Alþýðublaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 20. febrúar 1988 21 LEIKLIST Eyvindur Erlendsson skrifar „Égþekkiþig- þú ekki mig“. „Hið sanna er ekki hversdagslegt. Það er alla jafna nokkuð hátíðlegt. Það stafar af því einfaldleika en ekki hversdagsleika," skrifar Eyvindur m.a. í tilefni danslistar. gott að kunna taumhaldið Undir þessu nafni sýnir ís- lenski dansflokkurinn, sem enn er hluti af Þjóðleikhús- inu, nokkur sérstæö en þó samstæö dansatriði eftir tvo hollenska meistara, viö tón- list eftir valinkunna nútíma- höfunda, einn hollenskan og þrjá bandaríska. Eftir slíka sýningu er ýmsu aö fagna og þá auðvitað fyrst og fremst þvi aö íslenska þjóöin skuli hafa efni á aö reka listdansskóla jafn fyrir- ferðarmikinn og raun ber vitni og jafnframt aö sá skóli skuli fæöa af sér dansflokk þann sem í leikhúsinu starfar aö staðaldri. Kannski á mað- ur einnig aö fagna því að þessi flokkur skuli hafa sjálfstraust og efni til að losa sig viö svo fullveöja leiöbein- anda sem Nanna Olafsdóttir er og ráöa annan viðstööu- laust. Hér er sem sagt orðið úrval af balletmeisturum! Það er meira en margur getur státaö af, þótt ríkur þykist. Hverjum og einum er vork- Eins unn þótt hann hiki viö aö trúa því aö íslenskur ballett sé kominn svo langt sem þetta virðist benda til aö ráö- endur dansflokksins trúi á. Sá uggur læöist að hvort ekki sé aö endurtaka sig sama sagan og þegar menn þóttust hafa efni á að losa sig við Gunnar R. Hansen úr leikhúsi og segja: „Nú get ég“. Hann þótti of hagvirkur, ef ég rnan rétt og lítið fjör í kringum hann. Hinsvegar eru sýningar Gunnars þær sem maður man. Og þaö voru þær sem settu svip sinn á næstu ár. Svo fór aö koma tóma- hljóö. Gunnar Hansen var maður klassískunnar, enda þótt hann fengist ekki síöur viö nútímaverk þeirrar tfðar. Hann var ekki „effektamað- ur“, þaö var fátt um mikil- fengleg áhrifameðul hjá hon- um, hinsvegar mikiö af sterk- um sannindum. Það var vegna þess að hann nam list sína ekki af yfirborði verka annarra manna, ekki af myndablöðum, ekki af yfir- litsferðum erlendis og ekki af kynnum viö frægðarmenn. Hann kunni skil á og skoðaði alla ævi, einnig eftir að hann hætti að starfa f leikhúsinu, sjálfan grunn listanna — allra, þau lögmál lífs og birt- ingarmáta krafta þess sem fæða af sér, — meðal annars; dansinn. Misskilji nú enginn þegar ég segi „sannindi". Þá er ekki átt við eitthvað sem er „alveg eins og lífið", það er að segja; eftirhermu á sviði af því sem fólk getur séð allt i kringum sig, hjón rlfast, ungt fólk er baldið, sveitamaðurinn veit ekki fót- um sínum forráð í borgarys, stríð fara illa með menn o.s.frv. Nei, hið sanna er ekki hversdagslegt. Það er alla jafna nokkuð hátíðlegt. Það stafar af því einfaldleika en ekki hversdagsleika. Sönn li'stviðleitni á í vök að verjast í okkar nútíma vegna óheyrilegs fyrirgangs annarra hluta, þannig að oft freistast menn til að leita hávaða- samra áhrifa fremur en sann- inda. Maður fagnar því, þess vegna þegar pafnis og Klói eftir Nönnu Ólafsdóttur kom upp, að þessi mjúka, tæra og sterka klassfska hugsun hafði haldið innreið sína í (s- lenska ballettinn, til þess að Ijá dugnaði fólksins og þraut- seigju við að vera til, ein- hvern tilgang. Og nú, svo skömmu eftir, telur þetta fólk sig hafa efni á að „skipta höf- undinum út“. Þetta hlýtur þá að vera asskoti státinn flokk- ur. Maður fer jafnvel að efast um að hann þurfi á þeirri samúð, jafnvel vorkunn, sem hann hefur notið meðal þjóð- arinnar, að halda. Guð láti gott á vita. Stíga dansinn fast Hlff Svavarsdóttir virðist einörð kona, vel menntuð í sinni grein og flínk. Vonandi farsælist henni þetta starf. Þessi fyrsta