Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 2
2 Fimmtudagur 28. apríl 1988 MMiiiimnim Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgadalaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. ' Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. NY VIÐHQRF - NÝJAR KRÖFUR Vandi sá sem blasir viö landsmönnum í efnahagsmálum er stærsta prófraun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar hingað til og um leiö brýnasta verkefni hennar. Viöskipta- halli, rekstrarerfiðleikar fyrirtækja í kjölfar raunvaxta- stefnu og lækkandi verö á fiskmörkuðum erlendis eru allt hættumerki sem forystumönnum í stjórnsýslu beraótaka fullt tillit til. í kjölfar umræöna um yfirvofandi gengisfell- ingu og aðrar skyndilausnir á efnahagsvandanum, hafa vaknað ýmsar spurningar og nýjar hugmyndir viöraöar um langtímalausnir á efnahagslífi þjóöarinnar. Forysta Al- þýöuflokksins hefur bent réttilega á, aö hefðbundnar skyndilausnir á efnahagsvanda, leysaengan vanda, held- ur geri þaö eitt að velta vandanum á undan sér. Jafnaöar- menn vilja því líta lengra fram á veginn og freista annarra úrlausnasem rjúfa vítahring björgunaraögeröa, en þeirra er ávallt kalla á nýjan og stærri efnahagsvanda eins og aukna veröbólgu og rýrnandi kaupmátt launa. í þessu sambandi hefurforystajafnaöarmannasett fram athyglis- veröar hugmyndir um endurskipulagningu atvinnuveg- anna; aö fækka þeim atvinnugreinum sem augljóslega lifa á ríkisforsjárkerfi í dag, og gera því tvennt; sóa vinnuafli í óarðbæran atvinnureksturog sogatil sin fjármuni úr ríkis- sjóöi og veikja þar meö velferöarkerfiö. Endurskipulagning atvinnuveganna er engin skyndiaö- gerð heldur krefst mikils undirbúnings og vandlegrar ígrundunar. Það veröuraöskilgreinahvaðaatvinnugreinar eru óþarfar í dag, og hvernig endurskipuleggja beri um- fang þeirra og framleiðslu. Á sama hátt veröur aó veita nýjum hugmyndum brautargengi; bæöi hvað áhrærir nýjar framleiðslugreinar og þjónustu og endurnýjun á eldri atvinnugreinum. Meginsjónarmiö viö endurskipulagn- ingu atvinnuveganna á aö vera krafan um arösemi. Því aöeins er unnt aö rifa atvinnuvegina úr fjötrum ríkisfor- sjárinnar. Þetta þýöir hagræöingu, samruna fyrirtækja og þjónustustofnana; kröfu um skynsamleg vinnubrögð og nýja hugsun sem byggist á skynsemi og viðurkenningu á smæó þjóðarinnarog samkeppnishæfni. Viö verðum með öörum orðum að hætta að haga okkur sem dekruö millj- ónaþjóð og fara að haga seglum eftir vindi. Minnimáttar- kennd íslendinga og skyndileg efnahagssprenging í lok síöari heimsstyrjaldar samfara rígbundnu kerfi ríkisfor- sjár og atvinnurekstrar, hefur myndað fjöltengt kerfi spill- ingar og vanhæfni; rekstrarkerfi sem lifir aö stórum hluta undir verndarvæng ríkisins og gerir þarafleiöandi ekki til sín eólilegar kröfur um samkeppnishæfni og markaös- styrk. Á sama tíma hefur vanmetakennd og firrt verðlags- skyn íslendinga fengið að fullu útrás í óhóflegri eyöslu og gjaldeyrisbruöli sem komið hefur verslunarmönnum til góöa en á sama tíma veikt landsbyggðina þar sem gjald- eyrismyndunin fer fram. Þetta misvægi hefur síðan valdiö byggóarröskun sem er orðin stórháskaleg. Heildarleiöin út úr ógöngunum er endurskipulagning á tekjuleiöum þjóðarinnar; þ.e. þeim atvinnuvegum sem skapa stærstu gjaldeyristekjurnar og virk stjórntæki sem beina neysl- unni í eðlilegan og skynsamlegan farveg. Því aðeins er hægt aö mynda stöðugleika í íslensku þjóöfélagi aö tekjur landsins og útgjöld haldist í hendur og stöðugleiki ríki í utanríkisversluninni. Þessi nýju vióhorf gera kröfu til atvinnurekenda, framleiðendaog almennings. En aö sjálf- sögöu er ríkið ekki undanskilið. Bruðlinu