Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 3
Fimmtudagur 28. apríl 1988 3 FRÉTTIR Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins: AÐGERÐIR FREKAR EN ATHUGANIR Gengisfelling dugar skammt, ein og sér. Sjómenn með lausa samninga og œtla að reyna „að hanga í lestinni“. Óskar Vigfússon, fprmaöur Sjómannasambands íslands, segir að stjórnvöld geti ekki lengi staöiö í „einhverjum athugunum“ vegna stöðu sjávarútvegsins. Málið er á það aivarlegu stigi, segir Óskar. Hann vili hins vegar ekki fella neinn áfellisdóm fyrr en séð verður í hvaða formi aðgerðirnar verða. Þá tekur hann undir þau sjónar- mið að gengisfelling ein og sér dugi skammt. Öll félög Sjómannasam- bands íslands hafa sagt upp samningum. „Aó sjálfsögöu er þetta gert með tilliti til þess sem er aö gerast í þjóð- félaginu í dag varðandi almennar kauphækkanir. Við ætlum ekki að sitja eftir í þeim hildarleik. Það er alveg klárt mál, enda hafa sjómenn ekki fláð feitan gölt á þessari vertíð. Við ætlum okkur því að reyna hanga í lestinni," sagði Óskar Vigfússon. Komið hefur fram að for- svarsmenn fiskvinnslu og út- gerðar krefjast einróma geng- isfellingar. Óskar sagðist taka undir þau sjónarmið að gengisfelling ein og sér væri ekki til neins. „Þaö er hins vegar Ijóst, að eitthvað þarf til að koma svo sjávarútveg- inum sé gert kleift að standa í útflutningi. Að öðru leyti tel ég rétt að bíða og sjá hvað rikisstjórnin vill gera í þess- um efnum.“ Óskar sagðist ekki vilja fella neinn áfellisdóm fyrr en séð verði i hvaða formi aðgerðirnar verða. „Mér finnst hins vegar skondið, þó komi ekki á óvart, að alltaf virðast öll mál vera í athug- un. Þetta er eiginlega að verða dæmigert fyrir okkar þjóðfélag. Mér segir nefni- lega svo hugur að menn geti ekki lengi staðið í einhverjum athugunum. Ég er hræddur um að málið sé á það alvar- legu stigi hvað sjávárútveg- inn varðar, að eitthvað verði að gera, — og það fyrr en síðar,“ sagði Óskar Vigfús- son. MEGA HVORKI LENDA NÉ FLJÚGA Utanrikisráðherra, Stein- grimur Hermannsson, hefur gefið fyrirmæli þess lútandi að hvorki verði veitt lending- arleyfi á íslandi fyrir flugvélar er flytja geislavirk efni né verði þeim heimilað að fljúga um lofthelgi íslands. Vegna frétta um fyrirhug- aöa flutninga á geislavirku plutóníum um norðlæg svæði, frá Evrópu til Japan, hefur Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra, gefið fyrirmæli um að hvorki verði veitt lendingarleyfi á íslandi fyrir flugvélar er hafa farm sem slíkan innanborðs, né verði þeim veitt heimild til að fljúga um lofthelgi íslands. Sykurmolar gera klárf fyrir tónleikana i Duus-húsi. F.v. Einar Örn, Bragi, Björk, Sindri og Einar Melax, Erlendar skuldir ríkissjóðs: HLUTUR DOLLARS MINNKANDI Hlutur dollars í skuldum ríkissjóðs lœkkaði úr 58,6% í 38,8% á milli ára. Með skulda- og vaxtaskiptum hefur tekist að létta vaxtabyrði ríkissjóðs verulega. Hlutur dollars í erlendum - skuldum ríkissjóðs lækkaði úr 58.6% í árslok 1986 í 38.8% i lok siðasta árs. Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðlabankans sem birt var á aðalfundi bankans á þriðju- dag. Þetta er í samræmi við þá stefnu að lækka hluta Bandarikjadollars i heildar- skuld ríkissjóðs og að lækka vaxtagreiðslur með þvi að greiða upp óhagstæð lán, semja á ný um önnur og nýta möguleika á skulda- og vaxtaskiptum. Hlutur Bandaríkjanna og mikilvægi dollars i viðskipt- um þjóðarinnar hefur farið stöðugjt minnkandi á síðustu árum. Á árinu stóð Seðla- bankinn að því aö stofnað var til þrennra skulda- og vaxta- skipta fyrir ríkissjóð. Skipt var úr dollurum yfir í sviss- neska franka og með