Alþýðublaðið - 19.03.1988, Síða 21

Alþýðublaðið - 19.03.1988, Síða 21
Laugardagur 19. mars 1988 21 LEIKLIST Eyvindur Erlendsson skrifar AÐ SKAMMA LEIKHÚSIÐ Þjóöleikhúsið frumsýndi sjónleikinn „Hugarburð" eftirSam Shepard á fimmtudagskvöldið, undir stjórn Gísla Alfreðssonar í leikmynd Gunnars Bjarnasonar. Leikararnir bregða upp hinum furðulegustu, þó venjulegustu, persónum i, allt að því lygilegum aðstæðum, — leikurá mörkum þess að vera trúðskapur og býsn. Þar fara fremst i flokki Gísli Halldórsson, Þóra Friðriksdóttirog Sigríður Þorvaldsdóttir og má af þeim nöfnum nokkuð merkja um máta leiksins. Hörkugott, og leikritið sjálft, þar af, best. Á myndinni eru fr.v. Lilja Þórisdóttir, Arnór Benónýsson, Gisli Halldórsson og Sigriður Þorvaldsdóttir. Hér fyrr heyrðist oft kvart- að undan því að fólk sem skrifaði um leiklistina í blöð- in væri alls ekki leikhúsfrótt, með öðrum orðum: hefði ekkert vit á þessu sem það væri að fjalla um. Að sínu leyti er þetta hæpin umkvört- un. Ef enginn má skrifa um leikhús án þess að vera margfróður og menntaður í faginu þá leiðir af því að eng- inn má heldur kvarta undan handvömm í byggingaiðnaði nema vera a.m.k. iðnskóla- genginn né heldur má neinn gagnrýna pólitískt ofríki nema stjórnmálafræðingar. Einn ágætur gagnrýnandi var mikið skammaður fyrir það að hann hefði enga ást á leikhúsi. Svoleiðis menn hefðu engan rétt á að skrifa um leikhús. Er það ekki nokk- uð hæpin kenning einnig? Þar af leiðir að enginn má heldur skrifa um hina kristnu kirkju nema hafa á henni ást og ekki heldur um lögregluna nema elska hana. En samt skal viðurkennt að betra er að hafa vit á því sem maður er að tala um; skoðun er því aðeins réttmætt að hafa að menn hafi skoðað fyrst. Nú er landið orðið fullt af leiklistarfræðingum, svo- nefndum, sem hafa lagt stund á það fag í útlenskum háskólum og tekið próf. Flestirsem um leiklistina skrifa nú til dags, hafa þann- ig bréf uppá sín klárheit. En vit hefur ekki aukist í þeim skrifum við það, — segja þeir sem í leikhúsum vinna. Og víst er um, að maður dregur í efa getu ýmissa háskóla til þess að útskrifa fólk „með vit“ á listinni þegar farið er að lesa lærðar útskýringar eftir það fólk um það t.d. að Rómeó og Júlía Shakespears fjalli um það „hversu óæski- legt sé að foreldrar séu aó skipta sér af ástum barna sinna, að Hamlet sé um ödipusarkomplexinn eða manninn sem ekki gat tekið ákvörðun eða varð vitlaus útaf Ófelíu". Þetta fólk á til að koma með einhverjar dill- ur og halda þeim fram eins og óvéfengjanlegum, eins og því að einhver leikritsþýðing eftir snilling á borð við Bjarna frá Hofteigi sé „gamaldags og úrelt“ af því að svoleiðis tali fólk almennt ekki nú til dags, eða þá að leikhús, sem er stofnanaleik- hús, með ráðandi leikhús- stjóra, rautt fortjald og hall- andi áhorfendagólf sé ekkert að marka af því að þaö er stofnanaleikhús með ráðandi leikhússtjóra, rautt fortjald og hallandi áhorfendagólf. Allir sjá bullið í svona kenn- ingum. Samkvæmt þeim eru textar Matthíasar þýddir sem frumsamdir, Jóhanns Sigur- jónssonar og Shakespears — allir ónýtir og La Scala ómark. Þeir sem lengi hafa fengist við leiklistina sjálfa, svo og velflestir áhorfendur, þykjast vita betur, enda þótt þeir kunni ekki til ræðumennsku né málsnilli til að svara þess- um hinum margvislegustu bókstafskenningum fræðinga í leit að nútímalegri sjálfs- ímynd. Nú væri þetta í góðu lagi ef ekki væru tímarnir þannig breyttir, snögglega, að skrif um leikhúsið eru farin að hafa áhrif og ráða aösókn eins og best sást á sýning- unni