Alþýðublaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. janúar 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Amason PARADISIN SEM DEYR Deild innana kaþólsku kirkjunnar\ sem fjallar um málefni indíána er hlekkur í alþjóðlegri viðleitni til að draga úr yfir- ráðum Brasilíu yfir Amazon héruðun- um. Stofnun óháðra lýðvelda indíána er markmið þessara alþjóðlegu samtaka. Þetta voru viðbrögð þjóðar- öryggisráðsins í Brasilíu, í ágúst 1987 þegar lögþing Brasiliu átti að fjalla um laga- frumvarp í sambandi við landsréttindi indíjána. Frumvarpið var lagt fram af CIMI, sem er deild innan kaþólsku kirkjunnar sem reynir aö gæta réttar indíjána. Það fól í sér bann, við landraski á landsvæðum indíjána, svo framarlega sem ekki væri hægt að leggja fram sönnun þess að málmar væru í jörðu eða sönnun þess að það væri þjóðar- nauðsyn. Ef að sú staða kæmi upp að uppgröftur væri nauðsynlegur og gróði yrði á því fyrirtæki ættu 50 prósent að renna til málefna indíjána og til umhverfisvarna. Viku áður en gera átti til- raun til þess að frumvarpið yrði að lögum, hófu hernaðar- yfirvöld eitraða áróðursher- ferö gegn CIMI. Þau kröfðust upplýsinga um starfsemi CIMI og þing- nefnd var sett á laggirnar til að fara ofan í saumana á starfsemi samtakanna. Skjöl frá þjóðaröryggisráð- inu sýna, svo ekki verður um villst hvernig augum hern- aðaryfirvöld llta samtök sem vinna að umhverfisvernd og að réttindum frumbyggja, í Brasilíu og í öðrum löndum. Regnskógurinn eyðileggst Skógarbrunar, allskonar gröftur og stóriðnaður eru vel á veg komnir með að eyði- leggja Amazon héruðin. Margir vlsindamenn og um- hverfissérfræðingar, óttast að stærstu regnskógasvæði í heiminum munu verða horfin eftir 10—20 ár. Afleiðingar þess, að mati sérfræðinganna yrðu ógn- Ef eyðing skóganna heldur áfram sem nú horfir, munu regnskógarnir verða horfnir eftir 50 ár. Húðir buffalóa (vísunda) lestaðar i höfninni i Belem í Parahéraði. Húðirnar koma frá Amapa, sem er neðarlega við Amazon-fljótið. vænlegar breytingar á veður- fari á svæðinu, ótal dýrateg- undir myndu deyja út, hita- beltissjúkdómar yrðu land- lægir og frumbyggjarnir rifnir upp með rótum. Síðan portúgalir uppgötv- uðu Brasilíu um aldamótin 1500, hefur hitabeltisskógur- inn, sem er 5 milljónir ferkíló- metra að stærð laðað að sér ævintýramenn, námumenn og innflytjendur. Fljótt á litið virtist þetta vera yfirmáta frjósamt land sem aldrei myndi spillast. — Þetta er sannkölluð Paradís sem gefur svo mikið af sér, að ég veit ekki hvar ég ætti að byrja til að lýsa þvi, — skrifaði náttúrufræðingur- inn Alexandre Rodrigues Ferreira yfir mönnum sínum við hirðina í Lissabon árið 1700. Á ferðalagi sínu um Amazon héruðin 1913—1914, sagði Theodore Roosevelt, fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna: „Maðurinn hefurekki leyfi til aö láta þetta land- svæði halda áfram að vaxa villt og að nýta það ekki“. Nú eru allsstaðar í Amazon héruðunum, bændur, kvikfjár- eigendur, námumenn og menn sem vinna við orkuver. Þeir hafa, með hjálp hátækni og vegna græðgi í gull, málma og risaorkuver, brennt, höggvið og veitt vatni á þúsundir hektara af regn- skógi. Skógarbrunar Á gervitunglamynd sem tekin var í september í fyrra, sást að á einum degi voru 6.800 skógarbrunar í Mato Grossohéraðinu. Þessir eldar eru kveiktir til að hreinsa jarðveginn af jurtagróðri. Þetta er gert þó það sé bannað með lögum. Að höggva og brenna skóginn er ódýrasta leiðin til að ryðja landsvæði og hefja nýrækt. Það eru snauðustu hóparnir sem hafa ekki önnur ráð til að sjá sér farborða, sem gera þetta. I Brasilíu eru 12 milljón fjölskyldur sem ekki fá út- hlutað landi. Vegna þrýstings frá stóru landeigendunum hefur ríkisstjórnin stöðvað úthlutun á landi til fátækra. Þessir ríku landeigendur eru aðeins örlítill hluti íbúa landsins. Löggjafinn eyðileggur Þó opinbera tölur sýni að landeigendur og smábændur beri ábyrgð á 70 prósent af eyðileggingunni, er langur vegur frá því að hægt sé að skella skuldinni á fáfróóa bændur eingöngu. Skatta- reglur í Brasilíu gera það að verkum að fyrirtæki I þunga- iðnaði og stóriðnaði yfirleitt sækjast eftir að athafna sig í Amazon héruðum. Við þessi verkefni vinnur aragrúi fólks og allt hjálpar þetta til þess að breyta umhverfi og mann- lífi á verri veg. Of seint? Er orðið of seint að gera ráðstafanir, sem hamla gegn þessari þróun? Alþjóðabank- inn heturveitt lán til ýmissa verkefna. Þau verkefni hafa orðið hrein slys, bæði frá fjárhagslegu og umhverfis- legu sjónarmiði. Nýjasta og þekktasta verkefnið í Brasilíu er Polonoroeste-verkefnið. Með fáum undantekning- um er jarðvegurinn í Amazon- héruðunum ekki lengurfrjó- samur. Hann er súr og snauð- ur af næringarefnum. Askan af brenndum skóginum er notuð til áburðar en dugar aðeins takamarkaðan tíma. Áður en langt er um liöið er landið orðið að svartri eyði- mörk. Eftir eins til tveggja ára nýtingu er jarðvegurinn til einskis nýtur. Visindamenn segjast hafa náð töluverðum árangri við að einangra sýrustigið í jarð- veginum. Þeir gerðu tilraunir með að setja niður jurtir sem ekki höfðu verið í jarðvegin- um áður, og ef það tekst að gera jarðveginn frjósaman á ný og ef það tekst að koma i veg fyrir frekari útrýmingu skógarins, hverjir svo sem þar eiga hlut að máli, er von- andi ekki öll von úti. (Arbeiderbladet)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.