Alþýðublaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. apríl 1988 5 il RÍKISÚTVARPIÐ menntamálaráðherra ustuna, eins og greinilegt var af þessari spurningu Stefáns Jóns Hafsteins: „Er eitthvað sem bendir til þess, annað hvort í þínum rannsóknum eða í sambandi við það, sem hefur komið fram núna frá Noregi, að það væru fleiri stjórnmálamenn ; en Stefán Jóhann, sem að hafi starfað með þessum hætti, annað hvort i hans flokki eða öðrum flokkum?" Með þessari spurningu leitaði fréttamaðurinn fyrir sér um það, hvort fleiri stjórnmálamenn yrðu dregnir í dilk með Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ef ályktað væri af öðrum heimildum á sama hátt og Tangen var sagður gera af sinni. Þorleifur Friðriksson skoraðist undan svari meö þeim orðum, að rannsóknir sínar hefðu „fyrst og fremst tekið til Alþýðu- flokksins og Alþýðusam- bandsins". Hann lét hins veg- ar að þvi liggja, að undirrótin að innanflokksátökum í Al- þýðuflokknum á sjötta ára- tugnum hefði verið sú, að þá hafi verið hér á ferð „banda- rískir útsendarar". Þeir hefðu lagt til fé úr sjóðum Marshall-hjálparinnar til út- gáfu fréttablaðs Alþýðusam- bands íslands, en það atriði tengdi Már Jónsson óðar við meintan fjárstyrk leyniþjón- ustunnar bandarísku til „njósnastarfsemi" í Noregi. Það varð Þorleifi Friðrikssyni siðan tilefni til að nefna, að Iðnaðarmálastofnun hefði verið rekin fyrir Marshall-fé í þeim tilgangi að „slæva andstæðurnar milli launa- vinnu og auðmagns". Auðsætt er, að í þessum Dagskrárþætti var farið út á mjög varhugaverða braut. Að- altilefni hans var að ræða um sögulega heimild, sem út- varpsmenn létust hafa undir höndum, en höfðu alls ekki. Til umræðunnar var þannig stofnað á mjög ankannaleg- an hátt. Eðlilegt heföi verið að segja frá því i hádegis- fréttum, að viðkomandi heim- ild hefði ekki fundist, og fresta frekari fréttaflutningi og umræðum um máliö, þar til hún væri komin til skila. Jafnvel þótt litið sé fram- hjá því í bili, hvernig til um- ræðunnar var stofnað, virðist ekki síður ámælisvert, hvern- ig tekið var á umræðuefninu. Samkvæmt síðustu frásögn Jóns E. Guðjónssonar kom það eitt fram í „skýrslunni" um Stefán Jóhann Stefáns- son, að hann hefði hitt bandaríska stjórnarerindreka og leyniþjónustumenn að máli. Allt annað, sem Jón hafði um málið að segja, voru ályktanir, sem hann hafði eft- irTangen. Þær voru augsýni- lega sprottnar af þeirri óhæfu forsendu, að það geti verið nægilegt sakarefni að eiga samneyti við ákveðna menn. Þessar ályktanir voru teknar góðar og gildar ásamt staðhæfingum Tangens um norsku verkalýðshreyfinguna. Á þessu byggðist öll umræð- an í þættinum, þar sem mörkin milli staðreynda, hæpinna fullyrðinga og upp- spuna máðust með öllu út. Ef beitt hefði verið gagn- rýnu fréttamati, hefði niöur- staðan hlotið að verða sú, að ályktanir, sem hafðarvoru eftir Tangen, væru ótækar án frekari sannana. „Heimild" um að forsætisráðherra hefði hitt bandariska embættis- menn og gefið þeim ótil- greindar upplýsingar um ótil- greind málefni, gæti aldrei talist vísbending um, hvað þá sönnun fyrir því, að hann hefði haft óeðlileg tengsl við bandarísku leyniþjónustuna. Alkunna er, að á fyrri tíð áttu íslenskir forsætisráðherrar mikil samskipti við erlenda stjórnarerindreka. Á