Alþýðublaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. mars 1988
7
UTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
Kirsten Lee yfirlæknir og þing-
maður var vinkona forsætisráð-
herrafrúarinnar: „Lisbeth elskaði
lifið, en hún vissi að dauðinn er
hluti lífsins og mætti honum af
hugrekki og æöruleysi."
FRU LISBETH
Fyrir nokkrum vikum var
fjölmiðlafólki sent boðskort
vegna opinberrar heimsóknar
forsætisráðherra Danmerkur
til Austurlanda fjær. Á boðs-
kortinu stóð „Poul Schliiter
og frú Lisbeth bjóða yöuð‘
o.s.frv. Þetta var einkennandi
fyrir Lisbeth Schliiter — eig-
inkonu forsætisráðherrans
en samt hún sjálf — frú Lis-
beth.
Hún var 43 ára er hún and-
aðist úr krabbameini, sem
hafði byrjað fyrir sex árum,
en allt benti til að hún hefði
komist yfir það.
Aðeins fjórum vikum áður
en hún lést hélt hún kvöld-
verðarboð fyrir „stelpurnar"
vinkonur sinar. Hún lagaði
matinn sjálf eins og hún var
vön að gera. Aðeins þremur
vikum áður en hún lést hafði
hún horft á balletsýningu.
Aðeins þeir nánustu
Á öllum þeim mörgu Ijós-
myndum, sem voru teknar af
Lisbeth Schluter var hún
brosandi, glaðlega, afslöppuö
og með kímni í augum. Svo-
leiðis var hún.
Aðeins hennar allranán-
ustu vissu um sjúkdóm henn-
ar. Út á við lét hún sem ekk-
ert amaði að.
Þegar Poul Schluter varð
formaður flokks síns árið
1982 sagði hún: „í lífi mínu
hefi ég upplifað mikla gleði
og hamingju en einnig stórar
sorgir. Þær hafa kennt mér
að nýta hvern dag til hins ýtr-
asta, kennt mér að við vitum
ekki hve lengi við fáum að
vera hér, að sérhver dagur er
gjöf“.
Sjálfstœð
Lisbeth Schlter áleit það
bestan stuðning við eigin-
mann sinn að vera sjálfstæð
kona. „Ef ég segði upp vinn-
unni og færi að vera heima,
er ég hrædd um að ég yrði
leiðinleg óþolinmóð kerling
sem myndi telja mínúturnar
þangað til maðurinn minn
kæmi heim,“ sagði hún í við-
tali við Politiken árið 1982.
Hún lagði áherslu á, að
hún væri af kynslóð sem ekki
„stæði fyrir aftan eiginmann-
inn heldur við hlið hans.“
Hún var menntaskólakenn-
ari á Frederiksberg og þurfti
auk þess aö gegna mörgum
opinberum skyldum og vann
mikið að líknarmálum.
Að allskonar félagsmálum
vann hún af dugnaði, nánir
vinir hjónanna sögðu hana
vera „félagslega samvisku
Poul“. Undantekningalaust
varöllum hlýtt til ráðherrafrú-
arinnar með stóru spékopp-
ana og var óaðfinnanleg í
klæðaburði.
Stoð og stytta
Lisbeth Schluter talaði
ekki mikið um pólitík en eng-
inn vafi er á því að hún var
einskonar stjórnmálamaður.
Poul Schlter dró enga dul
á að hann ráðfærði sig við
eiginkonuna og var stoltur af
henni og gáfum hennar.
Við ýmsar opinberar at-
hafnirvarhún „staðgengill"
manns sins. Til dæmis við
opnun sýningarinnar Scandi-
navia to day i Bandaríkjunum
haustið 1982. Þetta skipaði
henni á bekk með forseta-
frúm Bandar.íkjanna.
Einlægni
Fréttamenn dáðust að ein-
lægni hennar er hún sagöi
ófeimin frá því aö hún væri
óörugg við ýmis tækifæri.
Lisbeth og Poul Schlúter
kynntust árið 1978. Ári
seinna giftu þau sig með
leynd. Þau höfðu bæði verið
gift áður.
Um tíma vann hún við við-
skiptastörf. Hún tók Niels
Brock próf, og hóf svo há-
skólanám, og las til magist-
ers í dönsku og fornaldar-
sögu og varð svo mennta-
skólakennari.
Hún misti báða foreldra
sína þegar hún var barn að
aldri. Hún talaði opinskátt
um áhrif þess að verða fyrir
foreldramissi á barnsaldri.
Hún reyndi að lifa lífinu sam-
kvæmt kenningu Sören Kirk-
gaard: „Lífinu á að lifa fram á
við, en skilja það eftir á.“
Uffe Elleman Jensen utan-
rlkisráðherra, sagði f minn-
ingarorðum um Lisbeth
Schluter meöal annars þetta:
Ótímabært andlát hennar
veldur öllum er þekktu hana
mikilli sorg. Við höfum misst
glæsilegan fullirúa Danmerk-
ur. Við eigum henni skuld að
gjalda og við heiðrum minn-
ingu hennar með þakklæti
og virðingu.
Margrét drottning og Henr-
ik prins voru í Marokko, þeg-
ar þeim barst sorgarfregnin.
Þau sendu Schlúter samúðar-
skeyti.
„Það var okkur mikið sorg-
arefni að frétta af andláti frú
Schlúter.
Við virtum hana bæði mik-
ils og skiljum vel hve mikið
áfall þetta er fyrir yður.
Við sendum yður innilegar
samúðarkveðjur og hlýjustu
hugsanir."
Margarete og Henrik.
Svend Auken, formaður
flokks sósial-demókrata
minntist frú Schlúter:
Fregnin um andlát Lisbeth
Schlúter snart okkur öll
mjög. Þetta er mikill missir
fyrir Poul Schlúter og fjöl-
skyldu. Á þessari sorgar-
stundu sendum við þeim
hlýjar samúðarkveðjur.
(Det fri Aktuelt.)
Eiginkona Poul Schlúter
forsœtisráðherra Dan-
merkur andaðist nú ný-
verið.