Alþýðublaðið - 26.01.1988, Page 8
MMBUBLHfin)
Þriðjudagur 26. janúar 1988
Paul Watson forsprakka
Sea-Sherpherd fannst nóg
komið af tali um hlutina og
ákvað að grípa til harðari
aðgerða. Hann var rekinn úr
Greenpeace samtökunum
m.a. vegna þessarar herskáu
afstöðu sinnar. Hann hefur
nú verið gerður brottrækur
frá íslandi og þá um leið hin-
um Noröurlöndunum. Dóms-
málaráðuneytið gæti hugsan-
lega breytt þeim úrskuröi síö-
ar.
Liklegast hefði aldrei verið
krafist framsals vegna hans
eða liðsmanna hans er unnu
skemmdarverk á eigum Hvals
hf., haustið 1986.
Framkvœmdasamur
hugsjónarmaður?
En hver er þessi Paul
Watson sem gerir menn út af
örkinni til að sökkva hval-
veiðibátum og skemma hval-
vinnslustöðvar? Hann er 37
ára Kanadamaður, býr í Van-
couver og á 7 ára gamla dótt-
ur. Hann gekk í norska herinn
17 ára og var þar í fimm ár.
Hann er meö skipstjóra-
menntun og hefur eitthvað
numið í blaðamennsku.
Árið 1973 stofnaði hann
ásamt fleirum umhverfis-
verndarsamtökin Greenpeace
eða Grænfriðungar eins og
þeir eru nefndir hér á landi
og var skip þeirra samtaka
Rainbow Warrior gefið hon-
um persónulega. Eins og
kunnugt er var því síðan
sökkt af frönskum leyniþjón-
ustumönnum í höfninni í
Auckland á Nýja Sjálandi.
Hann var rekinn úr samtök-
unum árið 1977 og stofnaði
þá þau samtök er hann starf-
ar með núna Sea-Shepherd.
Ástæða brottrekstursins var
skoðanaágreiningur um
vinnubrögð. Meðal annars
það að Watson vildi elta uppi
ólögleg hvalveiðiskip og
sökkva þeim. Hvalbátarnir
sem sökkt var í Reykjavíkur-
höfn voru 5. og 6. skipin sem
samtökin sökktu. Áður hafði
verið sökkt spönskum og
protúgölskum skipum sem
veitt höfðu í áratugi fyrir utan
kvóta. Samþykktir höfðu ver-
ið gerðar hjá Alþjóðahval-
veiðiráðinu og Sameinuðu
þjóðunum og víðar að stöðva
þessi skip. „Eg hef heyrt
m.a.s. á fundum Alþjóðahval-
veiðiráðsins að menn voru
mjög glaðir yfir að Watson
skyldi gera þetta, þó þeir
segi það ekki opinberlega"
sagði Magnús Skarphéðins-
son Sea-Shepherdmeðlimur i
samtali við Alþýðublaðið.
Paul Watson var einnig
einn af stofnendum Earth
First, sem eru róttæk nátt-
úruverndarsamtök í Banda-
ríkjunum og hafa barist gegn
eyðingu regnskóga i Suður-
Ameríku, en þó aðallega eyð-
ingu skóga í Kanada og
Bandaríkjunum. Hann átti
m.a. þá hugmynd að negla
stálfleyga í trjástofna sem
gerði það að verkum að
sagirnar eyðulögðust þegar
saga átti tréin niður. Að sögn
Magnúsar voru þessar að-
gerðir mjög umdeildar, sér-
staklega af því fjárhagslega
tjóni sem af hlaust, en
almenningur hafi kunnað að
meta þetta.
Til að stöðva seladráp í
Kanada hrinti hann í fram-
kvæmd þeirri hugmynd sinni
að mála alla kópa sem í náð-
ist með skaðlausum náttúru-
legum litarefnum sem eyði-
lögðu skinnin fyrirveiði-
mönnum. „Watson er glfur-
lega hugmyndaríkur og fer
sínar eigin leiðir. Sumum
finnst hann fífldjarfur," sagði
Magnús.
Víst er Paul Watson
mjög umdeildur fyrir starfs-
aðferðir sínar og þeir eru ófá-
ir sem kallaö hafa hann
hermdarverkamann.
En hver er venjan I málum
þegar útlendingar brjóta ís-
lensk lög? Samkvæmt upp-
lýsingum frá dómsmálaráðu-
neytinu eru lögin og heimild-
irnar mjög viðtækar. Þau eru
frá árinu 1965, og segir þar
m.a. að hægt sé að visa
manni úr landi, ef meina
hefði átt honum landgöngu
og ástæðan er enn fyrir
hendi sem um var að ræða.
Ef maður hefur að ásettu ráði
eða þrátt fyrir aðvörun lög-
reglu vanrækt ítrekað tilkynn-
ingarskyldu skv. lögum um
FRÉTTASKÝRING
Haukur Holm
skrifar
Paul Watson verður framvegis að dvelja fjarri íslenskum hvölunum sem honum er svo annt um.
