Alþýðublaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. janúar 1988
3
FRÉTTIR
Neytendasamtökin:
FRAMLEIDSLUSTYRNGII
HARKALEGA ANDMÆLT
Neytendasamtökin telja að
með reglugerð um fóðurgjald
sé verið að koma á fram-
leiðslustýringu á eggja- og
kjúklingaframleiðslu, og í
raun sé búið að koma á
kvótakerfi. Þetta séu undar-
legar aðgerðir þar sem síð-
asta rikisstjórn lofaði að
framleiðslustýringu yrði ekki
komið á og sami landbúnað-
arráðherra sitji enn. Skora
samtökin á kaupmenn að
kaupa ekki egg og kjúklinga
á því verði sem nú er.
Á fundi sem samtökin
héldu í gær kom fram aö þau
mótmæla þeirri framleiöslu-
stýringu á eggjum og kjúkl-
ingum, sem felst i reglugerð
um ráöstöfun á sérstöku fóð-
urgjaldi sem landbúnaðarráö-
herra setti 21. jan. sl. Með
henni sé verið að koma á
kvótakerfi í eggja- og kjúkl-
inga framleiðslu og ætlunin
sé greinilega að ná einnig til
svínaafurða. Lokað sé að
mestu fyrir markaðsáhrif á
verðlag og hagkvæmnisþró-
un í þessum greinum.
Núverandi framleiðendur
hafa nú skipt á milli sin fram-
leiðslunni og jafnframt komið
í veg fyrir að nýir aðilar geti
komið inn í þessar búgreinar.
Með þessari reglugerð sé for-
senda fyrir frjálsri verðlagn-
ingu endanlega úr sögunni.
Það sé í rauninni furðulegt
að stjórnvöld skuli setja
reglugerðina þar sem fráfar-
andi stjórn lofaði aðilum
vinnumarkaðarins að ekki
skyldi komið á framleiðslu-
stjórnun i greinunum, og enn
furðulegra þar sem Jón
Helgason þáverandi land-
búnaðarráðherra sitji enn í
þvi embætti.
Neytendasamtökin hafa
kannað hvað sanngjarnt
heildsöluverð á eggjum og
kjúklingum ætti að vera, og
er niðurstaðan sú að verð
eggja eigi að vera 123 krónur
I stað 160 eins og nú er, og
verð kjúklinga 162 krónur í
stað 325. Skora samtökin á '
kaupmenn að kaupa ekki egg
og kjúklinga á hærra verði en
könnunin hafi leitt I Ijós að
væri sanngjarnt. Annars komi
frjáls innflutningur til greina.
Kom fram á fundinum að
heildsöluverð á eggjum og
kjúklingum er mun hærra á
íslandi en í nágrannalöndun-
um og Bandaríkjunum.
Kvikmyndasjóður:
Hýtt tíf fékk
13 milljónir
Tœplega 60 milljónir til úthlutunar.
Sveitarstjórnarfrumvarpið
ALEXANDER
BÍÐUR EFTIR
UMSÖGNUIH
Fulltrúaráð Sambands íslenskra
sveitarfélaga styður frumvarpið. Alexander
segist enn ekki hafa séð þá samþykkt.
Kvikmyndafélagið Nýtt Líf
fékk hæsta styrkinn úr Kvik-
myndasjóði sem úthlutað var
í gær. Alls var úthlutað
52.690.000 króna, og hlutu
alls átján aðilar styrk.
Hæsti styrkurinn var 13
milljónir og fékk Nýtt Líf
(Þráinn Bertelsson) hann til
að gera kvikmyndina
„Magnús“. Ágúst Guðmunds-
son fékk 10 milljónir í mynd-
ina „Hamarinn og krossinn",
Seinni verðkönnun Verð-
lagsstofnunar, á brauð- og
kökuverði fór fram í gær.