í ríkisrekstrinum veröur að linna og víötæk endurskipulagning veröur aö farafram á því hvernig fjármunum skattgreiöendaervariö. Þaö er krafa sem almenningur gerir til stjórnvalda og stjórnmálamenn verða aö gera til flokka sinna og sín sjálfs. ÖNNUR SJÓNARMIÐ HRAFN Gunnlaugsson er þekktur fyrir frumleg sjónar- miö. En sennilega hefur hann slegió öll sín fyrri met þegar hann í embætti dagskrár- stjóra Sjónvarpsins kynnti Stefán Hilmarsson söngvara sem Sighvat Björgvinsson. Þessi frumlega kynning átti sér staö í Dyflinni í fyrradag í veislu sem Irar héldu fyrir söngvara og lagasmiði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Morgun- blaðiö segir frá hinni frum- legu kynningu í gær: ,,Á blaðamannafundi, sem Steinar hf. efndi til i gær, endurtók Jón Páll leikinn og hóf þá Sverri og Stefán á loft. Þá hélt Hrafn Gunnlaugsson stutta tölu þar sem hann kynnti Sverri Stormsker sem „enfant terrible“ íslands, mann sem skrifaöi dónalega söngtexta og heföi því komið öllum i opna skjöldu með því að senda lag i keppnina. Það hefði þó ekki komiö í veg fyrir að lagið Sokrates hefði verið valið til að taka þátt í keppninni, ekki aðeins meö rússneskri heldur islenskri kosningu. En Hrafni varð illilega á i messunni er hann kynnti söngvarann Stefán Hilmars- son sem Sighvat Björgvins- son. Stefán gekk þegar á lagiö, leiðrétti Hrafn og sagði nafn sitt vera Gunnar Bær- ingsson. Það samþykkti Hrafn án umhugsunar og uppgötvaði ekki mistök sín fyrr en honum var sagt frá þeim. Varö honum að vonum hverft við en gaf engar skýr- ingar á mistökunum. Mis- skilningurinn vakti mikill hlátur Islendinganna en er- lendu blaöamennirnir tóku ekki eftir neinu.“ Okkur finnst hins vegar til- laga Hrafns nokkuð góð. Hvernig væri ef hann fengi Sighvat til að syngja Átján rauðar rósir í Sjónvarpinu? A timum byggöarstefnu hefur kastljósið beinst æ meira aö vanda landsbyggð- arinnar. Nú hefur verið gefið út nýtt blað sem tekur þennan þátt þjóðlífsins sér- staklega fyrir og nefnist þlað- ið Landsbyggðin, hvorki meira né minna. Það er út- gáfufélagið Bændasynir sem gefur út Bændablaðið sem hefur riðið á vaðiö að skapa landsbyggóinni eigið mál- gagn. Og að sjálfsögðu er í forystugrein fyrsta tölublaðs hnýtt talsvert í höfuðborgina eins og vera ber á þessum miklu tímum byggðarstefn- unnar. Leiðarahöfundur segir: „Nú á siðustu mánuðum hefur orðið vart við uppreisn á landsbyggðinni. Hennar verður vart með sífellt há- værari kröfu um jafnrétti milli landsbyggðar og höfuöborg- arsvæðisins. Félagið Bænda- synir sem gefur Bændablað- ið, málgagn bænda og dreif- býlis, vill leggja sitt af mörkum í þessari uppreisn. Þessvegna hefjum viö nú út- gáfu á nýju blaöi, — LANDS- BYGGÐINNI. Þessu blaði er ætlað að þjóna málstað landsbyggðarinnar og taka á skeleggan hátt á réttlætis- Sighvatur: Fulltrúi Hrafns Gunn- laugssonar í Eurovision. Þorleifur: Dagsbrúnar-sagnfræð- ingur ásakar Þór Whitehead um pólitiska fordóma. málum sem geta orðiö til að tryggja búsetu í landinu öllu. LANDSBYGGÐIN er frétta- blaö sem hvorki skýlir sér bakvið hlutleysi eða stefnu- leysi, en er samt óháð öllum stjórnmálasamtökum í land- inu. í skrifum þess veröur tekin afdráttarlaus afstaða með landsbyggðinni og stefna þess er að efla baráttu landsbyggðarfólks i stríðinu gegn fólksflótta og fjár- magnsstreymi suður.