Alþýðublaðið - 03.02.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Side 4
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 4' UMRÆÐA Magnús Marísson skrifar w I BYRJUN NÝS ÁRS „Þaö skýtur nokkuð skökku við að á meðan þeir félagar Gorbasjeff í Rússlandi og skoðana- bræður hans i Kínaveldi sjá þá lausn helsta til bjargar iösnu efnahagslífi ianda sinna að draga úr miðstýringu og kerfismennsku, þá förum við íslendingar i þveröfuga átt i helstu atvinnugrein okkar, sjávarútveginum,“ skrifar Magnús Marísson m. a. i umræðugrein sinni. Hinn pólitíski veruleiki sem við blasir í upphafi nýs árs á sér margar myndir. Nýbúiö er aö lögfesta halla- laus fjárlög rikisins, nýtt söluskatts- kerfi, nýtt tollakerfi og staðgreiðslu skatta. Svo viöamikil eru öll þessi mál og flókin hvert fyrir sig, að erfitt er aö dæma um hvaöa áhrif þau hafa hvert og eitt, aö maður tali nú ekki um þau öll. Eitt stórmál enn er ótaliö og sennilega það alstærsta og mikilvæg- asta, löggjöfin um stjórnun fiskveiða sem sett var í byrjun nýs árs. Miklar umræöur og harðar uröu um hana en „miðstýringarmenn og kerfissinnar" höfðu sitt fram og þar með féll stærsta og mikilvægasta vígi frjálsrar atvinnustarfsemi þessa lands. Er að furða þótt spurt sé, hvar eru þeir sem forðum töluðu hæst um valdaafsal í samhengi við þessi mál og enn er spurt, hvar eru nú þar talsmenn hins frjálsa framtaks? Nei. „Nú er hún Snorrabúð stekkur" og þar hljómar að- eins bergmálið af því sem var og yfir- gnæfir þær fáu raddir sem rænu hafa til að damla á móti kerfinu. En timinn líður oóf það sem sagt hefur verið hér á undan er búið og gert og er þar með farið að orka tvímælis. Fyrirliggjandi verkefni á þjóðmála- sviðinu, þ.e.a.s. þegar menn eru búnir að ná úr sér hinum „pólitísku timbur- mönnum“ sem ætíð herja á samvisk- una þegar verið er að keyra í gegn stórmál á stuttum tíma og með treg- um huga, eru eftirfarandi. Nú þegar búið er að færa hin ýmsu tekjuöflunarkerfi í betri og skilvirkari búning, eða svo er sagt, þá ætti ekk- ert að vera því til fyrirstöðu aö hið margumrædda götótta tekjuöflunar- kerfi rikisins haldi og skattatekjur all- ar af launatekjum, rekstri fyrirtækja og af fjármagnstekjum skili sér. Það er ekki bara hægt að láta staðar num- ið við að heimta skatt af launatekjum einum, skattar af rekstri fyrirtækja og fjármagnsgróða verða ■ líka að skila sér, fylgst verður vandlega með hvern- ig því reiðir af. Að sjálfsögðu verða skattar hvaða nafni sem þeir nefnast að vera hóflegir svo innheimta þeirra dragi ekki úr framtaki manna og hvetji til skattsvika. Þaö er ekki hægt að bú- ast við því að menn hafi mikinn áhuga fyrir því að borga háa skatta á meðan skattborgararnir verða að horfa upp á „lénsherra" nútímans sóa skattpen- ingum þeirra af algjöru ábyrgðarleysi svo sem dæmin sanna. Hefja þarf hið bráðast endurskoðun á núverandi löggjöf um stjórun fisk- veiða með það að markmiði að við fáum sem fyrst nýja löggjöf um þessi mál þar sem athafnafrelsi og frum- kvæði fá að njóta sin í stað kerfis- þjónkunarog skrifræöis. Það skýtur nokkuð skökku við aö á meðan þeir félagar, Gorbaséff í Rússlandi og skoðanabræður