Alþýðublaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 15. janúar 1988
MÞYBMMÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaöur
helgarblaðs:
Blaöamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigrlður Þrúöur Stefánsdóttir.
Þórdls Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Slöumúla 12.
Áskriftarslminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60
kr. um helgar.
VEISLUNNI ER LOKIÐ
Ein viðamesta bylting í íslensku stjórnkerfi á undanförn-
um áratugum er skattbyltingin sem hófst um síðustu ára-
mót. Þessi bylting er jafnframt stefnubreyting. Skattkerfið
hefurverið gert réttlátara, einfaldaraog skilvirkara. Þess-
ar viðamiklu breytingar hafa haft mikil áhrif á daglegt líf
manna og það er ekki nema von að almenningur hafi ekki
áttað sig til fulls á heildar áhrifum þessara miklu umbóta.
Meðal annars hefur í gjörningarhríð söluskatts á matvæli
og vöruhækkana, verið lítið talað um allar þær bætur sem
sigla í kjölfar skattbreytingana, svo sem uppbætur til líf-
eyrisþega og barnmargra fjölskyldna og þá sérstaklega
einstæðraforeldra, ásamt hækkandi skattfrelsismörkum
í tekjuskatti. Og þáhafaekki verið nefndar barnabæturog
barnabótaauki sem tryggir enn hag fjölskyldna. Með
skattbyltingunni hefurverið lagðurvaranlegurgrunnurað
velferóarkerfi á íslandi.
w
I þessu mikla réttlætismáli hafa aðallega tveir þjóðfé-
lagshóþar rekið upp ramakvein. Sá fyrri kemur reyndar
ekki á óvart en það er verslunin í landinu. Nú horfa menn
upp á þann undarlega atburð að gamlir erkióvinir, einka-
geirinn og SÍS, snúa bökum saman og krefjast hærri sölu-
launa vegna dreifingar á innlendum landbúnaðarvörum
og telja að Verðlagsráð hafi brotið lög með ákvörðun um
álagningu sem ekki standi undir kostnaði verslunarinnar.
íslensk verslun, hvort sem hún er rekin af Sambandinu
eðaeinkageiranum hefurstaðiðmeð miklum blómaí góð-
æri undanfarinna ára og ýtt mest undir þá veislu sem nú
er á enda. Árangurinn er botnlausar fjárfestingar og
þensla sem ekki kemur sist fram í öllum þeim verslunar-
höllum sem risið hafa víða á höfuðborgarsvæðinu. Vegna
slakrar stjórnunar ríkisstjórnar Steingríms Hermanns-
sonar á góðæristímunum, var þenslupólitíkin látin æða
áfram óheft uns að hruninu kom. Og i stað þess að eðlileg-
ursamdrátturí verslun eigi sérstað, snúa menn nú bökum
saman til að knýja á yfirvöld að halda uppi verslunar veisl-
unni á kostnað almennings. Þá hefur einnig orðið vart við
það að kaupmenn séu óhræddir við að misnota sér skatt-
kerfisbreytingarnar til verðhækkana. Stjórnvöld verða að
taka á slíku siðleysi með fullri hörku, meðal annars með
því að sjátil þess að Verðlagsráð tryggi með öllum lögleg-
um ráóum að skattalækkanir skili sér að fullu í lækkun
vöruverðs til neytenda. Enn hefur lækkun vörugjalds og
tollalækkun á ýmsum vörutegundum ekki skilað sér út í
verðlagið. Það er full ástæða fyrir stjórnvöld að fylgjast
gaumgæfilega með því, að þær lækkanir skili sér til neyt-
enda. Ekki síður er nauðsynlegt að besta eftirlitskerfið,
verðkannanirnar, sé virkt á næstu vikum og mánuðum.
