Alþýðublaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 5
Miövikudagur 16. mars 1988 5 ÁTÖKUM TEKJUSKIPTINGU UMRÆÐA Birgir Árnason, hagfræðingur skrifar. „/raun má líta á að kröfur verkafólks nú séu tilraun til að rétta hlut þess gagnvart þeim sem ekki lúta lengur kjarasamningum. Það er að sama skapi augljóst hvernig fiskverð ræður kjörum sjómanna. Sjómenn eru á hiut þannig að laun þeirra ráðst af því hversu mikið fœst fyrir aflann. Það sama má auðvitað með nokkrum sanni segja um tekjurútgerðarinnar en þó er sá munur á að útgerð og vinnsla eru í flestum tilvikum reknar af sama aðila, “ segir Birgir Árnason ígrein sinni. Um þessar mundir eiga sér staö veruleg átök um skiptingu þjóðar- tekna. Helstu vióburðir á sviði efna- hagsmála á undanförnum vikum — kjarasamningar, gengislækkun krón- unnar, ákvörðun fiskverðs — tengjast þessum átökum beint eða óbeint. Ágreiningur um efnahagsmál snýst fyrst og fremst um tekjuskiptingu. Þessi ágreiningur er nú kominn á það stig að verkfall er hafið á einum stað þegar þetta er skrifað og stefnir í fleiri á næstunni. Það kemur ekki á óvart að einmitt nú skuli skerast í odda. Is- lendingar hafa búið við óvenjulegt góðæri undanfarin þrjú ár og hafa allir notið góðs af því þótt i mismiklum mæli hafi verið. Nú eru hins vegar horfur á þvi að þjóðartekjur aukist ekki á þessu ári þannig að átök um tekjuskiptingu snúast að þessu sinni um það að skipta jafnstórri köku og verið hefur en með öðrum hætti en áður. í þeim átökum vill að sjálfsögðu enginn láta sinn hlut. Kjarasamningar og fiskverð Það liggur í augum uppi með hvaða hætti kjarasamningar hafa áhrif á skiptingu þjóðartekna. í fyrsta lagi ráða þeir miklu um skiptingu tekna milli launafólks annars vegar og fyrir- tækja hins vegar. í öðru lagi hafa kjarasamningar mikil áhrif á tekju- dreifingu meðal launafólks. Því er þó ekki að neita að launakjör virðast ráð- ast í vaxandi mæli utan formlegra kjarasamninga. í raun má lita svo á að kröfur verkafólks nú séu tilraun til að rétta hlut þess gagnvart þeim sem ekki lúta lengur kjarasamningum. Það er að sama skapi augljóst hvernig fiskverð ræður kjörum sjómanna. Sjó- menn eru á hlut þannig að laun þeirra ráðast af þvi hversu mikið fæst fyrir aflann. Það sama má auóvitað með nokkrum sanni segja um tekjur út- gerðarinnar en þó er sá munur á að útgerð og vinnsla eru í flestum tilvik- um reknar af sama aðila. Hvað fyrir- tækin varðar felur því breyting á fisk- verði fyrst og fremst I sér tilflutning á peningum úr einum vasa í annan. Gengisskráning og tekjuskipting Áhrif gengisskráningar krónunnar á tekjuskiptingu í landinu verða með óbeinni hætti en áhrif kjarasamninga og fiskverðs. Gengi krónunnar er ekk- ert annað en verð á erlendum gjald- eyri. Það eru því þeir sem afla gjald- eyris sem hafa hag af því að gengi krónunnar sé lágt — það er að segja að erlendur gjaldeyrir sé dýr — og það eru þeir sem eyða gjaldeyri sem hafa hag af því að gengiö sé hátt. Hér rekast margs konar hagsmunir á: í fyrsta lagi hagmunir útflutnings- og samkeppnisgreina annars vegar og hins vegar greina sem byggja á inn- flutningi. i öðru lagi hagsmunir lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis. í þriðja lagi hagsmunir ólíkra hópa launafólks. Þannig er Ijóst að útflutn- ingsfyrirtæki geta borgað þeim mun hærri laun sem gengið er lægra. Aðrir hópar launafólks njóta hins vegar hás gengis einkum í lágu verði innflutn- ings. Það er athyglisvert að þann tíma sem fastgengisstefnan svonefnda hef- ur verið við lýði hefur ágreiningur af tvennu tagi ágerst í landinu. í einn stað ágreiningur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og í annan stað ágreiningur milii ýmissa hópa launafólks. Hér er þó ekki gengis- stefnunni um að kenna heldur því að á sama tima og genginu var haldið föstu fóru almennar verðhækkanir hér innanlands langt fram úr því sem gerðist i helstu viðskiptalöndum. Fastgengisstefna eða frjálst gengi Samningar um kaup og kjör og gengisskráning hafa auðvitað áhrif á fleira en tekjuskiptingu. Þannig var víxlgangur launahækkana og gengis- lækkana til skammst