árunum 1948-49 vofði stríðshætta yfir og íslensk stjórnvöld óttuð- ust, að átök á meginlandi Evrópu gætu breiðst út til landsins með einhverjum hætti. Á íslandi voru þá eng- ar landvarnir, en rikisstjórnin gerði ráð fyrir þvi, að Banda- ríkjamenn hefðu hér herafla á ófriðartímum. Vorið 1949 gengu íslendingar i Atlants- hafsbandalagið, sem þá fól Bandaríkjamönnum að verja landið á styrjaldartímum i samráði við íslensk stjórn- völd. Vegna þessa samstarfs fslenska ríkisins við Banda- ríkjastjórn kunni það hæg- lega að hafa verið í verka- hring forsætisráðherra að skiptast á leynilegum upplýs- ingum við bandaríska stjórn- arerindreka, þ.á.m. leyniþjón- ustumenn. Þannig fara sam- skipti ríkja iðulega fram, og þykirekki fréttnæmt. í Dagskrárþættinum var aldrei bent á þessi atriði. Óhlutdrægt fréttamat vék þar til hliðar fyrir eindreginni stjórnmálaafstöðu, sem réð bæði spurningum og svörum þátttakenda. Þessi afstaða var ítrekuð í þáttarlok, er Stefán Jón Hafstein bað Þor- leif Friðriksson að meta erlend áhrif á íslensk stjórn- mál „í vil hægri öflunum geng þeim, sem þessir aðilar voru að beita sér, þ.e.a.s. róttækum vinstrimönnum eða verkaiýðshyggjufólki". Hér kom fram það sjónarmið, að þeir sem ekki aðhylltust stefnu Sósíalistaflokksins eða höfnuðu samstarfi við þann flokk, hefðu talist til „hægri afla“ á fimmta- og sjötta áratugnum. Tvær fylk- ingar hefðu þá tekist á um völdin: íslenskt „verkalýðs- hyggjufólk" og andstæðingar þess (þ.á.m. Alþýðuflokkurinn undir forystu Stefáns Jóh. Stefánssonar), sem ætla mátti, að einir hefðu verið í sambandi við útlendinga og þar að auki starfað i sérstök- um tengslum við bandarisku leyniþjónustuna. Það sjónar- mið, sem hér lá að baki, má eins og kunnugt er rekja til hinna miklu átaka um utan- ríkisstefnuna, sem ríkisstjóm Stefáns Jóh. Stefánssonar markaði landinu 1947-49. Stjórnarandstæðingar, þ.e. sósíalistar, sökuðu þá for- sætisráöherra og stjórnar- flokkana óspart um að ganga erinda Bandarðkjastjórnar, en litu á sjálfa sig sem hina einu sönnu málsvara ís- lensku þjóðarinnar og verka- lýðsins. Skiljanlegt er, að þeir, sem enn aðhyllast slík sjónarmið nú á dögum, hafi talið aðdróttanirnar frá Osló ákaflega trúverðugar. „Heim- ild“ Tangens mátti þannig skoða sem staðfestingu á þeim landráðaásökunum, sem Stefán Jóhann Stefáns- son sætti á fimmta áratugn- um, eins og Þorleifur Friðriksson lét að liggja. Með því að enginn þátttakenda reyndi að líta á málið frá öðru sjónarmiði, hlaut umræðan að fara út á þá braut, sem fyrr er lýst. Meðferð málsins þennan þriðjudag var á einn veg, og fær undirritaður ekki séð, að þar geti verið um að ræða tilviljun eða „frétta- slys“. Allt ber að sama brunni: vísvitandi ranghermi í hádegisfréttum, villandi þýð- ing á oröunum „fortrolige mote“, upptaka málsins í Dagskrárþætti og markleið- andi spurningar fréttamanna í þættinum. Að kvöldi þessa dags var enn haldið áfram á sömu braut með þvi að út- varpa hluta þáttarins í frétta- tíma. Auðsætt virðist, að stjórnmálaafstaða sú, sem glögglega kom fram í þættin- um, hafi leitt fréttamenn af- vega bæði í fréttaflutningi og fréttamati.... Mál það, sem nú hefur ver- ið reifað, er i eðli sínu svika- mál. Upphafsmaðurinn var Tangen, og allt virðist benda til þess, að