Alþýðublaðið - 20.02.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 20.02.1988, Side 4
4 Laugardagur 20. febrúar 1988 FRÉTTIR Jóti Sigurðsson viðskiptaráðherra: VENDIPUNKTUR í VAXTAÞRÓUN Stuðli kjarasamningar að hjaðnandi verðbólgu lœikka vextir enn frekar. Jón Sigurösson viðskipta- ráöherra segir að nú sé vendipunktur i verðlagsþróun og vaxtamálum og vextir muni lækka enn frekar með hjaðnandi verðbólgu. Aðgerð- ir rikisstjórnarinnar i skatta— og tollamálum séu nú að sýna á sér jákvæðu hliðina. Áriðandi sé að komandi kjarasamningar samrýmist hjöðnun verðbólgu. Segir Jón aö óhætt sé aö segja að aögeröir ríkisstjórn- arinnar séu að skila sér. „Ég held að nú sé vendipunktur i verðlags— og vaxtaþróuninni greinilega að koma fram. Bakgrunnurinn er auðvitað sá að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skatta— og tollamálum eru nú að sýna á sér hina hliðina, það er að segja jákvæðu hliö- ina.“ Beinlínis sé að koma fram verðlækkun á bygging- arvísitölunni og hækkun framfærsluvlsitölunnar í byrj- un mánaðarins hafi verið mjög lítil miðað við undan- farna mánuði, eða innan við 1%, einnig hafi byggingar- vísitalan lækkað lítillega. Það feli í sér að lánskjara- vísitalan fyrir næsta mánuð, sem samandregin er úr bygg- ingar— og framfærsluvísi- tölu, muni sýna mjög litla hækkun miðað við undan- farna mánuði, og á ársgrund- velli verði breytingin um 6%. Sé litið yfir síðustu mánuði blasi við verðbólgutölur sem séu innan við 20%, en miðað við heilt ár eitthvaö yfir 20%. Þetta ásamt því að núna séu merki um lækkun vaxta á frjálsasta hluta lánamarkað- arins, að raunvöxtum með- töldum, eigi nafnvextir að fara að lækka, enda séu flestir viðskiptabankarnir að ákveða lækkun vaxta. Mest lækkun muni verða hjá spari- sjóðunum, um 5—6%. „Nafn- vextir voru orðnir ákaflega háir, þannig að þetta er alveg tímabært. Nú ríður á að kjarasamningarnir sem eru í deiglunni, geti samrýmst hjöðnun verðbólgu á árinu og þá munu vextirnir líka lækka. Ég sé það að bankastjórarnir nefna það að lækkun vaxta í byrjun næsta mánaðar komi mjög til álita, ef horfur eru á að verðbólgan haldist í skefj- GLEDILEGT NÝTT ÁR Fólkið sem fluttist hingað frá Víetnam fyrir nokkrum ár- um hélt upp á nýja árið með mikilli veislu í fyrradag. Fjöldi gesta var boðið og kunnu menn vel að meta dýrðir gestgjafanna, sem minntust þess að tímabilið er annað í föðurlandinu. Þar gekk nýtt ár í garð 17. febr- úar. Hér skenkir einn af kokk- unum á disk og Róbert myndaði. Kópavogsvakan 1988: STUDLAR AÐ AUKNU MENNINGARLÍFI í BÆNUM Kópavogsvakan 1988, hefst á morgun sunnudag og mun öll dagskrá dagsins verða fiutt af Kópavogsbúum. Þetta er í þriðja sinn sem vakan er haldin og stendur hún fram á næsta laugardag. Öll dag- skráratriði fara fram í nýjum samkomusal Félagsheimilis Kópavogs. Kópavogsvakan er lista- og menningarhátíð þar sem leit- ast er við að hafa sem fjöl- breyttasta dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Það er lista- og Félag ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði heldur upp á 