Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 17. mars 1988 MÞYDUBLMB Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarirlaös: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Þórdfs Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. ÞARFT FRUMVARP Sex þingmenn lögðu nýverið fram tillögu þar sem skorað er á ríkisstjórnina að undirbúa nú þegar rekstur sérstaks veiöieftirlitsskips og kaupa eða leigja togara í því skyni eða láta Hafþór sinna því verkefni. Slíkt veiöieftirlitsskip myndi fyrst og fremst hafa eftirlit með smáfiskadrápi. Þarna er hið þarfasta mál á ferðinni. Smáfiskadrápið sem stundað er við landið er geigvænlegt. Það er ennfremur opinbert leyndarmál að á margan hátt er spilað á kvóta- kerfið sem nú er við lýði og þar er smáfiskadrápið verst. Mjög skortir á að opinberir aðilar geti haft eftirlit með veiðum á miðunum umhverfis landið. Á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins starfa 14 menn við veiðieftirlit. Tveir þeirra eru við störf á skrifstofu en sá þriðji starfar fyrir loðnunefnd. Hinirellefu skiptast áað faraút með togurun- um og fara í hinar ýmsu verstöðvar um land allt. Reynt er að hafa ekki færri en þrjá eftirlitsmenn á togurum í senn, og fer þá einn norður, einn austur og einn á Vestfirði. Auk lengdarmælingaá þorski fylgjast eftirlitsmenn í verstöðv- um með smáfiski, vigtun fisks, samsetningu á afla drag- nótabáta, fjölda neta í sjó (sem reyndar er óframkvæman- legt) og öðru af svipuðum toga. Fiskifræðingar Hafrann- sóknarstofnunar ákveða síðan lokanir eftir tillögum eftir- litsmanna. Niu fiskifræðingar skipta starfinu á milli sín, og er hver vakt tíu dagar í senn þannig að nýr maður þarf að setja sig inn í málin á tíu daga fresti. Enginn einn aðili hefur það að aðalstarfi að stjórna eftirlitinu. Eftir að ríkismatsmenn voru aflagðir og veiðieftirlits- menn sjávarútvegsráðuneytisins hafa lítinn sem engan tímatil að berasaman bækursínar, hefurupplýsingaöflun versnað til muna. Til dæmis er eftirlitsmaður á togara háður ákvörðunum skipstjóra um veiðar og veiðiáætlun. Það liggur í augum uppi að til að efla sjálfstætt veiðieftir- lit og gera það virkara, þarf sjálfstætt veiöieftirlitsskip sem fyrst og fremst fylgist með smáfiski. Slíkt skip þarf að vera ganggott með veiðifæri, tæki og búnað líkt og aðrirtogarar. í frumvarpinu ergert ráð fyrirað skipið haldi sig á togaraslóðum, taki prufuhöl og lokaði svæðum er í Ijós kemur að fiskur reynist allt of smár. Einnig gæti slíkt veiðieftirlitsskip kannað önnur hafsvæði til dæmis grá- lúðumið og djúpkantaog miðlað upplýsingum til flotans. Frumvarpið um veiðieftirlitsskip ertímabært og þarft. Það er ennfremur spurning hvort Alþingi ætti ekki að vinna frumvarpið enn betur og móta um leið tillögur til ríkis- stjórnarinnar um heildarendurskoðun eftirlitskerfisins, til dæmis hvað snertir veiðieftirlit með erlendum skipum og hlutverk Landhelgisgæslunnar. Ekki er langt um liðið síóan íslendingargagnrýndu smáfiskadrápBretaog Þjóð- verjaog hrósuðu séraf því að reka þáaf höndum sértil að smáfiskadrápi linnti. íslendingar höfðu uppi miklar heit- ingar að þeir myndu stjórna veiðunum sjálfir vel í nýrri, stækkaðri landhelgi. Því miður hafa þær heitingar ekki staðist, til að mynda hefur Landhelgisgæslan ekki það hlutverk með höndum að annast veiðieftirlit með íslensk- um skipum í útvíkkaðri landhelgi. Veiðieftirlitsskip af þeim