Alþýðublaðið - 26.01.1988, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.01.1988, Qupperneq 4
4 Þriðjudagur 26. janúar 1988 OPIÐ BRÉF TIL FORYSTU- MANNA ALÞÝÐUFLOKKSINS Heilir og sælir félagar. Ég veit að þið eruð afar uppteknir þessa dagana við það til dæmis að finna upp nýja skatta og aðrar álögur á landsmenn, þannig að ég mun hafa þennan~pistil stutt- an svo þið þurfið ekki að eyða löngum tima í lestur hans og þau svör er ég vil fá. Ég vonast sem sé eftir skýr- um og afdráttarlausum svör- um á venjulegu mann máli, ekkert af þessum klassísku stjórnmálasvörum þar sem ævinlega er blaðraö um allt fram og aftur, sem lengst frá því sem um er að ræða og í lokin eru menn oftast alls engu nær um það, sem um er að ræöa og þá er ég kominn að efninu. Eitt almesta ranglætið, sem framið hefur verið í gervallri mannkynssögunni var framið I Palestinu, og ekki er séð fyrir endann á hörmungum Palestínumanna nema síður sé. En hvað varö- ar þetta íslenska jafnaðar- menn? Jú, heldur betur. Al- þýðuflokkurinn er aðili að al- þjóðasamtökum jafnaóar- manna. Það er einnig ísraelski verkamanna- flokkurinn, sem lengst af BREYTTUR persónuafclátfun Nú 14.797 kr. fyrir hvem mánuð Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin- berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797 krónur fyrir hvem mánuð á tímabilinu jan.- júní 1988. # v MHmauKm Þessi breyting á persónuafslætti hefur ekki I för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl., heldur ber launagreiðanda að hækka persónu- afsláttinn við útreikning staðgreiðslu. Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann persónuafslátt, sem fram kemur á þessum skattkortum og aukaskattkortum (öllum grænum og gulum kortum), um 8,745% (stuðull 1,08745). mmmmm Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að taka till'it til orðinnar hækkunar við útreikning staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt- korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort- ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort. Skattkort sem gefin eru út 28. desember og síðar bera annan lit en þau skattkort sem gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka persónuafslátt þann sem þar kemur fram við útreikning staðgreiðslu. Ætmmesmm Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild til samsköttunar. Launagreiðandi millifærir persónu- afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80% þeirrar upphæðar sem fram kemur á skatt- korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið afhenthonum. Launagreiðendur alhugið að hœkka upphœð persónuafsláttar á eldri skatikortum um 8,745% RSK RÍKISSKATTSTJÓRI hefur ráðið mestu i Israel og ber því þyngsta ábyrgð á þeim skelfingum er dynja yfir Palestinufólkið. Ég hef hvergi séð neitt um að jafnaðar- menn hafi mótmælt framferði ísraelsmanna eða yfirleitt gert neinar athugasemdir við þróun mála á þessu lands- svæði. Þetm er svo yfirgengi- legt aó það er ekki hægt að kallu það annað en sví- virðu. Nú vil ég spyrja ykkur: Hafið þið aldrei á þingum alþjóðasambandsins gert neinar athugasemdir við þetta? Ef svo er, teljið þið þá að þetta sé bara allt í lagi? Jafnaðarstefnan er al- heimsstefna lýðræðis og jafnréttis, hún er hreyfing frelsis og bræðralags sem neitar ofbeldi og kúgun og óréttlæti. Jafnaðarstefnan er ekki bundin við eitt land, heldur alheimshreyfing, lif- andi og rík, sem réttir hendur sfnar til hinna þjáðu og kúg- uðu og fátæku. Já, herrar mínar þetta eru fögur orð en það dugar skammt ef þetta eru aðeins orð. Ég vil fá svör ykkar og það fljótt. Guðjón V. Guðmundsson SMÁFRÉTTIR Póstmannafélagið: „Láglaunafólk standi saman“ „Póstmannafélag íslands mótmælir þeim skattkerfis- breytingum, sem gerðar hafa verið og fela i sér stórauknar álögur á láglaunafólk, en i þeim flokki er þorri póst- manna. Engum dyist að hækkun matvæla leggst með fullum þunga á lægra launað fólk, meðan verölækkun lúxusvarnings felur í sér skattalækkun fyrir þá best settu.“ Ofangreind ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Póstmannafélags íslands miðvikudaginn 20. janúar sl. I ályktuninni segir ennfremur að Póstmannafélagið leggi áherslu á að skattkerfisbreyt- ingarnar eigi að hafa að markmiði að kostnaður við samneyslu verði í auknum mæli borinn af hinum tekju- hæstu, þveröfugt við það sem nú er gert. „Póstmanna- félag íslands hvetur því launafólk til að standa saman um að beita öllum tiltækum ráðum til að beina stjórnvöld- um inn á rétta braut, matar- skattar verði afnumdir en stórátak gert í skattheimtu hjá hátekjufólki í þessu þjóöfélagi." Mótmælir leigutökum erlendra kaupskipa Alþýðusamband íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er gegndar- lausum leigutökum erlendra kaupskipa sem mönnuð eru með erlendum sjómönnum. „Á undanförnum árum, segir i ályktuninni, hefur ís- lenskum kaupskipum fækkað og einnig hefur fækkað í ís- lenskri farmannastétt. Á sama tíma hafa íslenskar kaupskipaútgerðir, í vaxandi mæli tekið á leigu erlend skip mönnuð erlendum sjó- mönnum. Aukin samkeppni milli kaupskipaútgerða hefur jafnvel leitt til þess að ís- lensk skip hafa legið lang- tímum saman í islenskri höfn ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.