Alþýðublaðið - 14.04.1988, Side 8

Alþýðublaðið - 14.04.1988, Side 8
MMMIBLOIS Fimmtudagur 14. apríl 1988 „VIÐ ERUM ÖLLU VÖN í ÞESSU MÁLI“ segir Kjartan Lárusson framkvœmdastjóri Ferðaskrifstofu ríkisins um endurnýjuð áform stjórnvalda um sölu fyrirtœkisins skv. nýju stjórnarfrumvarpi. Aö sögn Kjartans Lárus- sonar framkvæmdastjóra Feröaskrifstofu ríkisins, veröa ekki breytingar á starf- semi Ferðaskrifstofunnar á alira næstu árum þó að hún verði seld einkaaðilum eins og gert er ráð fyrir i nýju stjórnarfrumvarpi. „Skuld- bindingar Ferðaskrifstofu rík- isins eru slikar að það geta ekki orðið neinar veigamiklar breytingar á allra næstu ár- um,“ segir hann. „Þetta frumvarp er enn ekki komið í gegnum þingið og reyndar er það ekkert nýtt að stjórnmálamenn hafi uppi áform um að selja Ferðaskrif- stofuna. Við erum orðin öllu vön í þeim efnum og vonum bara að nú muni linna þess- ari umræðu, sem staðið hef- ur í mörg ár um að selja eða selja ekki Ferðaskrifstofu rík- isins eða leggja hana niöur. Það verður bara að koma í Ijós hver niðurstaðan verður að þessu sinni,“ segir hann. Samkvæmt frumvarp sam- gönguráðherra um sölu Ferðaskrifstofunnar er lagt til að heimilt verði að selja fyrir- tækið í heild sinni en starfs- menn hennar skuli á næstu 6 mánuöum eiga forkaupsrétt að fyrirtækinu. „Ríkisstjórnin muni beita sér fyrir stofnun hlutafélags um reksturinn til að greiða fyrir sölunni. Aðspurður segir Kjartan að starfsfólk Ferðaskrifstofunn- ar hafi ekki tekið neina afstöðu til þess hvort það muni nýta sér forkaupsrétt sinn. Samkvæmt núgildandi lögum er starfsmönnum heimilt að kaupa allt að 30% hlutafjár í fyrirtækinu. „Viö viljum biða eftir niður- stööu málsins á Alþingi og fá upplýsingar um verð fyrirtæk- isins og greiðsluskilmála áð- ur en hver og einn gerir það upp við sig hvort hann hefur vilja og getu til að kaupa hlut í fyrirtækinu," segir Kjartan. Starfsmenn Ferðaskrif- stofu ríkisins eru nú 20 og taka allir laun skv. kjarasamn- ingum opinberra starfs- manna. Frumvarpið gerir ráö fyrir því að fastráðnir starfs- menn Ferðaskrifstofunnar eigi áfram kost á að starfa hjá fyrirtækinu þótt af sölu verði til einkaaðila. Ferðasumarið '88 ÓVÍST UM FJÖLGUN ERLENDRA FERDAMANNA Lítið er gert til að hvetja Íslendínga til að ferðast um landið sitt. Á sama tima stórauka ferðaskrifstofur útflutning ferðamanna. Taumlítiil bílainnflutningur gefur þeim sem starfa við ferðaþjónustu ástæðu til bjartsýni á komandi sumar. Einn þeirra segir i samtali við Alþýðublaðið: „Við íslending- ar eigum núna þennan stóra og glæsilega bilaflota og þess vegna hljótum við að nota bilana okkar í vaxandi mæli til að ferðast hér innan- lands.” Kjartan Lárusson framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofu rikisins segir að til marks um vaxandi ferðalög íslendinga innanlands megi vera að nú er tæplega helm- ingur allra gesta á þeim 18 Edduhótelum sem Ferða- skrifstofan rekur, íslenskir ferðamenn. Á siðasta ári jókst enn tala erlendra ferðamanna sem sækja ísland heim. Alls komu þá 129.315 erlendir gestirtil landsins. Heldur er þó farið að draga úr þeim öra vexti túristaheimsókna sem merkja mátti fyrir fáum árum. Nú telja menn að varla megi búast við mikilli aukningu frá síðasta ári. Hjá nokkrum hót- elum i Reykjavík fengum við þær upplýsingar að bókanir fyrir sumarið væru svipaðar og á sama tíma I fyrra. „Enn er þó alltof snemmt að segja til um þetta því við erum ekki komin að þeim tímapunkti þegar afbókanirog breytingar verða", segir Einar Olgeirs- son hótelstjóri á Hótel Esju. Á slðasta sumri var mjög góð nýting á Flugleiðahótel- unum en nú hefur enn bæst við hótelrýmið, 50 herbergja viðbót á Hótel Sögu, og 100 herbergi á Holiday Inn, og er talið að samkeppni fari harðnandi. Hótelrými í Reykjavik í dag er á bilinu 800-900 herbergi sem skiptist þinnig á milli stærstu hótelanna: Loftleiðir: 218 herb., Saga: 218 herb., Esja: 134 herb., Holiday Inn: 100 herb., Hótel Holt: 49 herb., Hótel Borg: 46 herb., Hótel Lind: 44 herb. og Óð- insvé: 28 herbergi. Nú heyrist lítið um frekari nýbyggingar