hans í Kínaveldi sjá þá lausn helsta til bjargar lösnu efna- hagskerfi landa sinna, að draga úr miðstýrjngu og kerfismennsku, þá för- um við íslendingar í þveröfuga átt i helstu atvinnugrein okkar, sjávarútveg- inum. Ólokið er kjarasamningum, og hætt er við að erfitt verði að koma þeim í höfn ef marka má umræður manna um þessi mál að undanförnu. Kjara- samningar nú munu verða gerðir í skugga, skatta- og verðlagshækkana ásamt yfirvofandi gengisfellingar, ekki þarf mikinn snilling til að benda á þá augljósu staðreynd að ofantalin atriði fara ekki vel saman. Hefja verður strax þríhliða viðræður, atvinnurekenda, rík- isvalds og verkalýðshreyfingar um kjarastefnu næsta samningstlmabils og þar verður að leggja öll spilin á borðið og smíða ramma utan um allar stærðir efnahagslífsins án þess að nokkuð sé undan dregið. Markmiðið er að við nánum samkomulagi um kjarastefnu sem treystir hag þeirra sem dregist hafa aftur úr, og stuðlar að heilbrigðu og eðlilegu efnahagslífi, sem laust er við kaupæði og óreiðu- þenslu. SMÁFRÉTTIR Ólympíufarar útnefndir Einar, Guðrún og Daníel keppa fyrir ís- lands hönd á Ólympí- uleikunum í Calgary. Ákveðið hefur verið hvaða aðilar taka þátt í Vetraról- ympíuleikunum í Calgary, sem þar hefjast 13. febrúar n.k., fyrir hönd íslands. Fram- kvæmdanefnd Ólympiunefnd- ar íslands ákvað nú fyrir skemmstu þá þrjá íslensku íþróttamenn er fara skulu til Calgary i byrjun febrúar. Ein- ar Olafsson, mun fara og keppa í 15 km, 30 km og 50 km skiðagöngu, Guðrún Kristj- ánsdóttir, keppir í svigi, stór- svígi og tvikeppni (svígi og bruni). Þjálfarar eru Helmuth Maier frá Austurríki og Mats Westerlund frá Svjþjóö. Far- arstjóri og fulltrúi ÓLympíu- nefndar íslands verður Hreggviður Jónsson, formað- ur Skíðasambands íslands. Atak í grunnskólum: Varnir gegn vímuefnum Menntamálaráðuneytið hefur sókn gegn ávana- og fíkinefnum í grunnskólum landsins Hafin er á vegum mennta- málaráðuneytisins tilrauna- kennsla í nokkrum grunnskól- um meö nýtt námsefni um fíknivarnir og miðar kennslan að því að koma i veg fyrir að ungt fólk ánetjist ávana- og fíkniefnum. Námsefnið er bandarískt að uppruna og hefur verið unnið fyrir frumkvæði Al- þjóðahreyfingar Lions I sam- vinnu við stofnunina Quest- International i Bandaríkjun- um. Lionshreyfingin á íslandi hefur síðan ( árslok 1986 tek- ið þátt í kostnaði ásamt for- eldrasamtökunum Vímulaus æska, við þýðingu og stað- færslu námsefnisins í sam- vinnu við menntamálaráðu- neytið. Hið nýja námsefni beinist að einstaklingunum sjálfum og félagslegu og siðferðis- legu samhengi neyslu ávana- og fíkniefna. Auk bandaríska námsefnisins er á vegum menntamálaráðuneytisins unnið að útgáfu á sænsku námsefni um fíknivarnir og byggir það á svipuðum kennsluaðferðum og bandar- íska efnið. Annar liður i fíkniefnavörn- um ráðuneytisins er kaup þess á sýningarrétti myndar- innar „Ekki ég — kannski þú“. Einnig er á vegum ráðu- neytisins unnið að sérstöku tveggja ára átaki til aö efla félagsstarf nemenda í grunn- skólum og hefurverið ráðinn sérstakur námsstjóri í þvi skyni. A Bílbeltin Jp* hafa bjargað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.