Landssamband bakarameist-
ara hefur sent frá sér yfirlýs-
ingu um að þeir lækki ekki
verðið og á fundi Verðlags-
ráðs i dag verður tekin
ákvörðun um hvort gripa eigi
til einhverra aðgerða, vegna
þessarar afstöðu bakara.
Samþykkt hefur verið að
hefjast þegar handa við end-
urskipulagningu samvinnu-
verslunarinnar í landinu. Við
þá endurskoðun skulu vera
hafðar til hliðsjónar niður-
stöður þær og tillögur sem
fram komu i skýrslu SESAM
hópsins, frá því i desember
1987. SESAM stendur fyrir
Starfshópur um endurskipu-
lagningu samvinnuverslunar-
innar sem Sambandsstjórn
skipaði 25. janúar 1986.
og Bíó hf. (Hilmar Oddsson)
sömu upphæð fyrir „Mefh"“.
Fjórar milljónir fara í „í
skugga hrafnsins“ sem
F.I.L.M. (Hrafn Gunnlaugsson)
gerir. 3 milljónir i „Foxtrott"
hjá Frost Film, og Lárus Ýmir
Óskarsson fékk 1 milljón til
að kvikmynda „Bílaverkstæði
Badda“.
Af styrkjum til heimilda-
mynda fór hæsti styrkurinn 5
milljónir til Jóns Hermanns-
„I dag er verið að taka upp
verð á brauðum og kökum og
síöan verður tekin ákvörðun
um það á fundinum, hvað og
hvort eitthvað verður gert,“
sagði Georg Ólafsson, verö-
lagsstjóri I samtali við Al-
þýðublaðið í gær. Taldi Georg
það líklegt að verð væri I
flestum tilvikum óbreytt en
Endurskipulagning sam-
vinnuverslunarinnar í landinu,
var ákveðinn á stjórnarfundi
11. janúar sl. Aðdragandinn er
sá að á aöalfundi Sambands-
ins á Akureyri, I júnl 1986, var
gerð samþykkt þess efnis að
nauðsyn bæri til að endur-
skipuleggja samvinnuversl-
unina I landinu, með það fyrir
augum aö nýta til fulls sam-
takamátt hennar. Endurskipu-
lagningin mun styðjast viö
niðurstöður og tillögur
Þráinn Bertelsson.
sonar vegna „Hin römmu
regindjúp". Auk þess hlutu
þrjár aðrar heimildamyndir
styrk.
Átta handritahöfundar
skiptu á milli sín 2.390.000 til
að vinna að handritum.
í úthlutunarnefnd sátu
Knútur Hallsson ráöuneytis-
stjóri sem er formaður, og rit-
höfundarnir Birgir Sigurðs-
son og Þorvarður Helgason.
í DAG?
að þeir vildu hafa það skjal-
fest fyrir framan sig að svo
væri.
Ef ákvörðun verður tekin
um það á fundinum að grípa
til aðgerða, getur Verðlags-
stofnun m.a. sett á verð-
stöövun. Hún myndi þá að
öllum líkindum veröa sett á
brauöverð frá þvl I desember.
SESAMS hóþsins. I þeim,
segir m. a. að hagur félags-
manna samvinnufélaganna
felist I þvi að ávinningurinn
af samstarfi félaganna skili
sér til kaupfélaganna og þar
með til félagsmanna.
í samþykkt Sambands-
stjórnarinnar frá 11. janúar
leggur hún ennfremur til að
sambandsfélagar stofni sér-
stakt hagsmunafélag, sem
hefur þaö aö markmiöi aö
koma á skipulögðu samstarfi
á sviöi smásöluverslunar.
Alexander Stefánsson, for-
maður félagsmálanefndar
neðri deildar Alþingis segir
að beðið verði eftir umsögn-
um ýmissa aðila varðandi
frumvarp um breytta verka-
skiptingu rikis- og sveitarfé-
laga, áður en tekið verði til
við afgreiðslu þess. Ekki
tókst að afgreiða frumvarpið
fyrir þinghlé, vegna þess að
Alexander óskaði eftir að fé-
lagsmálanefnd hefði það
lengur til athugunar. Fulltrúa-
ráð Sambands íslenskra
sveitarfélaga samþykkti ný-
lega að styðja frumvarpið.