hótel og stækkanir. Olafur Laufdal mun hafa frestað opnun Hótels íslands um eitt ár og ekki er vitað um aðrar hótelfjárfestingar í bráð enda hafa menn komist að raun um að gífurlegur kostnaður fylgir hótelbyggingum, „i dag kostar það 3-4 milljónir á hvert herbergi að reisa hót- el,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Matsöluskattur veldur áhyggjum Hvergi er talið að sam- keppni verði harðari í sumar en á milli matsölustaða á höfuðborgarsvæðinu. Á síð- ustu 4 árum hafa sprottið upp 130 smærri matsölustað- ir sem berjast hart um kúnn- ann. Það veldur mörgum áhyggjum hve verölag hefur hækkað og gæti það fælt erlenda ferðamenn frá í stór- um stíl. „Nú er kominn þung- ur skattur á alla matarsölu og matur á íslandi er óskaplega dýr. Ef við berum okkur sam- an við nágrannaþjóðirnar er staða okkar einstök, við höf- um ekki úr neinu að velja, verðum að kaupa rollukjöt og nautakjöt af bændum því það er einokun á allri matvöru hér,“ segir Einar Olgeirsson. Kjartan Lárusson kveðst ekki eiga von á mikilli aukn- ingu ferðamanna til íslands í sumar „og við finnum meira fyrir því nú en endranær að verðlag á íslandsferðum hef- ur hækkað. Það er ástæða til að óttast þá þróun,“ segir hann. „Enn er þó síðasti hluti sölutimabilsins eftir og reynsla kennir okkur að ef vorar vel i Evrópu þá kemur alltaf mikið af síðbúnum bók- unum í íslandsferðir." Viðskiptin flutt úr landi Birgir Þorgilsson ferða- málastjóri bendir á að nú blasi við stórt sumar hjá út- flytjendum ferðamanna. Á síðasta ári ferðuðust 142.800 íslendingar erlendis sem var 28% aukning frá árinu áöur og nú blasirenn stærri vertíð við. „Við hjá Ferðamálaráði höfum af veikum mætti reynt að hvetja íslendinga til að ferðast innanlands og erum með auglýsingaprógramm í gangi, en það nærekki langt á móti gifurlegu auglýsinga- magni ferðaskrifstofanna sem bjóða ódýrar utanlands- ferðir. Það vantar tilfinnan- lega áhuga hjá ferðaskrifstof- unum á að bjóða upp á inn- anlandsferðir.“ Að sögn Birgis hefur Ferðamálaráð staðið fyrir 15 ferðasýningum í Evrópu til aö laða erlenda gesti til Islands I sumar og tekið þátt i 24 ferðasýningum í Bandaríkjun- um. „Það sem veldur mestri óvissu um komu ferðamanna til íslanas i ár er hækkun verðlags í landinu. Ferðir um ísland eru nánast skattlagðar við hvert fótmál á sama tíma og eini skatturinn á utan- landsfara er 750 króna flug- vallarskattur. Með þessum miklu utanlandsferðum erum við að skapa mikil viðskipti við ferðamenn erlendis á sama tíma og sáralítið er gert til að selja feröir innanlands fyrir íslendinga," segir Birgir Þorgilsson. □ 1 2 3 □ 4 " ’ 5 6 □ 7 9 10 □ 11 □ 12 13 a • Krossgátan Lárétt: 1 megnar, 5 loforð, 6 fátæk, 7 ekki, 8 skartgripurinn, 10 samstæðir, 11 heiður, 12 hljóðar, 13 peningar. Lóörétt: 1 hópurinn, 2 gufu, 3 eins, 4 illur, 5 versla, 7 hlífir, 9 nauma, 12 kind. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 græða, 5 bráð, 6 lið, 7 gg,8akstur, 10NK, 11 óma, 12ól- ar, 13 ansir. Lóörétt: 1 grikk, 2 ráðs, 3 æð, 4 angrar, 7 gumar, 9 tóli, 12 ós. * OengiJ Gengisskráning 70 - 13. apríl 1988 Bandaríkjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark itölsk líra Austurr. sch. Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen Kaup Sala 39,120 39,240 72,210 72,431 31,650 31,748 6,0375 6,0660 6,2288 6,2479 6,5798 6,6001 9,6712 9,7009 6,8228 6,8437 1,1059 1,1093 27,9558 28,0426 20,6182 20,6815 23,1377 23,2086 0,03122 0,03130 3,2928 3,3029 0,2830 0,2838 0,3492 0,3503 0,30888 0,30983 •Ljósvakapunktar • RUV 20.35 Kastljós. Helgi H. jónssont fær stund milli stríða og stjórnar innlendum fréttaskýringaþætti. 23.40 Útvarpsfréttir í dag- skráriok og síðan skyggna kvöldsins. • Stjarnan 9.00 Jón Axel verður í alveg æðislegu stuði. • Rás 1 22.20 Eitthvað þar... Ný þátta- röð um erlenda óþýdda rit- höfunda. í fyrsta þættinum eru kynntir bandarisku rit- höfundarnir Shange og Bataka. Umsjónarmenn eru Freyr Þormóðsson og Kristín Ómarsdóttir. •RÓT 21.30 UngKratar reyna árang- urslaust að vekja Þyrnirós.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.