Alþýðublaðið - 05.01.1988, Síða 2
2
Þriðjudagur 5. janúar 1988
MMMIBLMIII)
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgarblaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigriður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12.
Áskriftarslminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
ÍSLENSK TIINGA
0G ERLEND ÍTÖK
r
I áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar vék frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands, að varðveislu Islenskrar
tungu og erlendum slettum í íslensku máli. Forseti ís-
lands sagði: „Við leiðum oft hugann að því hvar íslensk
tunga er nú á vegi stödd. Víst látum við mörg fara fyrir
brjóstið á okkur slettur úr stórþjóðatungunni sem mest
heyrist nú víða á byggðu bóli og ganga yfir í misjafnlega
stórum gusum. Svo virðist sem fáir reitir í landi okkar,
fremuren annars staðar, séu lausirvið það óþurftartísku-
fyrirbæri. Sú var tíðin að danska læddist hér á landi
(skyggilega mikið inn í mál manna, sem vildu sýna á sér
heimsborgarasnið og töldu það tungutak fínna en mál
íslendingasagna. En sú mengun var bundin við nýbakað-
an höfuðstað landsins sem þá var og þakklát megum við
vera árvekni þeirra manna sem unnu að því að leggja þann
ósið niður. Dönskusletturhurfu og eru nú einsog þærhafi
aldrei verið til svo vona má með góðum vilja að svo verði
mikið hlegið að enskuslettum að það þyki ekki bógur I
nokkrum manni sem hefur þær uppi. En til þess að svo
geti orðið má ekkert spara að búa nýyrðasmiðum okkar
skilyrði til að sinna þjóðarmenningarstörfum sínum.“
0
Islensk tunga hefur farið I gegnum ýmis tímaskeið þar
sem áhrif erlendra tungumála hafa sett mismunandi mik-
inn svip á mál okkar. Erlendar slettur hafa ætíð verið flest-
ar í íslenskri tungu þegar áhrif viðkomandi þjóðar hafa
verið mest á íslenskt þjóðlíf. Þaraf leiðandi fara útlenskar
slettur og erlend íhlutun, hvort sem hún er menningarleg
eðastjórnmálaleg, ætíð saman. Lengstatimabil erlendrar
Íhlutunaráíslandi erað sjálfsögðu þegarlandiðvardönsk
nýlendaog þæraldir jafnframt þærmyrkustu í sögu þjóð-
arinnar. íslendingum tókst engu að síðurað hreinsamálið
og útrýma dönskuslettunum og var sú hreinsun samfara
vaknandi og vaxandi þjóðfrelsisbaráttu. Barátta Fjölnis-
manna fyrir hreinni tungu og fyrir frjálsu, sjálfstæðu ís-
landi var ein og hin sama. Hertaka Breta í upphafi síðari
heimsstyrjaldar gaf íslenskri tungu mörg aðskotaorð.
Sum féllu inn í málið og urðu islensk, önnur kölluðu á ný-
yrðasmíði og enn önnur gufuðu einfaldlega upp þegar
breskri hersetu lauk. Með hersetu Bandaríkjamanna hófst
hins vegar nýtt skeið í íslenskri tungu sem enn stendur
yfir.
