Alþýðublaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 1
Jón Baldvin gagnrýnir kröfugerð kaupmanna um hœrri álagningu:
VÍTAVERÐ
FRAMKOMA
Opinber samtök þeirra um verðmyndun jaðra við að vera lagabrot.
Jón Baldvin Hannibals-
son fjármálaráðherra segir
að ríkisstjórnin muni taka
hart á því, ef kaupmenn
ætli að misnota skatt-
kerfisbreytingar til verð-
hækkana. Þá segir fjár-
málaráðherra að misbrest-
ur hafi orðið hjá kaup-
mönnum við álagningu og
nú bindist þeir samtökum
um að krefjast hærri
álagningar: „Framkoma
kaupmanna í þessu máli
er að mínu viti vítaverð.
Opinber samtök þeirra um
verðmyndun jaðra við að
vera lagabrot. Ríkisstjórn-
in verður því að svara
þessu af fullri hörku,“
sagði Jón Baldvin í sam-
tali við Alþýðublaðið í
gær.
Ríkisstjórnin hefur beint
þeim tilmælum til Verðalags-
ráðs að tryggja með öllum
löglegum ráðum að skatta-
lækkanir skili sér að fullu í
lækkun vöruverös til neyt-
enda. Ennfremur segir Jón
nauðsynlegt að Verðlags-
stofnun birti viðmiðunartölur
um verð svo hægt verði að
virkja samkeppni á milli
verslana.
Einn megintilgangur með
skattkerfisbreytingum ríkis- .
stjórnarinnar var að útrýma
skattsvikum. Jón Baldvin
segir að sá árangur eigi eftir
að koma í Ijós: „Söluskatts-
kerfi sem gat ekki gert skil á
skattskyldri aðferð og
frjálsri var ónýtt. Með þessu
kerfi er búið að skapa for-
sendur fyrir því að hægt
verði að beita eftirliti og
árangursríkum skattskilum."
Fjármálaráðherra segir að
söluskattskyldir aðilar fái að
kynnast því á næstu dögum
og vikum hvaða aðferðum
verði beitt í þessum tilgangi.
í því sambandi er að sögn
Jóns Baldvins í undirbúningi
að skylda alla söluskatts-
skylda aðila í smásöluverslun
til að hafa innsiglaða versl-
unarkassa. Þá verða eftirlits-
menn gerðir út af örkinni til
þess að fylgjast með í
verslunar-og þjónustugreinum,
Ennfremur koma fljótlega
fram breytingar á bókhalds-
lögum, sem boða hert viður-
lög við bókhaldssvikum.
„Menn verða að átta sig á
þvl að þessi skattabylting í
heild sinni boðar stefnubreyt-
ingu. í stað þess að taka tillit
til sérhópa með því að bora
göt í skattkerfið, þá er farin
sú leið að hafa skattkerfið
einfalt og árangursríkt." Fjár-
málaráðherra sagði að þeim
hópum sem þurfa á aðstoð
að halda væri bætt áhrif
verðhækkana með beinum
aðgerðum. Þess vegna hefur
rúmum þremur milljörðum
verið varið til þess að halda
verðhækkunum i skefjum,
með formi niðurgreiðslna.
Ennfremur hefur 600 milljón-
um verið varið til þess aö
tryggja að lífeyrisþegar og
barnmargar fjölskyldur, sér-
stakleqa einstæðir foreldrar,
fái að'fullu bætta 7% verð
hækkun á almennri matvöru.
Þá hækka skattfrelsismörk í
tekjuskatti verulega upp fyrir
lágmarkslaun. „Þegar við
bætast barnabætur og barna-
bótaauki mun koma á daginn
að hagur slíkra fjölskyldna
hefur verið tryggður. Hitt er
Ijóst að menn fá ekki heildar-
sýn yfir þessar breytingar fyrr
Hvalabátarnir njóta verndar lögreglu, enda hefur Paul Watson hvalavinur boðaö komu sina til landsins.
A-mynd/Róbert.
en að nokkrum vikum, eða
jafnvel mánuðum liðnum,"
sagði fjármálaráðherra.
Þá sagði Jón Baldvin að
þeir sem gagnrýndu þessar
breytingar skatta hvað harð-
ast, og kölluðu sig við Vinstr-
ið, vissu hreinlega ekki hvað
þeir væru að segja. „Við
erum búnir að moka flórinn
og styrkja grunninn undir vel-
ferðarkerfið. Reisa grunn
sem hægt verður að standa á
í framtíðinni," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra.
Hvalveiðiráðstefna:
TVÆR
ÞJÚÐIR
AFBOÐA
„Þetta er eins og verið hef-
ur undanfarið," voru þau svör
sem fengust hjá lögreglunni
er Alþýðublaðið spurðist fyrir
um hvort enn væri vakt við
hvalbátana.
Eins og kunnugt er hefur
Paul Watson forsprakki Sea
Shepherd boðað komu sína
hingað til lands, en samtökin
lýstu því yfir að þau hefðu
sökkt hvalbátunum í fyrra.
Fundur hvalveiðiþjóða
verður haldinn í Reykjavík um
helgina. Samkvæmt upplýs-
ingum úr sjávarútvegsráðu-
neytinu hafa tvær þjóðir úr
þeim hópi sem á ráöstefnuna
var boðið, afboðað komu
sína.
Svavar
andmælir
leiðara
4
Atvinna á
Siglufirði
í hættu?
3
Sprengja
við bæjar-
dyrnar
8