Alþýðublaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 2
2
Þriöjudagur 26. janúar 1988
fmiimimiiii
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgarblaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
LIFAD Á SNÍKJUM
Það aö svíkja undan skatti hefur lengi talist til afreka á
íslandi. Skattsvik hafa í augum margra verið sjáifsbjargar-
viöleitni. Þaö hefur talist til forréttinda aö kunna allar
hugsanlegar smugur skattkerfisins — og þær hafa veriö
margar — og haga málum sínum þannig aö sem minnsti
hluti tekna og eigna væri skattlagöur. Að margra dómi
hafa skattsvikararnir verið hetjur þjóðfélagsins. Skatt-
svikararnirhafaeinnig veriöaö stórum hlutaþeirsem best
voru í stakk búnir aö leggja sitt aö mörkum til þeirra sem
verr hafa verið á vegi staddir. Skattsvikararnir hafa verið
þeir sem hæst og mest hafa grátið undan skattaálagi og
breitt út þáskoðun aö skattagjöld séu af hinu illaog versti
óvinir almennings í landinu sé fjármálaráóuneytiö, rfkis-
skattstjóri og Gjaldheimtan. Á Norðurlöndum hafa meira
aö segja sprottið upþ stjórnmálahreyfingar um skattsvik
eins og Glistrup — flokkurinn í Danmörku og Framfara-
flokkurinn í Noregi. Svipaöar hugmyndir hafa átt fylgi aö
fagna í sumum íslenskum stjórnmálaflokkum.
Hvers vegnagreiöum vió skatta? Eru skattareinungis af
hinu illa? Er ríkiö gráðug og ómettandi hönd sem hrifsar
til sín stóran hluta af tekjum manna, eigum og varningi í
þeim einatilgangi að eyöasömu peningunum í vitleysu og
vanhugsuö fjárfestingarævintýri? Svarið viö þessum
spurningum er fyrst og fremst aö viö borgum skatta til aö
haldauppi siðmenntuðu þjóöfélagi. Viö greiöum skattatil
að halda uppi menntakerfi, menningu, samgöngum, heil-
brigöismálum og félagslegu kerfi. Alltaf má gagnrýna
gjaldaliöi ríkissjóðs á hverjum tíma — en aðalatriðið erað
skattarnir okkar eru aögöngumiðinn aö samfélagi sið-
menntunar og mannúöar.
Einmitt þess vegna er skattsvikarinn sá sem lifir sníkju-
lífi áskattgreiðendum. Skattsvikarinn þekkist ekki ágötu.
En hann sendir börnin sín i skóla meö börnum hinna sem
greiða fyrir sín börn og börn hans um leið. Skattsvikarinn
leggst inn á spítala og þiggur hjúkrun, læknisaðgeróir og
aðhlynningu ókeypis og á kostnað hinna sem greiöa
skattana sína. Skattsvikarinn nýtur menningar og fer á
sinfóníutónleika eða bregður sér í Þjóöleikhúsið fyrir lít-
inn pening á kostnaö þeirra sem borga skattana sína og
hans um leið. Skattsvikarinn ekur um á breiöum götum,
lögðum varanlegu slitlagi sem aörir en hann hefur greitt
fyrir. En skattsvikarinn er ekki aðeins sníkjudýr sem í sið-
leysi sínu lifir á öðrum, heldur verður hann einnig þess
valdandi aö hinir sem greiða skattana sína, verða að
leggja harðar að sértil að haldasníkjudýrinu áfloti. Skatt-
ar þeirra hafa því verið hærri en ella. Snikjudýrið er dýrt í
rekstri. Skattsvik eru því ekki sjálfsbjargarviðleitni heldur
siðlaust sníkjulíf.
H ið nýja skattkerfi er bylting sem meðal annars kemur í
veg fyrir skattsvik og gerir tilveru sníkjudýranna erfiðari.
Undanþágum hefurveriðfækkað í söluskattskerfi og með
tilkomu staðgreiðslukerfis skatta og einföldun skattkerf-
isins verðaundankomuleiðirskattsvikarannafærri. Þarað
auki bætist við hert og endurbætt skattaeftirlit sem fækk-
ar sníkjudýrunum að mun. Með nýju skattkerfi hefur ríkis-
stjórn Þorsteins Pálssonar að frumkvæöi fjármálaráð-
herra lagt grunninn að uþþbyggingu einfalds, réttláts og
nútímalegs skattkerfis sem eflirfjárhag ríkisins, torveldar
skattsvik og treystir undirstöðu velferðarríkisins.
ONNUR SJONARMIÐ
HÖRÐUR Ágústsson list-
málari setur fram skemmtileg
sjónarmið í helgarblaði Tím-
ans um síðustu helgi. Hann
heldur því fram að íslending-
ar hafi rýnt einungis á eymd-
ina þegar þeir börðust fyrir
sjálfstæði sínu sem þjóð.