Paul Watson:
HUGSJÓN EDA
HERMDARVERK?
i
HHBHBHIHHSBBHHHBHHHBnHBBBHBHHBBHBHBBHHHHMI
□ 1 2 3 r 4
5 □ V
6 □ 7
r- 9
10 □ 11
□ 12
13 J □
Krossgátan
Lárétt: 1 fýla, 5 bithagi, 6 sveifla,
7 umdæmisstafir, 8 rekkjutjald,
10 eins, 11 fjör, 12 mjúka, 13
rengla.
Lóðrétt: 1 æsingur, 2 hóps, 3
samstæðir, 4 tvístra, 5 senn, 7
maka, 9 lengdarmál, 12 kusk.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 svila, 5 svað, 6 kal, 7 sú,
8 aldrað, 10 eins, 11 óni, 12 kann,
13 angri.
Lóðrétt: 1 svalt, 2 vald, 3 ið, 4
alúðin, 5 skatta, 7 sanni, 9 róar,
12 kg.
GengiS
Gengisskráning 15. — 25. janúar 1988
zfzœBmtsaeBfixsMEaBBnææsatsiíœa
Kaup Sala
Bandarikjadollar 36,870 36,990
Sterlingspund 65,557 65,770
Kanadadollar 28,822 28,915
Dönsk króna 5,7416 5,7603
Norsk króna 5,7903 5.8092
Sænsk króna 6,1281 6,1481
Finnskt mark 9,0657 9,0952
Franskur franki 6,5338 6,5550
Belgiskur franki 1,0540 1,0575
Svissn. franki 27,1802 27,2687
Holl. gyllini 19,6054 19,6693
Vesturþýskt mark 22,0218 22,0935
ítölsk Ifra 0,02998 0,03007
Austurr. sch. 3,1325 3,1427
Portúg. escudo 0,2700 0,2709
Spanskur peseti 0,3258 0,3268
Japanskt yen 0,28877 0,28971
mBssmmœBí
• Ljósvakapunktar
• Rás 1
18.03 Torgið — Þórir Jökull
Þorsteinsson fjallar um
byggða- og sveitarstjórnar-
mál.
• RÓT
22.30 Úr ritgerðarsafninu í
umsjón ÁrnaSigurjónssonar
og Órnólfs Thorssonar.
eftirlit með útlendingum. Ef
menn brjóta gegn reglum um
vegabréfsáritun, dvalarleyfi
eða atvinnuleyfi, eða skilyrð-
um sem þeim eru bundin,
sama er ef viðkomandi hefur
aflað sér leyfis með vísvit-
andi röngum upplýsingum. Ef
áframhaldandi dvöl viðkom-
andi telst hættuleg
hagsmunum ríkisins eða
almennings. Og loks það er
trúlega á við um Paul
Watson, efað vist viðkomandi
er óæskileg af öðrum ástæð-
um. Sé fólki vísað úr landi,
getur bæði verið um að ræða
varanlega brottvísun eða
brottvísun f ákveðinn ára-
fjölda. Dómsmálaráðuneytið
getur hugsanlega líka breytt
þeirri ákvörðun sem tekin
hefur verið.
Hefði framsals aldrei
verið krafist?
En hvað hefði gerst ef Paul
Watson hefði ekki komið til
landsins? Um haustið 1986
strax eftir að hvalbátunum
hafði verið sökkt og
skemmdarverkin unnin í hval-
stöðinni var mikið rætt um
að krefjast framsals vegna
þeirra tveggja manna sem
Watson sendi hingað til að
vinnaverkin. En þess hefur
ekki verið krafist enn. Að
sögn Gunnars G. Schram
lagaprófessors eru kröfur um
framsal erfið og flókin mál
og taka langan tima. „Það er
enginn grundvöllur fyrir fram-
sali í þessu máli og hefur
aldrei verið,“ sagði Jón Sig-
urðsson dómsmálaráðherra
er hann var inntur álits.
Dómsmálaráðherra sagði að
hins vegar væri réttarfarsleg
nauósyn að yfirheyra mann,
ef islensk yfirvöld fá færi á,
sem hefur haft í frammi yfir-
lýsingar af því tagi sem Paul
Watson hefur haft (frammi
fyrir sig sjálfan og Sea-
Shepherdsamtökin.
Þorsteinn Geirsson ráöu-
neytisstjóri í dómsmálaráðu-
neytinu sagði að aldrei hafi
veriö rætt um að fá Watson
framseldan, en rætt hafi ver-
ið um að fá skemmdarverka-
mennina sem hingað komu
framselda, en framsalskrafa
hafi aldrei verið sett fram.
— Ef Watson hefði ekki
komið hefði þá ekki orðið
neitt framhald á þessu máli?
„Þessu máli hefur aldrei
verið formlega lokað,“ sagði
Þorsteinn.
Þó íslensk stjórnvöld hafi
nú ákveðið að vísa Paul
Watson úr landi, má telja að
íslendingar hafi ekki heyrt
það síöasta frá honum og
verður fróðlegt að sjá hvort
hann tvíeflist við mótlætið
og berjist af enn frekari krafti
gegn hvalveiðum íslendinga.
•RUV
21.35 Sjónvarpsfundur í
Múlakaffi. Rætt í beinni út-
sendingu um kjara- og
skattamál.
• Stöð 2
20.55 íþróttir á þriðjudegi.
Heimir Karlsson sýnir mynd-
ir af hugmyndariku íþrótta-
fólki. Einn og einn fótbolti
slæðist með.