Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 6

Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 6
6 Fimmtudagur 28. apríl 1988 t MINNING f JÓN HJÁLMARSSON f 9. okt. 1924 - Vinur minn og góöur ráö- gjafi, Jón Hjálmarsson fyrrv. erindreki ASÍ, er fallinn frá, langt um aldur fram, aöeins 64 ára gamall. Það eru ekki margir dagar síöan hann gekk á minn fund, ásamt öör- um stjórnarmönnum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, til þess aö reifa áform og tillögur um aö koma upp félagsmiöstöð og samastaö fyrir eldri kynslóð- ina á höfuðborgarsvæðinu til samverustunda, tómstunda- iöju og heilsuræktar. Jón var einn af hvatamönn- um að stofnun þessa félags- skapar fyrir tveimur árum og bar hag samborgara sinna mjög fyrir brjósti eins og hann reyndar geröi alla sína tíö. Þaö voru engin elli- eöa þreytumerki á málflutningi nafna mins. Hann ræddi ekki liöna tíö heldur framtiðará- form af þeim hugsjónaeld- móöi sem næröist af um- hyggju fyrir samborgurum, en var á sama tíma tempraður raunsæi og ábyrgðartilfinn- ingu, í anda þeirra lífsviö- horfa sem Jón tileinkaði sér ungur. Kynni okkur Jóns hófust fyrir tæpum áratug, þegar ég settist í ritstjórastól Alþýóu- blaösins. Jón var einn þeirra reyndu og rótgrónu Reykja- víkurkrata sem lagði hlustir viö málflutningi nýja ritstjór- ans. Hann átti oft leið á rit- stjórnarskrifstofur Alþýðu- blaösins, til aö ræöa málefni liöandi stundar. Ég veitti því strax eftirtekt aó þarna var sérstakur maöur á ferð. Jón var jafnaðarmaður aö hugsjón. Hann hugsaði sína pólitík út frá gagnrýn- inni umhyggju fyrir málstaö verkalýöshreyfingarinnar og Aiþýöuflokksins í þaula. Þaö sem hann miðlaði mér af þeirri sögu kom mér að góðu haldi þegar ég tók aö kynna mér innviði Alþýðuflokksins í Reykjavík. Jón Hjálmarsson var einn þessara fágætu hug- d. 18. apríl 1988 sjónamanna, sem aldrei hugsa um eigin hag heldur ævinlega um framgang mál- staöar og málefna sem hann batzt ungur ástfóstri vió. Jón Hjálmarsson var ekki einasta fróóur um lífsbaráttu og pólitík fyrri tíöar. Hann haföi lært af reynslunni og vildi gjarnan leggja sitt af mörkum til að bæta fyrir fyrri mistök okkar hreyfingar og treysta samstöðu vinnandi fólks um samtök sfn og meginstefnu fremur en ala á fyrri misklíöarefnum. Þess vegnavar Jón Hjálmarsson umburöarlyndur gagnvart mönnum og málefnum. Hann var fróöur, íhugull og gagn- rýnin á leiðir — en ævinlega jákvæöur í afstööu sinni. Þess vegna var bæði gaman og gagnlegt aó ræða vió hann málefni liöandi stundar og aö setja þau í stærra sam- hengi fortiðarog framtíðar. Þaö kom þvi eins og af sjálfu sér aó ég leitaði í smiöju til nafna míns þegar sækja þurfti og verja málstað okkar jafnaóarmanna í fólk- orrustum stjórnmálanna. Á þaö reyndi strax í Alþingis- kosningum 1979 og í Þeirri kosningabaráttu sem háö hefur verið síöan, bæöi bæjar- og Alþingiskosning- um. Þá er ekki siður eftirminni- legt samstarfiö innanflokks, í nefndavinnu og á málfundum þar sem Jón Hjálmarsson lét sig sjaldan vanta. Ég treysti því aö aðrir veröi til þess aö gera lífshlaupi og æviferli Jóns Hjálmarssonar betri skil í minningarorðum, því að þessar línur eru hrip- aöar niöur á blað á stolnum stundum milli funda. En að leiðarlokum vil ég nota tæki- færiö og þakka Jóni Hjálm- arssyni fórnfúst og óeigin- gjarnt starf, í bókstaflegum skilningi þeirra oröa, í þágu jafnaðarstefnu, verkalýös- hreyfingar og Alþýðuflokks- ins. Eftirlifandi konu hans, Huldu Þorsteinsdóttur, börn um þeirra og öörum vanda- mönnum flyt ég hugheilar samúöarkveöjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaöur Alþýöuflokksins Vinur minn, Jón Hjálmars- son, er látinn. Mér brá mjög, er ég frétti lát hans. Aö vísu vissi ég, aö hann hafói ekki gengið heill til skógar undan- farið. En stuttu áöur en hann lést hafði hann komið á skrif- stofu mína léttur í bragöi og hress aö því, er virtist. Þann- ig aö andlátsfréttin kom mér mjög á óvart eins og raunar alltaf, þegar einhver nákom- inn fellur skyndilega frá. Meö Jóni Hjálmarssyni er failinn frá góöur drengur, mikill jafnaöarmaöur