Alþýðublaðið - 22.03.1988, Page 1

Alþýðublaðið - 22.03.1988, Page 1
í LÞvmiBií diii Þriöjudagur 22. mars 1988 STOFNAÐ 1919 56. tbl. 69. árg. AFTURKIPPUR Á FREÐFISKMÖRKUÐUM Fiskneysla dróst saman um 8% í Bretlandi á síðasta ári. Fisksölufyrirtœkin í Bandaríkjun- um hafa þurft að lœkka verð. „Þetta er ef til vill vísbend- ing um aö markaðurinn sé heldur slakari en seinustu misseri. Þarna er ákveöinn þrýstingur sem viö höfum orðið aö láta undan,“ sagöi Benedikt Sveinsson, aöstoö- arframkvæmdastjóri Sjávar- afurðadeildar Sambandsins i samtali viö Alþýðublaðið i gær. íslensku fisksölufyrir- tækin í Bandarikjunum, lce- land Seafood Corporation og Coldwater Seafood Corpora- tion, hafa bæöi gert samn- inga viö stærsta kaupandann Long John Silver’s, veitinga- húsakeöjuna, um lækkað verö. Ekki er búist viö aö framboð aukist mikið á næst- unni, þar sem nokkuð hefur dregið úr veiði hjá samkeppn- islöndunum. Spurningin er hins vegar hvort neysla kunni einnig aö dragast saman. Tal- iö er aö neysla á fiski í Bret- landi hafi dregist saman um 8% á siöasta ári. „Ég á alls ekki von á því aö verö lækki frekar, þar sem ekki virðist mikiö framboö af fiski,“ sagði Benedikt. Sam- kvafimt uDDlvsingum sem Al- þýöublaöiö aflaöi sér hefur veiöi í Barentshafi seinustu mánuöi veriö aöallega i smá- fiski og veiði viö Noreg, sér- staklega Lofoten, hefur verið mjög léleg. Ennfremur hefur veiöi í Norðursjónum veriö treg, þó aö hún sé eitthvaö aö hressast. Hjá Kanada- mönnum hefurverió lítiö um þorskveiói upp á síðkastiö og hefur fiskverkafólk jafnvel þurft að fara heim úr vinn- unni. Taliö er að fiskneysla hafi dregist saman um 8% i Bret- landi á síöasta ári. Helstu skýringar eru sagöar hátt veró svo og eðlilegur aftur- kippur eftir mikla neyslu- aukningu seinustu árin. Þá er taliö aó höró barátta í sam- keppni kjúklinga- og kjöt- framleiðenda kunni aó hafa haft áhrif. Ekki er talið að samdráttur í neyslu i Bretlandi gefi neina vísbendingu um svipaöa þró- un í Bandarikjunum eöa á meginlandi Evrópu. Samningamenn ad lokinni vökunótt, f.v. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VMSÍ, Magnús L. Sveins- son formaður VR, Viglundur Þorsteinsson formaður Félags islenskra iðnrekenda og Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks. A-mynd/Róbert. SKAPLEGRI EN VNISÍ SAMNINGURINN Segir Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks um nýgerðan kjarasamning Nýr kjarasamningur Vinnu- veitendasambands Isiands annar vegar og Landsam- bands iðnverkafólks og Land- sambands íslenskra verslun- armanna hins vegar, gildir til 10. apríl 1989 og gerir ráö fyr- ir 16,25% launahækkun á samningstimanum. Guð- mundur Þ. Jónsson formaöur Landsambands iðnverkafólks segir samninginn skaplegri en VMSÍ samninginn, og að öllum félagsmönnum séu tryggöar starfsaldurshækkan ir. Hið opinbera mun leggja fram 15 milljónir til verk- menntunarátaks fyrir starfs- fólk í matvæla- og hreinlætis vöruiðnaði. Félagsmenn munu greiöa atkvæði um samninginn síðar í vikunni. í samningnum sem gildir til 10 apríl 1989, er gert ráö fyrir aö hækkun launa nemi 16.25%. Viö undirskrift hækka laun um kr. 2.025, 1. júní um 3.25%, 2.5% 1. sept- ember, 1.5% 1. desemberog 2.0% 1. febrúar 1989. „Samningurinn genguryfir- leitt lengra en VMSÍ samn- ingurinn, og er skaplegri,“ segir Guömundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iönverkafólks í samtali viö Alþýðublaöið. Að sögn Guó- mundar fara lágmarkslaun nú upp í 32.000, og segja megi aö öll laun undir 40 þúsund- um hækki nú um 2.025 krón- ur, en laun þar fyrir ofan um 5,1% Segir hann aö með samn- ingnum séu öllu félagsfólki tryggðar starfsaldurshækkan- irog lágmarkslaunahugtakiö fellt út. Taxtakerfi starfsfólks í hreinlætis- og matvælaiðn- aöi sé lagfært til samræmis við annaö iönverkafólk. Vaktaálag hækkar og verður 17% jafnaðarálag á tvískiptar vaktir og 27% á þriskiptar vaktir, fimm daga vikunnar. Starfsfólk sem oróiö er 25 ára byrjar nú á launum mióaö viö 1 árs starf, í staö byrjun- arlauna áóur. „Svo er þaö mikilvægt aö viö fáum 15 milljónir til verk- menntunarátaks fyrir starfs- fólk í matvæla- og hreinlætis- vöruiönaói. Samningurinn gefur aö vísu mismunandi mikiö, en viö vonumst til að hann tryggi meðalkaupmátt kauptaxta áriö 1987“, segir Guðmundur Þ. DAUÐA- wmrnmm SJUKLING- VIDSKIPTA- SVEITIR # ARNIR EKKI RÁÐUNEYTIÐ 1 HONDURAS WÉ& Á GÖTUNA f Æf ’ H «Sr 11 B KÆRT 7 ■■■ 8 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.