Alþýðublaðið - 28.04.1988, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.04.1988, Qupperneq 5
Fimmtudagur 28. apríl 1988 5 , SMÁFRÉTTIR Skipulags- breytingar hjá Smjörlíki/Sól h.l. Að undanförnu hefurverið unnið að endurskipulagningu stjórnarskipulags hjá Smjör- líki/Sól h.f. Til þessa verkefn- is var m.a. fenginn danski rekstrarráðgjafinn Gert Han- sen, frá ráðgjafafyrirtækinu Industri konsulent (IKO) og hefur hann unnið að þessu verkefni með starfsmönnum fyrirtækisins. Gert Hansen hefur áður starfað að endurskipulagn- ingu fyrirtækja hér á landi, svo sem hjá Iðnaðarbankan- um, Almennum tryggingum, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og fleirum. Markmið þessara breytinga er að gera daglegan rekstur markvissari og renna stoðum undir nýja framtíðarstefnu fyrirtækisins. Fyrsta áfanga þessa verkefnis er nú lokið. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið skipt í fjögur starfssvið og hefur forstöðumaður verið ráðinn að hverju þeirra. Þessi starfssvið og helstu verkefni þeirra eru: Fjármálasvið: Fjármála- stjórn, áætlanagerð, starfs- mannahald. Markaðssvið: Sölustjórn, markaðssetning, dreifing, auglýsingar, kynningar, vöru- þróun. Framleiðslusvið: Fram- leiðslustjórn verksmiðja, gæðaeftirlit, viðhald véla og tækja. Innkaupasvið: Innkaup aðfanga, flutningar, birgða- stýring. Einar Kristinn Jónsson er fjármálastjóri fyrirtækisins frá 1. apríl s.l. Hann er við- skiptafræðingur frá H.í. 1981 og rekstrarhagfræðingur (MBA) frá IMEDE i Sviss 1987. Einar var sölu- og markaðsstjóri hjá Pennanum 1981-1984, framkvæmdastjóri SÁÁ 1984-1986 og hefur undanfarið starfað að markaðsverkefnum hjá Reyk- vískri endurtryggingu h.f. Áður hafði hann starfað með námi hjá Arnarflugi og Endurskoðun h.f. Einar er 30 ára, kvæntur Kristínu Einars- dóttur og eiga þau 2 börn. Alexander Björgvin Þóris- son er sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins frá 1. febrúar s.l. Hann er viðskiptafræðingur frá H.í. 1985 og rekstrarhag- fræðingur (MBA) frá Uni- versity of Central Florida í Bandaríkjunum 1987 með markaðsmál sem sérsvið. Alexander starfaði áður hjá Matstofu Miðfells og hjá fjár- málaráðuneytinu, rikisbók- / MEÐ SKILVISI HAGNAST ÞÚ Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostn- að af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú hagnast á skilvísinni því þú getur rtotað peningana þína tilgagnlegri hluta, til dæmis í að: málastofuna ú fy rir sumarið setja ný blöndunartæki á baðherbergið leggja parket áforstofuna. Lán nieð lánskjaravísitölu. Greiðslufrestur er til 15. maí. Þann 16. reiknast dráttarvextir. Lán með byggingarvísitölu. Greiðslufrestur er til 31. maí. Þann 1. júní reiknast dráttarvextir. co í SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM 1 Greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öll- um bönkum og sparisjóðum landsins. cpbHúsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 69 69 00 haldi. Alexander er 28 ára. Unnusta hans er Oddný Guð- mundsdóttir, rekstrarhag- fræðingur. Jón Sch. Thorsteinsson er framleiðslustjóri fyrirtækis- ins frá 1. mars s.l. Hann er stærðfræðingur frá H.í. 1987. Jón starfaði áður hjá Félagi íslenskra iðnrekenda við tölvuráðgjöf og kerfishönnun 1983-1984, og hefur starfaö Jón Sch. Thorsteinsson hjá Smjörlíki/Sól h.f. síðan 1985 við ýmis störf. Hann er stundakennari við H.l i hag- nýtri stærðfræði. Jón er 25 ára. Unnusta hans er Ragn- heiður Harðardóttir. Gunnlaugur Þráinsson er innkaupastjóri fyrirtækisins frá 1. janúar s.l. Hann er við- skiptafræðingur frá H.í. 1984 og var framkvæmdastjóri Stjórnsýslusviðs hjá Alafossi h.f. 1984-1987. Gunnlaugur er 27 ára. Unnusta hans er Sig- ríður Einarsdóttir. Gunnlaugur Þráinsson Einar K. Jónsson Alexander B. Þórisson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.