Alþýðublaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 8
flÞÍÍ)III!lfl)ll)
Miðvikudagur 16. mars 1988
■BHBBHHHi
S' wr # J2Se3
Gestur Ólafsson forstöðumaður Skipulagsskrifstofu höfuðborgarsvœðisins:
ÞJÓÐARGJÖFIN VAR ÉTIN UPP
og ráðhúsmálið er dœmi um úreltar aðferðir við skipulagstöku. „Við fylgjum úreltri
skipulagslöggjöf sem á að stjórna uppbyggingu alls þéttbýlis í landinu og á að segja til um
hvernig allt land á að nýtast. “
Gestur Ólafsson skipulagsfræöingur: „Skipulag er fyrst og fremst til þess að tryggja gagnkvæma hagsmuni
allra aöila á viðkomandi svæöi, bæði einstaklinga og sveitarfélaga."
í kvöld heldur Gestur Ól-
afsson skipulagsfræðingur
erindi um umhverfis og
skipulagsmál í félagsmiðstöð
Alþýðuflokksins að Hverfis-
götu 8 í Reykjavík. Gestur er
forstjóri Skipulagsskrifstofu
höfuðborgarsvæðisins og
hefur um árabil blandað sér i
umræðu um umhverfi okkar
og umgengni við landið.
Hann var upphafsmaður að
samtökunum Lif og land og
lengi formaður þar á bæ. Það
er forvitnilegt að frétta af
vettvangi skipulagsmála, ekki
sist þegar höfuðborgarsvæð-
ið virðist á góðri ieið með að
gleypa mannfólk af lands-
byggðinni, a.m.k. ef marka
má tölur um fólksflutninga á
suðvestur hornið á síðustu
árum. Gest hittum við á skrif-
stofu í Kópavogi, þar sem
samtök sveitarfélaga hýsa
skipulagsskrifstofuna.
Samtök sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu hafa náið
samstarf um svæðisskipulag
fyrir höfuðborgarsvæðið frá
Hafnarfirði í suðri til Kjósar-
hrepps í norðri. Samtökin
hafa nýlega mótað sameigin-
lega stefnu í ýmsum mála-
flokkum eins og t.d. i útivist-
armálum og náttúruvernd.
Gestur var fyrst spurður um
hana.
„I stefnuplagginu er kveðið
á um æskilega þróun byggð-
ar,“ segir Gestur Ólafsson,
og heldur áfram: „Hvernig
ætlum við að umgangast
landið og rækta okkar arfleið
áfram, hvernig önnumst við
þetta land? Þessu reynum
við að svara og um leið verð-
um við að svara því m.a.
hvernig við ætlum að aðlaga
stjórnkerfið að þeim breyt-
ingum sem eiga sér stað.“
— Förum við illa að land-
inu? Lifum við ekki meö því?
„Það hefur átt sér stað bú-
seturöskun á þessari öld.
Það hefur margt breyst. Um
síðustu aldamót bjuggu 8 af
hverjum 10 í dreifbýli. Nú eru
innan við tíunda hvern dreif-
býlisbúar. Við búum til skipu-
lagsapparat til að búa að
fólki í þéttbýlinu og stjórn-
kerfi til að taka ákvarðanir, en
þessi þróun er svo hröð að
við höfum alls ekki fylgst
með. Við verðum sífellt að
endurmeta samskiptaform í
skipulagsmálum. Lifið verður
sífellt flóknara og stjórnkerf-
ið þarf að fylgja breyttum að-
stæðum. Tíminn til að taka
ákvarðanir verður sífellt
skemmri. í stuttu máli erum
við að taka heljarstökk inn í
framtíðina, og við höfum ekki
fært okkur í nyt nútíma að-
ferðir viö að taka ákvaröanir."
— Geturdu tekiö dæmi?
„Já,“ segir Gestur. „Við
getum víða gripið niður. Það
á sér ennþá stað landeyðing
á íslandi. Auðvitað eigum við
að taka málið föstum tökum.
Hvað verður um þjóðargjöf-
ina sem við gáfum okkur
sjálfum, kannski í góðri trú.
Hún er étin upp. Þetta er
mjög léleg ákvörðunartaka,
mjög léleg stjórnun vegna
þess að margir sem tóku þátt
í gjöfinni héldu að þetta yrði
átak til þess að græða upp
landið og ekki étin upp af
sauðkindinni jafnóðum. Þetta
er dæmi um mál sem þeir ná
ekki utan um.“
— Hvaö brást?
„Við hugsuðum ekki þetta
mál til enda. Ef við ætlum að
setja okkur það markmið að
stöðva landeyðingu og
græða upp landið, þá eru til
tilteknar viðurkenndar aðferð-
ir sem tryggja að það verði.
Svo þarf að koma því þannig
fyrir stjórnkerfislega að það
sé möguleiki að framkvæma
það. Annars erum við bara að
Ijúga að okkur sjálfum. Eig-
um við að taka annað dæmi?
Það eru til viðurkenndar leið-
ir við efnisvinnslu. Hvað má
verktaki gera og hvað ekki?