sýning, undir hennar „supervison" ber vitni fastri hönd. Traustir aðilar, greinilegt „people of achivement", eru ráðnir, víða að úr heiminum, til verksins og hvert viðvik þessa fólks er rösklegt, akkúrat og sigur- stranglegt, — töff og kúl. Áhrifin af sýningunni ekki ósvipuð og af galvaskri her- sveit, marsérandi undir lúðr- um og fánum á stað í háska sem hún ætlar að gefa skít í. Það eru hressileg áhrif. Þetta mun enda vera andi nútím- ans: Menn vita ekki glöggt út i hvað þeir eru að marséra né hverju til dýröar en bera engu að síður makkann fákumlfkir og stíga dansinn fast. „Það dugir ekki annað en ofbjóöa keppinautunum, enda þótt aukin umsetning hafi engan annan tilgang. Annars verður maður undir", sagði Ólafur Laufdal. Hver veit nema þetta sé sýning sem sæta liðið — the jet set — muni gera að sinni og sækja. Það væri nokkur sigur. Það bráðvantar efni sem það lið nennir að sitja undir en getur þó treyst að sé menningarlegt og náttúr- lega — nútímalegt. Allt er þarna vel gert. Enda þótt höfundarnir séu ekki menn aldraðiren handbragð meistarans á öllu. Ekkert til- raunakennt fát eða velkingar í vafa. Fullkominn frágangur í hverju spori, vissa og öryggi. Hreinleiki og reisn f stll. Samræmi með öllum þáttum; tónlist, myndum, sporum, hrynjandi, Ijósum, búningum og persónugervingum. Sýn- ingin er afrek. Stíga á bak og... Einhverra hluta vegna kviknaði þó ekki hinn sanni fögnuður í hjartanu við þessa sýningu, þrátt fyrir alla þá sigra sem í henni virðast unnir. Má vera að það sé ein- staklingsbundið og vegna þess að undirritaður er farinn að hafa andúð á afreka- og frægðardellu landa sinna — hún er svo yfirtak barnaleg. Þá kemur í hugann sýning sem Magnús Pálsson bjó til og setti á svið í Félagsstofn- un stúdenta. Sú var ekki ólíkt byggð. Það er að segja; tón- list sett saman úr stefjabrot- um, undarlegum hljóðum og hrynjandi, orðræðum (úr has- arblöðum), hjónajagi og dýr- legum myndum og litum eftir Kristinn Harðarson. Allt var þetta listilega fléttað hvað innan í annað og ofan á flaut svo lítill tvíleikur aldraðra hjóna, hálfgerðra trúða með prjónana sína, sem ræddust við og skiptust á dýrlegum ræðum úr Rómeo og Júlfu Shakespears, sem eru mússfk út af fyrir sig. Varla var hægt að segja að þar væru afrek unnin af neinu tagi en þessi sýning vakti hinn ofarnefnda og langþráða fögnuð í hjarta. Fólk sótti hana ekki, trúlega vegna þess að þar var ekki von á metaregni. Og missti af nokkru. Það er ekki siður í pistlum þessum að gefa nánar eink- unnir einstökum þátttakend- um í sýningum, vegna þess að hér þarf að verja pappírn- um undir önnur og altækari efni, enda aðrir til þess að gefa einkunnir. Þó verður í þessu tilefni að nefna Katrínu Hall og Jóhannes Pálsson. Fyrir utan þann ein- stæða þokka sem þessir tveir dansarar eru gæddir þá hafa þau einnig til að bera nokkuð sem of fáum er gefið en ræður þó úrslitum um það hvort dans tekst eða ekki. Það er að vilji þeirra er ætið brotinu úr augnabliki á undan sporinu. Þetta er það smá- ræði sem skapar flug dans- ins. En sé viljinn einungis samferða hreyfingunni, að ekki sé nú talaö um; á eftir, þá verður til röð á erfiðum sporum en ekki dans. En þetta vita dansarar nú sjálf- sagt og ég veit Ifka að það er annað að vita það en geta það. Samt, — sé það ekki getað þá er dansarinn enn að leysa þraut en ekki að dansa. Kannski er þetta nú raunar meginhemillinn f öllum fs- lenskum listum: Við erum sf- fellt að stritast við að leysa erfiðar þautir, oftast fengnar í pakka frá útlandinu, í stað þess að stíga á bak skáld- fáknum og þeysa. En auðvitað er þá eins gott að kunna taumhaldið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.