Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 4

Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 4
4 Fimmtudagur 28. apríl 1988 FRÉTTASKÝRING Q Haukur Holm skrifar. jfe Miðlunartillaga sáttasemjara: LEIÐ VR ÚR SJÁLFHELDU? Samþykki félagsmenn VR miðlunartillögu sáttasemjara, getur forysta félagsins haldið höfði og völdum með málamiðlun, án þess að hafa slegið af kröfum sínum. VR félagar hafa verið óvenju virkir og ákveðnir í þessu verkfalli, um helgina kemur í Ijós hvort þeir uppskera laun erfiðisins. A-mynd/Guðlaugur Tryggvi. Gera má ráð fyrir góöri þátttöku félaga Verslunar- mannafélags Reykjavíkur i at- kvæðagreiðslunni um miðl- unartillöguna sem sátta- semjari hefur lagt fram. Svo virðist sem forvígismenn VR hafi ekki trúað því sjálfir að launakröfur þeirra næðu fram að ganga, ef marka má orð formanns verkfallsstjórnar. Hugsanlegt er, að tillaga sáttasemjara sé leið forystu VR úr þeirri sjálfheldu sem hún var komin i, eftir að tvö samningstilboð höfðu verið felld og hún setti fram kröfur sem ólíklegt var að gengiö yrði aö. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu vinnuveitenda og verslunar- manna i gær, en þá voru liðn- ir fimm dagar síðan verkfall verslunarmanna hófst víða um land. Lögum samkvæmt hefur innihald hennar ekki fengist uppgefið. Þetta er í fjórða sinn sem ríkissáttasemjari grípur til þess ráðs að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu. Fyrst var það gert 1982 í deilu verkalýðsfélaga og Landsvirkjunar og Vinnu- veitendasambands íslands. Næst gerðist það 1986 í deilu vinnuveitenda og starfsfólks i veitingahúsum og loks fyrir rúmu ári siðan I deilu vinnuveitenda og Sjó- mannafélags Reykjavikur. í fyrri tvö skiptin var hún sam- þykkt, en felld af báðum aðil- um í þriðju deilunni. Reglur um afgreiðslu miðlunartillögu eru nokkuð flóknar. Miðað við 35% þátt- töku i atkvæðagreiðslu, þarf a.m.k. helmingur atkvæða að vera á móti tillögunni til að hún verði felld. Taki innan við 35% félagsmanna þátt í at- kvæðagreiðslunni, þurfa mót- atkvæði að fjölga um 1% fyr- ir hvern hundraðshluta sem upp á 35% vantar. Taki innan við 20% félagsmanna þátt i atkvæðagreiðslunni, telst hún samþykkt, þó svo að jafnvel allir þeira hafi greitt atkvæði gegn henni. Hjá vinnuveitendum er þaó fram- kvæmdastjórn VSÍ sem af- stöðu tekur til tillögunnar. Hálmstrá Magnúsar L.? Eins og kunnugt er lagði samninganefnd VR með Magnús L. Sveinsson í farar- broddi, samningstilboð í tvi- gang fyrir félagsmenn sem jafnóðum höfnuðu þeim. Fyrstu tvö tilboðin gengu aðallega út á opnunartima verslana á laugardögum I sumar, og í annarri tilrauninni tókst VR mönnum að knýja sitt fram. En þá kom babb i bátinn. Tilboðinu var hafnað eins og áður sagði, og nú var krafan sú að lægstu laun ættu að vera jöfn skattleysis- mörkum, eða um 42 þúsund krónur á mánuði miðað við 18 ára aldur. Þetta var erfitt mál fyrir forystuna, m.a. vegna þess að búiö var að semja við þorra launþega um rúmlega 31 þúsund króna lágmarkslaun. I fréttaskýringu rA'tþýðu- blaðinu s.l. laugardag er haft eftir verkalýðsleiðtoga einum, að honum þyki langlundar- geð félagsmanna VR með ólíkindum. Forystan hafi siglt í sjálfumgleði út við sjón- deildarhring, án þess að nokkurn tímann hafi komið til kröftugs mótlætis af hálfu félagsmanna. Segir hann, að nú sé hins vegar sýnt að Magnús L. Sveinsson sigli líf- róður í land. Lífróður Magnúsar fólst í því, eins og segir í fréttaskýr- ingunni, að taka upp tungu- mál grasrótarinnar