Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. mars 1988 5 lendingar hötnuöu uppkasti Dana að stjórnarskipan fyrir hönd íslands á þjóðfundinum 1851, framlengdist einveldi konungs hér á landi. Það varþví Danakonungur sem setti Islandi stjórnarskrá 1874; við tókum við henni úr konungs hendi. Eins og nærri má geta var sú stjórn- arskrá alls ekki samin út frá Islenskum sjónarmiðum og hagsmunum fyrst og fremst, þótt þar væri tekið nokkurt tillit til ýmissa þeirra atriða sem deilum höfðu valdiö með íslendingum og Dönum fram að þeim tlma um stöðu íslands í danska ríkinu. Þessi stjórnarskrá var fyrst og fremst samin út frá dönskum hagsmunum með það fyrir augum að tryggja áframhald- andi samband landanna um ófyrirsjáanlega framtíð. Og grundvallaratriði hennar fjall- aði um stöðu konungs sem erfðaþjóðhöfðingja á íslandi. Svo fór sem alkunna er, að sambandi íslands og Dan- merkur var aö fullu slitið 1944, þótt þau sambandsslit yrðu með talsvert öðrum hætti en búist hafði verið við. Aðstæður voru þá þannig aö litill tími gafst til þess að hefja grundvallarumræður um gerð og innihald islenskr- ar stjórnarskrár sem tæki mið af óskum og þörfum þjóðarinnar sjálfrar og miðuð væri við gjörbreyttar aðstæð- ur, m.a. stöðu íslensks þjóð- höfðingja, er forseti kom í stað konungs. Auðvitað voru breytingar gerðar á íslensku stjórnar- skránni, en þær voru aðeins hugsaðar til bráðabirgða þar til betratóm gæfist til þess að undirbúa nýja stjórnarskrá frá grunni. Fæstum hefur þá til hugar komió að þessi um- breytta bráðabirgðastjórnar- skrá mundi gilda jafnlengi og raun ber vitni. Þetta ber að harma. Við hljótum að geta ætlað okkur tfma til þess að setjast niður til grundvallarumræðna um íslenska stjórnarskrá út frá því sjónarmiði, hvern veg ís- lensk þjóð best hyggur sér fært að skipa meginatriðum stjórnskipunar sinnar. Og mér finnst vafalaust að fyrri reynsla hafi kennt okkur, að atriði eins og kosningafyrir- komulag og kjördæmaskipan séu betur komin I almennum lögum en stjórnarskránni, nema aðeins i aðalatriðum, svo að við neyðumst ekki til þess á tiltölulega fárra ára fresti að endurskoða og breyta stjórnarskránni. Stjórnarskrá lýðræðisríkis er ekkert einnar nætur tjald. Henni er ætlað að lýsa veiga- miklum þáttum i hugarfari, lífsskoðunum og markmiðum þjóðar; hver hún telur megin- réttindi sin og skyldur; hvern- ig hún telur sig best mega búa i sátt og samlyndi og með hvaða hætti samstjórn sé best borgið; m.ö.o. vitnar hún um það á hvern veg þjóð vill lifa lífi sínu sem þjóð. Rökstuðnings fyrir breyt- ingum á stjórnarskránni má helst leita i tvennu. Annars vegar í almennum rökum þess efnis að aðstæður séu nú allt aðrar en þegar stjórn- arskráin var sett og hún hæfi okkur því ekki i heild við nú- verandi aðstæður, en hins vegar i afmarkaðri rökum þess efnis að við búum við sérstök vandamál og úrlausn- arefni sem stjórnarskráin nái ekki til. Þetta hvort tveggja á við um báða höfuðþætti stjórnar- skrárinnar, þ.e. stjórnskipulag ríkisins og afstöðu einstakl- inga til samfélagsins. Grundvallar- breytinga er þörf Eins og áður var getið, er það eina mikilsverða breyt- ingin á stjórnarskrá okkar allt frá upphafi, að 1944 var þjóð- kjörinn forseti settur i stað erfðakonungs. Þótt þessi grundvallarbreyting á stjórn- arskránni hafi verið svona einföld í sniðum og svo far- sæl sem raun ber vitni, er það einkum hún sem ræður því að stjórnarskráin er nú í heild úrelt. Stjórnarskráin 1874 afmarkaði valdstofnanir okkar gagnvart stöðugu veldi konungs, og miðaöi að þvi að skapa jafnvægi milli þessara valda. Þegar konungur er tek- inn burt og í stað hans settur valdalaus forseti sem aðeins situr í skamman tíma er þessu jafnvægi raskað, og þar sem því valdi sem kon- ungur hafði um langan aldur er ekki fundinn staður eða forsvar hefur það dreifst án skipulags, umhugsunar eða ábyrgðar. í þessu er að finna rótina að því sem menn hafa oft kvartað um hjá okkur — að framkvæmdavaldið sé of veikt. Hvarf kongungsvaldsins hefur valdið því að þingiö, sem upphaflega átti að veita framkvæmdum aðhald, hefur i raun yfirtekið framkvæmda- hlutverkið, svo illa sem það ertil þess fallið að allri gerð. Þegar sá formlegi aðskilnað- ur valdþáttanna þriggja, sem mælt er