Alexander segist ekki hafa
fengið samþykkina í hendur,
en segist búsast við að þar
komi fram afstaða fulltrúa-
ráðsins varðandi val á fyrstu
verkefnum.
I samtali við Alþýðublaðið
sagði Alexander að hann
gæti lítið sagt um það á
þessu stigi málsins hvort
gera mætti ráö fyrir frekari
töfum á afgreiðslu frumvarps-
ins. Beöið væri eftir umsögn-
um sem óskaö hafi verið eftir
frá fulltrúaráói Sambands fs-
lenskra sveitarféiaga, lands-
hlutasamtökum og nokkrum
öðrum aðilum oq ekki yrói
haldinn fundur f féiagsmála-
nefnd fyrr en þær lægju fyrir.
„Viö munum fjalla um þær
og eins um iþróttasjóð, sem
ég og fleiri vilja ekki að verói
lagður niður, og eins hvernig
við tryggjum stööu hans, það
er gert ráö fyrir aó taka það
til þriðju umræöu."
Fulltrúaráö Sambands ís-
lenskra sveitarflélaga sam-
þykkti fyrir skömmu aö
styöja frumvarpið. Var það
samþykkt með 15 atkvæöum
gegn 5, en 8 sátu hjá. Sagð-
ist Alexander ekki hafa feng-
iö þá samþykkt I hendurnar,
en það hafi fyrst og fremst
verið sent þeim til að fá af-
stööu þeirra á hreint. Þeir
hafi ekki fengið sjálft frum-
varpið til umsagnar ( haust,
heldur aðeins nefndarálitið.
„Það var alveg á hreinu að
þeir voru samþykkir verka-
skiptingunni eins og hún var
lögð þar fram, hins vegar var
valið á fyrstu verkefnum ekki
borið undir þá. Við vildum fá
úr þvi skorið og það hlýtur að
koma fram í samþykkt full-
trúaráðsins."
Verslunardeild
Sambandsins:
NÝR FRAM-
KVÆMDAR-
STJÚRI
í stað Hjalta Púlssonar.
Ólafur Fríðriksson, kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Skag-
firðinga á Sauðárkróki, hefur
veríð ráðinn framkvæmda-
stjórí Verslunardeildar Sam-
bandsins. hann tekur við
starfi 1. mars 1988. Ólafur
tekur við af Hjalta Pálssyni,
sem lét af störfum sem fram-
kvæmdastjórí deildarinnar
um áramót.
Ólafur er fæddur á Kópa-
skeri, 5. júnl 1953, sonur
hjónanna Friöriks J. Jónsson-
ar og Önnu G. Ólafsdóttur.
Hann lauk Samvinnuskóla-
prófi árið 1974 og varð stuttu
seinna kaupfélagsstjóri I
Kaupfélagi Langnesinga á
Þórshöfn. Árið 1986 tók hann
við stöðu kaupfélagsstjóra
Kaupfélags Norður-Þingey-
inga á Kópaskeri og var þar
til ársins 1982, er hann tók
við Kaupfélagi Skagfirðinga á
Sauöárkróki. Ólafur Friðriks-
son er kvæntur Freyju
Tryggvadóttur og eiga þau
tvö börn.
Verðhœkkun á brauðum
VERDSTÖÐVUN
SAMVINNUVERSLUNIN
ENDURSKOÐUÐ
Samþykkt að hefjast handa sem fyrst. Aðdragandinn er samþykkt
gerð á aðalfundi í júní, þess efnis að nauðsynlegt bœri að
endurskipuleggja samvinnuverslunina í landinu, til að nýta til fulls
samtakamátt hennar.