tíma orsök mik- illar verðbólgu hér á landi. Af þessum sökum hefur því löngum verið haldið fram að fast gengi krónunnar væri for- senda stöðugleika i verðlagsmálum. Þetta er sú hugsun sem býr að baki tillögum sem nú eru á döfinni um að binda gengi krónunnar fast við ein- hverja tiltekna körfu erlendra mynta. Það má vissulega til sanns vegar færa að verðhækkanir verða minni ef geng- inu er haldið föstu en sé það lækkað með reglulegu millibili. Jafnljóst er að genginu verður ekki haldið föstu til lengdar nema verðlag sé sæmilega stöðugt. Þetta tvennt — fast gengi og stöðugt verðlag — getur því haldist í hendur en bresti annað er víst að fyrr eða seinna brestur hitt lika. í raun bendir reynsla síðustu tveggja ára af fastgengisstefnu samfara mikilli verð- bólgu — einkum áhrif hennar á út- flutningsgreinar og þar með lands- byggðina i heild - til þess að vert sé aö huga að kostum og göllum frjálsrar gengisskráningar krónunnar, það er að segja að gengi hennar á hverjum tíma ráðist af framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri. Auðvitað yrði að fara hægt I sakirnar i þessum efnum til að stofna ekki almennum stöðugleika i voða. Það má hins vegar ætla að frjáls gengisskráning krónunnar gæti reynst því folki sem býr á landsbyggöinni ekki síðri nokkurri byggðastefnu sem samkomulag getur tekist um i ríkis- stjórn og á Alþingi. Hjöðnun verðbólgu En hvað sem líður föstu eða frjálsu gengi er það sem fyrr verðbólga hér innanlands sem veldur vandræðum. Stefnan í gengismálum geturekki gegnt nema aukahlutverki i baráttunni við hana. Forsenda hjöðnunar verð- bólgu til frambúðar er jafnvægi milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna. Fyrir löngu varð Ijóst að rót verðbólgu er að finna í átökum um tekjuskiptingu þar sem enginn vill láta sinn hlut á hverju sem dynur. Það er vissulega i verka- hring stjórnvalda að stuðla að hjöðn- un verðbólgu en miklu fleiri eiga hlut að máli, einstaklingar, félög og fyrir- tæki. Það brýtur í bága við almenna siðferðiskennd að jafnt sé látið yfir alla ganga þegar á móti blæs óháð því hvernig menn eru i stakk búnir til að mæta áföllum. Verðbólga er ekki síður siðferðilegt vandamál en efnahags- legt. ERLENDAR BÆKUR Economics in Per- spective by John K. Galbraith, Hamish Hamilton, £ 14,95 í bók þessari ræðir John K. Galbraith hagfræðileg við- horf og kenningar allt aftur úr fornöld til þessa dags. í ritdómi í Economist 29. nóv- ember 1987 sagði: „Sá er hinn ekki ómarkverði boð- skapur bókarinnar, að hag- fræðilegar kenningar spretti ekki upp úr andlegum hrær- ingum, heldur séu þær af- sprengi félagslegra og sögu- legra kringumstæðna. Af þeim sökum er rétttrúnaöur klassískrar markaðshyggju aftur kominn i tisku. Og kveö- ur Galbraith hagsmuni há- skólastofnana valda því (eink- um í Bandarikjunum, þar sem þær búa að fjárgjöfum stór- fyrirtækja), og hitt, að hann er málsvörn fyrir misbeitingu valds af hálfu stórfyrirtækja. Galsbraith spáir þvi, aö veru- Out of the Wilderness by Tony Benn, 592 pp, Hutchinson, £ 14,95. Einn fyrrverandi ráðherra Verkamannaflokksins, Tony Benn, hefur birt kafla úr dag- bókum sínum 1963-1967. í rit- dómi í Economist 31. október 1987 sagði: „Ef (Tony Benn) leikinn muni smám saman segja til sln... Það hefur alltaf verið rétt hjá Galbraith, að hagfræði samtíðarinnar búi hefði fallið frá 1960 eöa verið óötull málafylgjumaóur, hefðu (breytingar) á lögum um aðalsmenn ekki náð fram að ganga fyrr en slðar, svo að Home lávarður hefði ekki orð- ið forsætisráðherra. Né hefði þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram um aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu ekki yfir neinum markverðum hugmyndum, sem ekki verði settar fram i mæltu máli.“ H.J. ellegar um sjálfsstjórn til handa Skotlandi og Wales. (Nálega einn sins liðs knúði Tony Benn Verkamannaflokk- inn til að láta þá atkvæða- greiðslu fara fram). Né hefði . Verkamannaflokkurinn heldur færst eins hrapalega til vinstri á áttunda áratugnum og á varð raun.“ H.J. HAGFRÆÐIN FYRR UG NÚ HORFT UM ÖXL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.