toga sem frumvarpið gerir ráð fyrir er góð byrjun á heildarendurskoðun á eftirlitskerfi með fiskveiðum. En málið má heldur ekki enda við frumvarpið eitt. Þessi mál þarfnast rækilegrar endurskoðunar í heild sinni, ekki aðeins til verndunar smáfiski heldur til að bæta hag út- gerðarinnar og landsins í heild. ÖNNUR SJÓNARMIÐ VESTFIRSKAfréttablaðió sem gefið er út á Isafirði ræðst harkalega á offjárfest- ingar ríkisins í leiðara síð- asta tölublaðs. Lesum hvaða sjónarmið blaðið flytur í þess um efnum: „Eins og öllum lands- mönnum er kunnugt, hvort heldur þeir búa á höfuðborg- arsvæðinu eða á landsbyggð- inni, þá hafa stjórnvöld haft forystu um óhófiega fjárfest- ingu á kostnað landsmanna, án þess að nokkur sé ábyrg- ur þeirra gjörða. Getur litil þjóð sem okkar staðið undir slíkri óhóflegri fjárfestingu sem t.d. eftirtaldar byggingar eru: Flugstöð Leifs Eiriks- sonar, Seðlabankinn, Lista- safn íslands og Þjóðarbók- hlaðan, þar sem ekkert hefur verið til sparaö og kostnaður langt umfram áætlanir. Já það er ekki að okkur íslend- ingum að spyrja þegar fram- kvæmdir af hálfu ríkisins eiga sér stað, þá erum viö svo sannarlega stórtækir og miðum framkvæmdir við framlag stórþjóða með nokkrar milljónir íbúa, en ekki fáein hundruð þúsunda sem landið búa og eiga að standa undir öllum þeim kostnaði sem framkvæmdirn- ar kosta þjóðina, enda skipta slíkir smámunir litlu þegar þjóðarstoltið er annars vegar, og enginn er krafinn ábyrgð- ar draumóra sinna. Þaö var almenningur sem valdi þá til forystu og því ekki nema eðli- legt að þeir hinir sömu herði suitarólina og vinni myrkr- anna á milli til að skapa fjár- muni til að standa straum af þeim kostnaði sem óhófleg og óarðbær fjárfestingaleikur þeirra hefur kostað þjóðina. Hefði ekki verið hagstæð- ara fyrir þjóðina aö spara þann óhóflega munað sem lagður hefur verið í þessar byggingar og auka fjárfram- lög til samgangna sem heföu komið allri þjóðinni til góða með auknum ferðamanna- straumi um landið, sparnaði á viðhaldi vega og bíla svo dæmi séu nefnd. Raunveruleikinn getur oft verið óþægilegur og þvi alltaf gott að kanna öðrum um og þykjast hafa vitað meira en hinn. Burt frá þvi séð hvort skili meiri arðsemi til þjóðar- búsins, skrauthallir á höfuð- borgarsvæðinu eða bættar samgöngur um land allt, þá ættu stjórnvöld að vera ábyrg gjörða sinna og líta raunsæj- um augum á rekstur þjóðar- búsins i stað þess að sóa fjármunum almennings í óarðbærar fjárfestingar. Hinn almenni launamaður er orð- inn langþreyttur á óstjórn og eyðslu stjórnvalda, þegar hann hefur varla í sig eða á þrátt fyrir óhóflega vinnu. Stjórnmáiamenn ættu að kynna sér vel boðskap Lög- birtingablaðsins, til að sjá hvað er að gerast í landinu, þar er hvert heimilið á fætur öðru á barmi gjaldþrots. Er ekki eitthvað meira en lítið að þjóðfélaginu eða hvað finnst ykkur þingmenn góðir hvar í flokki sem þið eruð?“ Góð ábending FEYKIR, óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra, hefur í leiðara síðasta tölublaðs ýmsar athugasemdir við til- lögur nefndar sem vinnur að gerð frumvarps um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Leiðarahöfundurinn, Jón F. Hjartarson skrifar: „Á síðastliðnum árum hefur samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra aukist að mun og er stofnun sam- taka þéttbýlisstaða á Norður- landi vestra glöggt dæmi um það. Hin forna fjórðunga- skipan á hins vegar enn