og sannur verkalýðssinni. Þaö er nú hálfur fjóröi ára- tugur liöinn síðan leiöir okkar Jóns lágu fyrst saman. Þaö var í Félagi ungra jafnað- armanna í Reykjavík. Ég sá strax, aö þar fór eldhugi, mikill hugsjónamaöur, sem vildi berjast fyrir málefnum Alþýöuflokksins og jafnaðar- stefnunnar. Og þaö varö hlut- skipti Jóns aö gerast stríös- maður verkalýðshreyfingar- innar og Alþýóuflokksins. Jón var um skeiö erindreki Alþýöusambands Islands. Og þær voru áfáar stundirnar, sem hann eyddi í störf á skrifstofum Alþýðuflokksins. Oftast vann hann þar kaup- laust enda var Jón með af- brigðum ósérhlífinn og KRATAKOMPAN Alþýðuflokksfélag Garða- og Bessastaðahrepps Fundur í Bæjarmálaráöi mánudaginn 2. maí í Goða- túni 2. Stjórnin Skrifstofa Alþýöuflokksins er lokuö eftir hádegi í dag vegna útfarar Jóns Hjálmarssonar. Alþýöuflokkurinn. Breyttur vinnutími í Stjórnarráðinu Ákveöið hefur veriö aö færa starfsdag í Stjórnarráö- inu fram um klukkutíma yfir sumarmánuðina. Veröa þvi skrifstofur Stjórnarráðs ís- lands opnar kl. 8.00 til kl. 16.00 mánudaga til föstudaga frá 1. maí til 30. september 1988. 1. MAÍ KAFFI Mætum öll í 1. maí kaffið í Naustinu Húsió veróur opnaö kl. 15.00. Allir velkomnir, takið meö ykkur gesti. Alþýðuflokkurinn óeigingjarn maður. Hann safnaöi ekki þessa heims auöi. Jón Hjálmarsson var skarp- greindur maöur og vel lesinn. Hann var búfræðingur aö mennt en kunni skil á flestu. Hann var sérstaklega vel aö sér um þjóömál öll, efna- hagsmál og landbúnaðarmál og sér í lagi um verkalýðs- mál. Maöur kom aldrei að tómum kofunum hjá Jóni Hjálmarssyni. Hér veröa ekki rakin öll þau störf, sem Jón vann um ævina. Hann kom viöa viö og má segja, aö hann hafi unnið hin margvíslegustu störf frá verkamannavinnu til skrif- stofustarfa. Síöustu árin var Jón húsvöröur í Skúlatúni 2, þar sem skrifstofur borgar- verkfræðings eru og borgar- stjórn Reykjavíkur heldur fundi sína. Öll störf sín vann Jón af stakri samviskusemi. Jón var mikill félagsmála- maður. Síóustu árin starfaöi hann af miklum áhuga í sam- tökum eldri borgara. En fyrst og síðast var þaó ávallt Al- þýöuflokkurinn og verkalýös- hreyfingin sem hugur hans stóó til. Ég er þakklátur fyrir aö hafa notið kynna Jóns Hjálm- arssonar og vináttu. Ég votta eftirlifandi konu hans, Huldu Þorsteinsdóttur, og börnum þeirra samúö mína. Drottinn blessi minningu Jóns Hjálmarssonar. Björgvin Guðmundsson. Auglýsing um bann við notkun matarleifa til skepnu- fóöurs. Vegna hættu á búfjársjúkdómum og samkvæmt lög- um nr. 28/1928, um varnir gegn því aö gin- og klaufa- veiki og aörir alidýrasjúkdómar berist til landsins, er hér meö bannað aó nota til skepnufóðurs matarleif- arsem aflaðerutan heimilis. Þettagildirþartil ööru- vísi verður ákveöiö. Landbúnaðarráðuneytið 26. apríl 1988 Félagsmálastofnun Reykjavikur Námskeiö í gömlum dönsum fyrir eldri borgara Gömlu dansarnir rifjaöir uppog kennd ýmis afbrigöi. Kennt veröur alla þriöjudaga í maí kl. 17-18 aö Norö- urbrún 1 og kostar námskeiðið kr. 500,- Innritun og nánari upplýsingar í síma 686960 dag- lega frá kl. 10-16. Félagsstarf aldraða. Laus staða Viö Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla ís- lands er laus til umsóknar staöa handmennta- kennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reyjavík fyrir 24. mai n.k. Menntamálaráðuneytið 25. apríl 1988. Frá Menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann við Hamrahlíð vantar kennara í tölvufræði. Við Verkmenntaskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar kennarastöóur í eftirtöldum greinum: Efna- og líffræði, félagsfræói, hagfræöigreinum, ís- lensku, rafeindavirkjun, sagnfræði, saumum, stæró- fræöi, tölvufræði, vefnaöi, vélstjórn, viöskiþtagrein- um. Auk þess vantar stundakennara i ýmsum grein- um. Vió Menntaskólann á Egilsstöðum vantar kennara í þýsku, frönsku, dönsku, líffræöi, stæröfræöi, tölvu- fræói, félagsfræöi, sálfræöi, vióskiptagreinum og íþróttum. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20 maí. næstkomandi. Menntamálaráöuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.