i félaginu. Hann sýndi einarða afstöðu og talaði um að ekki þýddi lengur að bjóða fólki þessi smánarlaun. Peningar væru greinilega til í versluninni, það sæist best á þeim fram- kvæmdum sem þar ættu sér stað. En eins og Ijóst var, var staðan erfið. Ef svo óllklega vildi til að kröfurnar næðu fram, þýddi það, að samn- ingar við um 40 þúsund laun- þega sem þegar hafði verið samið við, fælu í sér sömu hækkun. Er blaðamaður Al- þýðublaðsins hitti Magnús L. á verkfallsvakt VR s.l. föstu- dag, sagði hann, að það væri enginn vandi að semja um einhverja litla upþhæð með þeim fyrirvara að ef aðrir semdu betur, fengjust þær hækkanir einnig. Vinnuveitendur höfnuðu þessum kröfum alfarið eins og við var að búast. Útlitið var því vægast sagt dökkt. Það þætti í meira lagi neyðar- legt ef enn eitt samningstil- boðið, það þriðja, yrði borið undir félagsmenn, og kannski fellt. Þá vaknaróneit- anlega sú spurning hvort þessi miðlunartillaga sátta- semjara sé ekki einmitt hálm- stráið sem VR forystan þarfn- aðist. Núna verða félags- menn að taka afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt, má segja að forystan hafi sloppið með skrekkinn. Hún getur haldið höfði (og völd- um) og sagt að hún hafi hvergi gefið eftir í sínum kröfum, sáttasemjari hafi komið með tilboðið og fé- lagsmenn samþykkt. Ovenju mikil þátttaka og virkni hefur verió í VR félög- um í þessu verkfalli og er því líklegt að jDátttaka i atkvæða- greiðslunni um miðlunartil- löguna verði góð. Sennilegt verður að teljast að „yfir- borgunaraðallinn" innan fé- lagsins láti sitt ekki eftir liggja. Hann er í verkfalli sem hann ekki vildi og hefur þurft að sitja heima án launa á meðan. Líklegt er því að hann láti sig ekki vanta á kjörstað til að samþykkja tillöguna. Kröfur án alvöru? En hvaða alvara var að baki þessum kröfum VR? í sam- tali við Alþýðublaðið á fyrsta degi verkfallsins sagði Pétur A. Maack formaður verkfalls- stjórnar VR er hann var spurður að því hvort hann tryði því að kröfur þeirra næðust í gegn: „Ég á óskap- lega erfitt með að sannfæra sjálfan mig um að 42 þúsund króna lágmarkslaun náist í gegn, þar sem við erum sið- asti launþegahópurinn sem á eftir að semja, það er búið að semja við alla aðra við tölu- vert lægri upphæöir." Þetta eru óneitanlega ein- kennileg orð úr munni forvíg- ismanns verkalýðsfélags á fyrsta degi verkfalls. Þau hljóta að staðfesta þá skoð- un, að með þessum „von- lausu“ kröfum, var aðeins verið að tala því máli, sem talið var að fólkið vildi heyra. Baktjaldamakk ? Eins og flestum er kunn- ugt, eru tengsl Sjálfstæðis-, flokksins og VR þó nokkur. I fréttaskýringu þann 15. apríl s.i. er haft eftir heimildar- manni blaðsins innan verka- lýðshreyfingarinnar, að með tilliti til (haldsáhrifa innan VR, yrði reynt að „settla" málin þannig að til verkfalls kæmi ekki. Sú varð ekki raun- in, en kannski er sú staða sem nú er komin upp ein- hverskonar „settl“. Sagði í umræddri fréttaskýringu einnig, að hugsanlegt væri að reynt yrði að komast að einhverju samkomulagi á bak við tjöldin, því staðan væri slæm hjá báðum aðilum. í dag verður fundur hjá VR á Hótel Sögu, þar sem inni- hald miðlunartillögunnar verður kynnt, og atkvæða- greiðsla síðan á morgun. Verði hún felld, er engin sér- stök hefð fyrir næsta skrefi. Málið yrði enn hjá sátta- semjara, sem síðan tæki ákvöröun um hvort hann reyndi enn frekar að sætta deiluaðila, eða setti málið í gerðardóm.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.