Alþýðublaðið - 28.04.1988, Side 1

Alþýðublaðið - 28.04.1988, Side 1
Krítarkorta viðskiptin 1987: 17 MILUARDAR Í KORTIN Úttektir með krítarkortum höfðu aukist um 70% frá árinu áður. Krítarkortaveltan um 10% af einkaneyslu landsmanna. Á síðasta ári námu úttektir meö kritarkortum 17 milljörð- um króna sem er um 70% hærra en árið þar á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 1987. Fjárhæð krítarkortavið- skiptanna skiptist þannig að 13,7 milljarðar eru vegna notkunar innanlands, en 3,3 milljarðar króna eru úttektir erlendis. Áætlað er að einka- neysla landsmanna hafi numið 165 milljörðum á sið- asta ári og er krítarkortavelt- an því um 10% af henni. Er áætlað að nú séu um 90 þúsund korthafar á landinu. Skv. heimildum blaðsins hefur korthöfum fjölgað mjög á síðustu mánuðum og velt- an enn aukist á þessu ári. Er talið réttmætt að áætla að nú greiöi korthafar samtals ríflega 90 milljónir króna með plastkortunum á hverjuna virkum degi. Verslunarmenn: MIÐLUNARTILLAGAN KYNNTí DAG Verslunarmannafélag Reykjavikur kynnir í dag miðlunartillögu sáttasemjara fyrir félagsmönnum sínum. Atkvæðagreiðslu um hana á að vera lokið á laugardag. Flugleiðir ætla að hefja milli- landaflug í dag, en Verslunar- mannafélag Suðurnesja telur það verkfallsbrot. Atkvæðagreiðsla hjá VR um miölunartillögu sátta- semjara verður i Verslunar- skólanum á morgun og laug- ardag, en atkvæðagreiðsl- unni á að vera lokið fyrir klukkan 18 á laugardag. í dag kl. 15 verður félagið með fund á Hótel Sögu, þar sem félagsmönnum veröur kynnt innihald miðlunartillögunnar. Flugleiðir hafa ákveðið að hefja millilandaflug frá og með deginum í dag, og munu stöðvarstjóri og aðstoðar- stöðvarstjóri félagsins annast innritun farþega. Hjá Verslunarmannafélagi Suður- nesja fengust þær upplýsing- ar, að þetta væri ólöglegt, þar sem viðkomandi menn sinntu þessum störfum ekki alla jafna. Ekki var búið að ákveða hvernig brugðist yröi við þessu, er Alþýðublaðiö fregnaði síðast. Á Akranesi kom til sam- skipta við verslunina Skaga- ver vegna meintra verkfalls- brota. Barst verslunarmönn- um liðsauki úr Borgarnesi og Borgarfirði og fór svo að versluninni var lokaó. Hjá VR var mikið um að af- skipti þyrfti að hafa af verk- fallsbrotum, og fór allt vel fram. Mikið var um að bif- reiðavarahlutaverslanir gerð- ust sekar um verkfallsbrot. Meðal þeirra fyrirtækja sem verkfallsverðir VR þurftu að hafa afskipti af, var B.M. Vallá, fyrirtæki Víglundar Þorsteinssonar, eins af aðal- Með miðlunartillögu sinni tekur ríkissáttasemjari mikla áhættu i samningastööu VR og vinnuveitenda. samningamönnum VSÍ. Atkvæöagreiðslu VR-félaga um tillöguna lýkur á laugardag kl. 18. Viðskiptaráðuneytið: OPNAD FYRIR ERLEND VERDDREF Vœntanleg er auglysing um heimildir fyrir Islendinga til að kaupa örugg erlend verðbréf. , Verður bundið við öruggustu bréfin s.s. ríkisskuldabréf OECD landanna, viðskiptaráðherra. segir Að frumkvæði viðskipta- ráðherra er nú i undirbúningi í Seðlabankanum mótun reglna og auglýsingar um heimildir fyrir Islendinga til að kaupa örugg erlend verð- bréf. Að sögn Björns Tryggva- sonar, aðstoðarbankastjóra, hafa ýsmir aðilar haft þessar reglur til athugunar undanfar- iö en þeim var veittur frestur til að skila inn athugasemd- um fyrir lok þessa mánaöar. Er búist við að auglýsing um þessar rýmkuöu heimildir til fjárfestinga i erlendum verð- bréfum verði birt á næstunni. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir að hér sé um það að ræða að settar verði almennar reglur um þessa heimild sem þegar er til stað- ar í gjaldeyrislöggjöfinni. Taldi ráðherra líklegt að auk sparifjáreigenda hefðu lífeyr- issjóðirnir áhuga á að ávaxta sitt fé í öruggum erlendum verðbréfum. „Þetta verður fyrst og fremst bundið við öruggustu verðbréf s.s. ríkis- skuldabréf OECD landanna og ekki síður að íslendingar geti sjálfir keypt þau skulda- bréf sem íslenska ríkið gefur út á alþjóðlegum markaöi í erlendri mynt.“ Sagði ráð- herra að málið væri enn á vinnslustigi en væntanlega yrði auglýsing um þessar heimildir birt fyrr en síðar. ÞORSKURINN AD HVERFA Á BANDARÍKJAMARKAÐI? „Reynslan mun leiða í Ijós hvort og að hve miklu leyti aðrar tegundir geta komið í staðinn fyrir íslenskan gœðaþorsk. En að okkar mati er hann besti kosturinn og vonandi verða viðskiptavinir sammála okkur um það, “ segir Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafood í samtali við Alþýðublaðið. Magnús segir ótvírœtt að dregið hafi úr þorskneyslu í Bandaríkjunum. Sjá baksíðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.