Alþýðublaðið - 30.03.1988, Side 1

Alþýðublaðið - 30.03.1988, Side 1
PLO-málið á ríkisstjórnarfundi: STEINGRÍMUR BAKKAÐI Mun sennilega senda frá sér fréttatilkynningu um rangtúlkun PLO-manna Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra dró til baka á ríkisstjórnarfundi i gær flestallar yfirlýsingar sínar varðandi fund sinn með dr. Eugene Mahkluf, talsmanni PLO í Stokkhóimi á dögun- um. Samkvæmt heimiidum Alþýðublaösins viðurkenndi utanríkisráöherra að allur fréttaflutningur PLO af fund- inum væri mjög villandi. Alþýðublaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimild- um, að Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra hafi á ríkisstjórnarfundi í gær, viðurkennt að allur fréttaflutningur PLO-manna af fundi hans og dr. Eugene Makhluf í Stokkhólmi á dög- unum hafi verið mjög vill- andi. í máli utanríkisráðherra kom fram, að í fyrsta lagi hafi islenska ríkisstjórnin ekki lýst því yfir að PLO væru lög- mætir fulltrúar palestínsku þjóðarinnar, og í öðru lagi sé það misskilningur að utan- ríkisráðherra hafi skuldbund- ið sig til viðræðna við full- trúa PLO á íslandi eða í Túnis. Steingrímur Hermannsson utanrikisráðherra fékk fyrir- spurn á ríkisstjórnarfundin- um, hvort hann væri reiðubú- inn að senda út fréttatilkynn- ingu þess efnis að rangt hafi verið eftir honum haft af PLO-mönnum og tók utan- ríkisráðherra vel í það. GUÐJÓN FÉKK 100 MILUÓNIR Á SEX ÁRUM Laun tii Guðjóns B. Ólafs- sonar hjá lceland Seafood á árunum 1980-1986 námu um 2.3 milljónum dollara. Þá greiddi fyrirtækið einnig 200 þúsund vegna lifeyris- greiðslna. Agreiningur um umframlaun á þessu tímabili, hefur staðið um 500-600 þús- und dollara. Heildarlaun Guð- jóns B. Ólafssonar á sex árum námu þvi yfir 100 milljónum íslenskra króna. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á blaðamannafundi sem Valur Arnþórsson stjórn- arformaður SÍS hélt í gær, þar sem hann skýrði afstöðu stjórnar til ágreinings um launamálin. Fjallað var um málið á stjórnarfundi í gær og ályktað að ágreiningurfnn hafi að fullu verið skýrður. Málinu ætti því að vera lokið af hálfu stjórnar SÍS. Á stjórnarfundi SIS í gær var einnig fjallað um bréf sem borist hafði frá Eysteini Helgasyni fyrrum forstjóra SÍS. Samþykkt var að Ijúka hið fyrsta samningum við hann og aðstoðarforstjórann Geir Magnússon um starfs- lokalaun. Guðjón B. Ólafsson og Valur Arn- þórsson fyrir stjórnarfundinn i gær. AB-mynd/Róbert. Breytingar á húsnœðiskerfinu HÚSBRÉF í STAÐ LÁNA? Vinnuhópur sem Jóhanna Sigurðardóttir skipaði til að vinna aö endurskoðun á hinu almenna húsnæðislánakerfi leggur til aö upp verði komið kerfi, sem í stað beinna lána til íbúðarkaupa bjóði upp á skuldabréfaskipti. í þvi felst að ibúðarkaupandi gefur út skuldabréf fyrir láni þvi sem hann fær hjá seljanda og megi síöan skipta því fyrir ríkistryggt og markaðshæft húsbréf hjá Húsnæðisstofn- un eða hjá sérstakri hús- bréfamiðlun sem komið yrði á fót, eða kaupandi annaðist skuldabréfaskiptin og afhenti seljanda húsbréfin. A blaðamannafundi sem f.élagsmálaráðherra hélt í gær, var kynnt álitsgerð vinnuhóps er ráðherra skip- aði í lok janúar s.l. til að gera tillögur um þá kosti sem fyrir hendi eru um framtíðarskip- an almenna húsnæðislána- kerfisins. Leggur vinnuhópurinn fram þrjá kosti um framtíðarskipan húsnæðislánakerfisins. í fyrsta lagi verði núverandi kerfi haldið í megindráttum þannig að áfram verði byggt á lánsloforðum og föstum lánsfjárhæðum, en kerfið endurbætt með lækkun láns- fjárhæða, aukinni fjárútvegun og styttingu endurgreiöslu- tima á lánum til íbúðaskipta. Telur hópurinn að ekki náist jafnvægi með þessari aðferð. I öðru lagi breytilegar láns- fjárhæðir eftir því sem út- lánageta leyfir og lánveiting- ar háðar raunverulegum fast- eignaviðskiptum, en ekki óskum um þau. Telur hópur- inn að í þessari leið felist mikil lækkun lánsfjárhæða og óvissa fyrir fólk í fast- eignaviðskiptum. Sú leið sem vinnuhópurinn telur álitlegasta, er að í stað beinna lána til íbúðakaupa, verði tekið upp kerfi skulda- bréfaviðskipta húsbréfamiðl- unar. Þetta fyrirkomulag sé vel þekkt erlendis og felst i því, að íbúðarkaupandi gefur út skuldabréf fyrir láni því sem hann fær hjá seljanda. Því megi síðan skipta fyrir ríkistryggt og markaðshæft húsbréf. Þetta muni stuðla að víðtækari og meiri innri fjármögnun og verulegri lækkun útborgunarhlutfalis. Kerfið tengist núverandi til- högun með auðveldum hætti og gæti átt þátt í þvi að eyða nuverandi biðröðum fyrr en ella. Sagði félagsmálaráðherra að næsta skref yrði að ræða við aðila vinnumarkaðarins um þessi mál og myndi fram- haldið skýrast eftir það. Sagðist hún telja að sú leið sem vinnuhópurinn mælti með virtist vera væniegust. Hún muni leggja allt i að þessi mál verði frágengin fyrir næstu áramót og vonað- ist til að ekki kæmi til lokana í húsnæðiskerfinu i ár, eins og s.l. ár.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.