“ Jú, viö vorum næstum búin að gleyma því — Lands- byggðin er gefin út í Reykja- vík, iíkt og Bændablaðiö og ritstjórarnir og ábyrgðar- mennirnir þaulreyndir reyk- vískir blaðamenn, (sem ætt- aðir eru utan af landi). TANGEN -málið vindur æ upp á sig. Eftir mikið stapp á Alþingi fyrir nokkrum dögum um skýrslu Þórs Whitehead, virðast nú sagnfræðingar komnir í hár saman hvernig ber að túlka söguna. Atburð- arrásin er nokkurn veginn þessi: Fréttamanni útvarpsins í Osló verður á í messunni, hann trúir orðum einhvers Dag Tangens sem þykist vera sagnfræðingur en er i raun styrkþegi norska rikisins og annálaður Kínakommúnisti sem skrifar hæpnar „sagn- fræðilegar" greinar í Klasse- kampen, málgagn maóista í Noregi. Fréttastjóra útvarps- ins verða á þau mistök að senda út áframhaldandi frétt- ir til að verja fréttastofuna, þótt í raun sé fréttin — um meint tengsl CIA og fyrrum forsætisráðherra íslands, Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar — fallin. Þjóðviljinn tekur einn íslenskra fjölmiðla upþ vitleysuna úr útvarpinu. Málið þróast áfram og útvarpsstjóri kærir fréttastofu útvarps fyrir siðanefnd Blaðamannafélags íslands. Siðanefnd fellirdóm sinn, og vítir fréttastofuna. Nú halda allir að málinu sé lokið eins og eðlilegt væri. En ónei; upp rísa alþingis- menn og heimta meira blóð. Menntamálaráðherra felur Þór Whitehead að gera grein- argerð um allt málið svo að kröfum alþingismanna sé fullnægt. Greinargerð Þórs birtist og er mun harkalegri dómur en niðurstöður siða- nefndar. Það er bæði deilt á fréttastofu útvarps og Stefán Jón Hafstein i dægurmála- deild rásar 2, og sagt berum orðum aö þeir hafi látið stjórnmálaskoðun sina leiða sig afvega. Nú héldu allir að málið væri endanlega úr sögunni. En ónei. Þingmenn taka upp skýrslu Þórs Whitehead á Al- þingi og þjóðin fær að upp- lifa kaldastríðsárin að nýju. Og nú halda allir að málið sé búið. En ónei. Sagnfræðingur Dagsbrúnar (já, slík staða er reyndar til), Þorleifur Friðriksson (sem var reyndar svo óheppinn að dragast inn í Tangen-málið á geðshræringarstiginu, í við- tali við Þjóðviljann þar sem hann taldi liklegt að Stefán Jóhann væri spíón fyrir CIA), altsó, Þorleifur þessi Frið- riksson skrifar grein i Morg- unblaðið i gær. I þessari grein vegur hann grimmt að starfsbróöur sínum, Þór Whitehead og ásakar hann fyrir að hafa fallið í sömu gryfju og hann ásaki frétta- menn útvaprsins fyrir; pytt pólitískra fordóma. Þorleifur skrifar: „Niðurstaðan er sú aö Þór Whitehead hetur gerst sekur um það sama sem hann vill dæma frétamenn Ríkisút- varpsins fyrir. Hann hefur látið stjórnmálaskoðun sína leiða sig afvega í „rannsókn- um“ sínum og áfellisdómum í þessari skýrslu. Hann skipar sér i sæti rannsóknardómara í þeirri „krossferð" sem hrundið hefur veriö af stað i því skyni að bjarga æru horfinna heiðursmanna. En þeir tímar eru vonandi í nánd að við getum nálgast við- kvæma þætti í fortíð okkar fordómalaust. Það gerist þó aðeins með því að leyndinni verði svipt af heimildum inn- anlands og utan. Þegar þeir tímar koma gerist þess engin þörf að kveðja til rannsóknar- dómara til að segja þjóðinni hvernig saga henni ætti að vera, heldur getur hún frjáls horfst í augu við fortíðina eins og hún var.“ Málið er sem sagt ekki búið. Það virðist vera komið á rifrildisstig pólitískrar sagn- fræði. Á að skilja söguna eins og hægri-sagnfræðing- urinn ÞórWhitehead vill túlka hana, eöa ber okkur að skilja söguna eins og vinstri- sagnfræðingurinn Þorleifur Friðriksson vill skilja hana — í anda þess hvernig sagan var. Að vera — eða vera ekki. Það er spurningin. Einn með kaffinu Tveir stjórnmálamenn sátu niöur á Alþingi og spjölluöu saman yfir kaffibolla. Annar þeirra sagöi skyndilega fleygasetningu. Hinn horföi ákunningjasinn öfundaraug- um og sagöi; „Ég vildi aö ég heföi sagt þetta.“ Hinn þingmaöurinn svaraöi að bragði: „Haföu engar áhyggjur. Þú munt gera það.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.