Alþýðublaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. mars 1988
3
FRÉTTIR
Fiskmarkaður erlendis:
REIKNAÐ MEÐ MJÖG LAGU VERDI
I ÞYSKALANDII NÆSTU VIKU
Reiknað er með að verð á
fiskmarkaðnum i Þýskalandi
verði mjög lágt í næstu viku,
sökum mikils framboðs frá
íslandi og einnig er búist við
að verð á markaði i Bretlandi
lækki nokkuð frá því sem nú
er.
Þrjú íslensk skip eiga að
selja I Þýskalandi I næstu
viku, það eru Víðir HF,
Björgólfur EA og Ögri RE, en
það sem af er þessu ári, hafa
aldrei landað nema tvö skip á
viku í Þýskalandi, sökum
þess hve markaðurinn er
veikur. í gær var vitað um 20
gáma af fiski sem áttu að
fara á markaðina í Cuxhaven
og Bremerhaven og gerðu
menn ráð fyrir að einir 10
gámar færu til viðbótar. Nú
er vitað að mikill fjöldi gáma
verður sendur frá Vestmanna-
eyjum í dag og á morgun og
á mest af fiski úr þeim að
seljast í Bretlandi. Þá er verið
að senda töluverðan fjölda
gáma frá Reykjavíkursvæð-
inu, en frekar fáir gámar eru
nú á leið frá Vestfjörðum.
Fimm íslensk fiskiskip eiga
að selja í Bretlandi í næstu
viku og eru þaö: Halkion VE,
Bergey VE, Gideon VE, Nátt-
fari RE og Sólberg ÓF.
Vilhjálmur Vilhjálmsson
hjá Landssambandi ísl. út-
vegsmanna sagði þegar Al-
þýðublaðið ræddi við hann,
að menn hefðu mun meiri
áhyggjur af V-Þýska markaðn-
Akvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins um fast
fiskverð:
r
FRJALST FISKVERÐ
EYKUR AÐHALD AÐ ÚT-
GERÐ OG FISKVINNSLU
er álit framkvœmdarstjórnar Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands en hún hefur sent frá sér
harðorð mótmœli vegna þessa.
Framkvæmdastjórn Far-
manna- og fiskimannasam-
bands íslands mótmælir
harölega ákvöröun Verðlags-
ráös sjávarútvegsins, hinn 5.
mars s.l. er ákveðið var fast
fiskverö og segir þetta enn
eitt dæmið um hvernig ó-
markvissar fjárfestingar í
fiskiðnaði á Islandi séu fjár-
magnaðar.
Fundur framkvæmda-
stjórnar Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands
haldinn 7. mars hefur lýst yfir
áköfum mótmælum vegna
ákvörðunar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins að ákveða
fast fiskverð. Segir stjórnin
þetta enn eitt dæmið um
hvernig ómarkvissar fjárfest-
ingar í fiskiðnaði á Islandi
séu fjármagnaðar.
Sjómenn veróa alltaf að
borga og þess vegna verða
þeir að sameinast til varnar
rétti sínum til að tryggja sér
sömu afkomu og aðrar stéttir
búa viö í þessu landi, segir í
tilkynningu frá Farmanna- og
fiskimannasambandinu.
Sambandið vill ennfremur
benda sjómönnum á mikil-
vægi frjáls fiskverðs, þar sem
það eykur aðhald að útgerö
og fiskvinnslu og tryggir best
kjör þeirra í framtíðinni. „Svar
sjómanna við þessari fisk-
ákvörðun hlýtur að vera krafa
um aukna sölu á fiski á er-
lendum mörkuðum til að
tryggja kjör sín.“
KARLSEFNI TIL ÁSTRALÍU?
Skuttogarinn Karlsefni
RE-24 er nú kominn úr sinni
siðustu veiðiferð fyrir íslend-
inga, en Karlsefnisnafnið hef
ur fylgt íslenskri togarasögu
svo til frá upphafi. Karlsefni
var lagt, er togarinn kom úr
söluferð i siðustu viku, en
LEIDRETTING
í frétt Alþýðublaðsins um
könnun á aðstöðu kvenna,
sem Jafnréttisnefnd Reykja-
víkurborgar er að fara af stað
með, misritaðist nafn annarr-
ar konunnar er Jafnréttisráð
hefur fengið til að vinna að
könnuninni. Hún heitir Her-
dís Dröfn Baldvinsdóttir en
ekki Herdis S. Bald vinsdóttir
eins og sagt var í fréttinni.
Alþýðublaðið biður hlutaðeig-
anda hér með velvirðingar, á
þessum mistökum.
eigandi togarans Sjólastöðin
hf. í Hafnarfirði á von á nýj-
um frystitogara í stað Karls-
efnis á næstu vikum.
Ákveðið er aö selja Karls-
efni úr landi i stað nýja togar-
ans, en aflakvóti Karlsefnis
veröur fluttur yfir á nýja skip-
ið.
Jón Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Sjólastöðvar-
innar sagði að ekki væri enn
ákveðið hvert Karlsefni færi,
en aðilar í S-Ameríku,
Ástralíu og Þýskalandi hefðu
sýnt áhuga á togaranum.
Hinn nýi togari Sjóla-
stöðvarinnar verður skírður á
næstu dögum, en ákveðið er
að hann fái nafnið Haraldur
Kristjánsson. Áhöfnin á
Karlsefni fer yfir á nýja togar-
ann og skipstjóri verður
Helgi Kristjánsson, en hann
hefurveriö skipstjóri á Karls-
efni i mörg ár.
um en þeim breska. Það
hefði sýnt sig á undanförnum
mánuðum að þýski markaður-
inn þyldi lítið magn af fiski
og ekki bætti úr skák að mik-
ið hefði snjóað í Suður-
Þýskalandi að undanförnu og
ættu fiskkaupmenn þvi erfitt
með að koma fiski frá'sér.