Vera varnarliðsins á Miðnesheiði hafði mikil menningar-
leg áhrif á íslensku þjóðina. Útvarpsstöð hermannanna
hafði áhrif á íslenska tungu og sjónvarpsstöð þeirra
einnig um tíma. Jafnframt hafði hin mikla framsókn
bandarískrar skemmtimenningar um heim allan að stríði
ioknu, geysileg áhrif á íslenskt menningarlíf og íslenska
tungu. Þau áhrif hafa sennilega aldrei verið meiri en nú, í
kjölfar sjónvarpsefnis, myndbanda og dægurtónlistar frá
Bandaríkjunum. Regindjúp gjá er að myndast miili kyn-
slóóa í menningarlegu og málfarslegu tiliiti. Bandarísk
lágmenning bylur á íslensku þjóðinni í sifellu og gegn-
sýrireinkum hugi þeirrasem litlaþjóðlegamótstöðu hafa
fyrir, eins og yngra fólkið. Enskusletturnar eru að festast
í máli okkar, sumar sem eðlileg viðbót og aðlagast ís-
lenskum málfræðireglum en önnur sem orðskrípi sem
fletja út málið í stað þess að auðga það. Á íslandi í dag,
og sérstaklega í höfuðborginni, má heyra tungumál sem
erlíkarabandarísku en íslensku,en áengu að síðurað telj-
ast einhvers konar nútímaíslenska. Þetta eru ekki saklaus
tískuáhrif heldur eðlileg áhrif af langvarandi málmengun
frá Bandarfkjunum og eru í fullu samræmi við þau menn-
ingarlegu ítök sem Bandaríkin hafa á íslandi í dag.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
HREGGVIÐUR Jónsson,
þingmaöur Borgaraflokksins,
viðraði áhugaverð sjónarmið
á Alþingi þ. 30. desember.
Hreggviður hélt nefnilega
eina bestu ræðu sem stjórn-
arandstaðan hefur haldið
fram til þessa. Meginuppi-
staðan i ræðu Hreggviðs var
þögn í tuttugu og átta mínút-
ur. Hreggviður neitaði nefni-
lega að tala nema að fjár-
málaráðherra hlýddi á hann.
Jón Baldvin er hins vegar
mannlegur og entist ekki til
að hlýða á vísur og almennt
þrugl Hreggviðs i pontu
nema í örfáar mínútur og
gekk síðan út úr Sameinuðu
þingi. Þagöi þá Hreggviður
afturog líkaði þingmönnum
ræðan þá vel.
ÓLI Kristján Sigurðsson for-
stjóri og eigandi Olíuverslun-
ar íslands hf. er þekktur fyrir
afdráttarlaus sjónarmið. í
Morgunblaðinu sj. sunnudag
birtist viðtal við Óla þar sem
hann setur fram viðhorf sin
til OLÍS og sín sjálfs. Gefum
Óla orðið:
„Við erum fyrst og fremst
þjónustufyrirtæki og við auk-
um ekki viðskipti okkar í
krafti peninga heldur þjón-
ustu, hvernig starfsfólk okkar
fyrirtækis kemur fram við
kúnnann," sagði Óli, „og við
getum aldrei sagt að kúnninn
hafi rangt fyrir sér, því það
sem hann segir eru hans
kröfur og þjónustufyrirtæki
sem starfar af fullri alvöru
tekur tillit til þess. Min þátt-
taka í þessu fyrirtæki er
einnig prófsteinn á það hvort
einstaklingur sem hefur
ekkert á bak við sig nema
árangur eigin vinnu eigi
möguleika á að lifa af í þess-
um rekstri eöa hvort sá tími
sé aö þetta þurfi allt að vera í
höndunum á auðhringum eða
stórum valdahópum. Þetta er
spurning um það hvort menn
eigi möguleika á því að kom-
ast til metorða á eigin verð-
leikum sem sjálfstæðir at-
vinnurekendur, prófsteinn á
það að vera frjáls einstakling-
ur í þjóðfélagi og taka þátt í
uppbyggingu þess.“
ÓLAFUR RagnarGrlms-
son formaður Alþýðubanda-
lagsins er krati. Þetta stað-
hæfir formaöurinn í áramóta-
viðtali við Þjóðviljann. Olafur
Ragnar segir að Alþýðu-
bandalagið sé hinn raunveru-
legi jafnaðarmannaflokkur á
íslandi. Þessi frumlegu sjón-
armið byggir Ólafur á eftirfar-
andi skilgreiningum:
„Sú staða blasir því við i
Hreggviður hélt bestu ræðu
stjórnarandstöðunnar á fyrra ári.
Óli i OLÍS segir að kúnninn hafi
alltaf rétti fyrir sér.
Ólafur Ragnar var fyrst fram-
sóknarmaður, síðan sósíalisti en
hefur nú lýst þvi yfir að hann sé
krati.
