Alþýðublaðið - 26.01.1988, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 26.01.1988, Qupperneq 1
MMBUMMB Þriðjudagur 26. janúar 1988 STÖFNAÐ 1919 16. tbl. 69. árg. FOSSVOGSBRAUTIN í HNÚT Landamœradeilur milli Reykjavíkur og Kópavogs. Þorvaldur S. Þorvaldsson hjá borgarskipulagi Reykjvík- ur segir að til sé samningur sem segi að Kópavogur fái land það sem nú er iðnaðar- hverfið við Smiðjuveg i stað lands sem fara eigi undir Fossvogsbraut, samþykki báðir aðilar að leggja hana. Guðmundur Oddsson bæjar- fulltrúi i Kópavogi segir að það sé ekki rétt, heldur að skipt hafi verið á Smiðjuvegi og landi því í Seljahverfi sem borgin hafi úthlutað lóðum á í leyfisleysi. Segir hann að Fossvogsbraut verði ekki lögð nema meö samþykki Kópavogs og ekki sé útlit fyrir að það fáist. í samtali viö Alþýöublaöiö sagöi Þorvaldur S. Þorvalds- son hjá borgarskipulagi Reykjavíkur, aö í samningi sem gerður var í október 1973, væri gert samkomulag þar sem skipt er á þvi landi þar sem nú er iðnaðarhverfið við Smiðjuveg og því landi sem færi undir Fossvogs- braut úr eigu Kópavogs. „Fossvogsbraut veróur aldrei lögö,“ sagði Guðmund- ur Oddsson bæjarfulltrúi í Kópavogi. Sagði hann að fyrir lægju samþykktir allra bæjar- fulltrúa í Kópavogi þar sem ákveðið er að hún verði tekin af skipulagi. 95% af þvi landi sem undir brautina ættu að fara, væri í eigu Kópavogs. — Hvað meö samninginn sem gerður var? „Hann er löngu ógildur. I honum er gert ráð fyrir skoð- un innan tveggja ára varðandi þörfina, hún hefur aldrei farió fram og þar með hljóta aðrar forsendur að hafa breyst samkvæmt því.“ Einnig að samningurinn hafi verið háö- ur því að báðir aðilar sam- I þykktu hann þegar þar að kæmi. „Við fengum iðnaðarhverfið í staðinn fyrir þann hluta Seljahverfis sem stolið var úr Fífuhvammslandi, það er vit- leysa að það téngist eitthvað Fossvogsdalnum." Sagði Guðmundurað Reykjavíkur- borg hefði verið búin að út- temwtHirKnrmim'" w , ^-------"tM T'llí »lím Fossvogurinn. A-mynd/Róbert. hluta lóðum í land Fífu- hvamms, og þegar það hafi komið í Ijós hafi verið ákveð- ið að kaupa land af eigend- um Fífuhvamms. Makaskiptin á löndunum hafi síðan byggst á því að gegn breyt- ingu á lögsögumörkum hafi Kópavogur fengið landið við Smiðjuveg, og það hafi á engan hátt tengst Fossvogi. „Fossvogsbraut verður aldrei lögð nema með sam- þykki bæjaryfirvalda í Kópa- vogi, og þaö eru engar líkur á því eins og málin standa i dag og bæjarstjórnin er skip- uð að það verði gert. Ég tel að Reykjavík eigi að leysa sín umferðarvandamál á annan hátt og það getur hún gert.“ Kex, sœlgœti og drykkjarvörur frá ríkjum Evrópubandalagsins: HORFIÐ FRÁ 20% TOLLI í gær ákvaö fjármálaráðu- neytið í samráði við við- skiptaráðuneytið og utan- rikisviðskiptadeild utanrikis- ráðuneytisins, aö þrátt fyrir ákvæði tollalaga skuli sama tollameðferð gilda fyrir kex, sælgæti og drykkjavörur frá Evrópubandalagsríkjum og frá EFTA. í þessu felst, að verð á þessum vörum á að lækka frá þvi sem gilt hefur um nýinnfluttar vörur það sem af er ári, t. d. á kexi, sælgæti og drykkjarvörum frá Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi, sem eru þrjú mikilvæg viðskiptalönd innan EB. Með nýju tollalögunum var horfið frá þeirri reglu, að láta tollfrelsi ná til kex, sælgætis og drykkjarvara frá ríkjum Vestfirðir SAMNINGAR I HOFN I gær tókust samningar í viðræðum Alþýöusambands Vestfjarða og vinnuveitenda. Viöræður höfðu staðið nær samfellt frá klukkan 13 á sunnudag til 17 i gær. Samn- ingurinn hafði ekki verið undir- ritaður þegar Alþýðublaðið fór í prentun i gærkvöld og vildu samninganefndarmenn ekki láta hafa eftir sér um innihald fyrr en að undirskrift lokinni. Með samningunum var talið víst aö gamla bónuskerfinu yrði kastað og tekin upp hluta- skipti. Þá var samið um grunn- kaupshækkanir, en Alþýðu- blaðiö fékk prósentu tölur ekki staðfestar. Ennfremur var búist við að samningurinn fæli i sér starfsaldurshækkanir. Evrópubandalagsins á sama hátt og EFTA-ríkjum. Þannig átti samkvæmt lögunum að leggja 20% toll á þessar vör- ur kæmu þær frá EB-rikjum. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra sagði í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Fé- lags íslenskra stórkaup- manna í gær, að þótt tollur- inn bryti ekki í bágavið samninga við EB hafi við nánari athugun ekki verið tal- iö ráölegt að gera nú slíkan mun á tollum á innflutningi frá EFTA og EB, þar sem hann hafði ekki verið áður. „Með þessari ákvörðun hefur (Dannig verið eytt einu við- kvæmu máli í umræðunni um skattabreytingarnar að und- anförnu," sagði viðskipta ráð- herra m.a. í ræðu sinni vék Jón Sig- urðsson einnig að verðlags- aðhaldi í kjölfar skattbreyt- inga. Sagði hann verðlags- yfirvöld ekki skirrast við að frysta álagningu, ef brögð væru að því, að verslanir hækkuðu álangingarprósentu sína á þeim viðkvæma um- þóttunartíma sem nú stæði. „Ég bendi líka á að þegar á heildina er litiö er enginn ástæða fyrir hækkun á álagn- ingarhlutföllum. Tilmæli frá samtökum verslunar um sam- r æmdar ákvarðanir um nækkun álagningar eru ámælisverð og jaðra við brot á verðiagslögum, sem banna samtöK eða samninga milli fyrirtækja um verö eða álagn- ingu. Ég minni á það, að mörg úr ykkar rööum hafa lengi talað fyrir breytingum af því tagi, sem nú er loksins verið að framkvæma. Skákin stendur því upp á ykkur aó koma ekki óorði á svo gott mál með ógætilegri verðlagn- ingu í skjóli skattabreyting- anna.“ ■■■BBBBBBHBBflBHBHBHBBBBMBBBBBBBBHHHBHBHI Tré frekar en hraðbraut 3 Hermdar- verk eða hugsjón? 8 HHHHHHHIHHHiíHlHiHÍ Vinnu- stöðvun í bræðslunum 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.