Síðari þjóðfélagshópurinn sem tekiö hefur undir harma-
væl verslunarinnar yegna skattkerfisbreytinganna, eru
svonefnd vinstri öfl í stjórnarandstöðunni. Alþýðubanda-
lagið hefur verið þar fremst í flokki en með nýjum for-
manni erfáum Ijóst, hvaðastefnumál sáflokkurflytur. Það
er hins vegar stórfurðulegt að Alþýðubandalagið sé nír
málsvari verslunarinnar og söluskattsundanþága og berj-
ist gegn uþpbyggingu féiagslegs velferðarkerfis. Þetta er
hlutur sem kjósendur þess flokks ættu að íhuga. Til að '
treysta stoðir velferðarkerfis, þarf að koma lagi á tekjuliði
ríkissjóðs. Þessu hefur forysta Alþýðuflokksins og þá
fyrst og fremst Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð-
herra, hrundið í framkvæmd. Veislusalurinn eftir svall-
hátíð góðærisins, hefurverið ruddur. Sukkinu er lokið.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Steingrímur: Er hann
svona vinsæll að þvi að
hann hefur allar skoðanir
á öllu?
Hreggviður: Aflar þögnin
honum vinsælda?
HELGARPÓSTURINN
birti j gær skoðanakönnun
SKÁÍS um fylgi flokkanna og
persónuvinsældir einstakra
póítíkusa. í Ijós kom, sem
fyrri daginn, að langvinsæl-
asti stjórnmálamaðurinn er
Steingrímur Hermannsson.
Þá vaknar spurningin: Af
hverju? Steingrímur Her-
mannsson hefur nefnilega
ekki haft neina skoðun á
neinu undanfarin ár. Eða rétt-
ara sagt hann hefur haft allar
skoðanir á öllu. Þá vekur
einnig athygli að Kvennalist-
inn er í mestri uppsiglingu af
öllum flokkum islenskum. Og
má einnig spyrja: Af hverju?
Kvennalistinn hefur nefnilega
verið ótrúlega lítið I umræð-
unni miðaö við uppgang.
Sjálfar kvarta þær hástöfum
yfir því að enginn fjölmiðill
vilji við þær tala. Þá vekur
ennfremur athygli að Karvel
Pálmason þýtur nú eins og
píla upp eftir vinsældalista
HP. En hans pólitík hefur að-
allega sú að setja fyrirvara
við allt sem flokkur hans er
að berjast fyrir — og segja
upp Alþýðublaðinu. Klippari
þessa dálka er eiginlega
kominn að þeirri niðurstööu
að ef menn vilja ná frama og
vinsældum í pólitík, sé það
happa drýgst að hafa engar
skoðanir á neinu, eða það
sem betra er, að hafa allar
skoðanir á öllu og sem flest-
ar skoöanir á sama málinu.
Þá sé það einnig góð leið til
vinsælda að axla aldrei neina
ábyrgö, að standa aldrei fyrir
neinu, en hlusta vel og vand-
lega á raddir almennings og
kjördæmisins, en mynda sér
síðan skoðanir út frá því. Þá
er einnig hagstætt til að afla
sér pólitískra vinsælda að
hafa fyrirvara á öllum málum.
En siðast en ekki síst er allra
sniðugast að steinhalda
kjafti og segja bara ekki neitt
um neitt. Því minna sem
menn eru í umræðunni, þvi
betra. Eða réttara sagt: Því
meira sem menn eru i um-
ræðunni, fyrir að vera ekki í
umræðunni því betra.
Og nú erum við allt i einu
farin að skilja hvers vegna
Hreggviður Jónsson úr Borg-
araflokki hélt sér saman í
tæpan hálftíma á Alþingi um
daginn. Hann var náttúrlega
að afla sér vinsælda. Með því
að standa í pontu og þegja,
tókst honum eftirfarandi:
1) Vakti á sér athygli fjöl-
miðla.
2) Talaði ekki af sér.
3) Setti fram skoðanir
sem gátu fallið öllum I
geð.
4) Setti ekki fram skoðan-
ir, sem gátu valdið honum
óvinsældum.
5) Tók sig vel út i kjör-
dæmi.
EN víkjum aftur að efsta
sæti vinsældarlista HP,
Steingrimi Hermannssyni.
