Alþýðublaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 26. janúar 1988 SMÁFRÉTTIR Fremri röö, taliö frá vinstri: Páll Gíslason, stjórnarformaöur Borgarspit- alans, Hannes Pétursson, yfirlæknirog Sverrir Þórðarson, í stjórn Vis- indasjóósins. Aftari röö taliö frá vinstri, Leifur Franzson lyfjafræðingur, Ingibjörg Hjaltadóttir, deildarstjóri og Brynjólfur Mogensen, læknir. Vísindasjóður Borgarspítalans Hinn 20. desember s.l. var úthlutað styrkjum úr Vlsinda- sjóði Borgarspítalans. Að þessu sinni var úthlutað kr. 621.000. Alls bárust 5 um- sóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að fjárhæð kr. 1.291.505. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk: 1. Hannes Pétursson, yfir- læknir, kr. 265.000 til að vinna að geðlífeölisfræöilegri rannsókn á alzheimersjúkl- ingum og til að taka þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á nýju geðdeyfðarlyfi. 2. Brynjólfur Mogensen, læknir, kr. 210.000 til að vinna að framhaldsrannsókn- um á mjaðmabrotum á ís- landi. 3. Leifur Franzson, lyfja- fræðingur kr. 100.000 til að vinna að rannsókn á joðbú- skap íslendinga. 4. Ingibjörg Hjaltadóttir, deildarstjóri, kr. 46.000 til aö w<L Forstödumadur Forstöðumaður óskast á nýtt dagheimili/leikskóla í Hafnarfirði. Fósturmenntun áskilin. Nánari upplýsingar veitir dagvistarfulItrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Listskreytingasjóður ríkisins Listskreytingasjóóur ríkisins starfar samkvæmt lög- um nr. 34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun opin- berra bygginga með listaverkum. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar listræna fegrun. Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina, þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, ber arkitekt mannvirkisins og bygginganefnd sem hlut á að máli að hafa samband við stjórn Listskreytinga- sjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönn- uð með þær listskreytingar I huga sem ráðlegar telj- ast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til list- skreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgögu 6,150 Reykja- vík, átilskildum eyðublöðum sem þarfást. Æskilegt er, að umsóknir vegnaframlaga 1988 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. ágúst n.k. Reykjavík, 21. janúar 1988 Stjórn Listskreytingasjóös ríkisins. rannsaka áhrif sótthreinsunar gervitanna með „Hibitane Dental". Vísindasjóður Borgarspítal- ans var stofnaður 1963, til minningar um þá Þórð Sveinsson lækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Tilgang- ur sjóðsins er að örva og styrkja vísindalegar athugan- ir, rannsóknir og tilraunir er fara fram á Borgarspítalanum eða í náinni samvinnu við hann. „Vegið að t Stjórn Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva (LFH) gerði á fundi sínum þann 13. janúar sl. svohljóð- andi ályktun; „Stjórn Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva (LFH) mótmælir þvi harðlega að Iagðurer25% söluskattur á vatnafiska svo sem lax og silung á meðan eingöngu er 10% söluskattur á öðrum neyslufiski svo sem ýsu, þorsk, ufsa og fleiri tegundir. Hér er vegið að ört vaxandi atvinnugrein og er nú svo komið að stórlega hefur dreg- ið úr kaupum neytenda inn- anlands á lax og silung. Það er því verulegt áhyggjuefni að á tímum um- ræðna um heilbrigt mataræði skuli vatnafiskar vera skatt- lagðir sem um lúxus-vöru væri að ræða. Öllum ætti aö vera kunnugt heilnæmi fisks í mataræðinu. LFH skorar þvi á ríkisstjórn íslands og Alþingi að þessi óréttláta skattlagning veröi tafarlaust tekin til endurskoð- unar og að söluskattur á vatnafiskum verið a. m. k. lækkaður niður í 10%. vaxandi atvinnugrein' Kratakaffi Kaffihúsiö í félagsmiðstöð Jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10, verður opið á miðvikudagskvöldið 27. janúar n. k. kl. 20.30. Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra og Björn Friðfinns- son aðstoðarráðherra mæta. Komið, spjallið og spáið í pólitíkina. Alþýðuflokkurinn. Gestaíbúðir Villa Bergshyddan í Stokkhólmi íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi)er léðán endurgjalds þeim sem fást við listirog önnur menningarstörf I Helsingfors, Kaupmanna- höfn, Osló eða Reykjavík til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóv- ember. Myndlistarmönnum erþó vísaðá Ateljé Apel- berg, Hásselbyhöll (umsóknareyðublöð fást hjá Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Hels- ingfors). Umsóknirum dvöl í Villa Bergshyddan, þarsem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Vállingby. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást í Skrifstofu borgarstjóra, sími 18800. Bókaverðir Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða bókaverði nú þegar. Um er að ræða fullt starf og hlutastarf. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist bókasafninu fyrir 4. febrúar. fll>)lllll!lfillll 0 68 18 66 PlðOlflUINN Tunirni 0 68 13 33 0> 68 63 00 Álfatún Brekkutún Hraunteigur Kirkjuteigur Sundlaugarvegur Helguteigur Sóleyjargata Fjólugata Laufásvegur frá 48-49 og út Smáragata Ljósaland Logaland Láland Armúla 38 {?j 68 18 66 Háaleitisbraut sléttar tölur Hafðu samband við okkur Birkigrund Lyngbrekka Bladburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigl LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.