Alþýðublaðið - 06.11.1987, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 6. nóvember 1987
UMRÆÐA
Dr. Vladimir Verbenko, yfirmaður,
APN-fréttaþjónustunnar á íslandi skrifar:
OKTOBERBYLTINGIN
- PERESTROJKA
- REYKJAVÍK
Fyrir skömmu sá ég í
sovéska sjónvarpinu, sém nú
er hægt að fylgjast með bók-
staflega hvar sem er vegna
gervihnattasambands, nýja
leikna heimildakvikmynd,
sem ber heitiö „Áhætta". Það
er erfitt aö rekja efni hennar
og það tæki langan tíma,
(þess vegna væri best að
biðja sovéska sjónvarpið að
senda okkur myndina), en
segi aðeins, að hún fjallar að-
allega um eldflaugar, um Von
Braun, sem er „faöir“ VAU-
eldflauganna, sem eru
Evrópubúum kunnar af öðru
en góðu, og um Sergej
Koroljov, sem hannaði fyrsta
gervihnött jarðar og geim-
skipið Vostok, sem flutti
sovéska flugmanninn Júrl
Gagarln, fyrstan manna út í
geiminn.
Og það er auðvitað engin
tilviljun að þessi mynd er
send út á aðalrás sjónvarps-
ins rétt fyrir 70 ára afmæli
hins sovéska valds. Hér er
um að ræða lofsöng til hinna
sjö áratuga Októberbyltingar-
innar og rökrétts framhalds
hennar, eins og Mikhail
Gorbachjov, skilgreindi yfir-
standandi endurskipulagn-
ingu, sem hann er upphafs-
maður að, I afmælisræðunni.
Án hinna mikiu ávinninga
Októberbyltingarinnar árið
1917, hefði ekki verið um að
ræða iðnvæöingu, sem gerðu
Sovétrlkin að leiöandi iön-
veldi, sigurfáninn hefði ekki
verið dreginn að húni á Þing-
húsinu f Berlín, þá hefði
Koroljov ekki komiö fram á
sjónvarsviðið, en ( myndinni
er fjallað um örlög hans í
anda glasnost, þar sem i
fyrsta skipti er sagt frá staö-
reyndum, sem koma róti á
hugann.
Og án perestrojku, í víð-
tækasta skilningi þessa orðs,
sem allir eru farnir að skilja,
gæti verið að allt yrði auðn.
Ekki bara heima fyrir hjá okk-
ur, heldur um heim allan:
Eins og vitað er hefur verið
safnað upp svo miklu magni
af kjarnorkuvopnum, að þau
nægja til þess að margeyða
öllu lífi á jörðinni, ef til kjarn-
orkuátaka kemur. Já og jörð-
inni sjálfri einnig.
Það er þess vegna engin
tilviljun að ég minnist á
þessa nýju kvikmynd. Þessi
mynd hefst og endar á atrið-
um um leiðtogafundinn í
Reykjavík. Sá fundur markaði
„tímamót í sögunni" varð
„vonartákn þess að kjarn-
orkuvopn væru ekki eilif og
að mannkynið þyrfti ekki að
búa endalaust undir þessu
Damoklesarsverði," svo að
vitnað sé í orð Gorbachjovs.
Hér vitna ég aðeins í nýjustu
ræður sovéska leiðtogans, en
f öllum ræðum sínum og
ávörpum undanfariö ár, þar á
meðal í hátíðarræðunni í til-
efni af 70 ára afmæli bylting-
arinnar, hefur hann talað um
„Reykjavíkur-andann".
Hefði endurskipulagningin
ekki verið i gangi, hefði ekki
verið haldinn neinn leiðtoga-
fundur í Reykjavík. Þegar
Gorbachjov stakk upp á
þessum fundi fyrir ári, tók
hann talsverða áhættu: Það
gat veriö að menn skildu ekki
hvað hann væri að fara eða
skildu hann ekki rétt, fyrir
hendi gat verið raunveruleg
eða ásköpuð tortryggni. Og
hversu brutu menn ekki heil-
ann og hversu mikið var ekki
um rangar upplýsingar og
alls kyns upphrópanir af
ýmsu tagi: Blekking! Fjar-
stæða! Gildra! Það verður að
tileinka sér algerlega nýjan
hugsunarhátt, losa sig við öll
aukaatriði og kunna skil á að-
alatriðunum og berjast fyrir
þeim af öllum krafti: Eðli eld-
flauga- og kjarnorkuvopna nú
á dögum er slikt að ekkert
ríki hefur von um að geta var-
ið sig eingöngu með hernað-
arlegum og tæknilegum leið-
um; trygging öryggis er verk-
efni, sem verður og á að
leysa eingöngu (og ein-
göngu!) eftir pólitiskum leið-
um; öruggasta leiðin til þess
að koma á allsherjar öryggis-
kerfi, sem á ekki aðeins að
ná yfir hið hernaðarlega svið,
heldur til allra samskipta á
alþjóðavettvangi, er að byrja
á eyðileggingu kjarnorku-
vopna, þó i stigum sé.
