Alþýðublaðið - 19.03.1988, Page 10

Alþýðublaðið - 19.03.1988, Page 10
10 Laugardagur 19. mars 1988 MMÐUBLMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgasblaðs: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigrlður Þrúður Stefánsdóttir. Þórdls Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaöaprent hf., Siöumúla 12. Áskriftarslminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. kr. um helgar. lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60 I SPEGLI TÍMANS Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, telur sig hafa einkarétt á málefnum bænda; lítur á sig sem eins konar ríkiserfingja landbúnaðarins. Ef vandi bænda er ræddur á opinberum vettvangi á öörum nótum en forskrift Tímans og framsóknarmanna segir til um, á blaðið það til aó missa gjörsamlega stjórn á sér og hlaupa geltandi á eftir viðkomandi eins og fjárhundur á eftir bifreið sem ekur framhjá býli húsbóndans. Alþýðublaðið birti leiðara s.l. miðvikudag þar sem fjallað var um vanda refabænda undir gleiðu sjónarhorni, og erfiðleikarnir séðir sem hluti af rangri landbúnaðarpólitík. Blaðið lagði á það áherslu að bændur væru fórnarlömb kolvitlausrar landbúnaðar- stefnu, þar sem samvinna ríkisforsjár, pólitískrar fyrir- greiðslu og slæmra markaðsmála hefðu i raun svipt bændur sjálfstæði sínu og gert þá háða spilltu og rang- hugsuðu kerfi. Alþýðublaðiö hélt þvi fram að slíkt kerfi breytti stoltum héraðshöfðingjum í niðursetninga ríkis- forsjárkerfisins og benti á að tími væri kominn til bænda- uppreisnar undan þessuoki. Leiðari Alþýðublaðsins var hins vegar skrumskældur í endursögn forystugreinar Tímans í gær, föstudag. Þar var lagt út frá því að Alþýðu- blaðið hrakyrti loðdýrabændur og hafi ausið úr sér gagn- vart bændum og málefnum þeirra. Leiðari Alþýðublaðsins verður i spegli Timans að einni allsherjarárás á bænda- stéttina. Alþýðublaðið frábiður sig slíka skilgreiningu sem sennilega er sett fram til að sverta Alþýðublaðið og Alþýðuflokkinn i augum þeirra bænda sem enn lesa Tímann. Tímanum væri mun hollar að minnast þeirra ágætu lausnar sem formaður Alþýðuflokksins, fjármála- ráðherra lagði fram til viðbótar tillögum þingmanna- nefndarinnar til lausnar vanda refabænda og mælst hafa vel fyrir meðal bænda. Alþýðublaðið stendur hins vegar óhaggað við þá skoðun að vandi refabænda er aðeins hluti að vanda landbúnaðarins sem verðurað endurskipu- leggja frá grunni, afnema ríkisforsjá og stuðla að arðsemi búgreina og veita bændum sjálfstæði á ný. Spenni freyju- leiðarar Tímans breyta þar engu um. YMISLEGT OUPPGERT Samningamál eru í undarlegri biðstöðu. Eftir að verka- lýðsfélög hafa umvörpum fellt samningana virðist ekki Ijóst hvert skal halda. „Samningana heim í hérað“, segja verkalýðsforingjar og vinnuveitendur og sáttasemjari; flennast um landið i leit að fólki sem vill tala við þá. í kjöl-^ ÖNNUR SJONARMIÐ ÞAÐ fór eins og við spáð- um. Jón Óttar Ragnarsson stöðvarstjóri stóðst ekki mátið eftir lesturinn á reiði- messu útvarpsstjóra en Markús Örn Antonsson hellti sér I óvenju harkalegu orða- lagi yfir kollega sinn á Stöð 2 í Morgunblaðinu í fyrradag. í gær kvittar Jón Óttar fyrir sig ( svargrein sem hann nefnir „Reisn í fjölmiðlum.“ Jón Ottar segir um stefnu sína sem sjónvarpsstjóra: „Mitt verkefni sem sjón- varpsstjóra Stöðvar 2 hefur ávallt verið fyrst og fremst eitt: Að glæða áhuga íslend- inga á góðu sjónvarpi og bjóða áskrifendum Stöðvar 2 þá bestu dagskrá sem völ er á. Þetta hefur tekist. Við sýnum nú árlega um 75% allra þeirra framhaldsþátta og kvikmynda sem hlotið hafa flest verðlaun á erlend- um vettvangi auk mikils magns af besta fræðslu-, menninqar-, barna- og íþróttaefni sem i boði er!