Það má reyndar segja að
eymdardýrkunin sé ofarlega I
hugum íslendinga þegar þeir
berjast fyrir kröfum og kjör-
um en það er önnur saga.
Hörður heldur því ennfremur
fram, aö höfundur Njálu hafi
ekki búið i neinum torfkofa.
Lítum á sjónarmið Harðar:
„Það sé fjarri mér að kasta
rýrð á sjálfstæöisbaráttuna,
en þegar íslendingar voru að
sækja fram til sjálfstæðis og
seinna jafnréttis var stöðugt
rynt i eymdina. Fyrir hið mikla
framlag fyrri færustu manna
var dregið járntjald. Hinir
bestu menn með Halldór
Laxness í broddi fylkingar
eru stöðugt að tönnlast á
torfkofum.
En Njáluhöfundur hefur
ekki setið í neinum túrfkofa
með skinnbleðil undir botnin-
um og annan á hnjánum.
Höfundur Njálu hefur unnið
sitt starf i veglegum húsa-
kynnum. Það var hér sem
annars staðar rik yfirstétt
sem skóp menninguna. Þor-
valdur Þórarinsson var hirð-
stjóri og vellauðugur maður
og það var Snorri lika. Og viö
það ber að kannast. Ekki datt
rússnesku byltingarmönnun-
um í huga að rífa Vetrarhöll-
ina. En hin óraunsæja sögu-
sýn okkar íslendinga hefur
valdið því að við viljum láta
sem ekkert hafi verið hér tii i
húsagerð nema kofar.“
Ef Davíð væri snjall póli-
tíkus (sem óneitanlega
stundum er) ætti hann að
grípa orð Harðar á lofti í um-
ræðunni um ráðhúsið við
Tjörnina.
ALÞÝÐUBANDALAG-
IÐ er í mikilli gerjun og vita
fæstir hvaða kúrs sá flokkur
er að taka. Má nefna sem
dæmi nýjar hugmyndir for-
mannsins og annarra um
breytta afstöðu til hersins og
NATO sem falla misvel í
kramið hjá öðrum hópum Al-
þýöubandalagsins. Gísli
Gunnarsson sagnfræðingur
og lektor við Hskóla íslands
er gamall Alþýðubandalags-
félagi. Hann viðrar ný sjónar-
miö í síðasta helgarblaði
Dagblaðins/Vísis þar sem
hann vísar ríkisforsjá á bug
en upphefureins konar
vinstri markaðshyggju. Þetta
eru vissulega áhugaverð
sjónarmið og tæpast i anda
hins miðstýrða sósíalisma
sem setur ríkisapparatið i
hásæti þjóðfélagsins. Lesum
sjónarmið Gísla:
„Sú greining á samfélag-
inu að stétt kúgaði stétt er
auðvitað lika í samræmi við
marxismann. Og ef er reynt
er að tengja þetta stjórnmál-
unum í dag, þegar augljóst er
að einn þjóðfélagshópur beit-
ir annan órétti, þá hlýtur
samúðin að vera með þeim
sem er beittur órétti ekki síð-
ur í dag en á 18. öld. Þannig
fer saman viðurkenning á
Gísli Guömundsson sagnfræð-
ingur og félagi i Alþýöubandalag-
inu boðar enn eina nýjungina í
flokknum: Frjálshyggjusósia-
lisma.
markaðsöflunum og sterk
samúð með þeim sem eru
illa staddir.
Þetta kann að þykja frjáls-
hyggjuskotið hjá vinstri-
manni en ég neita bara að
láta setja mig í fyrirfram
ákveðið hólf. Einn samflokks-
maður minn í Alþýðubanda-
laginu komst þannig að orði i
tilefni af umræðunni, sem nú
fer fram í Alþýðubandalag-
inu, að hann hafi fundið i bók
minni hugsanlegan grundvöll
fyrir umræðum um hvernig er
hægt að skapa vinstrihreyf-
ingu sem jafnframt tekur fullt
tillit til markaðarins. það er
augljóst að gamla ríkisfor-
sjárhyggjan hefur gengið sér
til húðar.
Það er talað um lýðræðis-
kynslóð i Alþýðubandalaginu
og ég tel mig tilheyra henni
þótt ég sé eldri en flestir þeir
sem eru yfirleitt i þeim hóp.
Við erum sammála um eitt
grundvallaratriði. Við viljum
láta frjálsa hugsun dafna og
viljum ekki láta rígbinda okk-
ur viö fyrirfram ákveðnar
skoðanir og leiðtoga eða láta
stjórna okkur af atvinnu-
stjórnmálmönnum sem i einu
og öliu eiga að hafa vit fyrir
okkur.