Reykjavikurfundurinn opn-
aði leið til þess. Hann sann-
aði, að þetta er ekki blekking,
ekki fjarstæða og ekki gildra,
að hægt er að skapa heim án
sjálfsmorðsvopna, ef fyrir
hendi er góður vilji og nýtt
hugarfar. Viö hátíðahöldin í
Kreml lét sovéski aðalritarinn
í Ijós þá von, að undirritun
fyrirhugaðs samkomulags
um útrýmingu tveggja eld-
flaugategunda, sem mun fara
fram í Washington (og á ræt-
ur sínar að rekja til Reykjavfk-
ur), verði hvati í þá átt að tek-
in verði róttækari skref á
þessu sviði: „Við reiðum okk-
ur á styrk Reykjavikur-fundar-
ins og munum vinna af full-
um krafti að þvl að leita
lausnar á þeim málum, er
lúta að fækkun strategísks
vígbúnaðar, þar sem farið er
að ákvæðum Samningsins
um eldflaugavarnir. Og viö
treystum á gagnkvæmar að-
gerðir, á aö Bandarikin skilji
mikilvægi þessa augnabliks."
Já, eins og orðið „pere-
strojka", hefur orðið „Reykja-
vík“ öðlast mikilvæga merk-
ingu, sem táknar nýtt stig
gagnkvæms skilnings og
nýtt hugarfar í þágu al-
mennra gæða. Nú riður á að
hvorugu þessara
hugtaka verði rutt úr
sessi.
Gorbasjov tók áhættu þegar hann stakk upp
á Reykjavíkurfundinum, að áliti dr.
Verbenkos höfundar þessarar greinar. Hann
segir hinsvegar: „sá fundur markaði tímamót
í sögunni, “ varð vonartákn þess að kjarn-
orkuvopn væru ekki eilíf og að mannkynið
þyrfti ekki að búa endalaust undir þessu
Damoklesarsverði.
SMÁFRÉTTIR
Beðið eftir matarskammtinum i Eþíópíu.
Hjálparstarf
Rauða
krossins
Rauði kross íslands efnir
um þessar mundir til sér-
staks söfnunarátaks til efl-
ingar Hjálparsjóðs Rauða
krossins. Það fé sem safnast
verður notað til hjálparstarfs
meðal þurfandi fólks (
Eþíppfu og Mósambik.
Á þessu ári hafa veriö mikl-
ir þurrkar i Eþíópíu og hjálp-
arstarf þarf þvi að hefja sem
fyrst. Rauði kross íslands
beinir því til landsmanna að
láta eitthvaö af hendi rakna
til hjálparstarfsins.
Áætlað er að það vanti um
1,3 milljónir tonna af matvæl-
um i Eþíópiu á árinu 1988.
Það fé sem safnast hér á
landi er sent til Alþjóða
Rauða krossins og það kaup-
ir matvæli fyrir það á þeim
stöðum í heiminum þar sem
verð er hagstæðast.
Ályktun kjör-
dæmisráðs
Alþýðuflokks
Kjördæmisráð Alþýðu-
flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi hefur samþykkt álykt-
un á þingi er haldið var í
Stykkishólmi. Þarer m.a. lýst
yfir stuðningi við stjórnar-
frumvarp til breytingar á lög-
um um húsnæðismál og kjör-
dæmisráðið styður eindregið
aðgerðir félagsmálaráðherra í
þeim efnum. Þingið fordæmir
jafnframt orðbragð og um-
mæli einstakra þingmanna
Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks er þeir hafa lát-
ið falla um húsnæðismál
undanfariö.
Þingið fagnar enn fremur
því starfi sem dómsmálaráð-
herra hefur hafið. Það miðar
að endurskoðun dómskerfis i
landinu og til aukins réttlæt-
is.
Alþýðuflokksfólk í Vestur-
landskjördæmi beinir þvl til
ráðherra Alþýðuflokks að
hafa I huga, þegar hamlað er
gegn þenslu og auknum rík-
isútgjöldum, að svigrúm til
samdráttar á landsbyggðinni
er minna en á þennslusvæð-
um.