hann hafi búið til söguna um samband ráðherr- ans við leyniþjónustuna. Þótt Tangen þrætti fyrir þetta að lokum, stóð hann a.m.k. fast við það, að Stefán Jóhann Stefánsson hefði verið tengd- ur Bandaríkjastjórn með óeðlilegum hætti. Sumarið 1986 dvaldist und- irritaður við rannsóknir i Bandaríkjunum til að undir- búa fyrrnefnda ritgerð og aðr- ar væntanlegar ritsmíðar um utanríkis- og öryggismál ís- lendinga 1945-51. Markmiðið var að kanna öll helstu gögn, sem opnuð höfðu verið fræðimönnum um þetta efni á síðustu árum. Við þessa rannsókn kom í Ijós, að engin skjöl bandarisku leyniþjón- ustunnar CIA um starfsemi hennar á íslandi eru tiltæk i skjalasöfnum vestra. Skemmst er frá að segja, að i heimildum frá öðrum stjórn- arstofnunum og Bandaríkja- her fundust engar vísbend- ingar um íslendinga, sem starfað hefðu í þjónustu CIA. Svik, sem framin eru undir yfirskini fræðimennsku, get- ur verið erfitt að varast, ef kænlega er um hnúta búið. Svo var þó alls ekki um pretti Dags Tangens, sem augsýni- lega var ætlað að ófrægja lát- inn stjórnmálaandstæðing og koma höggi á flokk hans. Meðferð Tangens á heimild- um og skipti hans við fjöl- miðla minna einna helst á „aprílgabb“, sem venjulega endist aðeins í einn dag. Þannig hefði einnig farið í þessu tilviki, ef útvarpsmenn hefðu ekki ákveðið að láta sem þeir hefðu sannreynt „heimild" hans. Að svo langt skyldi gengið, verður ekki skýrt með því einu, að frétta- stofan hafi borið óverðskuld- að traust til Tangens sem fræðimanns. Röng ákvörðun fréttastofunnar 10. nóvember og meðferð málsins upp frá því vitnar einkum um tvennt: ofurkapp á að halda ásökun- um Tangens að hlustendum og blinda trú á sannleiksgildi þeirra. í þættinum Daskrá sannaðist, að útvarpsmenn litu málið aðeins frá einu pólitísku sjónarhorni. Verður það að teljast sterk vísbend- ing m, að þessi einsýni hafi ráðið mestu um, að þeir kom- ust í ógöngur með málið. Líti menn svo á, að víti eigi að vera til varnaðar, virðist ýmislegt mega læra af þessu leiðindamáli: að gengið sé rækilega úr skugga um feril og málflutning manna, sem segja vilja fréttir og skirskota til fræðimennsku og háksóla- titla; að munnlegur vitnis- burður slikra manna um heimildir verði ekki talinn sönnun á efni þeirra, hvað þá jafngildi frumheimildar; að þeir útvarpsmenn sem hér eiga hlut að máli, reyni fram- vegis að líta á umdeild sagn- fræðileg viðfangsefni frá fleiri en einni hlið og finni stjórnmálaskoðunum sínum vettvang utan fréttatíma. Freiburg im Breisgau, 24. febrúar 1988 Þór Whitehead FRETTASLYS EDA VÍSVITANDI FRÉTTAFÖLSUN? í greinargerð menntamálaráðherra með skýrslu dr. Þórs segir að málið sé álits- hnekkir fyrir RÚV og alvarleg mistök hafi átt sér stað. „Álitsgerð dr. Þórs White- head, byggð á rannsóknum á ölium gögnum málsins og viðtölum við ýmsa málsaðila, leiðir í Ijós að fréttastofu Rikisútvarpsins og dægur- máladeild Rásar 2 urðu á alvarleg mistök i fréttaflutn- ingi og annarri umfjöllun i „Dag Tangen-málinu“. Þeir fréttamenn og starfsmenn Ríkisútvarpsins sem um málið fjölluðu störfuöu ekki i samræmi við þær kröfur sem útvarpslög og reglugerð um Rikisútvarpið gera til þeirra,“ segir m.a. í inngangi Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra að skýrslu dr. Þórs