Alþýðublaðið - 19.03.1988, Side 9

Alþýðublaðið - 19.03.1988, Side 9
Laugardagur 19. mars 1988 9 SKOTMARKIÐ Kristján Þorvaldsson skrifar Svanhildur Kaaber, r formaður Kennarasambands Islands: ÞAÐ GENGUR ENGINN ÚT MEÐ GLÖDU GEÐI Hjá kennarafélögunum standa yfir kosningar um heimild til verkfallsboðunar en litið hefur þokast i við- ræðum kennara og fjármála- ráðuneytisins að undanförnu. í vikunni hófst mikið áróðurs- stríð þar sem fulltrúar ráðu- neytis og kennara skiptust á skeytum varðandi launatölur. Kennaraverkföll eru ekki ný á nálinni, þau hafa verið nánast fastur liður seinustu árin. Svanhildur Kaaber formaður Kennarasambands íslands er í Skotmarkinu. — Er ekki ábyrgðarleysi af ykkur i kennaraforystunni að espa til verkfalla við ríkjandi kringumstæður i þjóðfélag- inu? „Það væri ábyrgðarleysi af kennurum að sætta sig viö það sem boðið er, bæði hvað varðar skólastarfið og kaup og kjör. Það tilboð sem Kenn- arasambandið hefur í hönd- um frá ríkisvaldinu felur í sér kjaraskerðingu frá því sem nú er. Það væri líka ábyrgðar- leysi fyrir kennara að sætta sig við þann aðbúnað sem er í skólunum í dag. Með kröf- um sínum eru kennarar ekki síst að leggja áherslu á bætt skólastarf í landinu." — Fjármálaráðuneytið segir að ykkur séu boðnar sömu hækkanir og öðrum á vinnumarkaðnum, að launa- hækkanir verði í samræmi við launabreytingará almenn- um vinnumarkaði? „Fjármálaráðuneytið vísar til fyrra samningstímabils. Það er hárrétt, að kennarar fengu launaflokkshækkun 1. desember. Þeirsem hafa starfsréttindi fengu launa- hækkun í febrúar. Þetta var á fyrra samningstímabili. Um þetta var samið 2. apríl 1987. Tilboðið sem við höfum í höndum núna táknar kjara- skerðingu. Þar er ekki um neina upphafshækkun að ræöa. Þar er aöeins talaö um tæplega 6% hækkun á launalið seinna á árinu og óverulegar breytingar á til- færslum á milli launaflokka t.d. vegna starfsaldurs og framhaldsmenntunar. Á sama tima er gert ráð fyrir því að veröbólga geti orðið allt að 15% án þess að launaliður verði endurskoðaöur. Þess vegna þýðir tilboðið kjara- skerðingu fyrir okkur." — í tilboðinu er gert ráð fyrir endurskoðun iaunaliðs likt og í samningum VMSÍ og vinnuveitenda... „Þá samninga eru félagar ( Verkamannasambandinu að fella út um allt land.“ — Því er stundum haldið fram að verkföllin hafi ekki skilað ykkur miklu hingað til. Menn eru jafnvel farnir að tala um verkföllin sem fastan lið í skólastarfinu — mánað- arfrí fyrir lokasprettinn. Er þetta kannski tilfellið? „Mér finnst þetta óskap- lega ábyrgðarlaust tal og ekki einu sinni svara vert. Það gengur enginn út í svona með glöðu geði. Þetta eru hins vegar einu viðbrögðin sem við sjáum okkur fær, vegna þess að við getum ekki skrifað upp á kjaraskerð- ingu fyrir okkar félagsmenn. Þetta er það eina sem við getum gert með löglegum hætti. Og þannig viljum við vinna.“ — Það er kannski allt í lagi fyrir ykkur að fara i verk- fall, þið getið unnið upp tapið með yfirtíö... „Hvernig í ósköpunum dettur þér i hug að það sé hægt að troða i nemendur eins og einhverja kartöflu- sekki. Hvað heldur þú að við séum að gera i skólunum? Það er útilokað mál að vinna upp tap sem verður í svona vinnustöðvun, með því að vinna um kvöldin og um helg- ar. Við erum að tala um skólastarfið í þessu landi.