um Rómúlus mikla, fyrr í haust, sem beinlínis féll á því að allir blaðadómararnir þurftu að gera sig gáfaða á hennar kostnað. Hún var lika upplögð til þess vegna þess að bæði í leikritinu sjálfu og í uppsetningunni úir og grúir af atriðum sem þetta „upp- lýsta nútímafólk" er búið að æfa sig lengi á að tala um og helst með þeirri fyririitningu sem er sjálfumgleðinnar kór- óna. Nú er ég að vísu ekki í fullkominni aðstöðu til að leggja dóm á Rómúlu, — ég sá hana ekki nema óbeint. Hitt veit ég að leikritið er frá- bært og þýðingin afbragö. Hvort tveggja þóttist þetta fólk umkomið að skamma. Það má því alveg eins gera ráð fyrir að aðrar skammir hafi verið álíka marktækar. En hvers vegna eru leiklist- ardómar allt í einu orðnir svona hættulegir? Það stafar nú að hluta til af því að þeim fækkar ört sem svo vel hafa skoðað að þeir geti myndaö sér skoðun sjálfir en þó miklu fremur og langmest af því að leikhúsaðsókn byggist alls ekki á einstaklingum eða pörum, eins og var til skamms tíma, heldur á hóp- um. Félög og vinnustaðir efna til sameiginlegra leik- húsferða, stundum jafnvel ekki af eigin áhuga, frum- sprottnum, heldur fyrir at- beina sölumanna leikhús- anna. Og i hópi eru ákvarðan- ir teknar eftir allt öðrum og gerólíkum lögmálum en þeim sem ráða í hjarta hvers ein- staklings fyrirsig. Einstakl- ingur þarf engin rök önnur en „mig langar" eða „nú ætti ég að gera nokkuð" eða máski hugsar hann sem svo: „Elsk- an mín er döpur, hún er kannski að krebera. Það er sagt að almennilegur harm- leikur geti hjálpað gagnvart sliku. Það er best að bjóða henni á Hamlet. Það kvað vera svoleiðis leikrit, geti hjálpað". Hópur getur aftur á móti ekki hugsað svona og ekki tekið ákvarðanir að þess háttar rökum að leiddum. Þar eru ákvarðanir teknar á fund- um, eða þá af einhverjum for- ingjum sem fyrst og fremst reyna að taka ákvarðanir þannig að ekki verði neitt á þeim haft eða þeim um kennt ef vinsældir ákvörðunarinnar skyldu bregðast. Það er gott að geta borið fyrir sig: „Blöð- in sögðu það“. Ég tala nú ekki um: „Útvarpið sagði þaö og það kom meira aö segja í sjónvarpinu". Á fundi þarf hins vegar ekki nema eins rödd sem segir: „Morgun- blaðið segir að þetta sé ein- hver kommúnismi" til þess að allir fælist frá. Hópurinn gæti klofnað. Takið eftir því að nafn gagnrýnandans er ekki einu sinni nefnt. „Mér skilst á Mogganum að þetta sé nú ekkert skemmtilegt", er nóg. „Og var ekki tilgang- urinn að skemmta sér sam- an“. Tilkoma hópanna og sölu- mennsku á félagagrundvelli hefur því gjörbreytt tilveru leikhússins, hreinlega velt upp þvl sem áður var til- hneiging til að láta snúa nið- ur. Þetta er svo mikilvægt að menn viti, að ég vil biðja þá háttvirta blaðamenn annarra blaða sem umhyggju bera fyrir málefninu að bera upp þetta málefni hjá sér og er þá þessi texti þeim frjáls til af- nota ef vill. Blaðalestur manna er svo tilviljanakennd- ur, auk þess sem Alþýðublað- iö er ekki af hvalakyninu, að það er hreint undir hælinn lagt hvort menn taka eftir svona grein, hvað þá lesa af vandvirkni. Það er meir að segja alveg undir hælinn langt hvort nokkuraf þeim sem leikhúsum ráða hitta á hana. Leikhúsfólk les ekki, mála sannast, aðrar greinar í blöðum en þær þar sem ætla má að nafn þess sé nefnt, því miður. Það er því Ijóst að leikhús- skrif í blöðunum eru ekki lengur „umfjallanir" einstakra manna, hugleiðingar og vangaveltur einstaklinga handa öðrum einstaklingum, sem einnig hafa leiklistina að hugðarefni, til þess að skemmta sér yfir, velta vöng- um og fá nýjar hugmyndir