Þetta er bara ákveðið stjórn-
unarlegt atriði. Annað dæmi
er ráðhúsið í Tjörninni. Gott
dæmi um þéttbýli. Það eru til
kerfisbundnar aðferðir við
• Geiup'ð
Gengisskráning 51 - 14. mars 1988
Kaup Sala
Bandarlkjadollar 38,800 38,920
Sterlingspund 72,024 72,247
Kanadadollar 30,905 31,001
Dönsk króna 6,1175 6,1364
Norsk króna 6,1641 6,1832
Sænsk króna 6,5707 6,5910
Finnskt mark 9,6662 9,6961
Franskur franki 6,8770 6,8983
Belgiskur franki 1,1166 1,1201
Svissn. franki 28,3688 28,4565
Holl. gyllini 20,7982 20,8625
Vesfurþýskt mark 23,3763 23,4486
ítolsk lira 0,03155 0,03165
Austurr. soh. 3,3255 3,3358
Portúg. escudo 0,2839 0,2848
Spanskur peseti 0,3469 0,3480
Japanskt yen 0,30563 0,30658
mat á umhverfisáhrifum
framkvæmda. Þessar deilur
um ráðhúsið eru óþarfar. Það
eru til ákveönar aðferðir til að
meta áhrif af aðgerðum eins
og þessari byggingu. Auövit-
að átti að gera þetta áður en
sú ákvörðun var tekin aó
byggja ráðhús i Tjörninni.
Aðrar þjóðir eru búnar að
leiða í lög fyrir nærri tveimur
áratugum svona athuganir
við allar meiriháttar fram-
kvæmdir á vegum hins opin-
bera. Hér eru kannski tveir,
þrír menn sem eru farnir að
hugsa I alvöru um þetta."
— En hvað vinnst með því
aö beita skipulagi markvisst?
„Skipulag er fyrst og
fremst til þess að tryggja
gagnkvæma hagsmuni allra
aðila á viðkomandi svæði,
bæði einstaklinga og sveitar-
félaga. Við búum við löggjöf
sem er frá 1964, sem er
löngu úrelt. Við fylgjum úr-
eltri skipulagslöggjöf sem á
að stjórna uoDbvaainnu
þéítbýlis í landinu og a aö
segja til um hvernig allt land
á að nýtast. Ef við tökum t.d.
þann þátt sem veit að ráðu-
neytum eða æöstu aðilum í
stefnumótun, þá fer því víðs
fjarri að það hafi verið sam-
ræmt. Undanfarna áratugi
höfum viö t.d. verið aö byggja
félagsheimili út um allt og
vegi, og flugvelli, og skóla og
sjúkrahús — án þess að
nokkurs samræmis hafi verið
gætt á milli. Auðvitað er
þetta vitleysa."
— En er ekki auðvelt aö
afsaka sig með því einfald-
lega að játa að við höfum
ekki áttað okkur á því hvert
stefndi í þjóðfélaginu?
„Auðvitað hefðum við átt
að átta okkur á því. Það virð-
ist vera óskapleg hræðsla við
að stokka upp opinbert
stjórnkerfi. Sennilega er það
vegna þess að það eru opin-
berir starfmenn sem eru að
fjalla um þetta, og það vill
enginn skerða sína hagsmuni
eða hagsmuni vina sinna.
Það ríkir einhvers konar sam-
trygging. í einkafyrirtækjum
gerist annað. Þarerendur-
metið og stokkaö upp. Og viö
eigum að gera þetta í opin-
berum rekstri. Lífið er ekki
gulltryggt í bak og fyrir. Við
erum t.d. að æviráða menn
sem er tóm fjarstæða.
Gestur Ólafsson ætlar að
fjalla um skipulag og um-
hverfi á fundi í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu í kvöld.
„Ég ætla að fjalla um að
skipulag hafi ekkert með
mannvirki og götur að gera.
Skipulag er aðferð við að
vinna að hlutum á markviss-
an hátt og reyna að tryggja
að markmiðin sem maður
setur sér, náist inn án tilskil-
ins tima og fjárhagsramma,
og að menn verði ekki fyrir
vonbrigðum. Þétta er aðferð
sem hægt er að nota við
stjórnsýslu og alls konar
framkvæmdir og menn geta
jafnvel notað í einkalífi. Það
eru mjög fáir sem gera sér
grein fyrir því t.d. hvað það
kostar að eignast barn eða
byggja fbúð,“ segir Gestur
Ólafsson í viðtali við Alþýðu-
blaðið.
□ 1 2 3 r 4
5
6 □ 7
§ 9
10 □ 11
n 12
73 □ □
Krossgátan
Lárétt: 1 skrefi, 5 bogin, 6 hestur,
7 ekki, 8 talin, 10 eins, 11 hress,
12 grandi, 13 efli.
Lóðrétt: 1 flik, 2 sofi, 3 einnig, 4
duglegri, 5 kjána, 7 hlifði, 9
spildu, 12 bókstafur.
Lausn á siðustu krossgátu.
Lárétt:1 ásamt, 5 gróa, 6 enn, 7
vi, 8 rindil, 10 ar, 11 áll, 12 ætla, 13
terta.
Lóðrétt: 1 árnir, 2 sónn, 3 aa, 4
trilla, 5 gerast, 7 villa, 9 dátt, 12
ær.
• Ljósvakapunktar
•RUV
20.50 Nýjasta tækni og
vlsindi. Umsjónarmaður er
Sigurjón H. Richter. í vetur
hefur verið sú skemmtilega
nýbreytni að sýna eina fs-
lenska mynd í hverjum þætti.
• Stjaman
18.00 Stjörnufréttir. Þjóðin
ku hlusta á þennan þátt.
• StöB 2
21.50 Hötel Höll. Palace of
dreams. Nýr ástralskur fram-
haldsmyndaflokkur, sem á
að gerast á tímum kreppunn-
ar.
• Rás 1
19.35 Glugginn-Menning í
útlöndum. Þættinum stjórn-
ar Anna Margrét Siguröar-
dóttir.