Hann er fyrrum forsætisráð-
herra i ríkisstjórn Veislunnar
miklu. Nú er hann utanríkis-
ráðherra og hefur eiginlega
enginn heyrt neitt um Stein-
grlm eða hvað hann er að
gera meöan kratarnir eru að
þrlfa salinn eftir Veisluna
miklu og umbylta skattakerf-
inu til góðs. Siöar meir munu
menn spyrja eins og strákur-
inn sem spurði pabba sinn:
Hvað gerðir þú í striðinu,
.pabbi? Og Steingrimur mun
sennilega svara eitthvaö á þá
leið: „Já, ég get ekki út af
fyrir sig neitað þvl, að ég var
mjög var við það, að ég var f
striðinu." En við skulum nú
hætta að skálda og gefa
efsta manni vinsældalistans
orðið, en HP spurði Stein-
grim Hermannsson um niður-
stöður skoðanakönnunar
blaðsins. Svarið felur í sjálfu
sér skýringu á því hvers
vegna maðurinn er í fyrsta
sæti. Steingrímur (hann er í
ríkisstjórn) svarar:
„Ég er út af fyrir sig ekkert
undrandi á því að stuðningur
ríkisstjórnarinnar hafi fallið,
sem ég vona að sé bara tíma-
bundið. Það er alveg Ijóst að
þær róttæku breytingar sem
gerðar hafa verið á tolla- og
söluskattslögum — sem voru
i grundvaliaratriðum nauð-
synlegar — koma áreiðan-
lega mjög illa við marga, að
minnsta kosti til að byrja
með. Ég held að framtíðin
fari mjög eftir þvi hvernig rík-
issjórninni tekst á næstu vik-
um að sýna fram á að þessar
breytingar verði eins og við
höfum sagt. í öðru iagi er þvi
ekki neitað, og ég verð mjög
mikið var við það í mínum
flokki, að menn eru að verða
óskaplega óþolinmóðir í
sambandi við efnahagsmálin:
Mikil óánægja með þróun
fjármagnsmarkaðarins,
hækkun vaxta, stöðu grund-
vallaratvinnuveganna o. s.
frv. Framtíðarfylgi rikissjórn-
arinnar mun einnig standa
eða falla með því hvernig á
þeim málum verður tekið á
næstu 1—2 mánuðum. Þessi
þróun sýnir sig í fylgi flokk-
anna, ég sé að Framsóknar-
flokkurinn hefur farið eitt-
hvað niður frá siðustu DV-
könnun eins og aðrir stjórn-
arflokkar, en stjórnarandstað-
an fer upp.
Hvað stuðning við einstaka
stjórnmálamenn varðar er ég
að sjálfsögðu þakklátur fyrir
það traust sem mér er sýnt
og ætla að reyna að vera
þess verðugur. Og ekki er ég
undrandi að Halldór skuli
hafa hækkað, að mínu mati
hefur hann staðið sig af-
burða vel, t. d. nú í kvótamál-
inu.“
Við óskum Steingrími til
hamingju með kosninguna
sem vinsælasti stjórnmála-
maður íslands og efumst
ekki um að hann muni halda
þvl sæti.
Einn
me8
kaffínu
Það gerist fyrir mörgum árum að krati einn reyndi að
bjóða sig fram í Austfjarðarkjördæmi. Ekki gengu fram-
boðsfundirnir alltof vel og var mikið gripið fram í ræður
hans og mikið um stóryrði.
Eitt kvöldið stóð frambjóðandinn í pontu og var að
reynaað komast í gegnum ræðu sínaen gekkerfiðlegaþví
einn fundargesta greip stöðugt fram í fyrir honum. Á ein-
um stað æpti fundargesturinn:
— Fyrr myndi ég kjósa Kölska sjálfan, en kjósa þig!
Frambjóðandinn leit þreytulega út í sal og sagði:
— En ef hann býður sig ekki fram, fæ ég þá atkvæði
þitt?