mikil ítök í huga þeirra sem vinna að skipulagsmálum og geng- ur það oft á tíðum þvert á hagsmuni fólksins í kjör- dæminu. Til dæmis má nefna að nefnd sem unniö hefur að gerð frumvarps um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds í héraði, gerir ráð fyrir einum héraðsdómi Norðurlands frá Hrútafjarðar- botni til Gunnólfsvíkurfjalls, sem hefur aðsetur á Akur- eyri. Nær væri að setja tvo héraðsdómara fyrir Norður- land, annan fyrir Norðurland vestra og hinn fyrir Norður- land eystra. Það væri í sjálfu sér nær- tækara að sleppa sjálfstæð- um héraðsdómi fyrir Vestur- land og sameina hann dómn- um í Reykjavik, heldur en að ætla íbúum Norðurlands vestra að sækja rétt sinn yfir Tröllaskaga." Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 12. apríl. Vesturlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólann Borg- arnesi, meðal kennslugreina enska og handmennt. Reykjanesumdæmi: Stöðurgrunnskólakennaravið grunnskólana í Kópa- vogi, meðal kennslugreina tónmennt og mynd- mennt, Seltjarnarnesi, meóal kennslugreina heimil- isfræði og myndmennt, Garðabæ, meðal kennslu- greina tónmennt og íþróttir, Hafnarfirði, meðal kennslugreina heimilisfræði, raungreinar, erlend mál, íslenska og smíðar, Bessastaðahreppi, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt, Mosfellsbæ, meðal kennslugreina íþróttir, myndmennt, hand- mennt, íslenska, erlend mál og verslunargreinar, Keflavík, meðal kennslugreina tónmennt, íþróttir, myndmennt, heimilisfræði og sérkennsla, Grinda- vík, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, raun- greinar og saumar, Njarðvík, meðal kennslugreina tónmennt, Sandgerði, Garði, meðal kennslugreina tónmennt, myndmennt, heimilisfræði og erlend mál, Stóru-Vogaskóla, meðal kennslugreina saumar og (þróttirog Klébergsskóla Vestfjaröaumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann í Broddanesi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana ísa- firði, meðal kennslugreinasérkennsla, íþróttir, hand- og myndmennt og heimilisfræði, Bolungarvík, með- al kennslugreina, náttúrufræði, mynd- og hand- mennt, Barðastrandarhreppi, Patreksfirði, meðal kennslugreina íþróttir og smíðar, Tálknafirði, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt, Þingeyri, Mýra- hreppi, Mosvallahreppi, Flateyri, meðal kennslu- greina, danska, íþróttir og myndmennt, Suðyreyri, meðal kennslugreina danska, Súðavík, meðal kennslugreina íslenska, erlend mál, íþróttir og tón- mennt, Drangsnesi, Hólmavík, Broddanesi, Borð- eyri, Reykhólaskóla, meðal kennslugreina raun- greinar, handmennt, tónmennt,enska, heimilisfræði og íþróttir, Klúkuskóla, Héraðsskólann að Núpi og Héraðsskólann í Reykjanesi. Suðurlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskóiann í V-Landeyja- hreppi. Staða sérkennara við grunnskólana í Suður- landsumdæmi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Vestmannaeyjum, Selfoss, V-Land- eyjahreppi, Hvolsvelli, Hellu, Djúpárhreppi, Stokks- eyri, Eyrarbakka, Villingaholtshreppi, Þorlákshöfn, Kirkjubæjarskóla, Laugalandsskóla, Reykholtskóla, Biskupstungum og Ljósafossskóla. Menntamálaráðuneytið. Einn me5 kðffinu Sókrates átti í töluverð- um erfiðleikum í hjóna- bandinu eins og flestir vita. Vegna þessa varð eftirfarandi málsháttur til: „Vel giftir menn verða hamingjusamir — illa giftir menn verða heim- spekingar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.