Alþýðublaðið - 19.03.1988, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1988, Síða 2
2 Laugardagur 19. mars 1988 LÍTILRÆÐI Flosi ólafsson skrifar AF PRJÓNASKAP Heima hjá mér er baövog. Á þessari baö- vog er skali sem segir til um það hvaö hár maöureigi aö veraíloftinu miðaö viö þyngd. Þannig á maður sem er 1,74 á hæð aö vega 68,4 kílógrömm, maður sem er 1,80 á hæö á aö vera 73,1 kg. og maður sem er 1,90 á hæð 81,6 kg. Ég á, samkvæmt skalanum á þessari baö- vog, aö vera 2 metrar og 30 sentimetrar á hæö, en það er kjörhæö manns sem vegur 90 kíló. Ekki veit ég hverjum ég á aö kenna um þaö aö ég er ekki einsog ég á aö vera sam- kvæmt baðvoginni, en hvort sem sökudólg- urinn er nú blessaður skaþarinn, forsjónin, konan mín, eöa ég sjálfur meö neyslu- venjum mínum, þá er þaö óumflýjanleg staðreynd aö annaöhvort er ég rúmum hálf- um metra of stuttur eöa rúmum tuttugu kílóum of þungur, nema hvorttveggja sé. Ég gæti svosem vel hugsað mér að vera 1,90 á hæð og 81,6 kg. aö þyngd, en svoleiðis er ég bara ekki og get aö eigin dómi ekkert aö því gert, þó mér finnist stundum á kon- unni minni aö þetta sé allt mér aö "kenna. Hún tekur stundum svo til orða: — Þó ekki sé aö vísu hægt aö ná hæð- inni, þá má nú reyna aö ná niður fall- þunganum. Hún kallar líkamsþunga minn „fall- þunga“, einsog til að niðurlægja mig. Og það tekst. Fullur vanmetakenndar vappaég um og finnst ég veraeinsog óétinn rúllupylsukeppur í sláturtíöinni. Og ég fer aö hata guð fyrir aö hafa mig ekki eins í laginu og Clint Eastwood, Jónas Haralzeöa Jón Baldvin. Stundum reyni ég að hugsa um sköpu- lagið á mér yfirvegað og án geöshræringar, en verö þá fljótlega gripinn svartnættisör- vilnan. Sannleikurinn er sá að ég er eigin- lega eins í laginu og illa rekiö fyrirtæki. Ég er svona einsog Sambandið að dómi Guð- jóns. Yfirbyggingin erof mikil. Sjálft athafnasvæöiö hefur hinsvegar ekki þanist út svo til vansa sé og þess vegna get ég sem hægast gengið inní hvaöa fata- verslun sem er, keypt mér buxur sem passa og gengið út frá því sem vísu, að sé streng- víddin rétt, þurfi ekki að klippa nema meter af skálmunum. Þó ég þurfi hinsvegar ekki annað en hylja sárustu nekt yfirbyggingarinnar, þá er and- skotinn laus. Ekkert passar. Sama hvar ég kem í veröldinni: London, París, New York, Róm eða Reykjavík. Jakkar sem passa mér yfir handveginn, náfyrirbragðið langt niður- fyrir hnésbætur og ermarnar eru — raunar eins og skálmarnar — meter of langar. Þetta er skoplítill baggi aö bera í lífinu og raunar svo þungbær aö ég hef svolitla til- hneigingu til að láta konuna mína, sem er tiltölulega eðlileg í laginu, bera hann meö mér. Svo var það í síðustu viku að dró til tíð- inda á heimilinu. Ég haföi verið aö kanna á baðvoginni, hvaö ég ætti aö vera hár í loft- inu. Og þar sem ég virtist óðum vera að nálg- ast þaö aö eiga að vera tveir og hálfur meter á hæö, var ég í svolitlu uppnámi og tók svo til orða: — Hvers vegna í andskotanum getur þú ekki haft mig eins í laginu, einsog Bryndís hefur Jón Baldvin? — Þó ég viti þaö nú kannske ekki alveg, svaraði konan mín, þá er hugsanlegt aö þaö sé vegna þess að ég er ekki Bryndís og þú ert ekki Jón Baldvin. Þaö eru einmitt svona ósvífin tilsvör sem geta sett mann alveg útaf laginu. Ég ákvaö samt að halda mínu striki og sagöi: — Ég vil að þú farir meö mig til prjóna- konu og látir prjóna á mig stóra peysu. Ég hlýt að geta klætt af mér bumbuna, eins og óléttar konur gera. Hún horföi á mig góöa stund og sagði svo: — Stundum held ég aö þú sért ekki normal. Svo fór hún meö mig til prjónakonu. — Ég skil vandamálið, sagöi prjóna- konan. Bróðursonur minn var einmitt svona í laginu, en hann er nú dáinn. Ég prjónaöi stundum á hann peysur áöur en hann dó. Hann fór nú alltof snemma, blessaður. Réöi bara ekkert viö þetta. Og konan mín og prjónakonan fóru að tala um bróðurson prjónakonunnar, sem hafði misst stjórn á neyslunni, en mér fannst fundurinn vera kominn út fyrir efniö, þó ég gæti eðli máls- ins samkvæmt ekki gert neinaathugasemd. — Ég prjóna bara peysu sem hefði passað á hann Dúdda heitinn, sagði prjóna- konan og snýtti sér. Öllum kom saman um aö það væri þjóöráö. Svo prjónaði hún peysu á líkið og konan mín fór meö mig til hennar til að máta flík- ina. Peysan var alltof þröng um handveginn en ermarnar og sjálfur bolurinn náöu langt niðurfyrir hné. Og hefði svosem ekki átt aö koma flatt uþþá neinn. Mérvarekki hláturí hug, nemasíðurværi, það veit guö. En þrjónakonan lék við hvern sinn fingur og sagðist hafa ort alveg frábæra vísu á meðan hún var aö prjóna peysuna: Ég vona að peysan verði mátuleg hún hefði passað alveg á hann Dúdda en kannske passar annað betur á Flosa helduren svona prjónapeysa. Konan mín sagöi aö þetta fyndist sér góð vísa og fékk lánaðan kúlupenna til að skrifa hana niður og prjónakonan sagðist eiga margar stílabækur með vísum. Svo náði hún í sex þéttskrifaðar stílabækur og sagði að mér væri guðvelkomið að lesa þetta. Svo fórum við heiðurshjónin heim með kveðskap í staðinn fyrir prjónaskap. Nú er hún komin með mig í einn súpukúr- inn enn. Og einsog ég hef margsagt og segi enn: — Ef hún bara kaupir inn einsog Bryn- dís, þá næ ég því á nóinu að verða einsog Jón Baldvin í laginu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.