Alþýðublaðið - 29.04.1988, Síða 3
Föstudagur 29. apríl 1988
3
FRETTIR
Lóðir við Vonarstrœti og Tjarnargötu sameinaðar:
IBUAR KÆRA TIL RAÐHERRA
Telja að byggingarnefnd hafi farið út fyrir sitt valdsvið.
Ibúar viö Tjarnargötu í
Reykjavík hafa kært til fé-
lagsmálaráöuneytisins sam-
þykkt byggingarnefndar
Reykjavíkur um aö lóðirnar
Vonarstræti 11 og Tjarnar-
gata 11 verði stækkaöar og
sameinaðar. Telja íbúarnir aö
byggingarnefndin hafi fariö
út fyrir valdsvið sitt meö
þessari afgreiðslu og fara
þess á leit viö ráöherra aö
hún ógildi samþykktina.
I bréfi íbúanna til félags-
málaráöuneytisins kemur
fram aö verið sé aö kæra
samþykkt byggingarnefndar
Reykjavíkur frá 30. mars si. á
beiðni borgarverkfræöings
um aö lóðirnar Vonarstræti
11 og Tjarnargata 11 veröi
sameinaöar og stækkaðar úr
1.268 m2 i 4.333 m2 og er
þess farið á leit að ráðherra
ógildi samþykktina og hlutist
til um aö málið fái lögboöna
afgreiðslu í skipulagsstjórn
ríkisins.
í bréfinu kemur einnig
fram aö kærendur telji aö
byggingarnefnd Reykajvíkur
hafi farið út fyrir valsvið sitt
með þessari afgreiðslu, að
hér sé um verulega breytingu
á staðfestu deiliskipulagi,
eða þriðjungs stækkun á lóð,
sem skipulagsstjórn ríkisins
beri að fjalla um samkvæmt
skipulagslögum.
Starfsmannafélag Arnarflugs:
HVETJA VS OG VR AÐ
HÆTTA OFBELDISAÐGERÐUM
Starfsmannafélag Arnar-
flugs, sem eru félagar í Versl-
unarmannafélagi Suðurnesja,
VS og Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur, VR, hefur lýst
yfir höröum mótmælum
vegna stöðvunar á áætlunar-
flugi félagsins. Starfsmenn
segja þetta ólöglegt og lýsa
furðu sinni á þessum aðgerð-
um.
í yfirlýsingu sem Starfs-
Sérkjarasamningar á Austurlandi:
LAUN Á BILINU
4U-50 ÞÚSUND
Alþýðusamband Austurlands
hefur gert sérkjarasamninga
fyrir starfsfólk elli- og hjúkr-
unarheimila og sjúkrahúsa á
Austurlandi. Samningarnir
fela i sér meiri launahækkan-
ir en samningar þeir sem
undirritaðir voru á Akureyri
og samningar Verkamanna-
sambandsins. Laun sam-
kvæmt samningunum verða
á bilinu 40-50 þúsund krónur
á mánuði, þó var samið um
taxta undir 40 þúsundum en
ekki hefur verið greitt eftir
þeim flokki.
„Það er alltaf erfitt að bera
sérkjarasamninga saman við
aðra, en þetta er óneitanlega
betra en náðist i almennu
samningunum," sagði Björn
Grétar Sveinsson formaður
Jökuls á Höfn í samtali við
blaðið.
Verkalýðsfélagið á Höfn
hefur samið við sveitarfélag-
ið um laun starfsmanna
áhaldahúss. Samkvæmt þeim
verða byrjunarlaun 38.736 og
fara upp í 52.294, miðað við
15 ára starfsaldur. Þá hefur
verið gerður samningur við
starfsfólk leikskóla um laun á
bilinu 36.513 upp í 51.264
krónur á mánuði. „Almennt
er fólkið með laun á bilinu 40
þúsund upp í 51 þúsund og
hreinar undantekningar er
laun eru undir því,“ sagði
Björn Grétar.
Þessi launaáfangi fyrir
starfsfólk elli- og hjúkrunar-
heimila og sjúkrahúsa er
athyglisverður fyrir þá sök að
ófaglært starfsfólk í Reykja-
vík í sömu störfum er meöal
þeirra lægst launuðu.
Lágmarkslaun á bilinu
40-50 þúsund fyrir ófaglært
starfsfólk hvetja mjög þá
sem standa nú í kjarabaráttu
til að þoka sínum launum um
eða uppfyrir 40 þúsund króna
lágmarkið.
mannafélagið sendi frá sér
segir að VS hafi opinberlega
viðurkennt rétt Arnarflug til
að halda áætlunarflugi sínu
áfram, „Enda er hér á engan
hátt verið að brjóta gegn
verkfallinu, þau rök að eitt
eigi yfir flugfélögin að ganga
standast engan veginn“ segir
í yfirlýsingunni. „Eða er það
næsta skref að loka hjá
kaupmanninum á horninu, til
að láta eitt yfir hann og stór-
markaðina ganga.“
Starfsmenn Arnarflugs
segja að þeir eigi ekki í
neinni launadeilu við félagið,
enda séu allir starfsmenn yfir
42.000 króna lágmarkslaun.
