Alþýðublaðið - 05.01.1988, Page 1

Alþýðublaðið - 05.01.1988, Page 1
\ STOFNAÐ 1919 Þriðjudagur 5. janúar 1988 Landsbankinn: TRYGGVI BANKASTJORI? Sjálfstœðismenn klofnuðu á bankaráðsfundinum: Pétur Sigurðsson bar fram tillögu um Sverri Hermannsson en Arni Vilhjálmsson tillögu um TYyggva Pálsson. Úrslitafundur í þessari viku? Allt útlit er fyrir aö Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviös Landsbankans, verði ráöinn bankastjóri Landsbankans og taki við starfi Jónasar Haralz. Á bankaráðsfundi Landsbank- ans sem haldinn var þ. 29. desember sl. klofnuöu sjálf- stæðismenn og lögðu full- trúar flokksins fram.sitthvora tillöguna um nýjan banka- stjóra. Pétur Sigurðsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i banka- ráði lagði fram tillögu um Sverri Hermannsson sem bankastjóra en Árni Vil- hjálmsson, hinn fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, lagði fram tillögu um Tryggva Pálsson sem bankastjóra Landsbank- ans. Formlegri atkvæða- greiðslu var frestað en auk stuðnings Árna Vilhjálms- sonar viö Tryggva, kom fram stuðningur fulltrúa Alþýðu- flokksins, Eyjólfs K. Sigur- jónssonar við ráðningu Tryggva Pálssonar. Kristinn Finnbogason, full- trúi Framsóknarflokksins, sem ekki mun hafa gefið upp afstöðu sfna á fundinum, segir við Alþýðublaðið, að Jónas Haralz bankastjóri hafi ekki sagt upp störfum form- lega ennþá, og fyrr sé ekki hægt að taka afstöðu til ráðningar nýs bankastjóra. Talið er víst að Tryggvi Pálsson verði ráðinn bankastjóri Lands- bankans í stað Jónasar Haralz. Sverrir Hermannsson verður að öllum líkindum að bita i það súra epli að missa af bankastjórastóln- um eftir að sjálfstæðismenn i bankaráði klofnuðu í afstöðu sinni. Kristinn, sem gegnir nú for- mennsku í bankaráðinu fyrir Pétur Sigurðsson sem nú er í sjúkraleyfi, segir ennfremur viö blaðið að hann hafi ekki ákveðið næsta bankaráðs- fund. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er talið líklegt að næsti bankaráðsfundur verði haldinn eigi síðar en i næstu viku og muni þájafn- vel nást einhugur um ráðn- ingu Tryggva Pálssonar í stöðu bankastjóra. Þar ræður mestu afstaða Kristins Finn- bogasonar og Jóns Þorgeirs- sonar, sveitarstjóra á Hellu. en hann er varamaður Péturs Sigurðssonar. Arnþór Helgason formaður Öryrkjabandalagsins: NEYSLUSKATTAR MUNU BITNA ILLÞYRMILEGA A ÖRYRKJUM Arnþór Helgason formaður Öryrkjabandalags íslands segir aö öryrkjar verði fyrir mikilli skerðingu með aukn- um rieyslusköttum. Munu þeir krefjast sömu kjarabóta og verkalýöshreyfingin mun krefjast í næstu samningum. ing miðuðust við lágmarks- laun í landinu á hverjum tíma. Farið hafi verið þess á leit við félagsmálaráðherra að örorkustyrkur yrði ekki skertur nema menn hafi um- talsverðar tekjur, því fötlun fylgi yfirleitt mjög mikill aukakostnaður. Beðið yrði átekta og fylgst með hvaða afgreiðslu skatta- mál fengju á Alþingi og gerði Arnþór ráð fyrir að ályktað yrði um þessa neysluskatta verði þeir samþykktir. „Við hljótum að krefjast sambærilegra kjarabóta og verkalýðshreyfingin mun krefjast í næstu samning- um.“ Forstjórar: B MEÐALLAUN 190 ÞUSUND í samtali við Alþýðublaðið sagði Arnþór að öryrkjar yrðu illþyrmilega fyrir barðinu á auknum neyslusköttum ef af yrði. „Það segir sig sjálft að lágar tekjur fara að mestu leyti til kaupa á neysluvarn- ingi og það er i sjálfu sér skerðing á örorkubótum." „Sagði hann að öryrkjar hafi alltaf gert þá kröfu að örorkulífeyrir og tekjutrygg- Meðallaun forstjóra á vinnumarkaðnum eru talin hafa verið 190 þúsund í októ- bermánuði. Meðallaun for- stjóra hjá rikinu voru 153.400 krónur og meðallaun for- stjóra banka- og fjármála- stofnana voru 200.306 krón- ur. Þetta kemur m. a. fram í niðurstöðum úr kjarakönnun sem Félagsviðskipta- og hag- fræðingar létu gera um laun ( októbermánuði. Samkvæmt könnuninni eru meðallaun framhaldsskóla- kennara 109.061 krónur. Þar af er unnin yfirvinna rúmar 40.000 krónur. Hjá forstjórum er hins vegar talið að um 11.000 krónur séu vegna yfir- vinnu. Fjármálastjórar hjá ríkinu hafa 127.700 krónur, sam- kvæmt könnuninni, en fjár- málastjórar hjá banka- og fjármálstofnunum hafa 177.232 krónur. KVIKMYNDA- GERÐ í LÆGD? KENNARAR í KJARA- RARÁTTU BOMRURNAR OF STÓRAR?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.