Whitehead. Ennfremur segir að mál þetta sé mikill álitshnekkir fyrir Ríkisútvarpið og að brýnt sé að unninn verði bugur á þeim trúnaðarbresti sem óhjákvæmilega hafi orðið á milli stofnunarinnar og hlustenda. „Álitsgerð ,df- Þórs Whitehead mun verða send útvarpsstjóra með þeim eindregnu tilmælum að efni hennar verði vandlega kynnt starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarps, hljóðvarps og sjónvarps, og starfsmönnum dægurmáladeildar Rásar 2 svo komast megi hjá því að mistök af þessu tagi endur- taki sig,“ segir í greinargerð ráðherra. Athygli hefur vakið að ráð- herra talar um „mistök" en í skýrslu dr. Þórs er beinlínis sagt að á tilteknu stigi máls- • ins geti ekki verið um frétta- slýs að ræða heldur hafi verið um visvitandi rang- hermi að ræða í hádegis- fréttum, villandi þýðingu og markleiðandi spurningar i dagskrárþætti á Rás 2. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri: FÁTT NÝTT í ÞESSARI SKÝRSLU „Þessi skýrsla er að megin uppistöðu til gögn sem hafa áður komið fram i málinu. Ég óskaði á sinum tíma eftir úr- skurði siðanefndar Blaða- mannafélagsins og liggur hann fyrir. Því kemur fátt nýtt fram í þessari álitsgerð sem menntamálaráðherra hefur látiö vinna,“ segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Markús Örn segir að skýrsla dr. Þórs Whitehead veiti þó fyllri skýringar hvað sagnfræðilega hlið málsins varðar vegna fræðistarfa hans. „Sá viðbótarfróðleikur á efalaust erindi inn í þetta mál í heild sinni þegar menntamálaráðherra svarar óskum þingmanna um heild- arskýrslu um málið. Við munum fara að óskum ráðherra um að þessi skýrsla verði tekin til sérstakrar um- fjöllunar innan útvarpsins." — Geturðu tekið undir það með dr. Þór að þetta mál sé álitshnekkir fyrir ríkissjón- varpið? „Þegar Útvarpsráö gagn- rýndi vinnubrögð í Dag Tangen-málinu dró ég enga dul á það álit mitt að þarna hefði mönnum orðið áal var- leg mistök og fariö alltot geyst í fréttaflutningi miðað við það hve málið var við- kvæmt og upplýsingar ótryggar." Utvarpsstjóri segir að þessu máli sé engan veginn lokið með birtingu skýrslunn- ar. Eftir sé umræða innan Rikisúivarpsins um efni hennar og búast megi við miklum umræðum um hana á Alþingi. Stefán Jón Hafstein: HEF OSKAÐ EFTIR FUNDI MEÐ RÁÐHERRA „Þarna koma fram mjög alvarlegar ásakanir á mig sem ég tel að séu ekki byggðar á rökum,“ segir Stef- án Jón Hafstein forstöðu- maður Dægurmáladeildar Rásar 2. „Ég er bæði sakaður um pólitíska hlutdrægni og vís- vitandi blekkingarog því tel ég að það hefðu verið eðlileg vinnubrögð að annað hvort Þór Whitehead eða embætt- ismenn ráðuneytisins hefðu leitað til mín og beðið um álit eða greinargerð. Þar með hefði ég getað leiðrétt ákveð- in atriði sem koma fram i skýrslunni. Ég bendi á að . leitað var til annarra um skýr- ingar varðandi þeirra hlut i þessu máli. Ég hef þvi óskað eftir fundi meö menntamála- ráðherra til að gera honum grein fyrir að þarna hafi átt sér stað misheppnuð vinnu- brögð við gerð skýrslunnar og að það hafi verið ómak- lega aö mér vegið. Ég vil skýra út fyrir honum hvers vegna þetta hefur gerst þvi þetta er þungur áfellisdómur og alvarlegt mál þegar rangar ásakanir eru lagðar fram í skýrslu fyrir Alþingi.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.