íslenskum stjórnmálum að
það er aðeins einn raunveru-
legur tlokkur jafnaðarmanna i
landinu og sá flokkur er Al-
þýðubandalagiö. Það er
nauðsynlegt að á Islandi sé
öflugur flokkur í stíl við hina
breiðu jafnaðarflokka sem
sett hafa mark sitt á vestur-
evrópsk samfélög bæði i
norðanverðri og sunnanverðri
álfunni. Alþýðuflokkurinn
hefur a. m. k. í bráð gefist
upp við þetta verk meö því aö
setjast inní þessa ríkisstjórn.
Kvennalistinn hefur svo í orði
boðað þá kenningu að ekkert
sé til sem heitir hægri og
vinstri í pólitík. Kvennalistinn
telur kynjamisréttið vega
þyngra en efnahagslegt og
félagslegt misrétti, meðan
við teljum útfrá kenningum
sósíalismans að útrýming
efnahagslegs og félagslegs
misréttis verði að haldast í
hendur viö baráttu fyrir jafn-
rétti kynjanna, sé mikilvæg
forsenda þess að konur nái
rétti sínum í samfélaginu, —
þetta er auðvitað grundvallar-
munurinn á femínismanum
annars vegar og sósíalisman-
um hins vegar.
Þegar litið er yfir þetta
pólitíska svið er Ijóst að Al-
þýðubandalagið hefur mögu-
leika á sókn sem gæti gert
það að stórum og breiðum
vinstriflokki, sambærilegum
við öfluga flokka jafnaðar-
manna í Evrópu. Með stefnu
sem endurspeglar sósíalísk
viðhorf. Með baráttuaðferðir
og vinnubrögð sem einkenn-
ast af fjöldavirkni á öllum
sviðum. Með forystu um nýj-
ungar í stefnuumræðum.
Með vakandi vilja til að nýta
tækninýjungar í þágu iauna-
fólks og fella samfélagsbreyt-
ingar í þá farvegi að stétt
launamanna öðlist aukin völd
og áhrif. með ákveðin tengsl
viö samtök launafólks í breið-
um skilningi.
Þetta er hægt ef við sýn-
um það í verki að flokkurinn
er tilbúinn til að hafa forystu
um landstjórnina sjálfa, tilbú-
inn til að verða mótandi afl í
samfélagsþróun á íslandi í
framtíðinni. Á iandsfundinum
í nóvember tel ég að Alþýöu-
bandalagið hafi byrjað þessa
sókn, með áherslum sinum í
stefnályktunum og með vali
nýrrar forystu.“
Þar með er stefnuskráin
komin. Það hefur verið beðið
nokkuð lengi eftir henni eftir
að nýkjörinn formaður brá
sér til Indlands til að taka á
móti verðlaunum og öðrum
viðurgjörningi. En nú er Ólaf-
ur Ragnar kominn aftur og
með nýja stefnuskrá I
farteskinu — það er að segja
stefnuskrá krata. Þá er hring-
urinn að lokast: Fyrst fram-
sóknarmaður, síðan sósíalisti
og þá krati. Það hlýtur aðeins
að vera tímaspursmál hvenær
Ólafur Ragnar verður fram-
sóknarmaður aftur —
kannski að hann verði
kvennalistamaður í millitíð-
inni.
Roskin þingmannsfrú var stödd í veislu. Einn veislu-
gestanna sagðist hafa frétt að hún ætti afmæii í dag
og óskaði henni til hamingju. Þingmannsfrúin vildi
greinilega ekki vera minnt á afmælisdaginn, en brosti
og sagði:
—-Já, ég er fertug í dag.
Veislugesturinn setti upp undrunarsvip en sagði
ekkert. Síðar þegar sami gestur var orðinn talsvert við
skál, rakst hann á eiginmann frúarinnar og sagði:
— Kæri þingmaður, konan yðar heldur því fram að
hún sé fertug í dag.
Þingmaðurinn svaraði þurrlega:
—Já, það hlýtur að vera satt, því það sama hef ég
heyrt undanfarin 20 ár!