Alþýðublaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 22. mars 1988
NORSKIR BÓKADAGAR
Haldnir í Norrœna húsinu 23.-28. mars
MENNING
Óskar Vistdal, sendikennari i
norsku skrifar
Á morgun, miðviku-
daginn 22. mars, hefjast
Norskir bókadagar í
Norræna húsinu og er
um að rœða umfangs-
mikla kynningu á
norskum bókmenntum
fyrr og nú. Stendur
kynningin yfir í tœpa
viku eða til 28. mars
n.k. Fjöldi gesta úr
norskum bókmennta-
heimi mun gista Island
meðan á Norsku bóka-
dögunum stendur sem
bœði munu kynna
norskar bókmenntir og
lesa úr verkum sínum.
Alþýðublaðið bað
Óskar Vistdal, norskan
sendikennara við Há-
skóla Islands að rita
pistil um Norsku bóka-
dagana og greina les-
endum frá því sem þar
verður á boðstólum.
Norsku bókadagarnir eru
nýjung í bókmenntakynning-
unum, sem eiga sér langa
hefð í Norræna húsinu. Auk
hefðbundinna bókakynninga
verður lögð sérstök áhersla á
eitt land í einu, sem þá er
kynnt ýtarlegar með bóka-
sýningum, rithöfundaheim-
sóknum og fyrirlestrum. Nor-
egur varð fyrstur fyrir valinu,
næsta skipti verður eitthvert
annað Norðurland.
Við stefnum að fjölbreyttri
dagskrá og aétlum að kynna
bæði Ijóðlist, leiklist og
prósa, sígildar bókmenntir og
nútímabókmenntir, barnabók-
menntir og bækur fyrir full-
orðna. Við byrjum með Henr-
ik Ibsen, helsta skáldjöfri
Norðmanna. Það er eðlilegt,
þar sem allar leiðir nútima-
leiklistarinnar leiða til Ibsen,
reyndar viðar en á Norður-
löndum.
Ibsen-dagskrá
Ibsen-dagskráin hefst með
því að danski bókmennta-
fræðingurinn Henrik el
Bandak fjallar um áhrif Sor-
ens Kierkegaard á Ibsen í er-
indi sem verður flutt í stofu
101 i Odda, þriðjudaginn 22.
mars kl. 17.15.
Á mióvikudagskvöldið 23.
mars kl. 20.30 verða valdir
kaflar úr „Pétri Gaut“ í snilld-
arlegri þýðingu Einars
Benediktssonar fluttir í Nor-
ræna húsinu af Gunnari Eyj-
ólfssyni ásamt öðrum leikur-
um frá Þjóðleikhúsinu. Knut
Odegaard, forstjóri Norræna
hússins, mun tengja saman
atriðin og segja frá skáldinu.
Rétt er að taka fram að
leikfélag Reykjavíkur setti
„Pétur Gaut“ á svið í fyrsta
skipti hér á landi árið 1944.
Stjórnandi var Gerd Grieg,
eiginkona norska skáldsins
Nprdahls Grieg, sem dvaldist
á íslandi á stríðsárunum. Að
sögn Tómasar Guðmunds-
sonar „er vafasamt hvort
nokkur útlendingur hafi öðl-
ast skáldlegri og persónu-
legri skilning á leyndarmál-
um íslenzkrar náttúru eða lit-
ið íslenzkt eölisfarog lífs-
baráttu skyggnari augum".
Sérstök dagskrá er helguð
honum pálmasunnudaginn
27. mars kl. 20.30.
Kjölv Egeland, fyrrverandi
menntamálaráðherra Noregs
mun flytja erindi um skáldið
Nordahl Grieg og Hjörtur
Pálsson rithöfundur les m.a.
stórbrotna Þingvallakvæðið
hans í þýðingu Magnúsar
Asgrímssonar.
Ljóðlist og barnabœkur
Hjörtur Pálsson mun einn-
ig lesa eigin þýðingar á
norskri Ijóölist, m.a. eftir Rolf
Jacobsen, fimmtudagskvöld-
ið 24. mars kl. 20.30 í Nor-
ræna húsinu. Þá flytur Finn
Jor, menningarstjóri Aften-
postens, fyrirlestur um
norska nútímaljóðlist.
Vert er að vekja sérstaka
athygli á barna- og unglinga-
bókmenntum, bókmennta-
grein þar sem sérstaklega
mikið gerist í Noregi um
þessar mundir. Það er dæmi-
Meðal þeirra norsku rithöfunda
sem koma til islands og lesa úr
verkum sinum á Norskum bóka-
dögum i Norræna húsinu, er Kjell
Askildsen. Hann er fæddur 1929
og gaf út sina fyrstu bók sem var
smásagnakver 1953. Askildsen er
ekki ýkja afkastamikill höfundur i
skilningi magnsins, hefur gefiö út
niu bækur á 34 árum. En þess
heldur er hann orðaður fyrir
nákvæmni, yfirvegun og mikil
gæöi og er talinn helsti smá-
sagnahöfundur Noregs í dag og
meö fremstu pennum Evrópu.