fyrir um í stjórnar- skránni 1944, styðst ekki lengur við raunverulegar að- stæður, er borin von að ákvæðin virki eins og til er ætlast. Þegar enginn einn sterkur aðili er í forsvari, eins og hlýtur að vera með nýsjálf- stæðum ríkjum, er nánast óhjákvæmilegt að hin fjöl- menna löggjafarsamkunda hrifsi til sín framkvæmda- valdið sem áður var sjálf- stætt. Löggjafanum hefur reynst framkvæmd og valdið sem henni fylgir svo heill- andi að hann er nánast með öllu horfinn frá störfum að þeim efnum sem hann á í eðli sínu að gegna og honum eru falin i stjórnarskránni. Ákaflega lítið fer fyrir almennum löggjafarstörfum þingsins. Það fjallar nánast einvörðungu um framkvæmd- ir og rekstur ríkisins og gleymist þá oft að sérhver ný- mæli í framkvæmd, hvort heldur er í umfangi eða að- ferðum, eru íþyngjandi fyrir borgarana. Eftirlits- og að- haldshlutverk þingsins eru þannig líka horfin og enginn hefur tekið við þeim. Þetta hefur gerst þannig að fram- kvæmdavaldið — eða öllu heldur framkvæmdin og nauðsyn hennar — hafa yfir- tekið löggjafarsamkunduna, svo að segja má að okkur skorti nú aðhaldssaman lög- gjafa fremur en sterkt fram- kvæmdavald. Þó er það líka á sinn hátt rétt að framkvæmdavaldið er veikt og þá einmitt af því að það er svo mjög í höndum löggjafans. Það gefur auga leið að sextiu manna sam- koma væri itla fallin til fram- kvæmdastjórnar, jafnvel þótt menn væru til hennar valdir með sérstöku tilliti til kunn- áttu. Þegar menn eru valdir til samkundunnar vegna þess að þeir njóta ótiltekinnar lýð- hylli er lítil von til þess að þeir kunni sérstaklega til framkvæmda en mikil hætta á því að þeir noti fram- kvæmdir og vald sitt yfir þeim til að auka lýðhylli sína. Herra forseti. Af þessunn ástæðum og öðrum virðist auðsýnt að grundvallarbreyt- inga er þörf á stjórnarskrá lýðveldisins íslands. Skilgreina þarf frá grunni umfang og aðgreiningu vald- þáttanna þriggja, löggjafar- valds, framkvæmdavalds og dómsvalds, þar sem skýrt er kveðið á um það gagnkvæma eftirlit og aðhald, sem þeir eiga að hafa hver með öðr- um. í þessu fælist væntan- lega einnig endurskoðun á hlutverki forseta lýðveldisins. Ýmsa aðra þætti stjórnskip- unar og afstöðu þegnanna til „Skilgreina þarf frá grunni umfang og að- greiningu valdþáttanna þriggja, löggjaf arvalds, framkvœmdarvalds og dómsvalds, þar sem skýrt er kveðið á um það gagnkvœma eftirlit og aðhald, sem þeir eiga að hafa hver með öðr- um, “ sagði Jón Bragi Bjarnason varaþing- maður Alþýðuflokksins m.a. í jómfrúrœðu sinni er hann flutti á Alþingi þ. 15. mars s.l. samfélags og ríkis er brýnt að fjalla um á þjóðfundi og kveða á um I nýrri stjórnar- skrá. Læt ég hér nægja að nefna nokkra brýnustu og augljósustu þættina, svo sem starfshætti Alþingis og deildarskiptingu þess; jafn- ræði þegnanna og almenn mannréttindi; hagsmuna- árekstra; þjóðaratkvæða- greiðslur og síðast en ekki síst breytingar eða viðbætur við stjórnarskrána sjálfa og frumkvæði þar um. Herra forseti. Okkur ber að endurskoða frá grunni þá bráðabirgðastjórnarskrá, sem við nú búum við. Það er hvort tveggja í senn skuld okkar við fortiðina og skylda okkar við ókomna framtíð. En fyrst og síðast er skylt að þjóðin öll fái að taka þátt i því starfi, með því að kjósa til sérstaks stjórnlagaþings, og með því að greiða atkvæði um stjórn- arskrártillögur slíks þings með beinum hætti i þjóðar- atkvæðagreiöslu. Ég vil að lokum, herra for- seti, þakka yður að leyfa mér að mæla fyrir þessu frum- varpi hér í dag. Einnig vil ég þakka Guðmundi Einarssyni, fyrrverandi alþingismanni, veitta aðstoð við undirbún- ing:þessa frumvarps, en hann var fyrsti flutningsmað- ur er frumvarp sama eðlis var áður flutt á tveimur þingum. Þá vil ég og geta þess að við undirbúning að máli þessu hefi ég að mestu stuðst við greinarflokk þann sem fylgir þessu frumvarpi sem fylgi- skjal og birtist í DV fyrri hluta ársins 1983 undir heit- inu Um stjórnskipun og stjórnarskrá. Greinarnar voru birtar undir höfundarheitinu Lýður, en að skrifunum stóðu Halldór Guðjónsson, Jónas Gíslason, Páll Skúlason, Vil- hjálmur Arnason, Sigurður Llndal og Þórður Kristinsson. (Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Alþýðublaðsins.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.