Starfsmannafélagið hvetur
því VS og VR til að hætta
ofbeldisaðgerðum gegn
Arnarflugi og leyfa félaginu
að stunda þá starfsemi sem
það hefur fullan rétt á.
Ráðhúsmálið í byggingarnefnd:
BYGGINGARLEYFI
SAMÞYKKT
Bygginganefnd Reykjavikur
samþykkti i gær, meö þremur
Sverrir Stormsker í Dublin:
„ÆTLI ÉG SÉ EKKI ORÐIN
EUROVISION-TÝPA4
Sverri finnst sœnska lagið best en þykir líklegt að England verði
fyrir valinu. „En við stefnum á þennan skrattans topp eins og
allir aðrir. “
„Eg kann bara vel við
Dublin, maður er svona að
sjá tré í fyrsta skipti" sagði
Sverrir Stormsker, nývaknað-
ur, er Alþýðublaðið ræddi við
hann í gærdag. „Hinir kepp-
endurnir eru flestir hálf leið-
inlegir, allir með þetta eilífa
Eurovision-smæl".
Stóra stundin rennur upp á
morgun, laugardag, þegar
þeir félagar í dúettnum
Beathoven, Sverrir Stormsker
og Stefán Hilmarsson, stíga
á svið í Dublin og syngja
Sókrates. í samtali við Al-
þýðublaðið í gær sagðist
Sverrir ekki hafa yfir neinu að
kvarta, nema matnum, en
bjórinn bætti það upp. „Það
má segja að maöur sé orðinn
helvíti góður í drykkjunni."
Hina keppendurnar sagði
Sverrir flesta vera all leiðin-
lega, að minnsta kosti út á
við, allir með þetta eilífa
Eurovision-smæl, allan dag-
inn. „Ég veit ekki hvort við er-
um hins vegar taldir
þennan skrattans topp eins
og hver einasti kjaftur sem
hér er staddur.
skemmtilegir, kannski maóur
sé sjálfur með sama smælið,
án þess að vita af því. Ætli
ég sé bara ekki orðinn svona
Eurovision-týpa.“
— Heldurðu að þú komir
þá ekki sami maður heim?
„Ég veit það nú ekki, mað-
ur verður allavega klukkutíma
að hreinsa af sér smælið."
sagði Sverrir.
Veðbankarnir eru farnir að
spá og að sögn Sverris hefur
íslenska laginu, hingað til,
ekki verið spáð allt of góðu
gengi. Sænska lagið er talið
sigurstranglegt og sagði
Sverrir það gott og þá
aðalega vegna söngvarans.
„Þetta er eitt af fáum lögum
sem maður getur hlustað á
ógrátandi, maðurinn syngur
hreint alveg eins og hetja. En
mér þykir líklegt að það verði
fyrir valinu eitt af þessum
grátlegu lögum, kannski Eng-
Sverrir Stormsker: „Maður verður
klukkutima að hreinsa af sér
smæliö.“
land. tn er Sverrir hræddur
um að lenda í 16. sætinu?
Maður væri nú varla að
þessu ef það væri á hreinu
að við lentum í 16. sæti. Þaö
getur ekki verið takmark
nokkurs manns að lenda í 16.
sæti í Eurovisionkeppni. En
við stefnum náttúrlega á
atkvæðum gegn tveimur að
veita byggingarleyfi vegna
ráðhússbyggingar viö Tjörn-
ina i Reykjavík Framkvæmdir
viö grunn ráöhússins geta
því hafist, en borgarstjóri,
Davið Oddsson, var búinn að
ákveða aö fresta framkvæmd-
um fram á sunnudag, nema
ef byggingarleyfið fengist
fyrir þann tima. Á fundinum í
gær lögðu þeir Gissur
Símonarson og Gunnar H.
Gunnarsson fram athuga-
semdir vegna afgreiðslunnar
í bókun.
í bygginganefnd sitja þrír
fulltrúar Sjálfstæðisflokks,
þeir Hilmar Guðlaugsson,
Gunnar Hansson og Haraldur
Sumarliðason, einn fulltrúi
fyrir Alþýðuflokk, Gissur
Símonarson og Gunnar H.
Gunnarsson, fyrir Alþýðu-
bandalag. Þeir tveir síðast
nefndu greiddu atkvæði á
móti afgreiðslunni og lögðu
fram bókun þess lútandi. í
bókuninni kemur m.a. fram
að bílastæðafjöldi er mun
minni en ætlað var i upphafi,
að eftir grenndarkynningu
hafi borist inn 16 bréf undir-
skrifuð af 22 aðilum er mót-
mæltu kynningu ráðhúsbygg-
ingunnar, að ráðhúsið sé í
ósamræmi viö staðfest aðal-
skipulag Reykjavíkur og sam-
þykkt deiliskipulag Kvosar-
innar og að eftir eigi að at-
huga þætti eins og lífriki
Tjarnarinnar og hávaðameng-
un frá flugvélum. Einnig að
sýnt hafi verið fram á það að
yfirborð sjávar muni hækka
all verulega á næstu áratug-
um og gæti það haft alvarleg-
ar afleiðingar fyrir ráðhús-
bygginguna.