“ Slðan telur Jón Ottar upp það sem hann kallar „blekk- ingar Markúsar Arnar.“ í lok pistilsins skrifar stöðvarstjór- inn: „Grein Markúsar dæmir sig sjálf. Ég firra mig frá öllum afskiptum af slíkri lág- kúru. Ég hef ekki og mun ekki víkja að Markúsi per- sónuiega, né fella dóma yfir dagskrá RÚV. í minum huga er sjónvarp miklu brýnna mál en svo. Við sýnum á Stöð 2 flesta vinsælustu framhaldsþætti fyrir sjónvarp sem framleiddir eru.“ Og áfram: „Fátt sýnir betur stöðu Markúsar Arnar en sú fullyrð- ing hans að Stöð 2 sé videó- stöð. Þessi blekking fellur um sjálfa sig. Við erum nú einmitt að kynna páskadag- skrána okkar fyrir lands- mönnum. Ég skora á alla unnendur góðs sjónvarps fjær og nær að bera nú dag- skrárnar saman en spyr um leið: Veit maðurinn ekkert hvað menning er? Um samkeppnina gildir það eitt að frjálsu stöðvarnar einar finna fyrir henni. Stöð 2 þarf að sannfæra hvert heim- ili í landinu um að kaupa sér- stakt tæki, myndlykil, áður en hún kemst í þá aðstöðu sem RÚV nýtur ókeypis í krafti lagabókstafs. Stöð 2, eins og Stjarnan og Bylgjan, hefur þurft að heyja blóðugt strið fyrir tilverurétti sínum. Hver vildi ekki vera í sporum Markúsar? Kemur sú tíð að hann þorir að skríða undan pilsfaldinum og heyja sam- keppni við Stöð 2? Auðvitað ekki. Blekkingar eru hand- hægari en brauðstrit." Það er Ijóst aö þjóöin þarf ekki á sjónvarpsstjórunum lengur aö halda til að halda sér viö sjónvarpstækin. Það er miklu skemmtilegra aö fylgjast meö hanaati þeirra i Morgunblaöinu! farið fylgjaóuppgerð mál innan verkalýðshreyfingarinnar, og ef til vill eru dagar samflots í samningamálum taldir. Véið í Garðastræti er fallið, Og einhvern veginn er eins og allir séu í biðstöðu. Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni barmasérog þær raddir verða æ háværari sem krefjast róttækra aðgerða til að jafna aðstöðumun dreifbýlis og þéttbýlis. Allt í einu tala menn með opnum hug um að beita algjörlega andstæðum gjörðum miðað við það sem áður var kveðið til að rétta hlut landsbyggðar. Það hefði t.d. tæplega þótt boðlegt undir byggðastefnu 8. áratugarins að telja „rétt“ skráð gengi krónunnar mesta réttlætismál fyrir landsbyggðina, eins og fleiri og fleiri fullyrða núna. Og margt fleira er kveðið í kútinn. Nýi SÍS- forstjórinn segir félagsmálastefnu fyrri SÍS-kónga stríð á hendur og boðar m.a. samruna kaupfélaga sem um langa hríð hafa verið á vonarvöl. I samningaviðræðum er við því að búast að enn frekar muni koma í Ijós hver staða at- vinnuveganna er í raun. Kynni að vera að þjóðin áttaði sig á þvi að nýr kapítuli er hafinn. Athafni rikisstjórnarinnar í efnahagsmálum, í húsnæðismálum og víðarer spor í rétta átt, en hætt ervið að einhverjum þyki nóg um, þegar annar kapítuli hefst. Alpýðnblaðlð Aflafréttir: Tregur afli i ver- stöðvunum við Faxa- flóa, en veður ágætt. A FLI er yfirleitt fremur tregur í verstöðvunum við Faxaflóa, og eru þó gæftir víð- asthvar góðar. í Keflavik voru flestir bátar á sjó í gær, en afli misjafn og fremur tregur, eða hæst 11—12 skippund og niður í 80—90 fiska. Takmork fyrir stuðningi Mussolinis við Hitler! Djóðverjar eiga nú ekki krðfnr til meira lands en Oeir hafa, segir ítalska blaðið „La Tribuna44. ■■ ----------- LONDON í morgun. FÚ. REIN, scm birtist í gær í ítalska blaðinu „La Tribu- na“, hefir vakið athygli i Þýzka landi. í greininni er vitnað til þeirr- ar yfirlýsingar Hitlers, að landa mæri Þýzkalands og Ítalíu skyldu verða óhreyfð um aldur og æfi. Bretar og ítalar balda áfram að semja. LONDON i gærkveldi. FU. Chamberlain lýsti þvi yfir í neðri málstofu brezka þingsins i dag, að viðræðunum milli Breta 'og ltala i Róm miði vel áfram.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.