TÓNLISTARSKRÍ-
BENT Þjóðviljans heitir
Sigurður Þór Guðjónsson og
hafa sjónarmið hans stund-
um verið endurbirt í þessum
dálkum, enda Sigurður enn
besti penni Þjóðviljans. Um
helgina sleppir Sigurður fram
af sér beislinu varðandi „að
láta kúga sig í strætó". Les-
um hvað hann á við með því:
Góða tónlist verður aö
hiusta á í ró og næði. Með
allri sálinni. Ekki með öðru
eyranu. Alla góða tónlist,
hvort sem hún er „klassísk“,
djass eða popp. Hún nýtur
sín engan veginn nema hiust-
að sé með eftirtekt og áhuga.
Vonda tónlist aftur á móti, er
engin ástæða til að heyra
yfirleitt. Og gildir þá einu
hvort hún er „klassísk“, djass
eða popp.
Þess vegna er það óviröing
við tónlistina, sjálfan sig og
jafnvel aðra, að láta músik
glymja þegar ekki er veriö að
hlusta. En þessi vanvirða er
nú orðin þjóöarsjúkdómur ís-
lendinga. Alls staðar músik.
Hvergi komandi né verandi
fyrir músík. Ekki einu sinni í
bókabúðum. Hvilikur grund-
vallarmisskilningur á að-
stæðum! Hver hefur gaman
af að glugga í bækur nema í
kyrrð og friði? Bókabúðir og
hljómlist eru ósamrýmanleg-
ar andstæður. Svona smekk-
leysi dettur engum þjóðum í
hug nema bókaþjóðinni
miklu á sögueyjunni. Og eftir
þessu er allt annað virðingar
leysi þjóðarinnar við tónlist-
ina og sjálfa sig. Varla er
vært i strætisvögnum fyrir
þessum ósköpum. Og svo
sýnist sem SVR og borgar-
yfirvöld leggi blessun sina
yfir ofbeldið. Fyrir nokkru
kvartaði ég um ónæði af
vöidum músíkur í strætó. Þá
var mér umsvifalaust visað út
úr vagninum. Gaman væri ef
stjórn SVR gerði nú opinber-
lega grein fyrir þeim feikna
mikilvægu ástæðum, sem
hljóta að valda því, að fyrir
alía muni þurfi að neyða út-
varpi ofan í farþega. En sjórn
SVR er þögul og köld eins og
hinn dularfulli sfinx. Einstak-
ir vagnstjórar hafa hins vegar
verið að senda mér tóninn út
af skrifum minum um þessi
efni, sem hingað til hafa ekki
fariö fram í þessu blaði. Þær
greinar hafa verið óvenju mál-
efnalegar og rökrænar. Og til
fyrirmyndar um hógvært og
kurteislegt orðalag. (Ég get
líka skrifað svoleiðis!) En
strætisvagnastjórar hafa ekki
virt rök mín og annarra viö-
lits. Þeir blanda saman á
barnalegan hátt starfi mínu
hér á Þjóðviljanum og óvilja
mínum sem privatmanns aö
vera kúgaður í strætó. Og
gera lítið úr mér sern manni í
bréfum sinum til mín. Það er
yndislegur vitnisburður um
menningarstig þjóðarinnar,
að einstaklingar sem á opin-
berum vettvangi hafa í
frammi efnislega og röklega
gagnrýni á samfélagslega
umgengnishætti eða jafnvel
mannréttindi, skuli fyrir það
þurfa að standa í því að verja
persónu sína. Hvers konar
þjóðfélag erum við að popp-
ast inn í?
En það er sami andiegi
subbuskapurinn sem ræður
virðingarleysi íslendinga fyrir
tónlistinni, með því að nota
hana sem vinulyf, og veldur
vanhæfni þorra þjóðarinnar
til að greina aðalatriði frá
aukaatriðum og stunda mál-
efnalegar umræður í þjóðfé-
laginu.“
Einn
með
kaffínu
Þekktur prófessor var frægur fyrir að vera orðvar og fámáll.
í kvöldverðarboði einu var honum skipað til sætis við hliðina
á virðulegri frú. Borðhaldið hófst og ekki sagði prófessorinn
eitt stakt orð. Borðdömu hans leið ekki sem best í þögninni
og reyndi að vekja máls á hinu og þessu en var aðeins svarað
með stuttaralegum höfuðhreyfingum. Loks sagði frúin:
— Vitið þér prófessor; ég veöjaði við vinkonu mína að ég
gæti togað tvö orð upp úr yður áður en borðhaldið væri á
enda.
Prófessorinn horföi á frúna og svaraði:
— Þértapiö!