Neytendasamtökin:
VILJA SÉRSTAKA UPP-
LÝSINGASKRIFSTOFU
VIÐ VERÐLAGSSTOFNUN
Segja núverandi upplýsingar um landbúnaðarafurðir og matvœli
villandi og rangar
Neytendasamtökin hafa
farið þess á leit við stjórn-
völd að sett verði á laggirnar
sérstök upplýsingaskrifstofa
við Verðlagsstofnun sem hafi
það verkefni að veita full-
trúum neytenda i verðlags-
nefndum landbúnaðarafurða,
Neytendasamtökunum og
aðilum vinnumarkaðarins
hlutlausar upplýsingar um
framleiðslukostnað matvæla
á íslandi og í helstu ná-
grannalöndum.
I fréttatilkynningu sem Al-
þýðublaðinu hefur borist frá
Neytendasamtökunum, segir,
að við núverandi aðstæður
sé neytendum stillt upp við
vegg. Samtökin benda á aö
landbúnaðarráðherra og
ýmsir alþingismenn hafi að
undanförnu gefið rangar upp-
lýsinar um niðurgreiðslur
landbúnaðarafurða í ná-
grannalöndum okkar til að
réttlæta skattlagningu á inn-
fluttum afurðum, eða inn-
flutningsbönn. Þá segir enn-
fremur orðrétt í fréttatilkynn-
ingunni:
„Mjög hefur borið á því á
undanförnum árum að svo-
kallaðir fulltrúar neytenda í
verðlagsnefnd landbúnðar-
vara (sexmannanefnd), hafa
haft veika stöðu og ekki sist
vegna þess að allar helstu
upplýsingar hafa komið frá
Búreikningastofu landbúnað-
arins og vinnslustöðvum
landbúnaðarins. Nú nýlega
hafa hagsmunasamtök fugla-
bænda og kartöfluframleið-
enda óskað eftir opinberri
verðlagningu og kom þá í
Ijós að engar áreiðanlegar
upplýsingar eru til sem unnt
er að byggja á. Á sama tíma
er verðlagning umræddra af-
urða ólögleg i landinu vegna
samráðs framleiðenda."
Thor tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs:
„LIFUM Á TÍMUM HINN-
AR UPPHÖFNU LÁGKÚRU“
— sagði rithöfundurinn m.a. í rœðu sinni
(Osló — Alþýðublaðið)
„Ég er maöur sem eyði
ævinni i að setja saman
bækur, og því stend ég á
þessu sviði i geisla kastljóss-
ins sem strýkur skegg mitt
og hár,“ sagði Thor
Vilhjálmsson rithöfundur i
ræöu sinni í Oslo Konsert-
hus i gærkvöldi er hann tók
við bókmenntaverölaunum
Norðurlandaráös.
Thor hefur vakið mikla
athygli fjölmiðla í Noregi og
á öðrum Norðurlöndum og
hafa sjónvarpsstöðvarnar
sýnt langa viðtalsþætti viö
rithöfundinn sem hafa vakið
mikla athygli. Ræða Thors í
Oslo Konserthus í gærkvöldi
við afhendingu Bókmennta-
verðlaunanna vakti mikla
hrifningu fyrir fullskipuðu
húsi.
„Við lifum á tímum hinnar
upphöfnu lágkúru, hins
íburðamikla auðvirðis. Öll
skynjum við að við þurfum
einhvers annars... Hvers er
okkur vant? Kannski meiri
galdurs í tilverunni. Kannski
vantar okkur fleiri víddir í
okkar skammtaða skeið á
jörðinni?" spurði Thor við-
„Ég er svo rómantískur að þumb-
ast við og treysta hlutverki skálds-
ins i mannlegu samfélagi,“ sagði
Thor Vilhjálmsson m.a. i ræðu
sinni i gærkvöidi er hann tók við
Bókmenntaverðlaunum Norður-
landaráðs i Osló.
stadda í ræðu sinni. Og svar-
aði sjálfur síðar i ræðunni:
„Væri ég spurður, myndi ég
geta þess að á mínum heima-
slóðum treystum við því að
Ijóðið megni sér enn nokk-
urs. Að orð megni enn
galdri.“
Thor sagðist ennfremur
treysta því að bókin stæðist.
Lögmál hennar væri allt önn-
ur en annarra miðla og áhrif-
in mögnuðust að sama skapi
og almenningur væri gerður
óvirkur og mataður, slóvgað-
ur og svæfður með vaxandi
lágkúru.
I lok ræðu sinnar sagði
Thor: „Listin sýnir hvað býr
innra með okkur, sársaukann
og gleðina, safnar saman
öllu því sem við megnum að
muna og veljum til að magna
hverja stund. Hún færir okkur
æðstu og helgustu blekking-
una og það stuölar að því að
espa upp þá logandi vitund
sem helgar tilveruna og færir
Ijós inn i tóm eilifðarinnar. í
listinni spyrjum við hver við
séum og um leið og við biðj-
umst undan vægð, grátbiðj-
um við í angist um staðfest-
ingu að við séum orðin það
sem við þráðum svo heitt að
viö gætum orðið...
Meö Ijóðinu ákveðum við
hver við séum núna og meö
Ijóðinu ákveðum við hver við
verðum á morgun. Og með
þvi að yrkja Ijóð ákveðum við
hver við vorum í gær. Þakkir,
ég þakka.“