerir hins vegar ráð fyrir til- veru efnisheimsins og mögu- leikanum til að rannsaka hann. Róttæk raunhyggja (vfs- indahyggja) byggir á álfka veikum undirstöðum. Þeir sem hana aðhyllast, afneita öllum staðreyndum sem ekki falla inn í kenninguna og úti- loka allt það sem hvorki er hægt að mæla né vega, en það er æði margt. Það segir sig sjálft að þetta er þröng Iffsskoðun. Hrein efnishyggja hæfir í raun mjög fáum vegna þess að hún gefur Iffi fólks hvorki tilgang, né þá lífsfyllingu sem flestir þarfnast. Þrátt fyr- ir þetta byggist þjóöfélagið alltaf meir og meir á efnis- hyggju. Fólk leitar sér lífsfyll- íngar f alls kyns hlutum og takmarkið er að eignast sf- fellt meira, hvort sem þörf er fyrir það eða ekki. Menntun miðast f auknum mæli við það hvað hægt er að fá fyrir hana, starfsþjálfun kemur f stað almennrar menntunar sem miðast fremur við að þroska fólk og auka þvf vfð- sýni en að búa menn undir ákveöin störf á mismunandi þröngum sviðum. í stjórn- málaumræðu taka efnahags- mál sffellt meira rúm og þarf- ir þjóðfélagsins, — kerfisins, — eru settar ofar einstakling- unum sem mynda það. Fjöl- miðlar eru uppfullir af frétt- um og greinum um efnahags- og fjármál, jafnvel sjálft Al- þýðublaðið. Byggingarlistin hefur heldur ekki farið var- hluta af þessarri þróun, sbr. háhýsahverfin í erlendum stórborgum sem nú er óöast verið að brjóta niður vegna þess að enginn fæst til að búa í þeim. Einar öfgarnar leiða til ann- arra. Margir finna að róttæk efnishyggja á ekki við f mannlegu samfélagi þó þeir viti ekki hvers vegna. Fólk finnur að f efnishyggjunni er sterk tilhneiging til að hefta einstaklinginn, sníða honum of þröngan stakk. Margir leita því á náðir kenninga sem veita lífi þeirra takmark og leiðir til að ná þvf, með öðr- um orðum, lífsfyllingu. Ef fólk þekkir ekki undirstöður efnishyggjunnar, snýst þaö oft algerlega öndvert gegn henni. Þá verður það eina sem máli skiptir persónuleg andleg reynsla sem raunar sprettur oftar en ekki af múg- sefjun. Fólk sem hefur orðið fyrir slfkri reynslu, hvort sem kalla á hana trúarlega eða hún er einungis sálfræðilegt fyrir- bæri, tekur hana oftar en ekki sem sönnun fyrir ein- hverri kreddu. Þetta fólk neyt- ir þvf allra bragða til að troða þessarri persónulegu reynslu upp á aðra oft með miklu harðfylgi. Það trúir því að þeir sem ekki hafa öðlast sömu reynslu og það sjálft, séu fordæmdir. Að allir sem ekki tilheyra sömu trúarhreyf- ingu geti aldrei öðlast sálu- hjálp. Eitt höfuðatriðið í kenning- um hinna æðri trúarbragða er andlegur þroski einstaklings- ins og menntun. Við sjáum lifandi dæmi um þetta í klaustrum, þeim stöðum þar sem menn setjast að til að iöka trú sfna. En einmitt þar stendur allt menningarlíf og listir f miklum blóma. Á mið- öldum voru klaustrin nær einu staðirnir i Evrópu þar sem vfsinda- og heimsspeki- rannsóknir voru stundaðar. Hinir nýju sértrúarsöfnuðir eru hins vegar ákaflega Iftið gefnir fyfir menningu og list- ir. Fjölmargir ofsatrúarmenn telja sfkt komið frá þeim vonda, það eina sem gildir sé trúarleg „frelsun" og ströng bókstafstrú. Margir hinna „frelsuðu" staðna því and- lega, hætta að þroskast og verða þröngsýnir og hroka fullir. Eitt helsta markmið vestrænnar menningar er sem mestur þroski einstak- linganna en andstæða hans er andleg stöðnun. Það er mjög varasamt að llta á kenn- ingar ofstækismanna sem einhverja lausn á lífsgátunni, þá er skárra að halda sig við gömlu efnishyggjuna þótt mörgum finnist hún nokkuð þröng, þar er þó alltaf að finna spurningar sem eftir er að svara. „Þetta fólk neytir því allra bragða til að troða persónu- legri andlegri reynslu sinni upp á aðra, oft með mikilli harð- fylgi. Það trúir því, að þeir sem ekki hafa öðlast sömu reynslu og það sjálft, séu for- dœmdir, “ segir Þorsteinn Siglaugs- son m.a. um sér- trúar- og vakningar- hópa í umræðugrein sinni um efnishyggju og ofstœki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.