Alþýðublaðið - 28.04.1988, Síða 7
Fimmtudagur 28. apríl 1988
7
BROR BLIXEN HVITÞVEGINN
Það var ekki hann, sem smitaði Karen Blixen af sýfillis. Honum hefur verið lýst sem
ákaflega ótrúum eiginmanni. Guðsonur hans, Ulf Aschan hefur ritað bók um Bror Blixen
og gefið henni heitið „Manden som kvinderne elskede
Hann var ákafur veiðimað-
ur villdýra það er satt, en aö
hann hafi verið mikiö fyrir aö
eltast við konur er ekki satt.
Þær eltu nefnilega hann,
segir guðsonur Bror Blixen,
Ulf Aschan í bók sinni
„Manden som kvinderne
elskede“.
Hann segir á skemmtileg-
an og umhugsunarverðan
hátt frá manninum, sem i
Danmörku og víðar var þekkt-
astur fyrir að vera maðurinn
sem bakaði Karen Blixen
mikla óhamingju — og smit-
aði hana af sárasótt.
Spurningunni um það, af
hverju allar hinar konurnar
sem Bror Blixen var með
smituðust ekki (sem reyndar
læknar á þeim tíma undruð-
ust) svarar Aschan í bókinni
með þessum orðum: Það var
vegna þess að það var alls
ekki Bror Blixen sem smitaði
Karen.
Það er staðreynd að faðir
Karenar, Wilhelm Dinesen,
smitaðist af sárasótt á yngri
árum sínum. Hann framdi
sjálfsmorð árið 1895, og
ástæöan fyrir því gæti verð
sú, að sjúkdómurinn hafi þá
verið kominn á hátt stig,
skrifar Aschan og fullyrðir að
Karen hafi ekki verið neinn
sakleysingi þegar hún giftist
Bror Blixen.
Sönn ímynd af mannin-
um
Aschan segist hafa skrifað
bókina til að hin sanna
ímynd mannsins Bror Blixen
komi fram.
Hann minnist guðföður
síns sem glaðlegs, sól-
brennds manns sem lyfti
snáðanum upp á barstól á
strandhótelinu í Falsterbo og
lét kviknaktan strákinn hrópa
„tvöfaldan gin og tonic
handa vini mínum, appelsín
fyrir mig — og settu þetta á
reikning föður míns“.
Bror var léttlyndur, lét
hverjum degi nægja sína
þjáningu leitaði sífellt nýrra
ævintýra, segir Aschan í bók
sinni sem kom út á sænsku
fyrir tveimur árum. í kjölfar
kvikmyndarinnar „Out of
Africa", var hún síöan þýdd á
ensku.
Dillandi mjaðmir
Blaðamaður Det fri
Aktuelt, segir að þegar mað-
ur lesi bókina verði maður
svekktur yfir því að hafa ekki
þekkt manninn!
Þetta var maður sem naut
lífsins í botn, var rausnarleg-
ur við vinkonur sinar og
horfði beint framan í fílana!
Það var Karen sem fékk
hann með sér til Afríku, en
hann heillaðist ekki síður af
álfunni en hún. Hún skrifaði
um Afríku, hann nýtti sér
1 Bror Blixen (til vinstri) var mikið fyrir villidýraveiðar og vildi „nýta“ Afriku, eins og hann orðaði það.
Afríku. Frá því að vera glaum-
gosi í Svíþjóð varð hann að
veiðimanni villtra dýra í
Afríku. Þessi maðurvirtist
hafa haft slíka þersónustöfra
og verið svo fullur af lífs-
þorsta, að það hljóti að hafa
verið unun að umgangast
hann.
Þegar afrfkanska sveita-
setrið leystist upp — og
hjónabandið, gerðist Bror
Blixen atvinnumaður í veiði-
menskunni. Á árunum 1922-
28 fór breski aðallinn að
stunda „safari" með kampa-
vín, baðker, þjóna og silfur-
bakka í farteskinu, og Bror
gerist leiðangursstjóri og far-
arstjóri í þessum „safari"
ferðum.
Hann kunni vel að meta
dillandi mjaðmir svörtu
stúlknanna, sömuleiðir brak-
andi silki bresku hefðar-
kvennanna, og kvenfólkið var
vitlaust í honum.
Konan sem hann tók sam-
an við eftir skilnað þeirra
Karenar var Cokkie Hoogterp
— sem mörgum árum seinna
sagði: „Ég iðrast einskis —
nema þess aö ég fór frá Bror
Blixen. Hann var stóra ástin í
lífi minu“. „Hann var yndis-
legur, ótrúr eiginmaður, og
besti elskhugi sem ég hef
nokkurntíma þekkt“, sagði
Cokkie, sem hafði aldrei verið
afbrýðisöm — en varð það
þegar hin sænska Eva Dick-
son birtist allt í einu.
Hún steig út úr jeppanum
og sagði: „Eg var að koma frá
Dar - Es - Salaam og er mjög
þyrst“. Eva hafði heyrt talað
um Bror Blixen heima í Sví-
þjóð, ferðaðist til Afriku og
ók 700 km. leið til þess að
kynnast honum náið.
Önnur ástmær Bror var
Beryl Markham (sem þýdd
grein birtist um í Alþýðublað-
inu fyrir nokkrum mánuðum)
hún var kjarkmikil flugkona
og Eva vildi sýna að hún væri
jafn kjörkuð og ók því á bíl
yfir Sahara eyðimörkina á 30
dögum.
Beryl flaug sóló-flug yfir
Atlantshafið árið 1936. Ári
seinna skipulagði Eva æv-
intýralegan leiðangur, þvert í
gegnum Asíu — í þeim leið-
angri fórst Eva í bilslysi í Ind-
landi.
Bror yfirgaf Afríku og fór til
Bandaríkjanna. Hann hafði
áhuga á því að taka þátt í
„vetrarstriöinu" í Finnlandi.
Finnland féll og Bror Blixen
fór til Svíþjóðar. Þar kynntist
hann Ruth, sem var einmitt
af þeirri gerð kvenna sem
Bror var hrifnastur af — kona
með eigin peninga og gat
séð fyrir sjálfri sér.
Lífsreglur Bror Blixen voru
einfaldar. Nr. 1. „Ef þú ætlar
að búa á hóteli þá veldu það
besta, þá er þér treyst fyrir
skuldum." Nr. 2. „Ef þú ætlar
að vera í nánu sambandi við
konu, þá veldu þér konu með
eigin peninga. Konurþeirrar
gerðar passa upp á mannorð
sitt og þær fara ekki á veit-
ingahús sem er of dýrt fyrir
Þig.-“
Arin með Ruth í Svíþjóö
voru hamingjuár. Árið 1946
voru þau í bil á leið til úti-
hátíðar, bíllinn rann til í
snjónum og fór út af vegin-
um. Bror, sem var í aftursæt-
inu, vafði handleggjunum ut-
an um Ruth, sem var í fram-
sætinu til að verja hana gegn
því að slengjast i framrúðuna
og þaö tókst honum. En þeg-
ar billinn lenti á tré rakst höf-
uð hans i loft bílsins og hann
dó samstundis.
Einkunnarorð hans var:
„Lifið er veisla, en það verður
allt svo hljótt þegar gullfisk-
urinn deyr.“ Hann var sjálfur
gullfiskur margra og þegar
hann lést varð hljótt og öm-
urlegt í andapollinum.
(Det fri Aktuelt.)
Guðsonur Karen Blixen, segir
hana ekki hafa verið neinn sak-
leysingja.