60 ára afmæli sitt í dag, laugardaginn 20. febr- úar. Afmælisfagnaðurinn hefst kl. 15.00 i félagsmið- stöðinni í íþróttahúsinu við Strandgötu. Ingvar Viktors- son bæjarfulltrúi stýrir fagn- aðinum. Saga félagsins verður rifj- menningarráð Kópavogs sem stendur að vökunni og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin. Að sögn Þórönnu Gröndal, formanns Lista- og menningarráðs Kópavogs er tilgangur þessarar hátlðar að stuðla að auknu menningar- Iffi meðal bæjarbúa. „Undir- tektir hafa alltaf verið góðar og ég býst við að svo verði einnig nú“ sagði Þóranna. Kópavogsvakan verður sett annað kvöld kl. 20.30 með ávarpi formanns Lista- og uð upp og ávörp flutt. Jó- hanna Linnet mun syngja við undirleik Guðna Þ. Guð- mundssonar. Núlifandi stofn- félagar F.U.J. verða heiðraðir og afmæliskaffi drukkiö. I kvöld kl. 22.00 verður grlmudansleikur í Iðnaðar- mannahúsinu við Linnetstíg og verða verölaun veitt fyrir besta grimubúninginn. menningarráðs Kópavogs og siðan verður flutt hátíðarstef eftir Mist Þorkelsdóttur sem hún samdi sérstaklega í til- efni vökunnar. Síðan munu nokkur skáld lesa upp úr verkum sínum og einnig verð- ur bæði einsöngur, píanóleik- ur o.fl. Næstu daga á eftir heldur dagskráin áfram, með barna- skemmtun, popptónleikum, jazztónleikum og fleiru. Á þriðjudag verður sýnt leikritið „Svört sólskin" eftir Jón Hjartarson og á föstudag frumsýnir unglingaleikhúsið leikritið „Vaxtaverkir" eftir Benóný Ægisson. Kópavogs- vökunni lýkur síðan með al- mennum dansleik og mun Hljómsveit Torfa Ólafssonar leika fyrir dansi. Einnig mun Rió tríó koma fram og flytja nýjan Kópavogsbrag. I anddyri Félagsheimilisins mun Björgvin Pálsson, Ijós- myndari, bæjarlistamaður Kópavogs 1987, sýna afrakst- ur vinnu sinnar. F.U.J. HAFNARFIRÐI 60 ÁRA um. Segist Jón eiga von á að Seðlabanki íslands tilkynni lækkun dráttarvaxta eftir helgi, og sömuleiðis vexti í viðskiptum Seðlabankans við aðra banka og sína viðskipta- vini. „Þetta er ákaflega mikil- vægt að gerist einmitt nú þegar kjarasamningar standa yfir, og er fyrirboði þess sem koma skal, ef við náum þar góðri lendingu." Að sögn Jóns er áfram- haldandi þróun þó ekki að öllu leyti undir kjarasamning- um komin, heldureinnig und- ir aðgerðum stjórnvalda. Þar sé mikilvægast að grípa til ráðstafana er dragi úr þenslu, á grundvelli samþykktra fjár- laqa og lánsfjárlaga, og reyna að halda aftur af framkvæmda- áformum sem ekki séu full- mótuð. Áríðandi sé að menn nýti sér þau skil sem nú séu að verða í verðlags— og vaxtamálum, til að ná betri árangri á næstunni. — Munu stjórnvöld blanda sér í kjarasamninga? „Við viljum ekki hafa um það mörg orð á þessu stigi málsins. Við viljum stuðla þar að affarasælli nióur- stöðu, niðurstöðu um hóf- lega peningahækkun, en sér- staklega að gera ráðstafanir til að tryggja kjara— og rétt- arbætur handa því fólki sem lægst hefur launin og reyna að takmarka það viö það svið,“ segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Ullarvörur til Sovét: SAMID. í ÞESSUM MANUDI? Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss, segir að von sé til að til tíðinda dragi í mánuð- inum varðandi sölu á ullar- vörum til Sovétríkjanna. Vegna tafa á samningum hafi þurft að gripa til þess ráðs að stytta vinnuvikuna hjá 160 manns, en ekki hafi verið gripið til uppsagna ennþá. Segir Jón að viðræður séu í gangi og þær gangi nú Alþýðuhúsið Iðnó: „VILJI TIL AÐ SELJA Alþýðuhúsið Iðnó sem hýst hefur starfsemi Leikfé- lags Reykjavíkur í áratugi mun að öllum líkjundum verða selt þegar Leikfélagið flytur starfsemi sína i nýja Borgarleikhúsið. Að sögn Jón Árnasonar, hjá Iðnó, þyk- ir það ekki ýkja spennandi kostur að leigja húsið öðrum leikfélögum. Enginn kaup- andi hefur verið ákveðinn, en þó sagði Jón að Reykjavikur- borg væri sá aðili er þeir hefðu hugsað sér. Nýja Borgarleikhúsið verð- ur að öllum líkjundum tekið í notkun haustið 1989 og mun þá öll starfsemi Leikfélags Reykjavíkur flytjast þangað. Leikskemman við Meistara- velli verður rifinn og Iðnó mun standa autt. Jón Árna- son, hjá Iðnó, sagði í samtali við Alþýðublaðið að ekki væri farið að ræða þessi mál neitt að ráði. Þó væri vilji fyrir að selja ef einhver vildi kaupa. Aðspurður sagði Jón að ekki kæmi til greina að leigja öðrum leikfélögum húsið þar sem þau ættu alltaf í fjár- hagslegum erfiðleikum. „Þau hafa ekkert komið til greina og það er ekkert áhugavert að tala við þau“ sagði Jón. — Hvers vegna ekki? Þau eru alltaf í vandræðum fjárhags- lega, geta ekkert." — Hafið þið einhvern sérstakan kaupanda í huga? Já, við höfum borgina í huga, en ég veit ekki hvort hún vill kaupa." hraðar fyrir sig en áður, og allar ástæður séu til að ætla að til tíðinda dragi í þessum mánuði. Samningarnir snúist m.a. um verð og verðsamanburð við annan ullarinnflutning til Sovétríkjanna, og samanburð á því verði sem við fáum í Sovétrlkjunum og annars staðar. Grundvöllurinn að við- skiptum þjóðanna sé „heims- markaðsverð“, við kaupum þaðan olíu á heimsmarkaðsverði og ætlumst til þess að sama gildi um vörur sem við seljum Sovétmönnum. Og hafi íslendingar marg endur- tekið þau rök. — Hvað þýðir þessi töf fyrir ykkur? „Hún þýðir það, að núna erum viö að byrja að hægja á hjólunum. Við erum byrjaðir að senda fólk heim, og það fær þar atvinnuleysisbætur, en við höfum enn ekki gripið til uppsagna." Vinnuvikan hafi verið stytt hjá um 160 manns niður í fjóra daga hjá sumum og hún sé að verða engin hjá öðrum. Um leið og samningar takast, muni öll starfsemi hefjast af fullum- krafti aftur.____________ BIÐJA UNI 59,7% HÆKKUN Samstarfsnefnd islensku bifreiöatryggingafélaganna telur að iögjöld bifreiðatrygg- inga þurfi að hækka verulega 1. mars næstkomandi. Grunntaxtar lögboðinna ábyrgöartrygginga þurfi að hækka um 59,7%. Samkvæmt nýjum umferð- arlögum er nú tekin upp ný skyldutrygging, slysatrygging ökumanns og eiganda. Ið- gjöld vegna hennar nema 3000 krónum á ári. Iðgjöld vegna húftrygginga (kaskó) þurfa að mati félaganna aö hækka um 28% og iðgjöld vegna framrúðutryggingar þ'urfa að hækka um 38,6%.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.