“ — Þið segið að kennara- starfið sé svo mikilvægt, krefjandi og fórnfúst. Kann að vera að þessar kröfur ykkar og barlómur hafi af- skræmt ímynd kennarastarfs- ins? „Ég held að kennarar og samtök þeirra hafi einmitt unnið af sérstakri ábyrgðar- tilfinningu að því að kynna og efla skólastarf i þessu landi. Það hefur Kennarasam- bandiö t.d. gert með útgáfu heildarstefnu í skólamálum, sem hefurverið undirbúin, samþykkt og frágengin af meginþorra félaga í sam- bandinu. Um það bil 2000 kennarar tóku þátt í því starfi. Ef aö þú heldur aö kennara- stéttin sé ábyrgðarlaus, þá skaltu lita í þessa skóla- stefnu og sjá hvaða ábyrgð kennarar axla með því aö gefa út heildarstefnu sína í skólamálum.“ — Þaö getur varla talist mikil ábyrgð gagnvart nem- endum að fara í verkfall einu sinni á ári. Er ykkur kannski sama um krakkana? „Ég svaraði þessu hér á undan, þegar ég sagði að kröfur Kennarasambandsins væru ekki siður um bætt skólastarf í landinu. Það eru kröfur sem tekið hefur verið undir I skýrslum, nefndarálit- um og tillögum árum saman. Þetta eru atriði sem ráða- menn i landinu hafa einnig Svanhildur Kaaber: „Það vœri ábyrgðar- leysi af kennurum að sœtta sig við það sem boðið er, bœði hvað varðar skólastarfið og kaup og kjör. “ tekið undir, a.m.k. i ræðustól- um. Nú er hins vegar komið að því að efna loforðin sem gefin hafa verið og taka á vandanum." — Hvað hafið þið i laun í dag eftir verkföll einu sinni ári, seinustu árin? „Byrjunarlaun kennaraeftir þriggja ára háskólanám eru 48.205 krónur á mánuði. Eftir 18 ára starf fær fær grunn- skólakennari 62.771 krónu í laun á mánuði." — En fjármálaráðuneytið segir að meöaih ;ldarlaunin séu 74 þúsund krónur á mánuöi? „Þegar fjármálaráðuneytið birtir þessar tölur, þá er ekki verið að fjalla um laun al- mennra kennara. Ráðuneytið hefur birt tölur um meðaltals- laun i Kennarasambandinu öllu. Inn í þeim tölum eru ýmsir hópar sem raðast ofar í launaflokka en almennir kennarar. Til dæmis stjórn- endur skóla sem auðvitað eru hærra launaðir heldur en almennir kennarar. Þá eru þarna hópar eins og t.d. æfingakennarar og sérkenn- arar. Þegar reiknuð eru meðaltalslaun almennra kennara í desember s.l., þá kemur i Ijós aö launin eru að meðaltali um 55 þúsund krónur á mánuði. Þetta er u.þ.b. 6% lægra en fram kemur í upplýsingum fjár- málaráðuneytisins." — Inn i 74 þúsundum voru einnig kennarar sem vinna bara hlutastarf. Það hlýtur að vega eitthvað á móti? „Það er vissulega rétt að þarna eru bæði kennarar sem hafa unnið hlutastarf og ekki sist kennarar sem hafa neyðst til þess að taka að sér gifurlega yfirvinnu vegna þess aö kennaraskortur er svo geigvænlegur. í sumum fræðsluumdæmum er t.d. allt upp i 50% þeirra sem kenna við skólana réttindlausir starfsmenn." — Heldurðu að kennarar njóti stuðnings nemenda og foreldra i dag? „Ég vona sannarlega að kennarar njóti stuönings bæði nemenda og foreldra. Ég held að foreldrum hljóti að vera kappsmál eins og okkur aö bæta skólastarfið. Bætt aðstaða i skólunum hlýtur að vera mál sem varðar öll heimilin í landinu. í kröf- um okkar erum við nefnilega líka að tala um atriði eins og bætta aðstöðu, færri nem- endur í bekkjadeildum, lengri skóladag fyrir yngstu börnin. Þetta hljóta að vera atriði sem foreldrar geta sameinast kennurum i að berjast fyrir.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.