svoköll- uðum vaxtaskiptum við er- lenda banka lækkaði vaxta- byrði ríkissjóðs verulega. í ræðu Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra kom fram að miklll samdráttur hefur orðið á skuldaaukningu opin- berra aðila en á móti áhrifum þeirrar aðhaldsstefnu, sem þannig var fylgt í lántökum opinberra aðila, komu hins vegar stórauknar lántökur einkaaðila og lánastofnana. í heild varö þó lækkun á skuldabyrði þjóðarbúsins vegna langra erlendra lána í 40.8% af landsframleiðslu í lok síðasta árs úr 47.2% árið á undan. Fjármögnunarleigurnar: EFNAHAGURINN SEXFALDAÐIST ÁRIÐ 1987 Leigusamningar upp á 4,2 milljarða króna. Nýju fjármálastarfseminni settar skýrari starfsreglur. Vöxtur fjármögnunarleigu og verðbréfasjóða nam rúm- um fjórðungi af útlánaaukn- ingu bankanna á síðasta ári. I lok síðasta árs höfðu fjár- mögnunarleigufyrirtækin gert leigusamninga upp á 4.2 milljarða króna samkvæmt ársskýrslu Seðlabankans. Á árinu sexfaldaðist efnahagur þeirra fjögurra fjármögnunar- leigufyrirtækja sem hér starfa. Með aögerðum viðskipta- ráðuneytisins í september s.l. tókst að draga úr svigrúmi þessara fyrirtækja til erlendr- ar lántöku. í lok ársins skipt- ust leigusamningar I 1.3 milljarða í krónum og 2.8 milljarða I erlendri mynt. Eins og greint var frá í Al- þýðublaöinu í gær hefur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnt ríkisstjórninni drög að frumvarpi sem leggurverð- bréfasjóðum og verðbréfa- miðlun svipaðar skyldur á herðar og nú gilda um inn- lánsstofnanir. I ræðu sinni á ársfundi Seölabankans tók Jóhannes Nordal formaður bankastjórnarinnar undir þá nauðsyn að hinni nýju fjár- málastarfssemi, sem nú fer fram utan bankakerfisins, verði settar skýrar starfsregl ur og traust eftirlit haft með starfsemi þessara sjóða og fyrirtækja. Sykurmolarnir og heimsfrœgðin „ÞETTA ER ABSTRAKT FYRIR OKKUR" segir Einar Örn Benediktsson. „Nei. Þetta eru bara tón- leikar. Við höfum aldrei haft trú á útgáfutónleikum. Okkur finnst það asnalegt. Platan kom út á mánudaginn og ef við hefðum átt að hafa út- gáfutónleika, þá hefðum við þurft að spila samtimis i Bandarikjunum, Þýskalandi, Skandinaviu og Bretlandi. Það hefði orðið svolítiö erfitt að koma þvi við á mánudag- inn,“ sagöi Einar Örn Bene- diktsson söngvari i Sykur- molum við Alþýðublaðið í gær. Sykurmolar héldu tónleika í Duus-húsi i gærkvöldi og halda aðra í kvöld. Það vekur athygli að hljómsveitin spilar á svo litlum stað í þann mund sem hún er að brjótast upp vinsældalista I útlönd- um. „Okkur langaði bara til að spila á íslandi og ákváðum að gera það því við getum ekki spilað hér aftur fyrr en í júní, júlí, ágúst," sagði Einar. Um iielgina fer hljómsveit- in til Bretlands, þar sem tón- leikaferð hefst þann 1.. maí. Síðan verður haldið til Bandaríkjanna 22. maí, þar sem tónleikar verða haldnir í New York, Boston, Washing- ton, San Fransisco og I Los Angelis. Eftir Bandaríkjaferð kemur hljómsveitin heim í stutta pásu og heldur síöan aftur til Bretlands, til að leika á styrktartónleikum fyrir Amnesty International. „Með fleiri stórum nöfnurrf. Þar á eftir verða tónleikar I Osló, Hróarskeldu, Kaupmanna- höfn, Hamborg, Bochum, Frankfurt, Sviss og Finn- landi. „Síðan fáum við frí til að æfa fyrir upptökur.“ Nýja lagið, Deus, er í fyrsta sæti á óháða listanum í Bret- landi, en í 51. á almenna list- anum. „Plantan kom út á mánudaginn og það er ekki vitað hvað hún gerir á stóra listanum. Þetta er bara abstrakt hlutur fyrir okkur. Ef við færum að hafa áhyggjur af þessu þá gætum við ekki vaknað á morgnana," sagöi Einar Örn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.