Hann les úr verkum sinum i
Norræna húsinu laugardaginn 26.
mars.
ítarleg Ibsen dagskrá verður á
boðstólum í Norskum bóka-
dögum. Meðal annars mun Knut
Ödegárd segja frá skáldinu og
tengja saman leikatriði sem ís-
lenskir leikarar fiytja á morgun i
Norræna húsinu kl. 20.30. Hér
sést Ibsen kíkja á norska Þjóðleik-
húsiö í Osló. Teikning: Ulf Aas
(Aftenposten).
gert að tveir þekktustu rithöf-
unda landsins á alþjóðavett-
vangi, þau Thorbjorn Egner
og Anne-Cath. Vestly, eru
einmitt barnabókahöfundar.
Tveir dagar eru ætlaðir
barnabókmenntum, fimmtu-
dagur 24. og sunnudagur 27.
mars. Heiðursgestur er Anne-
Cath. Vestly, sem flestir ís-
lendingar þekkja, m.a. af þýð-
ingum Stefáns Sigurðssonar
og Margrétar Örnólfsdóttur.
Anne-Cath. segir frá ritstörf-
um sfnum pálmasunnudag-
inn kl. 14.00. Ingibjörg Haf-
stað ásamt nemendum I
norsku við Háskóla Islands
annast bæði fjölbreytta dag-
skrá fyrir börn og kynningu á
stefnum og straumum í
barnabókmenntum 24. mars
kl. 14.00 og 16.00. Eiginmaður
Önnu-Cath., Johan Vestly,
sýnir myndskreytingar sínar á
bókum hennar í bókasafni
Norræna hússins.
Norskar
nútímabókmenntir
Óskar Vistdal, norskur
sendikennari við Háskóla ís-
lands, ætlar að kynna úrval
úr helstu skáldverkum síð-
asta árs, laugardaginn 26.
mars. Sérstakur gestur verður
Kjell Askildsen, einn fremsti
smásagnahöfundur Noregs
um þessar mundir. Hann
fæddist áriö 1929 og hefur á
tímabilinu 1953-87 sent frá
sér samtals tíu skáldsögur
og smásagnasöfn. Fleiri
verka hans hafa verið þýdd,
einkum á þýsku, og Kjartan
Árnason og Gunnhildur
Gunnarsdóttir hafa íslenskað
tvær smásögur eftir hann. í
febrúar síðastliðnum sýndi
Ríkissjónvarpið kvikmyndina
„Carl Lange“, sem byggist á
samnefndri smásögu eftir
Kjell Askildsen. Hún var birt í
fyrsta sinn árið 1983 en kom
út aftur í fyrra í kverinu „En
plutselig frigjorende tanke“.
Fyrir þá bók hlaut Askildsen
norsku ríkismálsverðlaunin
1987.
Mikil gróska er í norskum
bókmenntum um þessar
mundir. Höfundar eins og
Edvard Hoem og Tor Áge
Bringsvard, sem báðir gáfu
út veigamiklar skáldsögur á
árinu sem leið og voru tii-
nefndar af hálfu Noregs til
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs í ár, eru tvímæla-
laust í fremstu röð I norræn-
um nútímabókmenntum.
Sama má auðvitað segja um
Kjell Askildsen og Dag Sol-
stad og ekki síst Kjartan
Flogstad og Jan Kjærstad,
helstu fulltrúa furðuraun-
sæisins í Noregi.
Vísur og upplestur
Að loknum bendum við á
vísna- og upplestrarkvöldið
með Eiríki Bye söngvara og
Willy Andresen píanóleikara
föstudaginn 25. mars kl.
20.30. Eiríkur Bye er einnig
afkastamikill rithöfundur og
ef til vill vinsælasti sjón-
varpsmaður Noregs —
Magnús Magnússon og Óm-
ar Ragnarsson í einum
manni.
Síðasti dagurinn, 28. mars,
er ætlaður norskum bók-
menntum í íslenskri þýðingu.
Heimir Pálsson talar um þýð-
ingar úr Norðurlandamálum
almennt og sérstaklega um
eigin þýðingar á verkum eftir
Tarjei Vesaas og Johan Borg-
en. Matthías Kristiansen les
úr þýðingu sinni á skáldsög-
um Jóhannesar Hegglands
og Þorsteinn Gunnarsson
leikari flytur kafla úr „Norður-
landstrómet" eftir barokk-
skáldið Petter Dass í islensk-
um málbúnaði dr. Kristjáns
Eldjárns.