heldur hreinir og beinir dóm- ar, í þeim skilningi sem orðið merkir þegar sagt er: Dómur- inn er fallinn. Það er því fyrir- varalaust skollin ábyrgð á hendur því saklausa fólki sem ef til vill hefur ætlað sér það einungis til andlegrar næringar, eflingar andans, skemmtunar og lífsviðurvær- is, jafnt í efnislegum skiln- ingi sem andlegum, — að skrifa greinar um listirnar i blöðin. Þessu hefur Guðberg- ur Bergsson greinilega áttað sig á enda velur hann þann kost í myndlistarskrifum sín- um að tala í óræðum gátum og líkingum þar sem lesand- inn fær hvergi handfestu á því hvort Guðbergi sjálfum líkar betur eða verr. Alls þessa vegna er heldur betur orðið mikilvægt að blaðaskrifarar viti hvað þeir eru að gera. En ef það nú sannast að hinir háskólamenntuðu leik- húsfræðingar láti sig henda hverskyns barnaskap og fljótaskrift æ ofan í æ, hver á þá að taka við? Kollegar min- ir í leikhúsinu hafa löngum sagt, í sinni elskulegu fljót- færni: „Það á bara að fá I reynda og viðurkennda leik- 'núsmenn til þess að skrifa í blööin". Fljótsagt en ekki auðgert. Þessir menn eru ekki í öll- um tilfellum vel skrifandi. Auk þess fylgir það geðslagi, eiginlegu leikurum, að skil- greina hluti ekki alltof ná- kvæmlega, hafa ekki alltof fastar skoðanir, sem hægt væri að halda fram og vera fráhverfir bindingu við önnur störf en æfingar sínar og sýningar, — þar á meðal þeirri kvöð sem það er að mæta á hvers konar sýningar og skila um þær umsögn í hvelli. I öðru lagi er hér hætta á hlutdrægni, vegna þess að íslenskt leikhús er ekki eitt, heldur margskiþt. Það stefnir ekki eitt og sameinað að því einu að magna upp listina. Það stefnir hver hópur fyrir sig að því einu að komast af, — sumir aö því að bera hinn efra skjöld í viðureign við hina. Tryggð við sinn hóp er því, ennþá a.m.k., sett ofar trú- mennsku við listina sjálfa, ofar rækt við fortíð og yrkju handa framtið íslenskra lista yfirleitt. En þó svo væri einhver, vel menntaður, flinkur og viður- kenndur leikhúsmaður að treysta mætti hans hlutleysi, þá er enn einn hængur á. Hann er sá að hvort sem menn vilja eða ekki vilja, þá dæma kollegar hann, alveg ósjálfrátt og samstundis út úr sínum hópi, um leið og hann fer að fjalla um sýning- ar í blöðunum. Annað eru hrein undantekninga tilfelli. Það gerist á þann hátt að strax og það fréttist að ein- hver skrifi um sýningar, þá hætta leikararnir (og það eru þeir sem þrátt fyrir allt mestu ráða) að þora að tala við hann. Einkum þeir ungu. Einkum stúlkurnar — sem eru jafnframt hvað skæðastar í dómum og matreiðslu orðspors. Þær hugsa sem svo: „Ef ég heilsa nú, sem áður, glað- vær og eftirlát, þá halda allir að ég sé að sjarmera hann, til þess að fá góða kritíkk. Ef ég geri það ekki, þá móðgast hann og skammar mig í blöð- unum. Vissast að þykjast ekki sjá hann. Og vissast að tala ekki of vel um hann, ef hann skyldi eiga eftir að gera lítið úr mér.“ Leikhússamfélagiö er afar viðkvæmt, og fljótt að hrinda frá sér. Mega menn best sjá það á því að Laurence Oliver hikaði lengi við að taka við „Sir“-titlinum af ótta við að einangrast frá kollegum sín- um. Jafnvel hann mátti óttast um sig. Utanaðkomandi fólki finnst þetta kyndugt, en svona er nú geðslag leikara — gott eða vont — skiptir ekki máli, en það er einmitt fyrir þetta viðkvæma, reikula og auö- styggða geð sem menn verða leikarar. Aðrir eiga þar litinn séns. Svo menn sjá, að það þarf meira en lítið styrka menn — eða glannafengna til þess að skrifa um leikhús — af viti.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.